Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 113
stafa af kransæðastíflu, í þessum hugrenningum fetaði ég mig
heim, óstyrkur og orkuvana.
Heimilislæknir minn athugaði mig og sagði mjög ákveðinn, að ég
mætti ekki hreyfa mig, nema sem allra minnst, þar til ég fengi
pláss á sjúkrahúsi, en það yrði eftir tvo daga. Á öðrum degi ráfaði
ég niður á vinnustað, gekk frá öllu og lokaði húsinu, ég gerði
mér ljóst, að mínu starfi væri lokið. Það voru margir sem sögðu.
,,Þú getur lagt þig rólegur, þú hefur starfað meðan stætt var, en
ég fann að það var mikið átak að hætta að vinna en ég sætti mig
við hlutskipti mitt og var þakklátur fyrir, að hafa fengið að starfa
heill og hraustur, svo langan \innudag.
Ég seldi eignir mínar á Akranesi og flutti til Reykjavíkur, á
Akranesi var ekki við neitt að vera lengur, börnin voru búsett í
Reykjavík og erlendis. Nú ætlaði ég að taka lífið rólega, en at-
vikin höguðu því svo, að nóg var að starfa, eftir því sem heilsan
leyfði.
Ég réði mig til starfa hjá Æskulýðsfélögunum í Reykjavík og
111