Fréttablaðið - 31.12.2021, Síða 20
20 Íþróttir 31. desember 2021 FÖSTUDAGUR
Þorsteinn Hreiðar
Halldórsson
Manchester City
Það væri fínt að fá Erling
Braut Håland í framlínuna og
svo kannski vinstri bakvörð
til þess að bæta í flóruna þar.
Þar dettur mér helst í hug
Alphonso Davis en ég hef svo
sem litið pælt í þessu. Ég er
með menn í vinnu við það.
ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. desember 2021 FÖSTUDAGUR
Fréttablaðið spáir í spilin um
hvaða leikmenn muni skipta
um félög í komandi félaga-
skiptaglugga. Helst eru það
Aubameyang, Martial, Cout-
inho, Mbappe og Håland sem
eru á vörum fótboltaáhuga-
manna í þeim vangaveltum.
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Komandi félagaskipta-
gluggi í Evrópu hefst við sérstakar
aðstæður þar sem leikmannahópar
liðanna á Englandi eru þunnskip-
aðir vegna Covid-smita og meiðsla.
Því gæti verið að félög vilji bólstra
leikmannahópa sína fyrir komandi
átök en á sama tíma eru forráða-
menn líklega ekki áfjáðir í að missa
leikmenn úr sínum herbúðum.
Hinir nýríku í Newcastle United
munu að öllum líkindum opna
veski sitt og fjárfesta í leikmönnum
til þess að freista þess að bjarga sér
frá falli í ensku úrvalsdeildinni. Þá
eru Katalóníumenn með nokkra
leikmenn á brunaútsölu til þess
að lappa upp á fjárhag sinn og Real
Madrid er orðað sterklega við tvö af
stærstu nöfnum heimsfótboltans.
Af íslenskum leikmönnum sem
hafa helst verið í umræðu fjölmiðla
um að færa sig um hefur Albert
Guðmundsson verið orðaður við
brottför frá AZ Alkmaar til Celtic,
Rangers og Lazio. Þá hefur Jón Daði
Böðvarssonar verið í frystikistunni
hjá Millwall og er líklega spenntur
fyrir því að komast þaðan sem fyrst.
Hvíslað hefur verið um heim-
komu Hólmars Arnar Eyjólfssonar
frá Rosenborg í Val. FH ku einn-
ig hafa mikinn áhuga á kröftum
Hólmars Arnar. Kolbeinn Sigþórs-
son er svo samningslaus eftir að
hafa verið leystur undan samningi
hjá Gautaborg. Fossvogurinn, hans
heimahagar, er með opinn faðminn
og Kári Árnason er líklega á fullu að
reyna að sannfæra sinn fyrrverandi
samherja í landsliðinu um að koma
í uppeldisfélag sitt, Víking.
Fréttablaðið fékk stuðningsmenn
nokkurra liða í ensku úrvalsdeild-
inni til að nefna þá leikmenn sem
þeir teldu henta sínu liði og vildu
bæta við hóp sinna liða í janúar. n
Félög geta opnað
veskið á morgun
Magnús Þór Jónsson Liverpool
Liverpool týnir vanalega
veskinu sínu 1. september ár
hvert og grefur það upp í apríl
ári seinna svo væntingarnar eru
ekki miklar.
Það eru þrátt fyrir það tveir
hlutir sem ég tel við þyrftum að
bregðast við. Annars vegar þarf
að styrkja breiddina í hægri bak-
verðinum. Það er langt síðan við
sóttum mann til Southampton
og ég tel að Kyle Walker Peters
sé raunhæfur kostur í þá stöðu
til að draga úr álaginu á Trent-
Alexander Arnold.
Hins vegar þarf að bæta við
einum sóknarmanni sem er
tilbúinn í bardagann. Þar eru tvö
nöfn í mínum kolli, annars vegar
Lucas Ocampos hjá Sevilla
sem er held ég hinn fullkomni
Klopp-leikmaður, bæði í pressu
og sem skorari.
Það hefur verið rætt um
Raheem Sterling aftur heim og
það væri líka ágætis kostur.
Draumurinn er að Kylian
Mbappé komi í alvöru lið og búi
til bestu framlínu í sögunni … en
það verður bara næsta sumar.
Tómas Þór Þórðarson Manchester United
Manchester United þarf að ganga frá vanda-
málinu aftast á miðjunni hjá sér í janúar að mínu
mati. Þess vegna þarf liðið helst að taka Declan
Rice og Wilfred Ndidi þó það sé tæplega að fara
að gerast í janúarglugga.
Þar ætti Declan Rice að vera skotmark númer
1, 2 og 3.
Ég var aðeins lengur að vera seldur á Rice
heldur en aðrir en get viðurkennt að ég er algjör-
lega kominn á vagninn. Framfarir hans undan-
farin misseri eru hreint magnaðar.
Rice er allt sem United þarf aftast á miðjuna.
Hann er stór, sterkur, hefur mikla yfirferð, les
leikinn vel, er leiðtogi og þá hafa tölur hans
þegar kemur að sóknarleik bara farið upp á við.
Ef Rice er ekki falur ætti Ndidi að vera næsta
skotmark. Það eru alls konar nöfn í umræðunni
en Ndidi hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni
og tel ég hann henta best af þeim nöfnum.
Algjör ryksuga aftast á vellinum.
Einar Örn Jónsson Arsenal
Maður er náttúrulega með tvo óskalista í gangi:
annan raunhæfan og hinn algjörlega óraunhæfan.
Arsenal þarf nauðsynlega á framherja að halda
eftir Aubameyang-vesenið. Það væri gríðarlega
gaman að fá Vlahovic en ég tel það ósennilegt.
Calvert-Lewin myndi smellpassa í leikstíl Arteta
Hann er ungur og enskur, sem passar fínt. Jonathan
David frá Lille og Ivan Toney koma líka til greina.
Miðjumann vantar til að deila boltanum og
keppa við Xhaka og Partey. Lokonga er á bekknum
en er kornungur og að læra. Renato Sanchez
hljómar mjög spennandi þar. Yves Bissouma er
flottur spilari en hann er í vanda utan vallar.
Það vantar góðan hafsent og hægri bakvörð. Það
var keypt í báðar stöður í sumar og það er þvi ekki
ofarlega á listanum. Koma Christopher Nkunku og
Saka Fofana myndi hins vegar gleðja mig sem og
Matthijs de Ligt sem er þó algjörlega óraunhæft.
Svo eru ensku blöðin að bendla Coutinho, Isco
og Asensio við Arsenal en það hljómar meira eins
og umboðsmenn að pumpa upp sína menn.
Albert Guðmundsson hefur verið orðaður við Celtic, Rangers og Lazio. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Magnús Þór dreymir um að fá
Kylian Mbappe í Liverpool.
Það er tímaspursmál hvenær
Håland fer frá Dortmund.
Lucas Digne er tilnefndur til
þess að fylla skarð Chilwell.
Declan Rice er efstur á óskalista Tómasar Þórs. Kieran Trippier er orðaður við Newcastle United.
Barcelona er með Philippe Coutinho á sölulista.
Jón Júlíus Karlsson Newcastle United
Newcastle þarf 6-8 leikmenn í janúar til að eiga
möguleika á að halda sér uppi. Eddie Howe þarf
að horfa til leikmanna sem þekkja enska boltann
enda liðið á leiðinni í erfiða fallbaráttu.
Kieran Trippier getur leikið báðar bakvarðar-
stöður. Reynslumikill í enska boltanum. Öflugur
í vörn og sókn. James Tarkowski er góður mið-
vörður sem er að renna út á samningi í vor. Ekki
verra að höggva skarð í herbúðir Burnley sem
verður í fallbaráttu með Newcastle.
Marcelo Brozovic myndi læsa miðjunni hjá
Newcastle. Alvöru stál frá Króatíu. Gini Wijnald-
um þekkir Newcastle og enska boltann afar vel.
Liðið vantar framherja ekki seinna en strax.
Oliver Giroud tikkar í öll réttu boxin. Þekkir
deildina, er góður að halda uppi bolta og skorar
mikilvæg mörk. Ousmane Dembele er svo
heimsklassa leikmaður sem verður samnings-
laus í sumar. Getur bæði leyst framherjastöðuna
og einnig leikið út á vængnum.
Jóhann Már Helgason
Chelsea
Það er krísa í vinstri vængbak-
verðinum þar sem Ben Chil-
well er frá út tímabilið. Leikur
Chelsea hefur farið versnandi
eftir að Chilwell meiddist.
Efstur á blaði hjá Tuchel er
Lucas Digne. Hann er franskur
landsliðsmaður með mikil
gæði þó hann hafi ekki verið
merkilegur í ár. Hinn þýski
Robin Gosens hjá Atalanta
sýndi það svo á EM að hann er
frábær vængbakvörður.
Ef meiðsli Reece James
eru alvarleg þá væri gaman
að sjá Tuchel sækja Adama
Traore frá Wolves og smíða úr
honum hægri vængbakvörð.