Morgunblaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Sérfræðingar í sölu fyrirtækja • Pizzastaður í Reykjavík sem náð hefur góðri fótfestu, gott tækifæri til að gera að keðjurekstri. • Heildverslun sem sérhæfir sig í þjónustu við verslanir og ferðaþjónustufyrirtæki, velta um 600 til 700 milljónir. • Ísbúðakeðja með tvo útsölustaði, vinsæl meðal fjölskyldna og ýmis tækifæri, velta um 100 milljónir. • Veitingastaður í 101 Reykjavík. • Barnavöruverslun sem hefur notið mikilla vinsælda, velta á þriðja hundrað milljóna, mikil arðsemi. • Matvælafyrirtæki á Vesturlandi sem hefur sterka stöðu á sínu markaðssvæði. Gott tækifæri fyrir fagfólk. • Ungó söluskáli í Keflavík, rótgróinn rekstur með farsæla sögu. • ÓK söluskáli í Ólafsvík, vinsæll söluskáli með mikil viðskipti. • Herrafataverslun í Reykjavík, gott tækifæri. • Hótel á Vesturlandi, leitað er að kaupanda að rekstri og fasteign eða leigutaka. Töluverð eftirspurn er eftir fyrirtækjum á verðbilinu 50 til 200 milljónir. Mest er spurt eftir fyrirtækjum í heildsölu, innflutningi, veitingahúsum, ferðaþjónustufyrirtækjum og verktakafyrirtækjum auk þess er eftirspurn eftir fyrirtækjum í sjávarútvegi. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða sölu á þínu fyrirtæki. Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Innanlands greindust 130 smit í fyrradag. Þar af var 91 utan sóttkví- ar. Í sóttkvíar- og handahófsskimun- um greindust 19 smit en 111 í ein- kennasýnatöku. Þeir sem eru í sóttkví en finna fyrir einkennum eru skráðir í einkennasýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir segir að tölurnar sýni fram á áframhaldandi línulegan vöxt farald- ursins hér á landi. Í gær lágu 32 á spítala en tveir útskrifuðust á móti þeim sex sem lögðust inn frá deginum áður. Átta eru á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. Ummerki út- breiðslunnar skila sér alltaf seinna inn á spítalann að sögn Þórólfs, enda veikist fólk ekki um leið og það smit- ast. Hann segist meta það svo að við séum ekki að ná þeim tökum á far- aldrinum sem við viljum. Þær aðgerð- ir sem eru í gangi innanlands haldi faraldrinum þó í línulegum vexti en án þeirra færi hann í veldisvöxt. Ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi reynast ekki nægilega harðar til þess að kúrfan fari að staðna og síga þurfi að skoða hvort vilji sé fyrir hendi til að grípa til harðari aðgerða en Þór- ólfur bendir á að stjórnvöld taki end- anlega ákvörðun um það með tilliti til annarra hagsmuna. Hann byggir sín- ar tillögur á áhættumati spítalans, hvort þar ríki neyð. Nú fer skólahald að hefjast og nú þegar hefur Covid-19 sett strik í reikninginn hjá leikskólum þar sem smit hefur greinst og fjöldi barna og starfsfólks þurft að sæta sóttkví. Þór- ólfur segir að nú sé unnið að breytt- um vinnureglum og reglum um sóttkví. Ekki sé vitað hvenær þeirri vinnu ljúki en von sé á því í náinni framtíð. Breytingarnar munu líklega taka mið af bólusetningum en Þór- ólfur bendir á að þó ekki megi slaka á kröfum um sóttvarnir, sé líklega ráð- rúm til að slaka á sóttkvíarreglum bólusettra einstaklinga. „Þungamiðjan í því sem við erum að gera er smitrakning, sóttkví og einangrun og er það nauðsynlegt til að hefta útbreiðslu og halda kúrfunni niðri.“ 2 2 5 3 0 0 4 2 6 6 2 5 72 5 93 7 9 92 1. 0 87 1. 2 0 5 1. 2 16 1. 2 3 2 1. 2 93 1. 3 5 1 1. 4 13 1. 4 34 1. 4 47 1. 3 8 5 1. 3 8 6 1. 4 3 5 1. 3 8 3 1. 3 2 8 1. 2 8 0 2 5 10 7 13 10 11 38 56 78 82 95 88 71 123 123 129 124 154 86 68 109 116 151 107 119 57 105 141 84 119 Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær Heimild: LSH 130 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 920 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 1.842 einstaklingar eru í sóttkví 2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 15.00 í gær Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti 150 125 100 75 50 25 0 9.376 staðfest smit alls Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020 106 100 21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. Fjöldi einstaklinga undir eftirliti LSH frá 21. júlí* *Tölur fyrir 12. ágúst vantar *Engar tölur fyrir 24.-25. júlí Væg eða engin einkenni Aukin einkenni Alvarlegri einkenni 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí eftir stöðu bólusetningar* 1.280 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH 48 af þeim sem eru undir eftir- liti flokkast sem gulir 32 sjúklingar eru inniliggjandi á LSHmeð Covid-19 70 hafa alls lagst inn á LSHmeð Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins Um 40% þeirra eru óbólusettir Um 60% bólusettir 8 einstaklingar eru á gjörgæslu og fimm í öndunarvél 5 sem rauðir Af þeim 8 sjúklingum sem liggja á gjörgæslu með Covid-19 eru 5 fullbólusettir 30. júlí 2021 154 smit Ekki að ná þeim tökum sem við viljum - Án núgildandi aðgerða væri veldisvöxtur að mati Þórólfs - Ekkert lát á línulegum vexti - Byggir til- lögur sínar á áhættumati Landspítalans - Von á breyttum reglum um sóttkví með tilliti til bólusettra Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Mögulega verður slakað á sóttkvíarreglum bólusettra. Af þeim 32 sjúklingum sem lágu inni á Landspítalanum klukkan þrjú í gær voru 24 á bráðalegudeild en hinir átta á gjörgæsludeild. Sex- tán á bráðalegudeild eru full- bólusettir og níu óbólusettir. Á gjörgæslu voru fimm sjúklingar bólusettir en hinir þrír óbólusettir. Fimm gjörgæslusjúklingar voru í öndunarvél og eru fjórir þeirra bólusettir. Meðalaldur innlagðra er 65 ár. Alls hafa 70 sjúklingar lagst inn á spítala í þessari fjórðu bylgju faraldursins og er hluti bólusettra um 40 prósent. Þá hafa ellefu þurft gjörgæslustuðning, sex þeirra full- bólusettir. Fækkað hefur á Covid-göngu- deild spítalans en í gær voru 1.280 einstaklingar skráðir, þar af 253 börn. Fimm hafa sýnt einkenni sem flokkast undir rautt í hættumati deildarinnar en 48 flokkast gulir og þurfa því náið eftirlit. Á spít- alanum, sem glímir nú þegar við mönnunarvanda, eru fimmtán starfsmenn með Covid-19. Átján eru í sóttkví og 57 í vinnusóttkví. Enn er spítalinn á hættustigi sem er annað af þremur viðbragðs- stigum. Staðan á gjörgæslunni er við þol- mörk að sögn Ólafs G. Skúlasonar, forstöðumanns deildarinnar. Fyrir liggur áætlun um það hvernig hægt væri að skala starfsemina upp ef gjörgæslusjúklingum fjölgar enn frekar. Það þarf mikla mönnun í kring- um gjörgæslusjúklinga almennt og enn meira í kringum þá sem liggja inni vegna Covid. Ólafur segir mönnun stærsta vanda deild- arinnar. Skortur sé á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum og læknum. Sjúklingur hefur verið sendur á gjörgæsludeildina á Akureyri en sjúkrahúsin eru í nánu samstarfi. Að sögn Ólafs gæti komið til þess að Landspítalinn nýti sér þetta úrræði í auknum mæli. Meta þurfi þó hvort sjúklingur sé í ástandi til að þola slíkan flutning og hvers eðlis veik- indin eru. Sjúklingar með Covid-19 eru til að mynda ekki fluttir á milli. Staðan á gjörgæsludeild spítalans er við þolmörk - Fimm bólusettir á gjörgæslu, fjórir þeirra í öndunarvél Ljósmynd/Landspítali-Þorkell Gjörgæsla Skortur er á sérhæfðum læknum og hjúkrunarfræðingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.