Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
BAKSVIÐ
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
Félag atvinnurekenda hefur sent
fjármála- og efnahagsráðuneytinu
fyrirspurn varðandi starfsemi net-
verslana með áfengi og afstöðu ráðu-
neytisins til lög-
mætis þeirra.
Þessar verslan-
ir eru Sante Win-
es, Nýja vínbúðin
og bjorland.is.
Verslanirnar hafa
nú starfað um
nokkurra mánaða
skeið en Áfengis-
og tóbaksverslun
ríkisins og for-
stjóri hennar hafa
dregið lögmæti reksturs verslananna
í efa á opinberum vettvangi. Meðal
annars með því að fara fram á lög-
bann á rekstur þeirra og með kæru til
lögreglu og skattayfirvalda. Enn sem
komið er hafa yfirvöld þó ekki gripið
inn í starfsemi verslananna.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, lýsti því yfir í
Dagmálum, viðtalsþætti fyrir áskrif-
endur Morgunblaðsins á mbl.is, þann
21. júlí að hann hefði lengi verið tals-
maður aukins frelsis í áfengisverslun
á Íslandi: „Ég hef einfaldlega ekki
sannfæringu fyrir því að það sé nauð-
synlegt að hið opinbera reki þessar
verslanir og það séu opinberir starfs-
menn sem afhendi vöruna.“
Hann sagðist þó einnig hafa skiln-
ing á því að stofnunin vilji fá skorið úr
um lögmæti reksturs slíkra verslana
enda sé ÁTVR rekið á grundvelli
einkaleyfis á smásölu með áfengi.
Í bréfi FA, sem er stílað á Guð-
mund Árnason ráðuneytisstjóra, seg-
ir að félagsmenn í FA, sem bæði
framleiði og flytji inn áfengi sjái sér
ekki annað fært en að taka þátt í sam-
keppninni á þessum nýja markaði ef
framhald verði á starfsemi netversl-
ana sem þessara:
„Sumir hverjir hafa þeir jafnframt
fengið fyrirspurnir frá vefverzlunum,
sem reknar eru á erlendri kennitölu,
um viðskipti. Umrædd fyrirtæki hafa
þó verið hikandi að taka þátt í þessum
viðskiptum, ekki sízt vegna þess að
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins
(sem heyrir undir fjármála- og efna-
hagsráðuneytið) hefur gengið fram af
talsverðri hörku gegn hinum nýju
keppinautum með kærum til lög-
gæzlu- og skattayfirvalda.“
Þá eru orð Bjarna í áðurnefndum
Dagmálaþætti rifjuð upp og þá sér-
staklega þeirri afstöðu hans að net-
verslanir með áfengi starfi „innan
ramma EES-samningsins“ og að
hann ætti erfitt með að sjá að þessi
netverslun með áfengi stangist á við
lög. Hann fagnaði komu þeirra og
sagði þær frábæra viðbót.
Vegna þessa krefur FA ráðuneytið
um svar við þremur spurningum um
netverslanir. Sú fyrsta er hvort net-
verslun áfengisframleiðanda með
staðfestu á Íslandi, eins og sú sem
bjorland.is reki, sé í samræmi við lög.
Önnur er hvort netverslun fyrirtækis
með staðfestu í öðru EES-ríki, sem
afhendir vörur beint til neytenda úr
vöruhúsi á Íslandi stangist á við lög.
Sú þriðja hvort netverslun með stað-
festu í ríki utan EES, en afhendi
vörur beint til neytenda úr vöruhúsi á
Íslandi, sé í samræmi við lög.
Svara er krafist innan tveggja
vikna frá dagsetningu bréfsins sem
er undirritað af Ólafi Stephenssen,
framkvæmdastjóra FA:
„Eins og áður segir hafa fé-
lagsmenn FA áhuga á að taka þátt í
þeirri samkeppni sem hafin er í net-
verzlun með áfengi, en telja mikil-
vægt að hafa vissu fyrir því að þeir
starfi innan ramma laga og reglna og
eigi ekki von á inngripum stjórn-
valda.“
Skýrrar afstöðu krafist
Morgunblaðið/Eggert
Ríkið ÁTVR rekur vínbúðir sem hafa einkaleyfi á smásölu áfengis.
- Félag atvinnurekenda krefur fjármála- og efnahagsráðuneytið um skýr svör um
lögmæti netverslana með áfengi - Stór markaður sem margir vilja komast inn á
Þrjá spurningar
» Mega áfengisframleiðendur
reka netverslun með staðfestu
á Íslandi?
» Má reka netverslun innan-
lands með staðfestu í öðru
EES-ríki?
» Má reka netverslun innan-
lands með staðfestu í ríki utan
EES?
Ólafur
Stephensen
sinnum keypti hann krónur fyrir
1.334 milljónir. Samanborið við
mánuðinn á undan eru inngrip
bankans óveruleg. Í júní keypti
bankinn gjaldeyri fyrir 18,1 millj-
arð króna í sex inngripum en
seldi ekki gjaldeyri á móti í sama
mánuði.
Evran hreyfðist lítið
Meðalgengi evru gagnvart krónu
hækkaði um 0,2% milli júní og
júlí.
Raungengi íslensku krónunnar
lækkaði um 0,3% í júlí miðað við
mánuðinn á undan. Var gengið
88,0 stig. Vísitala raungengis á
mælikvarða hlutfallslegs verðlags
var 8,6% hærri í júlí, samanborið
við sama mánuð 2020.
Sé litið á gjaldeyrismarkaðinn
kemur í ljós að Seðlabankinn
blandaði sér sjö sinnum í umsvif
hans í júlímánuði. Fjórum sinnum
seldi bankinn krónur fyrir sam-
anlagt 2.640 milljónir en þrisvar
Lítilsháttar veiking á gengi krónu
- Seðlabankinn greip sjö sinnum inn í
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Uppskipun í fullum gangi Litlar breytingar urðu á gengi krónunnar í júlí.
« Sætanýting í
flugferðum Play í
júlímánuði var
41,7% og flutti fé-
lagið 9.899 far-
þega. Í tilkynn-
ingu frá félaginu
segir að tölurnar
séu í samræmi
við væntingar og
áætlanir þess. Þá
segir að eftirspurn eftir flugferðum á
sumarleyfisstaði hafi verið umfram
væntingar. Þá hafi ný bylgja kór-
ónuveirunnar haft neikvæð áhrif á
eftirspurn á flugmarkaði.
„Íslenskir viðskiptavinir nýttu sér
þá sveigjanlega Covid-19 skilmála
Play og breyttu ferðadagsetningu
sinni í mörgum tilfellum og hafði það
neikvæð áhrif á sætanýtingu í mán-
uðinum [...] Mun minna var um
breytingar eða afbókanir meðal er-
lendra ferðamanna á leið til Íslands
sem er markvert vegna þess að
meirihluti þeirra farþega sem kaupa
miða með Play eru erlendir ferða-
menn eða farþegar sem hefja ferð
sína utan Íslands.“
Sætanýtingin hjá Play
var 41,7% í júlímánuði
Birgir Jónsson
10. ágúst 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.17
Sterlingspund 174.19
Kanadadalur 100.1
Dönsk króna 19.874
Norsk króna 14.18
Sænsk króna 14.539
Svissn. franki 137.82
Japanskt jen 1.14
SDR 178.3
Evra 147.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.7833
Ísfell, sem er leiðandi fyrirtæki á
sviði veiðarfæraþjónustu og sölu á
útgerðar- og rekstrarvörum ýmiss
konar, skilaði 97,5 milljóna króna
hagnaði í fyrra, samanborið við 60
milljóna hagnað árið áður. Rekstrar-
tekjur félagsins drógust nokkuð
saman og námu 3.558 milljónum,
samanborið við 3.702 milljónir árið
2019.
Kostnaðarverð seldra vara dróst
saman, samfara minni umsvifum og
nam 2.368 milljónum, samanborið
við 2.615 milljónir árið 2019.
Laun og annar starfsmannakostn-
aður nam 624,3 milljónum og jókst
milli ára um 31,4 milljónir króna.
Annar rekstrarkostnaður dróst sam-
an og nam 285,9 milljónum, sam-
anborið við 298 milljónir ári fyrr. Í
rekstrarreikningi er bókfært tap
upp á 16,5 milljónir vegna hlut-
deildar í afkomu dótturfélaga. Nam
tap Maris ehf. 19,8 milljónum en fé-
lagið er að fullu í eigu Ísfells. Hins
vegar var bókfærður hagnaður upp
á 3,3 milljónir hjá félaginu Isfell Sisi-
miut AS. Eignarhlutur Ísfells í hinu
grænlenska dótturfélagi er færður á
0 kr. þar sem eigið fé þess er nei-
kvætt um 649 þúsund danskar krón-
ur.
Eignir Ísfells námu 2.349 millj-
ónum í árslok 2020 og höfðu aukist
um rúmar 300 milljónir milli ára.
Munaði þar mestu um vörubirgðir
sem jukust um 130 milljónir milli ára
og þá hækkuðu viðskiptakröfur um
153 milljónir króna. Skuldir félags-
ins námu 1.408 milljónum og jukust
um ríflega 200 milljónir milli ára.
Eigið fé félagsins nam 941,2 millj-
ónum í lok árs í fyrra en hafði numið
844,4 milljónum 12 mánuðum fyrr.
Ísfell hagnaðist vel 2020
- Vörusala dróst saman milli ára - Tap hjá dótturfélaginu
Maris ehf. - Eigið fé dótturfélags á Grænlandi neikvætt
Morgunblaðið/Eggert
Netagerð Ísfell er að stærstum
hluta í eigu Selstad Holding AS.
« 255 einkahlutafélög voru skráð í júlí
síðastliðnum. Eru það 31% fleiri félög
en í sama mánuði í fyrra þegar þau
voru 194. Þetta kemur fram í nýbirt-
um tölum Hagstofunnar. Þar sést að
nýskráningar í fjármála- og vátrygg-
ingastarfsemi ríflega tvöfölduðust og
fóru úr 18 í 40. Hins vegar fækkaði
þeim úr 36 í 21 í heild- og smá-
söluverslun og viðgerðum á vél-
knúnum ökutækjum.
Virðist þrótturinn í hagkerfinu fara
vaxandi ef marka má tilburði einstakl-
inga og lögaðila til stofnunar nýrra
fyrirtækja. Þannig varö 15% fjölgun í
nýskráningu einkahlutafélaga í júní-
mánuði frá sama tíma í fyrra. Þá
fjölgaði nýskráðum einkahlutafélögum
um 62% í maímánuði og voru 271
talsins.
Miklu fleiri einkahluta-
félög nýskráð en í fyrra
STUTT