Morgunblaðið - 10.08.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nýliðinn júlímánuður var alger met-
mánuður í sjúkraflutningum hjá
flugfélaginu Mýflugi. Farið var í 100
sjúkraflug í mánuðinum en mest
hefur félagið áður flogið 89 sjúkra-
flug í einum mánuði. Áætlað er að
70-80 sjúkraflug verði flogin í ágúst.
Af þessum 100 sjúkraflugferðum
var 81 til og frá Reykjavík, eða 81%
allra flugferða. 19 flug voru á aðra
staði. „Eins og gefur að skilja er
Reykjavíkurflugvöllur gríðarlega
mikilvægur fyrir sjúkraflugið,“ segir
Leifur Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Mýflugs, í samtali við
Morgunblaðið.
Munar oft ansi litlu
„Það væri alveg svakaleg staða ef
við þyrftum að lenda í Keflavík og
aka þyrfti með sjúklingana þaðan
eftir Reykjanesbrautinni á Land-
spítalann,“ segir Leifur.
Hann tekur sem dæmi að í þessari
viku flutti Mýflug unga konu frá
Norðfirði til Reykjavíkur, en hún
var komin 33 vikur á leið. „Hún
fæddi 10 mínútum eftir að hún kom
á fæðingardeildina. Ef við hefðum
lent í Keflavík í stað Reykjavíkur
hefði hún líklega fætt barnið í
sjúkrabílnum á Reykjanesbrautinni.
Það hefði vissulega getað farið vel en
öryggið er sjálfsögðu miklu meira á
spítalanum.“
Leifur bætir því við að í sömu
flugvél hafi verið hjartasjúklingur
og fór hann beint í þræðingu á Land-
spítalanum. „Það munar oft ansi
litlu,“ segir Leifur.
Landhelgisgæslan sinnti átján
sjúkraflugferðum í júlí vegna slysa
eða veikinda, samkvæmt upplýs-
ingum Ásgeirs Erlendssonar upp-
lýsingafulltrúa. Í fjórtán skipti, eða í
tæplega 78% tilvika, lenti þyrlan á
Reykjavíkurflugvelli þar sem
sjúkrabíll beið og flutti viðkomandi á
Landspítalann. Í fjögur skipti var
lent á þyrlupallinum við Landspít-
alann í Fossvogi. Útkallafjöldinn hjá
Landhelgisgæslunni er sambæri-
legur og fyrri ár. Annríkið vegna
þyrluútkalla er alla jafna mest yfir
sumarmánuðina. Flest hafa útköll
flugdeildar verið alls (öll útköll) 278
árið 2018 og voru 219 árið 2019. Í
fyrra fækkaði þeim niður í 184 og má
draga þá ályktun að fækkun ferða-
manna á landinu vegna farsótt-
arinnar hafi haft áhrif á fækkun út-
kallanna, segir Ásgeir.
„Við hjá Mýflugi sinnum öllu
sjúkraflugi með flugvélum á landinu
og gerum út með tvær sérútbúnar
flugvélar frá Akureyri,“ segir Ársæll
Gunnlaugsson, sem var flugstjóri í
100. flugferðinni. Fjórir eru í áhöfn
vélanna hverju sinni og eru það flug-
stjóri, flugmaður, sjúkraflutn-
ingamaður frá Slökkviliði Akureyrar
og læknir frá sjúkrahúsinu á Akur-
eyri.
Ársæll segir hvert flug almennt
vera tvo til þrjá leggi. „Við fáum þá
boð frá Neyðarlínunni, fljúgum þá
kannski austur á Egilsstaði, þaðan
til Reykjavíkur með sjúklinginn og
svo loks aftur norður til Akureyrar.“
Spurður hvort þetta sé ekki búið að
vera mikið álag segir hann: „Jú, eins
og þetta er búið að vera undanfarið
þá kemur bara flug ofan í flug. Við
erum eins og ég segi með tvær vélar
og þær hafa margoft verið báðar í
loftinu á sama tíma í júlímánuði.“
Nýtt met í sjúkraflutningum í lofti
- Nærri 80% lend-
inga á flugvélum og
þyrlum í júlí voru á
Reykjavíkurflugvelli
Ljósmynd/Mýflug
100. sjúkraflugið Ársæll Gunnlaugsson flugstjóri, Guðmundur Óli Scheving flugmaður, Stefán Geir Andrésson sjúkraflutningamaður og Barbara Ruth
Hess læknir. Þetta var síðasta sjúkraflug júlímánaðar hjá Mýflugi. Langflestar ferðir voru til Reykjavíkurflugvallar enda er Landspítalinn þar stutt frá.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Vilji allra stendur til þess að skóla-
starfið verði eftir sem áður kröftugt
og fjölbreytilegt þar sem þeim
hæfniviðmiðum sem aðalnámskrá
leggur til grundvallar í námi verður
mætt,“ segir Ingibjörg Ýr Pálma-
dóttir, skólastjóri Fossvogsskóla.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
á laugardag verður ekki hægt að
hefja kennslu í færanlegum skóla-
stofum fyrir yngstu bekki Fossvogs-
skóla þegar skólinn verður settur
eftir tæpar tvær vikur. Viðgerðir
standa yfir á skólahúsinu sjálfu. Til-
kynnt var í gær að viðræður stæðu
nú yfir milli Reykjavíkurborgar og
Knattspyrnufélagsins Víkings um að
kennsla fyrir 2. til 4. bekk skólans
færi fram í húsnæði íþróttafélagsins
í Víkinni fyrstu vikurnar. Í tilkynn-
ingu frá borginni segir að vonast sé
til að hægt verði að færa kennslu í
einingahúsin um miðjan september.
Skólastofunum verður komið fyrir á
bílastæði starfsfólks skólans þegar
grenndarkynningu er lokið og geng-
ið hefur verið frá skipulagsmálum.
Þegar hafði verið ákveðið að
kennsla í 5. til 7. bekk fari fram í
Korpuskóla. Kennsla í 1. bekk fer
aftur á móti fram í Útlandi í húsnæði
Frístundar. Skólasund verður áfram
í Laugardalslaug eins og verið hefur.
Yngri bekkir fá inni í Víkinni
- Ekki hægt að hefja kennslu í færanlegum skólastofum á lóð Fossvogsskóla
Morgunblaðið/Eggert
Fossvogsskóli Viðgerð fram und-
an og kennslan flutt á aðra staði.
„Vel má hugsa sér
að nýtt dreifikerfi
sé byggt upp frá
grunni, og það
rekið af öðrum að-
ila en Ríkis-
útvarpinu, og fyr-
ir fleiri aðila en
bara RÚV.“ Þetta
segir Stefán Ei-
ríksson útvarps-
stjóri um dreifikerfi Ríkisútvarpsins í
umsögn við drög að Grænbók um
fjarskipti sem samgönguráðuneytið
hefur birt á samráðsgátt. Fram kem-
ur í umsögn hans að gríðarleg tækni-
þróun hafi orðið á undanförnum árum
og muni fyrirsjáanlega halda áfram á
næstu árum. Þessi þróun hafi m.a.
falið í sér að öllu efni RÚV er dreift til
almennings í gegnum tugi mismun-
andi leiða. Frekari þróun muni hafa
mikil áhrif á þróun og skipulag dreifi-
kerfa Ríkisútvarpsins. „Ríkisútvarpið
vekur athygli á því að mikil óhag-
kvæmni fyrir landsmenn er falin í nú-
verandi fyrirkomulagi dreifingar. Til-
kostnaður RÚV við dreifingu er
mikill, samningur um núverandi
dreifikerfi rennur út 2028 og ljóst er
að framtíðin er mjög óljós í dreifing-
armálum. Verði af innleiðingu DAB+
í hljóðvarpi mun það til dæmis hafa í
för með sér kostnaðarsamar breyt-
ingar. Það er að mati Ríkisútvarpsins
nauðsynlegt að ræða dreifingarmál
algerlega frá grunni og vill RÚV eiga
gott samtal við ráðuneytið um þau
mál.“
omfr@mbl.is
Nýtt
dreifikerfi
frá grunni
- Mögulega rekið af
öðrum aðila en RÚV
Stefán Eiríksson