Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 115
Aðalheiður Þórarinsdóttir,
Ytra-Ósi:
STRANDASTOFN.
Fólk af merkum Strandastofni,
Strandabyggðir sækir heim.
Oskum vér að aldrei rofni,
átthaganna tengsl hjá þeim.
Margar frœgar hetjur horfnar
harðan róður þreyttu fyr.
I ungri kynslóð endur bornar
okkar vonir hljóta byr.
Trúðu fyrr á mátt og megin
málsins kyngi, og andans þrótt.
Til fanga, var hver fleyta dregin
fast og hart, á miðin sótt.
I greipar œgis gullið sóttu
garpar hraustir, fyr og síð
Fyrir galdra, frœgir þóttu,
og fræðin mörg á sinni tíð.
Stór mun rituð Strandasaga,
sterku letri á sögu spjöld.
Þar skal merki Ijóðs og laga,
Ijóma skœrt á hverri öld.
Til að efla trú á landið,
tökum saman höndum þétt.
Hvar í flokki og stétt þið standið,
stöndum fast um okkar rétt.
Sigrum áhrif vinds og veðra,
vinnum, ræktum nakinn svörð.
Þá mun andi okkar feðra,
ávallt blessa Steingrímsfjörð.
113