Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 109
Ingi GuSmonsson frá Kolbeinsvík:
Þegar æskudraum-
arnir rætast
Frá því á landnámsöld, hafa Strandamenn orðið ab byggja
lífsafkomu sína á sjávarafla, aö allverulegum hluta.
Mikill rekaviður berst þar á fjörur og efniviður til skipasmíða
nœgur og nærtœkur. Af því leiðir, að þar hafa á öllum tímum ver-
ið afkastamiklir og góðir skipasmiðir.
Einn bezti og afkastamesti skipasmiður, er við höfum sagnir
af á Ströndum, er Ingi Guðmonsson frá Kolbeinsvík.
Ritnefnd Strandapóstsins fór þess á leit við Inga, að hann léti
ritið fá til birtingar ágrip af því sem kalla mœtti skipasmíðasögu
hans, sem þá um leið yrði af skiljanlegum ástœðum lífssaga hans.
Ingi hefur frá æsku haft mikinn áhuga á skipasmíði og öllu, sem
henni er viðkomandi. Sem unglingur smíðaði hann líkön af súð-
byrtum árabátum og plankabyggðum skútum. Þessi bátalíkön, sem
voru rúmur meter á lengd, vöktu athygli og aðdáun, bœði hvað
útlit og lag snerti, þau voru nákvœm eftirlíking báta í fullri stærð
og bátalagið var sérstaklega fallegt. Gamlir formenn höfðu oft orð
á því, að þarna væri að vaxa upp mikill skipasmiður.
Lífsbaráttan á Ströndum hefur oftast verið hörð og lítið fé aflögu
til framkvæmda. Því var það, að Ingi gat ekki snúið sér með full-
107