Morgunblaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
14. ágúst 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.07
Sterlingspund 174.64
Kanadadalur 100.72
Dönsk króna 19.9
Norsk króna 14.263
Sænsk króna 14.526
Svissn. franki 136.73
Japanskt jen 1.1418
SDR 179.07
Evra 148.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.0695
« Hagfræðideild Landsbankans spáir
0,36% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV)
milli júlí og ágúst en gangi spáin eftir
lækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,2%. Þetta
kemur fram í Hagsjá hagfræðideildarinnar.
Eins og segir í Hagsjánni þá hækkaði
VNV um 0,16% milli mánaða í júlí og var
12 mánaða verðbólga 4,3%, óbreytt frá
fyrri mánuði. „Breytingin milli mánaða var
ívið minni en við spáðum en við höfðum
gert ráð fyrir 0,26% hækkun vísitölunnar.
Mest áhrif til hækkunar milli mánaða
höfðu flugfargjöld til útlanda, kostnaður
við að búa í eigin húsnæði og bensín og
dísilolía.“
Landsbankinn spáir
4,2% verðbólgu í ágúst
STUTT
lítinn bóndabæ þar sem ég lærði að
rækta grænmeti. Í kjölfarið settum
við á stofn lítið fyrirtæki og rækt-
uðum og seldum matvörur í fimm ár
áður en við fluttum til Íslands.“
Hann segir að jörðin í Sviss sem
þau höfðu til umráða fyrir ræktunina
hafa verið of litla fyrir fjölskylduna til
að hafa í sig og á, einungis 1,5 hekt-
arar en einungis var hægt að rækta
grænmeti á tvö þúsund fermetra
skika. „Það er varla hægt að kalla það
bóndabýli,“ segir Laurent og brosir en
á bænum héldu hjónin tíu mjólkandi
geitur og seldu geitaost, nokkur svín,
hænur og kjúklinga til eigin nota.
Narfasel er bylting að því leyti að
þar eru hektararnir margfalt fleiri
eða tuttugu og átta talsins og því er
nóg pláss til að auka framleiðsluna í
framtíðinni.
Spurður hvort veðurfarið hér á
landi hafi ekki fælt þau frá segir hann
það af og frá. Í þeim hluta í Sviss þar
sem þau bjuggu hafi líka oft verið
svalt. „Hér er hægt að rækta græn-
meti utan dyra, eins og rófur, kart-
öflur, gulrætur og fleira, þannig að
það er ekki vandamál. Svo byggðum
við gróðurhús til að lengja tímabilið.
Það verður að viðurkennast að við
fluttum samt ekki hingað út af veðr-
inu, en það er samt oft bara betra að
vinna utandyra þegar hitinn er ekki of
mikill.“
Þurfa að venjast vindinum
Laurent segir fjölskylduna mjög
ánægða með ákvörðunina. „Við höf-
um ekki fengið heimþrá enn þá enda
enginn tími til þess þegar nóg er að
gera. Það er helst að það sé erfitt að
venjast vindinum,“ segir Laurent, en
blásið getur hressilega á mann undir
Hafnarfjallinu.
Spurður hvað hafi ráðið staðsetn-
ingunni segir Laurent að fjölskyldan
hafi ekki viljað vera í of mikilli fjar-
lægt frá Reykjavík. Einnig hafi verið
stór kostur að vera við þjóðveginn,
bæði til að eiga auðvelt með að
ferðast til og frá býlinu en einnig til
að bjóða fólki að stoppa og versla á
ferð um Vesturlandið.
Í versluninni verður aðallega
grænmeti frá Narfaseli í boði en
einnig ætla þau hjónin að selja vörur
frá bæjum í nágrenninu, kjöt og ann-
að.
Svissnesk hjón opna sveitaverslun
Morgunblaðið/Eggert
Ræktun Balmer-fjölskyldan í gróðurhúsinu sem þau byggðu í fyrra. Þar rækta þau grænmeti.
- Fluttu til Íslands fyrir fimmtán mánuðum - Meira pláss en í Sviss - Selja eigið grænmeti
Narfasel Hjónin hafa byggt íbúðarhús og gróðurhús á jörðinni. Verk Grænmeti pakkað í umbúðir.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir
eru síðan svissnesk fjölskylda, þau
Laurent og Lola Balmer og synirnir
Gaston, Cedric og Hector, fluttu á
jörðina Narfasel í Hvalfjarðarsveit,
hafa þau hafið ræktun og sölu á
grænmeti og búa sig nú undir að reka
sveitaverslun á bænum en bygging
hennar er á lokametrunum.
„Við fluttum hingað í júní árið
2020. Við bjuggum áður í Fribourg í
Sviss en höfðum aldrei komið til Ís-
lands áður en við ákváðum að flytja
hingað,“ segir Laurent Balmer í sam-
tali við Morgunblaðið.
Fjölskyldan selur nú grænmeti í
sveitaversluninni Ljómalind í Borg-
arnesi en einnig til tveggja veit-
ingastaða í nágrenninu. Þá er tekið
við pöntunum á Facebook-síðu
Narfasels og einu sinni í viku keyrir
Laurent með vörur til viðskiptavina.
Könnuðu íbúafjölda
Spurður um ástæðu þess að fjöl-
skyldan tók sig upp og kom til Ís-
lands segir hann hana þá að skortur
sé á jarðnæði í Sviss og dýrt sé að
kaupa land undir ræktun. Þar sé nær
ekkert pláss fyrir nýja bændur.
Hann segir aðdragandann að bú-
ferlaflutningunum nokkuð langan.
„Við könnuðum íbúafjölda í ólíkum
löndum og sáum þegar við skoðuðum
Ísland að hér bjuggu fáir og nóg
pláss var fyrir alla. Við ákváðum að
kanna þetta nánar og lesa okkur til
um loftslagið og fórum að athuga með
verð á fasteignum meðal annars. Við
slógum síðan til og keyptum óbyggða
jörð hér í Hvalfjarðarsveitinni.“
Laurent er menntaður vélfræð-
ingur en fór síðar að læra búfræði.
„Menntun mín var í upphafi meira í
kringum búfénað og ræktun kart-
aflna og slíks, en síðar réð ég mig á
Hagnaður hugbúnaðarfyrirtækisins
Trackwell jókst um tæplega 38% á
síðasta ári. Hagnaðurinn var rúmar
149 milljónir króna, en árið á undan
var hann rúmlega 108 milljónir.
Eignir Trackwell jukust einnig
talsvert á árinu. Þær voru 500 millj-
ónir króna í lok síðasta árs en voru
376 milljónir króna árið á undan.
Eigið fé fyrirtækisins er nú 385
milljónr króna og jókst um tuttugu
og átta prósent á milli ára, en það var
rúmlega 301 milljón árið á undan.
Eiginfjárhlutfall Trackwell er 77%.
Nokkur tekjuvöxtur varð á tíma-
bilinu. Tekjur á síðasta ári námu 592
milljónum króna en þær voru 518
milljónir árið á undan.
Ör vöxtur
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu fyrr í sumar hefur starfsemi
Trackwell verið í örum vexti á und-
anförum árum og í dag eru lausnir
fyrirtækisins í notkun víða um heim,
þar á meðal í sjávarútvegi. Eins og
segir á heimasíðu félagsins nota
meira en 650 fyrirtæki um allan heim
lausnir Trackwell.
Alþjóðlegur vöxtur 20%
Í ársreikningi fyrirtækisins segir
að vegna kórónuveirufaraldursins
hafi innlendur vöxtur verið minni en
árið áður en alþjóðlegur vöxtur hafi
verið 20%.
Helstu eigendur hugbúnaðarfyrir-
tækisins eru Hermann Gíslason með
um 30% hlut, JTG ehf. með um 27%
hlut og Skrákur ehf. með rúmlega
13% hlut. Þá á Kolbeinn Gunnarsson
6,65% hlut og Trackwell sjálft fer
með 5,6% hlut í sjálfu sér.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tækni Jón Ingi Björnsson er forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Trackwell.
Hagnaður eykst um 38%
- Alþjóðlegur
vöxtur Trackwell
20%