Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Danska viðskiptablaðið Børsen fjallaði um það í gær hve mjög opinberum starfsmönnum hefði fjölgað í Danmörku síðasta árið eða svo. Fjöldinn hafði verið svipaður fyrir rúm- um áratug en svo fækkaði nokkuð og hélst stöðugt þar til nú. Kórónu- veiran skýrir hluta af fjölguninni nú því að töluverður fjöldi hefur verið ráðinn til að sinna ýmsu sem hana snertir. En það er fleira sem veldur, svo sem almenn fjölgun í stjórnsýslunni. - - - Haft er eftir aðalhagfræðingi Danske bank að fjölgunin vegna veirunnar hafi verið um- fram það sem vænst hafi verið. Og hann bendir á hið augljósa, að eftir því sem hið opinbera fjölgar hjá sér sé svigrúmið minna fyrir fyrirtæki í einkaeigu. „Hið opin- bera sogar til sín starfsmenn af vinnumarkaðnum með tilheyrandi tjóni fyrir danskt efnahagslíf,“ segir hann, og bætir við að hætt- an sé sú að fyrirtæki verði að flytja framleiðslu sína úr landi. - - - Danmörk er ekki ein um að þurfa að hafa áhyggjur af þessari þróun. Í greiningu frá BHM í maí sl. kom fram að um- svif hins opinbera hefðu í fyrra aukist í 19 af 34 löndum Evrópu og er kórónuveiran nefnd sem skýring. - - - Í greiningunni koma að vísu ekki fram áhyggjur af fjölg- uninni en það er full ástæða til að hafa áhyggjur. Og það þarf að vinna markvisst að því að draga úr hlut hins opinera í efnahagslíf- inu, ekki aðeins vegna þess að veiran hefur gefið eftir heldur al- mennt til að efla atvinnulíf og bæta lífskjör. Útþensla hins opinbera STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Latifa Al Maktoum prinsessa, dóttir leiðtoga Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, er nú stödd á Ís- landi en mynd birtist af henni á Instagram við eldgosið í Geldinga- dölum. Prinsessan komst í heims- fréttirnar á þessu ári í kjölfar þess að hún sagði frá því í upptökum að sér væri haldið í gíslingu af fjöl- skyldu sinni og hefði verið byrluð ólyfjan. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir áhyggjum af prinsessunni. Í júní gaf hún aftur á móti út yfir- lýsingu þar sem hún sagðist vera frjáls ferða sinna og vildi lifa í friði án frekari afskipta fjölmiðla. Heilsuhraust og hamingjusöm Á myndinni sem birtist á Insta- gram sést Latifa með frænda sínum, Marcus Essabri, og Sioned Taylor, fyrrverandi liðsmanni sjóhersins og fylgdarmanni prinsessunnar. Essbari er í forsvari fyrir hóp sem hefur kallað eftir frelsi prinsessunn- ar og segir hann nú að því ákalli verði hætt. „Mér finnst það blessun að fá að eyða tíma með henni. Það var hughreystandi að sjá hana svona hamingjusama, heilsuhrausta og ein- beitta í áætlunum sínum,“ sagði Ess- bari í yfirlýsingu og þakkaði fyrir stuðning allra sem kölluðu eftir frelsi Latifu. urdur@mbl.is Latifa prinsessa skoðar eldgosið - Frjáls úr gíslingu fjölskyldu sinnar í arabísku furstadæmunum Skjáskot Eldgos Prinsessan og félagar skoða gosið í Geldingadölum. Jónas Þórir Þórisson, kristniboði og fv. framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar, lést á Land- spítalanum að kvöldi sunnudagsins 8. ágúst, 77 ára að aldri. Jónas fæddist 7. ágúst 1944 á Akur- eyri, einn fjögurra sona Jónasar Þóris Björnssonar vélfræð- ings og Huldu Stef- ánsdóttur húsfreyju. Jónas ólst upp á Akureyri og lauk það- an gagnfræðaprófi árið 1961. Hann tók kennarapróf frá Kenn- araháskóla Íslands 1971 og stund- aði nám við Biblíu- og kristniboðs- skólann Fjellhaug í Osló árin 1966-67. Ungur að árum vann Jón- as m.a. sem skrifstofumaður og bókari hjá Bílasölu Akureyrar og starfsmaður hjá Útvegsbanka Ís- lands. Greint var frá andláti Jónasar á vef Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga, SÍK, í gær. Þar kemur m.a. fram að hann hafi starfað sem kristniboði í Eþíópíu ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingi- björgu Ingvarsdóttur, á árunum 1973-1987. Sinnti hann þar m.a. boðun, fræðslu, hjálpar- og neyðarstarfi í Konsó og fjármála- stjórnun á skrifstofu kirkjunnar, Mekane Yesu. „Aðstæður voru oft erfiðar vegna hungursneyðar og byltingar sem gerð var þegar keisaranum var steypt af stóli og marxískri hugmynda- fræði komið á. Á sama tíma óx starfið og efldist,“ segir m.a. á vef SÍK. Hér á landi gegndi Jónas starfi skrif- stofustjóra aðal- skrifstofu KFUM og KFUK í nokkur ár en var síðan ráðinn framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, sem hann sinnti til ársins 2013, eða í rúma tvo ára- tugi. Segir ennfremur að Jónas hafi verið farsæll í starfi og lagt mikið af mörkum til kristniboðs og hjálparstarfs á starfsævi sinni. Jónas sat í stjórn Kristniboðs- sambandsins í mörg ár, þar af tæpan áratug sem formaður til ársins 2008. Jónas og Ingibjörg eignuðust sex börn; Huldu Björgu, Hönnu Rut, Hrönn, Höllu, Þóru Björk og Jónas Inga. Barnabörnin eru 17 talsins og langafabörnin tvö. Andlát Jónas Þórir Þórisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.