Fréttablaðið - 31.12.2021, Síða 4

Fréttablaðið - 31.12.2021, Síða 4
Það eru ekki áramót án stjörnuljósa. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar Við höfum einnig óskað eftir nánari upplýsingum um slys frá almenningi, þegar okkur hafa borist fregnir af slysum, til dæmis í gegnum fjölmiðla. Þú færð Hallveigu á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna skot 65 SEK 4 5 4,5 100 kg Skemmtileg terta með ákafri skothríð frá fyrstu sekúntu. Fallegar litríkar sprengingar sem lýsa upp himinninn og endar auðvitað með flottu lokaspili sem engan svíkur. Hetjur faraldursins hugsa yfirleitt um þá sem eru minnimáttar. MYND/LSH benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Alls völdu 243 starfs­ menn Landspítalans að gefa jóla­ gjöfina sína til Mæðrastyrksnefndar þessi jólin en starfsmenn gátu valið um nokkrar gjafir. Ein var að gefa Mæðrastyrksnefnd sjö þúsund krónur og fékk því nefndin 1,7 milljónir og þúsund krónum betur. Þetta kemur fram í svari spítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mæðrastyrksnefnd nýtur góðs af hetjum faraldursins því í fyrra fékk starfsfólkið umdeilt sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúð sem um eitt hundrað manns gáfu til nefnd­ arinnar. Læknar af lyf lækningasviði, ásamt mörgum f leirum, söfnuðu jólagjöfum spítalans saman og færðu Mæðrastyrksnefnd. Þetta voru þó ekki einu starfsmenn Land­ spítalans sem létu gott af sér leiða í fyrra því nokkrir starfsmenn á mót­ tökugeðdeildinni gáfu inneign sína til Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Í ár gátu starfsmenn spítalans valið milli fjórtán þúsund króna gjafabréfs hjá Sky Lagoon, níu þúsund króna gjafabréfs hjá Sæl­ kerabúðinni, tólf þúsund króna gjafabréfs hjá Cintamani, 12.475 króna gjafabréfs hjá FlyOver Ice­ land, tólf þúsund króna gjafa bréfs hjá Bestseller eða 14.990 króna gjafabréfs hjá Zipline – Ævintýris í Vík í Mýrdal. Ekki kom fram frekari sundurlið­ un á hvað starfsfólki leist best á en samkvæmt vefsíðu spítalans starfa um sex þúsund manns í rúmlega fjögur þúsund og fimm hundruð stöðugildum. n Á þriðja hundrað starfsmanna gáfu Mæðrastyrksnefnd jólagjöfina sína Svava Gerður Ingimundar- dóttir, lögfræð- ingur hjá HMS Vegna anna á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins hefur ekki náðst að halda skrá yfir slys af völdum skotelda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Engin heildartölfræði er til um skráningu slysa af völdum vöru hér á landi. Skoteldar falla þar undir, en vegna anna á bráðamóttöku höfuð­ borgarsvæðisins hefur ekki verið hægt að safna þeim upplýsingum saman. Lög­ fræðingur hjá Húsnæðis­ og mannvirkjastofnun telur mögulegt að koma í veg fyrir slys ef haldið er betur utan um skráningu þeirra. ninarichter@frettabladid.is SLYSAVARNIR Í 13. grein reglugerðar um skotelda frá 2017 segir um til­ kynningarskyldu að bráðamóttöku viðkomandi sjúkrahúss beri að til­ kynna slys af völdum skotelds þegar í stað til lögreglu og Neytendastofu. Sömuleiðis beri sjúkrahúsinu skylda til að tilkynna Neytenda­ stofu þegar gallaðra skotelda verður vart í umferð. Svava G. Ingimundardóttir er lög­ fræðingur hjá markaðseftirliti Hús­ næðis­ og mannvirkjastofnunar (HMS), sem tekið hefur við þessum málaflokki af Neytendastofu eftir lagabreytingu um stjórnsýslu neyt­ endamála síðan í byrjun október. Hún segir stofnunina ekki hafa aðgang að neinni samantekt eða heildartölfræði um slys af völdum skotelda. „Í gegnum árin hefur verið óskað eftir upplýsingum frá bráðamót­ töku vegna slysa af völdum skot­ elda. Vegna anna á bráðamóttöku á höfuðborgarsvæðinu höfum við fengið þau svör að þau hafi ekki haft tök á því að taka slíkar upplýsingar saman,“ segir Svava. Hún segir HMS hafa fengið upp­ lýsingar um slys frá öðrum heil­ brigðisstofnunum en stundum hafi vantað upplýsingar um skoteldinn og gerð hans. Engin tölfræði um slys vegna skotelda „Við höfum einnig óskað eftir nánari upplýsingum um slys frá almenningi þegar okkur hafa borist fregnir af slysum, til dæmis í gegn­ um fjölmiðla,“ segir hún. Stofnunin þarf þess vegna að reiða sig á ábendingar frá fólki. Svava nefnir sem dæmi að eitt árið hafi verið nokkuð um slys vegna handblysa. „Síðan kom í ljós vegna ábendinga, bæði frá heilbrigðis­ stofnun og einstaklingum, að um var að ræða ákveðna tegund af handblysum sem í kjölfarið var tekin úr sölu.“ Hún segir því ljóst að slíkar ábendingar geti skipt sköpum við að koma í veg fyrir frekari slys. n Terturnar eru vinsælar sem fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Flugeldasala björgunar­ sveitanna fer vel af stað samkvæmt Davíð Má Bjarnasyni, upplýsinga­ fulltrúa Landsbjargar, en f lestir kaupa f lugelda tvo síðustu daga ársins. Flugeldasalan hófst á þriðjudag og lýkur á flestum stöðum klukkan 16 í dag. Undanfarin ár hafa tekjur félaganna verið um 700 til 800 millj­ ónir, eða um 60 prósent af heildar­ tekjunum. „Sölufólkið okkar er ánægt með viðtökurnar og landsmenn hafa greinilega tekið það til sín að mæta tímanlega,“ segir Davíð en salan tekur vitaskuld mið af sóttvarna­ ráðstöfunum. „Í fyrra tókum við það upp að nota netverslun og mörgum finnst það þægilegra.“ Davíð segir terturnar hafa verið vinsælastar undanfarin ár. Til að mynda hinar samsettu vígatertur, sem séu í raun eins og f lugelda­ sýning. „Stjörnuljósin eru líka svakalega vinsæl vara. Það eru ekki áramót án stjörnuljósa,“ segir hann. Fyrir þremur árum hófu björg­ unarsveitirnar að selja svokölluð rótarskot í samstarfi við Skóg­ ræktarfélag Íslands, það er gróður­ sett tré í áramótaskógi Landsbjargar við Þorlákshöfn. Þau er bæði hægt að kaupa í netverslun og á sölu­ stöðum, og Davíð segir marga hafa keypt rótarskot með flugeldunum. „Með þessu er bæði verið að styðja við björgunarstarfið og umhverfið,“ segir hann. n Vígaterturnar vinsælastar og margir kaupa rótarskot líka benediktboas@frettabladid.is FJÁRLÖG Alma D. Möller land­ læknir sendi bréf á fjárlaganefnd á mánudag til að ítreka ósk um fjár­ heimild vegna rannsóknarinnar Heilsa og líðan Íslendinga 2022. Fer Alma þess á leit við nefndina að hún hækki fjárheimild um 20 milljónir til að tryggja fjármögnun verkefnisins í samræmi við upp­ runalega beiðni til heilbrigðisráðu­ neytisins. Segir Alma í bréfinu að um mikil­ væga rannsókn sé að ræða sem hafi fest sig í sessi sem mikilvæg upp­ spretta upplýsinga um heilsufar, líðan, lífsgæði og lifnaðarhætti full­ orðinna Íslendinga. Ítrekar Alma beiðni sína enda hafi nefndin ekki gert breytingar á fjárlagafrumvarp­ inu þess efnis að veita verkefninu fjárheimild. n Hvorki heilsa né líðan rannsökuð Landlæknir biðlar til fjárlaganefndar um fé fyrir rannsókninni. Alma Möller, landlæknir 4 Fréttir 31. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.