Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 119
Stökur
Rósmund Jóhannsson bónda á Gilstöðum í Selárdal þarf ekki að
kynna fyrir heimamönnum á Ströndum. Hann er fæddur 18.11
1883 og kominn af hinni alkunnu Pálsætt. Enda vel hagmæltur
eins og afi hans, Páll Jónson í Kaldbak.
Hitt er annað, að Rósmundi er ekki um að flíka skáldskap sín-
um og telur stöku-börn sín bezt geymd með sér, að leiðarlokum, í
móðurskauti jarðar. Hins vegar tókst að fá leyfi hjá honum að
mega biðja Strandapóstinn fyrir eftirfarandi.
Sjálfur var Rósmundur lengi póstur sveitar sinnar og kann að
meta það starf að verðleikum.
EI.LI RAUNIR.
Full áttræður er ég orðinn,
allt er lamað táp og fjör,
lífs gjörvallur farinn forðinn,
fer ég senn að velta í kör.
Hárið mitt ber hélu litinn,
hvarmaljósin daprast finn,
skrokkurinn til skaða slitinn,
skerðist viðnámsþrótturinn.
Enni mitt er rúnum ritað,
rétta sögn þar lesa má,
ég hef unnið, ég hef stritað,
jafnan æskudögum frá.
117