Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
96%
D
isney-myndin Jungle
Cruise eða Frumskógar-
sigling (reyndar um
regnskóga Amasón) er
ætluð öllum aldurshópum og byggð
á samnefndri skemmtireið í Disn-
eylandi, ef rétt er skilið. Disney er
því, sem fyrr, duglegt við að selja
eigin varning og afþreyingu og sver
myndin sig í ætt við frumskógaræv-
intýramyndir á borð við Romancing
the Stone og Indiana Jones-mynd-
irnar. Aðalleikararnir eru hin geð-
þekku Dwayne Johnson og Emily
Blunt en Johnson, einnig þekktur
undir glímunafni sínu The Rock eða
Steini, hefur notið fádæma hylli í
seinni tíð og verið einn tekjuhæsti
leikari heims, þótt ólærður sé í þeirri
list. Í flokki vöðvatrölla sem hafa
snúið sér að kvikmyndum fer hann
fremstur og hefur bæði tekið að sér
hasarhlutverk og hlutverk í léttari
kantinum, líkt og Arnold Schwarzen-
egger hér forðum daga. Blunt er þó
öllu ríkari að hæfileikum og nýtur
sín ágætlega í hlutverki vísinda-
konunnar Lily Houghton sem ræður
skipperinn Frank Wolff, sem John-
son leikur, til að sigla að stað einum í
Amasónregnskóginum í Brasilíu þar
sem hún telur að finna megi töfratré
eitt mikið. Lauf þess eiga, ef marka
má þjóðsögur, að lækna hvers konar
veikindi og sár manna og auk þess
aflétta álögum, séu menn undir
þeim. Skipperinn er tregur til í
fyrstu en þegar hann sér landakort
sem Houghton er með í fórum sín-
um, og dularfullan og fornan spjóts-
odd, slær hann til. Við tekur ævin-
týraleg sigling þar sem skipperinn
gengur ítrekað fram af ensku döm-
unni, með lélegum bröndurum og
ruddaskap, og hefðarmanninum
bróður hennar, sem neyðist til að
fljóta með. Eftir því sem á líður kem-
ur í ljós að skipperinn er ekki allur
þar sem hann er séður og ekki endi-
lega hægt að treysta honum. Til að
bæta gráu ofan á svart veitir þýskur
prins, Jóakim, þeim eftirför á víg-
búnum kafbáti og hyggst hann einn-
ig ná til trésins góða. Á leiðinni þarf
svo auðvitað að glíma við ýmsar
skaðræðisskepnur, flúðir og fossa.
Jungle Cruise er sæmileg fjöl-
skyldumynd og afskaplega Disney-
leg. Hér er engin áhætta tekin,
stemningartónlist mikið og jafnvel
ofnotuð og lítið um frumlegheit,
nema þá kannski þegar kemur að
vali á leikara í hlutverk skippersins.
Að troða manni svo íturvöxnum í
heldur þröngan búning skippers og
setja hann í brúna á pínulitlum
fljótabáti er gott grín út af fyrir sig
og heldur ótrúverðugt er útlitið á
Steina þegar litið er til þess að sagan
á að gerast árið 1916, löngu fyrir
tíma steratrölla og vaxtarræktar.
En hvað um það, Johnson er geð-
þekkur að vanda þótt útlitið passi
ekki við persónuna og tímann, sem
fyrr segir.
Í lokakafla myndarinnar verður
óvænt og furðuleg vending sem
breytir heilmiklu hvað varðar upp-
runa skippersins og veldur allnokk-
urri eyðileggingu þegar kemur að
sögufléttunni, verður að segjast. Til-
tölulega einföld sagan er flækt að
óþörfu og gerir ekkert nema lengja
myndina sem er of löng fyrir.
Jungle Cruise má þó eiga að hún
fer mjög svo hressilega af stað, þeg-
ar Houghton og skipperinn eru
kynnt til sögunnar í líflegum atriðum
með eltingaleikjum og aulagríni. Er
þar Blunt öllu léttari á sér en John-
son, eins og gefur að skilja. Jesse
Plemons á líka góðar rispur í hlut-
verki Jóakims prins og talar þýsku
merkilega vel. Hann nýtur þess
greinilega að leika þennan skraut-
lega karakter. Þá er Whitehall líka
ágætur sem taugaveiklaði bróðirinn.
Jungle Cruise sver sig í ætt við
gamlar ævintýramyndir og er fín
sem slík. Hér er grín, hasar og róm-
antík í jöfnum skömmtum og tölvu-
teiknaður blettatígur líka sem gælu-
dýr. Myndin missir dampinn um
miðbikið en nær sér nokkurn veginn
á strik í lokakaflanum og litadýrðin
er mikil og nóg að gerast. Krakkar
jafnt sem fullorðnir munu eflaust
njóta siglingarinnar.
Steini, Emma og leitin að töfratrénu
Ævintýri Emily Blunt, Dwayne Johnson og Jack Whitehall í Disney-ævintýramyndinni Jungle Cruise sem byggð er á samnefndri skemmtireið Disneylands.
Sambíóin, Smárabíó, Laugarás-
bíó, Borgarbíó og Háskólabíó
Jungle Cruise bbmnn
Leikstjórn: Jaume Collet-Serra. Handrit:
Michael Green. Aðalleikarar: Dwayne
Johnson, Emily Blunt, Jack Whitehall og
Jesse Plemons. Bandaríkin, 2021.
127 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR