Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 111
ast sá, að smíða báta. Tólf ára gamall fór ég að róa með föður
mínum. Þegar sigit var, lá ég oftast fram í stafni og athugaði hvem-
ig báturinn rann á bámnum, þá fann ég út, að ef báturinn ætti að
fara vel í sjó, þá þyrfti hann að hafa sérstakt lag þannig að hann
slæi bárunni frá kinnungnum, svo hún skærist ekki inn í hann, einn-
ig að hann lyfti sér í siglingunni. Þessar bollaleggingar mínar frá
unglingsárunum hafa komið mér að góðum notum við það lag er
síðar varð á bátum mínum, sem hafa reynst rnjög vel, eða eins
og einn merkur og harðsækinn sjómaður sagði. „Það er alveg
sama hvernig þessum bátum er beitt, hvort það er á skut eða röng,
lens eða á kinnung.“ Slík ummæli og önnur lik, hafa verið mér
eins og sólargeislar í starfi mínu og hvatt til dáða.
A Akranesi átti ég heima í 23 ár og eru það beztu árin í lífi
mínu. Þar var ég algerlega minn eiginn húsbóndi og þar sá ég
æskudraum minn rætast. Er ég kom til Akraness, þekkti ég engan
af íbúum staðarins. Oviðráðanleg atvik urðu þess valdandi, að ég
flutti frá Drangsnesi í Steingrímsfirði, en þar vorum við, ég og
109