Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur látið annarra þarfir ganga fyrir þínum. Nú er lag að koma hugmyndum þínum og tillögum að. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú þarft á svolítilli einveru að halda til að átta þig á hlutunum áður en þú gefur allt í botn. Leitaðu samt ekki langt yfir skammt því tækifærin eru við höndina. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það stefnir í átakalítinn dag hjá þér en það þýðir ekki að þú getir slegið slöku við. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Sterkar tilfinningar og ástríður bærast í brjósti þínu af minnsta tilefni þessa dagana. Stundum verður maður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang, þótt erf- itt sé. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er ýmislegt, sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga mögu- leikana á að láta það eftir þér. Ekki stressa þig samt, leyfðu örlögunum að sjá um sitt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Hættu að velta þér upp úr mistök- unum. Líttu í kringum þig og sjáðu hvað lífið er í raun dásamlegt og gaman að taka þátt í því. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það liggur einstaklega vel fyrir þér að sannfæra aðra, sérstaklega almenning, í dag. Kannski væri ekki úr vegi að kaupa eitthvað handa ástvini. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Einmitt þegar þú hélst þú vær- ir laus við ákveðið mál, er því dembt aftur á þitt borð. Reyndu að ýta áhyggjunum frá þér og halda þínu striki. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er óþarfi að vera svo feim- inn að þora ekki að viðra skoðanir sínar við vini og vandamenn. Hafðu það í huga þegar þú ákveður framhaldið. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Bjóðist tækifæri til að skemmta sér, verða ástfangin(n), daðra, vera skap- andi eða leika við börn, skaltu grípa það. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Sjálfsmynd þín þarfnast þess nú að vita hversu einstakur þú ert. Hlutirnir ganga vel og fólkið í kringum þig er sam- vinnuþýtt og skemmtilegt. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur svo margt á þinni könnu að þú þarft að gæta þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Margrét talaði oft um ferð til Parísar með sonardóttur sinni að heimsækja Áslaugu Jónu Marinósdóttur frænku þeirra og hve nýtíndar ferskjurnar í Frakklandi hefðu verið góðar. Mar- grét er enn ótrúlega hress í anda og dvelur nú við gott atlæti á Sólvöllum á Eyrarbakka, ein fárra sem sluppu við bannsetta veiruna í fyrra. Eins fé- lagslynd og hún er, var það henni samkvæmt nýjustu tísku. Höfðu þau um tíma svo mikið umleikis að þau voru með fólk í vinnu hjá sér. Magga hafði jú raunar alltaf saumað og prjónað á alla fjölskylduna, annáluð fyrir myndarskap í þeim efnum. Þau Friðrik náðu einstaka sinnum að komast frá í frí og nutu þess að ferðast innanlands. Síðan komust þau í nokkrar ferðir til útlanda og M argrét Valdimars- dóttir fæddist 10. ágúst 1921 í torfbæ í Norðurgarði á Skeiðum og var yngst átta systkina. Nú er hún ein eftir af þeim sem muna tímann úr torfbænum með foreldrum sínum. Margrét man eftir engjaslætti niðri við Hvítá og klyfjahestum sem báru baggana heim. Hún minnist dásam- legra sumra með ilmandi töðu og fag- urri fjallasýn af flatlendinu. Fjöl- skyldan í Norðurgarði var gestrisin með afbrigðum og þau tóku syst- urdóttur Valdimars, Ástu Ásmunds- dóttur, til sín hvert einasta sumar frá sauðburði fram yfir réttir, en hún hafði misst báða foreldra sína. Mar- grét var einstaklega hænd að þessari eldri frænku sinni og minnist þess hve hana langaði oft að leika með fínu brúðuna sem frænkan kom með frá Reykjavík. Systkinin átta í Norðurgarði uxu upp, en einn bróðirinn dó í frum- bernsku. Mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni þegar elsta systirin, Guðrún, lést um tvítugt, en hún þótti mjög efnileg og var sárt saknað. Þeg- ar Margrét var um tvítugt var hún ein eftir í kotinu með gömlu hjón- unum. Hún kynntist þá mannsefni sínu, myndarlegum pilti, Friðriki Sæmundssyni, síðar múrarameist- ara, og settu þau niður bú á Selfossi, byggðu þar hús og gömlu hjónin fluttu með þeim á Selfoss. Gestrisnin var ekki síðri hjá Margréti en hjá for- eldrum hennar og stóð hún iðulega í eldhúsinu og veitti gestum og gang- andi beina af mikilli rausn og Friðrik, eða Fiddi eins og hann var kallaður, taldi ekki eftir sér að draga björg í bú. Margrét sinnti foreldrum sínum af mikilli natni og má segja að síðustu árin hafi hún rekið hjúkrunarheimili fyrir þau og mörg sporin átti hún fram og til baka eftir ganginum inn í herbergi „afa og ömmu“ með hress- ingu og alls kyns aðstoð. Þegar um fór að hægjast er ekki eins og Margrét hafi sest í helgan stein. Þá tóku þau Friðrik sig til og komu á fót saumastofu uppi á lofti á Kirkjuveginum og þar voru sniðnar og saumaðar flíkur úr íslenskri ull ekki að skapi að vera sú sem var sett í einangrun. Svolítið bætir þó úr skák að síminn ber ekki smit á milli. Margrét er hafsjór af fróðleik um liðna tíð og njóta ættingjarnir þess að heyra hana segja frá gömlum tíma. Þótt aldurinn hafi færst yfir fylgist hún vel með sínum ættgarði og ber hag allra fyrir brjósti, eins og hún hefur alltaf gert. Fjölskylda Eiginmaður Margrétar var Frið- rik Sæmundsson, múrarameistari, f. 24.2. 1927, d. 1.11. 2005. Foreldrar hans voru Sæmundur Friðriksson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og síðar barnakennari og bóndi í Brautartungu á Stokkseyri, f. 27.6. 1884, d. 10.5. 1953, og Áslaug Hall- dórsdóttir húsfreyja, f. 3.3. 1894, d. 22.9. 1933. Margrét og Friðrik byggðu sér hús á Kirkjuvegi 20 á Sel- fossi. Þau fluttust svo á Fífutjörn 3 á Selfossi árið 2000 og loks fluttist Margrét á Sólvelli, dvalarheimili fyr- ir aldraða á Eyrarbakka í lok árs 2018. Börn Margrétar og Friðriks eru 1) Valdimar, vélsmíðameistari á Sel- fossi, f. 10.2. 1948. Maki er Jóhanna María Valdórsdóttir, starfsmaður hjá sveitarfélaginu Árborg og þau eiga: a) Margréti, hjúkrunar- og lífefna- fræðing, f. 25.2 1972, sambýlismaður hennar er Sigurður Örn Árnason vél- iðnfræðingur og þeirra börn eru Árni Matthías, f. 2008, og Valdimar Örn, f. 2012. b) Lena, sameindalíffræðingur, f. 18.9 1983, sambýlismaður hennar er Jóhannes Gunnar Guðmundsson, starfsmaður hjá Marel. c) Friðrik tölvunarfræðingur, f. 22.11. 1989. 2) Sæmundur Hörður, iðnaðarmaður og félagsliði, f. 22.8. 1953. Maki hans er Hafdís Erna Gunnarsdóttir fé- lagsliði. Barn þeirra er Fjóla Dóra nemi, f. 15.5 1996, sambýlismaður hennar er Páll Bárðarson bílstjóri og þeirra börn eru Margrét Auður, f. 2018, og nýfæddur sonur, f. 2021. 3) Erna Friðriksdóttir, deildarstjóri í Öldutúnsskóla, f. 10.3 1957. Maki er Bjarni Þorvaldsson, húsasmíðameist- ari og kennari. Börn þeirra: a) Val- gerður Þórunn, stjórnmálafræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðu- Margrét Valdimarsdóttir húsfreyja og saumakona – 100 ára Ættarmót júní 2019 Frá síðasta ættarmóti Norðurgarðsættarinnar í júní 2019 í sól og blíðu. Margrét með sonardóttur sinni Ragnheiði sem heldur á barnabarni sínu Margréti Rögnu, barnabarni sínu Árna Sverri og tveimur langömmubörnum sínum sem heita Margrét Auður og Edda Margrét. Kona sem man tímana tvenna Hjónin Hér eru Margrét og Friðrik Sæmundsson eiginmaður hennar. Síðastliðinn laugardag áttu hjónin Gunnar Benediktsson og Erna Kjærnested 50 ára brúðkaupsafmæli og þau fögnuðu þessum áfanga með fjölskyldunni á veitingastaðnum Sjá- landinu í Garðabæ. Gunnar og Erna gengu í hjónaband þann 7. ágúst 1971 í Háteigskirkju og séra Arngrímur Jóns- son gaf þau saman. Gunnar hefur rek- ið sína eigin tannlæknastofu alla tíð eftir fyrstu fjögur árin, þegar hann var aðstoðartannlæknir. Erna vann á Ís- landspósti um 10 ára skeið og svo í Öl- gerðinni en síðan í 10 ár hjá Strætó bs. Síðan aðstoðaði hún Gunnar á tann- læknastofunni eftir þörfum öll árin. Helstu áhugamál þeirra hjóna hafa verið ferðalög um Ísland. Gunnar og Erna eiga þrjú börn og barnabörnin eru orðin átta. Árnað heilla Gullbrúðkaup

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.