Strandapósturinn - 01.06.1971, Qupperneq 114
Kópavogi, starfiS var að kenna unglingum bátasmíði. Æskulýðsfé-
lögin höfðu stofnað siglingaklúbb fyrir unglinga, þátttaka var ágæt.
Unglingarnir byggðu sjálfir báta sína, sem þeir sjá um með að-
stoð hinna fullorðnu.
Þeim er einnig kennt að róa og sigla, þessi starfsemi fer fram
í Nauthólsvík við Skerjafjörð, þar er góð aðstaða. Eg leiðbeini
unglingunum við smíði á bátunum, sem eru 10—14 og 20 fet á
lengd.
Oft verður mér hugsað til æskuáranna, þegar ég var að smíða
mína báta og hafði engan til að leiðbeina mér, engin verkfæri
nema vasahnífinn og efniviðurinn var rekaviðar-kubbar, ég sé
sjálfan mig í þessum áhugasömu unglingum, en sá er munurinn,
að þeir geta borið vandamál sín viðkomandi bátasmíði, undir full-
orðinn mann, sem veit og kann og á að leysa vandann.
Þetta er mjög skemmtilegt starf og enn er æskudraumur minn
að rætast, enn er það bátasmíðin, sem ég fæ að starfa að.
Heilsa mín hefur farið batnandi og heima hef ég lítilfjörleg-
an iðnað, nóg til að dunda við.
Starfið er eitt af lífsgjöfunum, sá sem hefur nóg að starfa, er
aldrei einmana, það er alltaf líf í kring um hann og verkefnin eru
ótæmandi.
Þegar ég lít yfir liðna ævi, er ég ánægður með allt og alla og
kvíði ekki því sem eftir er og þegar þessari jarðvist lýkur, þá byrjar
ný tilvera, það er eins og að opna hurð að óþekktu herbergi. Við
megum vel una okkar kjörum, sem eigum þessa vissu framundan.
Að taka öllu með jafnaðargeði, vera glaðlyndur og hafa sam-
skipti við gott fólk, það er að kunna að lifa, en bezt af öllu er að
sjá æskudrauma sína rætast.
112