Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 120
Ellin bugar, fúna fætur,
framtakshugur allur deyr.
Gengnar stundir GuS mér lœtur
gömlum birtast aldrei meir.
Heyrnin eyðist, höndin dofnar,
hristast fingur, óskírt mál,
hugrenningin sífelt sofnar.
Svona er getan orðin hál.
Ef ég finn með ýmsum hætti,
andi svalt, ég bogna þá
undan hverjum andardrætti
eins og visið sinustrá.
Ei skal. kvíða elli-dögum,
allt er fallvalt hér í heim.
Eins og fleiri lífsins lögum,
lúta skal og taka þeim.
Helzt í elli hug minn kætti,
héðan loks þá burt ég fer
það ég fyndi enginn œtti
illa sök á baki mér.
Ort árið 1966.
EFTIRSJÁ.
/ hug mér flýgur Ijótur leiði,
á landið dofnar trú,
til beggja handa eru í eyði
átján jarðir nú.
Þetta iýsir þjóðlífsroti,
þar af óhug fæ.
Ég sé eftir hverju koti,
sem kastað er á glæ.
118