Fréttablaðið - 31.12.2021, Síða 6

Fréttablaðið - 31.12.2021, Síða 6
Íslendingar eiga að vera ófeimnir við að taka þátt í atvinnu- rekstri erlendis. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Holding ehf. Hótel er áformað á fjallinu. gar@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Áform um kláf upp Eyrarfjall á Ísafirði og veitingastað og hótel uppi á fjallinu þurfa að fara í mat á umhverfisáhrifum. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Með niðurstöðu sinni staðfestir úrskurðarnefndin ákvörðun Skipu- lagsstofnunar um umhverfismat vegna áforma Eyrarkláfs ehf. Lúta þau að því að leggja tvo kláfa upp á Eyrarfjall með byrjunarstöð í þéttbýlinu á Ísafirði. Þá er fyrir- hugað að byggja veitingahús ofan á Eyrarfjalli og síðan sjálf bærar gistieiningar eða hótel. Skipulagsstofnun sagði um að ræða nokkuð umfangsmiklar fram- kvæmdir. „Samanstandi þær af byggingu byrjunarstöðvar við þéttbýlis- mörk á Ísafirði, uppsetningu um 1.400 metra langra kláfvíra og burðarmasturs um miðja vegu upp Eyrarfjall og síðan byggingu endastöðvar, veitingasalar og hót- Kláfur og hótel á Eyrarfjalli ofan Ísafjarðar í umhverfismat Veðurstofan óttast að skíðafólk valdi snjóflóðum en Eyrarkláfur segist ekki flytja skíðafólk. MYND/AÐSEND els fyrir um 60 til 70 gesti á toppi fjallsins,“ segir í umfjöllun úrskurð- arnefndarinnar. Þá eigi að framkvæma á órösk- uðu svæði í hlíðum Eyrarfjalls og uppi á fjallinu í mikilli nálægð við þéttbýlið á Ísafirði. „Bæði Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun telji að helstu umhverfisáhrifin verði að fyrirhug- uð mannvirki muni breyta ásýnd Eyrarhlíðar og Eyrarfjalls séð víða að og þannig leiða til varanlegra breytinga á landslagi.“ n Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Holding ehf. benediktboas@frettabladid.is VIÐSKIPTI Hagnaður af rekstri alþjóðlega sjávarútvegsfyrirtækis- ins Samherja Holding ehf. á árinu 2020 nam 27,4 milljónum evra eða um fjórum milljörðum íslenskra króna samkvæmt ársreikningi. Ársreikningar samsteypunnar voru samþykktir á aðalfundi félagsins á miðvikudag. Samkvæmt Samherja hefur ekki enn tekist að sannreyna nægilega vel gögn vegna útgerðar í Namibíu sem nú hafi verið hætt. Mikið hefur verið fjallað um téða útgerð eftir að Kveikur hóf umfjöllun um hana árið 2019. Samherji bendir á að enn ríki óvissa um málarekstur vegna fjár- hagslegra uppgjöra sem tengjast rekstrinum í Namibíu og af þeim ástæðum gerði stjórnin fyrirvara um uppgjör þess félags sem annað- ist starfsemina þar í landi í skýrslu sinni. Sama fyrirvara gera endur- skoðendur félagsins í áritun sinni. Að öðru leyti er áritun á reikning- ana fyrirvaralaus. n Ekki enn tekist að sannreyna gögn vegna útgerðar benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Alls verður 100 milljón- um króna varið til að hækka lista- mannalaun. Á næsta ári mun aukn- ing til Myndlistasjóðs nema 43,2 milljónum, framlag til sjóðs vegna starfsemi atvinnuleikhópa hækkar um 42,5 milljónir og aukning til tónlistarsjóða nemur 18 milljónum. Alls munu framlög til verkefna- sjóða og styrkja á sviði menningar, að meðtöldum launasjóðum lista- manna, nema um 3,3 milljörðum króna á fjárlögum næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Listamannalaun eru greidd mán- aðarlega en þeir sem fá starfslaun í sex mánuði eða lengur skulu ekki gegna fullu starfi meðan á starfs- launatímanum stendur, samkvæmt reglum. Umsóknarfrestur var til 4. október. Listamannalaunin námu 409.580 krónum á mánuði sam- kvæmt fjárlögum 2021. Hundrað milljónum varið í að hækka listamannalaun Lilja Alfreðs- dóttir menning- armálaráðherra Fjöldi umsækjenda í ár var 1.440, 1.305 einstaklingar og 135 sviðs- listahópar með um 940 listamönn- um. Sótt var um 13.675 mánuði. Alls fengu 308 listamenn og 26 sviðlista- hópar úthlutun. Á næsta ári munu menningar- málin meðal annars fá nýtt heimili í nýju ráðuneyti, ný myndlistarstefna fyrir Ísland verður kynnt, vinna við nýja tónlistarstefnu hefjast og ný sviðslistamiðstöð hefja starfsemi sína. „Fjárframlög til sjóða á sviði menningar halda áfram að vaxa sem mun ótvírætt skila sér til baka til samfélagsins. Aukningin er í takt við stjórnarsáttmálann, þar sem tekið er skýrt fram að við ætlum að tryggja undirstöður íslensks menn- ingar- og listalífs. Heimsfaraldurinn hefur haft óhjákvæmilegar afleið- ingar fyrir menninguna okkar, en við ætlum að halda áfram að hlúa að henni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra. n Kúba M exíkó Bandaríkin Mexíkóflói Miami Orlando Havana Houston Bandarísk flugfélög hafa gert athugasemdir við umsókn dótturfélags Icelandair um flug milli Bandaríkjanna og Kúbu. Ferðirnar verða 170 á fjögurra mánaða tímabili. kristinnhaukur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Þrjú bandarísk flugfélög hafa mótmælt því að Icelandair fái leyfi til að fljúga með farþega milli Bandaríkjanna og Kúbu og saka flugfélagið um tækifærismennsku. Þau telja að Icelandair muni ekki byggja upp þessar f lugleiðir til framtíðar eins og þau hyggist gera. Í september var greint frá því að Loftleiðir, dótturfélag Icelandair, hefði samið um leiguflug fyrir félag- ið Anmart Air, alls þrettán ferðir milli Orlandoborgar í Flórdía-fylki og Havana, höfuðborgar Kúbu. Nú á hins vegar að bæta í og fljúga alls 136 ferðir, fram og til baka, milli Havana og Miami á Flórída, sem og 17 ferðir til Orlando og 17 til Hous- ton í Texas-fylki. Flugfélögin iAero Airways, World Atlantic Airlines og GLOBALX, sem öll hafa sinnt Kúbuflugi, hafa sent inn athugasemdir til bandarísku samgöngustofnunarinnar, DOT, vegna leyfisveitingar Icelandair. Í athugasemd iAero segir að inn- koma Icelandair mun hamla banda- rískum f lugfélögum sem séu að byggja upp flugleiðirnar milli Kúbu og Bandaríkjanna á nýjan leik. Félagið hafi sjálft nógu margar vélar til að leigja Anmart fyrir flugið. Einnig að Icelandair sé farið að reiða sig í of miklum mæli á f lug undir hinu svokallaða „sjöunda frelsi“. En það er rétturinn sem ríki veita f lugfélögum í þriðja ríki til þess að sinna millilandaflugi fyrir sig. Þetta sé 20 prósent af starfsem- inni nú. „Aðalástæða Icelandair fyrir umsóknum um 170 flugferðir yfir f jögurra mánaða tímabil er að þrengja efnahagslega að banda- rískum flugfélögum,“ segir í athuga- semd iAero. Alls eru f lugferðirnar milli Bandaríkjanna og Kúbu 3.600 fram og til baka á ári. Bandarísk félög saka Icelandair um tækifærismennsku í nýrri Kúbudeilu Dótturfélag Icelandair hefur samið um að fljúga þrettán ferðir milli Orlandoborgar og Havana. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Anmart Superior Travel valdi Loftleiðir einfaldlega sem sam- starfsaðila í þessu f lugi og því kemur gagnrýni bandarísku f lug- félaganna okkur á óvart,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða. „Á meðal ástæðna sem Anmart hefur fyrir valinu er að Loftleiðir geta boðið upp á stærri f lugvélar með meira farangurs- rými, en algengt er að fólk taki mikinn farangur með sér á þessari f lugleið. Fjöldi f lugfélaga sinnir f lugi á milli tveggja annarra landa en heimalandsins og á það sérstak- lega við um f lugfélög sem sinna leiguflugi.“ Segir hann Loftleiðir áður hafa skipulagt verkefni í leiguflugi fyrir bandarískar ferðaskrifstofur og það gengið vel. Það er frá borg- unum Detroit og Boston til áfanga- staða í Karíbahafinu. Í yfirlýsingu sendi Icelandair einnig frá sér að tölur iAero um hlutfall „sjöunda-frelsis f lugs“ væru bjagaðar í ljósi faraldursins. Í vanalegu árferði sé fjöldi f lugferða Icelandair milli Íslands og Banda- ríkjanna mun meiri. n Anmart Superior Travel valdi Loftleiðir einfaldlega sem sam- starfsaðila í þessu flugi og því kemur gagnrýni bandarísku flugfélag- anna okkur á óvart. Árni Hermanns- son, fram- kvæmdastjóri Loftleiða 6 Fréttir 31. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.