Morgunblaðið - 10.08.2021, Qupperneq 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, segir að inn til lands-
ins muni berast hver bylgjan á fætur
annarri uns 75 til 80 prósent þjóðar-
innar hafa smitast af kórónuveirunni.
Ekki sé hægt að ná hjarðónæmi með
bólusetningu en máli sínu til stuðn-
ings vísar Kári til þess hve margir
hafa smitast hér á landi þrátt fyrir að
vera bólusettir. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir talaði um það í kvöld-
fréttum Rúv. á sunnudag að tvær leið-
ir væru færar til þess að ná hjarð-
ónæmi, önnur þeirra væri bólu-
setning. Kári telur að Þórólfur hafi
ruglast þegar hann orðaði þetta
svona. „Það er engin önnur leið til að
ná hjarðónæmi en að stór hluti þjóð-
arinnar smitist,“ bætir Kári við.
Að mati hans er verkefni sóttvarna-
yfirvalda að sjá til þess að engin af
þeim bylgjum sem eiga eftir að ríða
yfir verði svo stór að hún kæfi spít-
alann og sligi heilbrigðiskerfið. Kári
telur að hjarðónæmi muni nást á einu
til tveimur árum. Nægilega mörg
smit þurfi að vera í samfélaginu til að
ná ákveðinni dreifingu, en ekki svo
mörg að þau bugi heilbrigðiskerfið.
Mjög harðar aðgerðir gætu orðið til
þess að seinka því að hjarðónæmi ná-
ist.
Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill
sóttvarnalæknis, segir erfitt að meta
hvort staða smita í samfélaginu sé
orðin stöðug eða hvort framboð á
sýnatöku hafi áhrif á tölurnar en í
fyrradag greindust 106 smit innan-
lands.
Hún segist ekki sammála því að
besta leiðin til að ná hjarðónæmi sé að
láta veiruna ganga yfir þjóðina. Það
megi ekki gleyma því að bóluefni við
delta-afbrigði veirunnar sé í þróun.
Bindur hún vonir við að það berist til
Íslands á næsta ári og hægt verði að
ná hjarðónæmi gegn delta-afbrigðinu
með delta-bóluefninu.
Litið til þess hve margir séu enn
óbólusettir eða ólíklegir til að svara
bólusetningu telur Kamilla að ef
reynt væri að ná hjarðónæmi núna
með útbreiðslu smita þyrftu þeir sem
ekki eru bólusettir að greiða fórnar-
kostnað hinna, þar sem þeir eru ekki
varðir gegn alvarlegum veikindum.
„Það er ekki endilega besta leiðin.“
Nú eru sóttvarnayfirvöld að afla
sér upplýsinga um hvort samfélagið
sé mögulega komið þangað nú þegar,
þ.e. að hjarðónæmi gæti náðst með
smitum.
„Við teljum að vörnin sé mikil og er
það bæði tilfinning okkar, læknanna á
Landspítalanum og í samræmi við
gögn að utan,“ segir Kamilla.“ Sótt-
varnayfirvöld vinni nú að sinni eigin
greiningu en niðurstöður ættu von-
andi að liggja fyrir innan tveggja
vikna. „Þá verða mögulega komin
sterkari rök fyrir því að láta þetta
gossa,“ segir Kamilla. Það yrði þó
með þeim takmörkunum að enn verði
þeir sem eru í áhættuhópi verndaðir.
„Við teljum að vörnin sé mikil“
- Kári segir útbreiðslu smita einu leiðina til að ná hjarðónæmi - Kamilla bindur vonir við delta-bólu-
efnið og hjarðónæmi með því - Niðurstaða greiningar gæti veitt rök fyrir því að láta delta ganga yfir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vörn Til skoðunar er hve vel viðkvæmir hópar eru varðir af þeim bóluefnum sem þeir hafa fengið í faraldrinum.
Kári
Stefánsson
Kamilla Sigríður
Jósefsdóttir
2 5 10 7 13 10 11
38
56
78 82
95 88
71
123 123
129
124
154
86
68
109
116
151
107
119
57
106
225
300
426
625
725
937
992
1.087
1.2051.2161.232
1.293
1.351
1.413 1.434
1.447
1.3851.386
Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær
Heimild: LSH
106 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
1.023 einstaklingar eru
í skimunarsóttkví
2.232 einstaklingar
eru í sóttkví
2020 2021
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 12.00 í gær
Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti
150
125
100
75
50
25
0
8.900 staðfest
smit alls
Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020
106 100
21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.
Fjöldi einstaklinga undir eftirliti LSH frá 21. júlí*
*Engar tölur fyrir 24.-25. júlí
Væg eða engin einkenni
Aukin einkenni
Alvarlegri einkenni
30. júlí 2021
154 smit
12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
Fullbólusettir
Bólusetning hafin
Óbólusettir
Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí
eftir stöðu bólusetningar*
1.386 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
49 af þeim sem
eru undir eftir-
liti flokkast sem gulir
26 sjúklingar eru
inniliggjandi á
LSHmeð Covid-19
55 hafa alls lagst inn á
LSHmeð Covid-19
í fjórðu bylgju faraldursins
Um 40% þeirra
eru óbólusettir
Um 60% bólusettir
2 einstak-
lingar
eru á gjörgæslu
1 sem
rauður
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Bólusetning viðkvæmra hópa með
örvunarskömmtum gegn kór-
ónuveirunni mun hefjast að ein-
hverju leyti í næstu viku. Þá verða
bólusettir íbúar á hjúkrunarheim-
ilum og síðan þeir sem eru með
undirliggjandi sjúkdóma, yfir sex-
tugt og þeir sem eru ónæm-
isbældir.
Þegar bólusetningu barna lýkur
í lok ágúst mun bólusetning þess-
ara fyrrnefndu hópa hefjast af
fullum krafti.
Þetta segir Ragnheiður Ósk Er-
lendsdóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á
höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.
„Þetta er alveg slatti af fólki,“
segir hún um viðkvæma hópa.
„Við munum byrja á hjúkr-
unarheimilunum og munum byrja
á því hugsanlega eitthvað í næstu
viku en aðallega þegar börnin eru
búin, þarna 25. og 26. ágúst. Svo
eru þarna hópar sem er ekki alveg
búið að ákveða hvernig staðið
verður að bólusetningu fyrir, það
eru þá þeir sem eru eldri en átt-
ræðir og svo eru það ónæmis-
bældir líka sem eru ákveðinn hóp-
ur og svo eru líka þeir sem eru
eldri en sextugir.“
Færa sig í Höllina
Þegar bólusett verður í Laug-
ardalshöll í næstu viku verða þeir
boðaðir sem fengið hafa bóluefni
Janssen, um 32 þúsund manns, og
verður bólusetningunni skipt niður
á fjóra daga. Fá þeir annaðhvort
bóluefni Pfizer eða Moderna.
Þá verða fleiri þúsund börn á
aldrinum 12-15 ára bólusett dag-
ana 23. og 24. ágúst. Börn á þess-
um aldri verða að koma í fylgd
með fullorðnum í bólusetningu.
Mögulega örvunarbólusetning á
hjúkrunarheimilum í næstu viku
Morgunblaðið/Eggert