Morgunblaðið - 10.08.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021
Íþróttahreyfingin á heims-
vísu þarf að vera á tánum til að
viðhalda vinsældum. Neysluvenj-
ur taka breytingum eins og
þekkt er. Með aukinni tækni hef-
ur svokölluð fjölmiðlahegðun
breyst mikið og kemur til með að
halda áfram að breytast.
Í íþróttaheiminum hefur fólk
vanist miklu sjónvarpsáhorfi
varðandi hinar ýmsu íþrótta-
greinar og þar myndast tekjur.
Oft er þar um miklar tekjur að
ræða, til dæmis í kringum stór-
viðburði eins og Ólympíuleika.
Fyrir ekki svo löngu sá ég viðtal
við franska hagfræðinginn Ar-
sene Wenger, sem þekktastur er
fyrir störf sín sem knattspyrnu-
stjóri. Hann starfar nú fyrir Al-
þjóðaknattspyrnusambandið og
kemur að alls kyns þróunar-
málum.
Eitt vakti athygli mína hjá
Wenger en hann talaði um að
ekki væri hægt að ganga út frá
því sem gefnu að fólk myndi hafa
eirð í sér til að horfa á heila
knattspyrnuleiki í beinni útsend-
ingu í framtíðinni. Kynslóðir sem
eru að vaxa úr grasi þekkja best
stutt myndskeið af Youtube eða
samfélagsmiðlum. Þau horfa á
stutt myndskeið hvert á eftir
öðru. Athyglin virðist ekki vera
lengi á sama stað.
Mun fólk af þessari kynslóð
nenna í stórum stíl að horfa á
heila leiki í tvo tíma þar sem
kannski lítið gerist? Þessu velta
menn fyrir sér í knattspyrnu-
heiminum ef marka má Wenger.
Ef áhuginn fyrir beinum útsend-
ingum fer minnkandi með tíð og
tíma virðast aðrir möguleikar
vera til skoðunar. Til dæmis
helstu atriði leikja klippt saman
um leið og þeim lýkur eða svo
gott sem.
Óvitlaust er hjá íþróttaheim-
inum að velta þessu fyrir sér.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Selfoss og Þróttur úr Reykjavík
eru áfram hnífjöfn í fjórða og
fimmta sæti Pepsi Max-deildar
kvenna í fótbolta eftir 2:2-jafntefli
á Selfossi í gærkvöldi. Liðin eru
nú með 19 stig, einu stigi á eftir
Stjörnunni í þriðja sæti.
Brenna Lovera kom Selfossi
tvisvar yfir, fyrst á 12. mínútu og
síðan 51. mínútu, en Katherine
Cousins jafnaði í 1:1 á lokamínútu
fyrri hálfleiks og Dani Rhodes
tryggði Þrótti stig með síðasta
marki leiksins á 83. mínútu.
Þróttarar eru væntanlega sátt-
ari við stöðuna en Selfyssingar,
sem virtust ætla að taka þátt í
toppbaráttu í upphafi leiktíðar.
Selfoss vann fjóra af fyrstu fimm
leikjum sínum í deildinni en hefur
síðan þá aðeins unnið einn í síð-
ustu níu deildarleikjum. Það hefur
reynst liðum erfitt að vinna Þrótt
í sumar en síðustu tæpa tvo mán-
uði hefur Þróttur aðeins tapað
fyrir efstu liðunum; Breiðabliki og
Val. Þá eru Þróttarakonur einnig
komnar í undanúrslit í bik-
arkeppninni og því spenndi tímar í
Laugardalnum.
„Eins og í fyrri hálfleik þurfti
Þróttur smá tíma til þess að jafna
sig á því að hafa lent undir. En
þeim óx ásmegin þegar leið á leik-
inn og á lokakaflanum voru Sel-
fyssingar að reyna að halda fengn-
um hlut á meðan sóknarþungi
Þróttar jókst stöðugt. Stíflan
brast á 83. mínútu þegar boltinn
barst inn fyrir Selfossvörnina og
Dani Rhodes kom á sprettinum
inn fyrir. Hún kom sér í góða
stöðu í teignum og afgreiddi bolt-
ann glæsilega í fjærhornið,“ skrif-
aði Guðmundur Karl Sig-
urdórsson m.a. um leikinn á
mbl.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikilvæg Dani Rhodes tryggði Þrótti stig á Selfossi í gærkvöldi.
Áfram hnífjöfn
eftir jafntefli
- Fjögurra marka leikur á Selfossi
Karlalandsliðið í
körfuknattleik
verður án þeirra
Martins Her-
mannssonar,
Hauks Helga
Pálssonar og
Jóns Axels Guð-
mundssonar þeg-
ar liðið leikur
gegn Svartfjalla-
landi og Dan-
mörku í forkeppni HM 12., 13., 16.
og 17. ágúst. Leikið verður í Svart-
fjallalandi vegna heimsfaraldursins.
Tvö efstu liðin komast áfram í und-
ankeppni HM.
Martin Hermannsson segist á
Facebook hafa þurft að velja á milli
landsliðsins og félagsliðsins Val-
encia. Hefur sú staða komið upp áð-
ur en Martin sagði á FB í gær:
„Allir sem þekkja mig vita hvað
landsliðið hefur gert fyrir mig og
skiptir mig miklu máli.“
Haukur Helgi, sem gekk í sumar
til liðs við Njarðvík, hefur ekki jafn-
að sig af meiðslum sem hann varð
fyrir í vor. Jón Axel ákvað að freista
gæfunnar í sumardeild NBA þar
sem NBA-meistararnir í Phoenix
Suns buðu honum að sýna sig.
- Landsliðshópinn er að finna á
mbl.is/sport/korfubolti.
Landsliðið
verður án
Martins
Martin
Hermannsson
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Breiðablik er aðeins fjórum stigum
frá toppliði Vals, og með leik til góða,
í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eftir
sannfærandi 3:1-útisigur á Stjörn-
unni í grannaslag í gærkvöldi.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði
Breiðabliks, kom liðinu í 3:0 snemma í
seinni hálfleik með sínu öðru glæsi-
marki í leiknum. Viktor Karl Ein-
arsson gerði fyrsta markið á 24. mín-
útu. Danski varnarmaðurinn Oliver
Haurits skoraði sárabótarmark fyrir
Stjörnuna rúmum stundarfjórðungi
fyrir leikslok og þar við sat.
Það er mikill meðbyr með Óskari
Hrafni Þorvaldssyni og lærisveinum
hans í Breiðabliki, en liðið hefur sleg-
ið í gegn í Sambandsdeild Evrópu og
leikið afar vel. Sá meðbyr er kominn í
deildina, þar sem liðið hefur unnið tvo
sannfærandi sigra í röð. Stjarnan
heldur áfram að valda vonbrigðum.
Liðið er nú aðeins þremur stigum fyr-
ir ofan fallsæti og með fjóra sigra í
deildinni í allt sumar.
„Eftir að Breiðablik skoraði fyrsta
markið hafði maður á tilfinningunni
að liðið myndi taka öll stigin og sú
varð raunin. Blikarnir spiluðu oft
skemmtilega eins og þeir hafa burði
til að gera. En þeir höfðu ekki yfir-
burði á vellinum í síðari hálfleik.
Stjarnan átti mörg skot á mark
Breiðabliks og Anton Ari lék vel í
markinu,“ skrifaði Kristján Jónsson
m.a. um leikinn á mbl.is
Blikar pressa á toppliðin
- Breiðablik upp í þriðja sæti eftir sigur á Stjörnunni - Höskuldur með tvö
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tvenna Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk í öruggum sigri Breiðabliks í Garðabænum í gærkvöldi.
Knattspyrnumaðurinn Aron Sig-
urðarson samdi í gær við danska B-
deildarliðið Horsens til næstu
þriggja ára. Hjá Horsens mun Aron
hitta fyrir Ágúst Eðvald Hlynsson.
Aron er 27 ára vængmaður og
kemur frá belgíska 1. deildar liðinu
Union St. Gilloise þar sem hann lék
23 deildarleiki og skoraði sjö mörk
í B-deildinni á einu og hálfu ári.
Hann er uppalinn hjá Fjölni og
hefur einnig leikið með Start og
Tromsö í Noregi. Þá á hann sex
A-landsleiki að baki og hefur skor-
að í þeim tvö mörk.
Aron hjá Horsens
næstu þrjú árin
Ljósmynd/Horsens
Danmörk Aron Sigurðarson semur
við Horsens til sumarsins 2024.
Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur
ákveðið að leggja markmanns-
hanskana á hilluna eftir langan og
farsælan knattspyrnuferil. Guð-
björg er 36 ára gömul og varði
mark Íslands þegar kvennalands-
liðið náði sínum besta árangri til
þessa og komst í 8-liða úrslit á EM í
Svíþjóð 2013.
„Tímabilið 2015 var sennilega
það besta á ferlinum þegar ég vann
tvöfalt með LSK í Noregi, var
markmaður ársins og sló m.a. met í
að halda hreinu í deildinni,“ rifjaði
Guðbjörg upp á Twitter.
Guðbjörg lætur
staðar numið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hætt Guðbjörg Gunnarsdóttir
kveður sviðið eftir langan feril.
SELFOSS – ÞRÓTTUR R. 2:2
1:0 Brenna Lovera 12.
1:1 Katherine Cousins 45.
2:1 Brenna Lovera 51.
2:2 Dani Rhodes 83.
M
Brynja Líf Jónsdóttir (Selfossi)
Susanna Friedrichs (Selfossi)
Þóra Jónsdóttir (Selfossi)
Brenna Lovera (Selfossi)
Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti)
Katherine Cousins (Þrótti)
Dani Rhodes (Þrótti)
Lorena Baumann (Þrótti)
Dómari: Arnar Þór Stefánsson – 5.
Áhorfendur: 163.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl
og greinar um leikina – sjá mbl.is/
sport/fotbolti.
STJARNAN – BREIÐABLIK 1:3
0:1 Viktor Karl Einarsson 24.
0:2 Höskuldur Gunnlaugsson 34.
0:3 Höskuldur Gunnlaugsson 54.
1:3 Oliver Haurits 73.
MM
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiða.)
M
Eggert Aron Guðmunds. (Stjörn.)
Oliver Haurits (Stjörnunni)
Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)
Damir Muminovic (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Jason Daði Svanþórsson (Breiðab.)
Rautt spjald: Engin.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7.
Áhorfendur: 539
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, við-
töl og greinar um leikina – sjá
mbl.is/sport/fotbolti.