Morgunblaðið - 16.08.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.08.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021 Í grein Þórs er meðal annars sagt frá heimsókn Churchills að jarð- hitasvæðinu við Reyki í Mosfells- sveit, en þar var stunduð ylrækt í gróðurhúsum, auk þess sem borað hafði verið fyrir vatni í væntan- lega hitaveitu Reykjavíkur. Fram- kvæmdir við hana höfðu frestast þar sem stálleiðslurnar sem ætl- aðar voru í veituna voru um borð í Gullfossi, sem lá við bryggju í Kaupmannahöfn þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku 9. apríl 1940. Í lýsingu Morgunblaðsins á heimsókn Churchills segir m.a. að hann hafi staðnæmst „stundarkorn við fyrstu hveralækina til þess eins og að fullvissa sig um, hve hiti er þarna mikill. Hann deyf hendi nið- ur að hinu sjóðheita vatni hvað eft- ir annað og litaðist síðan um til að fá yfirlit yfir, hve mikið kynni að vera af þessum jarðarauð. Hann hafði orð á því, hve mikils mætti vænta í framtíðinni af þessum sí- streymandi hita, gekk síðan í gróðurhúsin og sá, hvað þar er að sjá.“ Var Churchill sagt að leiða ætti hita frá Reykjum til bæjarins, en í stríðsárasögu sinni virtist sem að hann vildi eigna sér heiðurinn af þeirri hugmynd, að nýta jarðhita til að hita hús í Reykjavík. Segir í grein Þórs að Íslendingar hafi tek- ið því af „hæfilegri alvöru“ og hent gaman að uppfinningu Churchills á nýtingu jarðhita. Eignaði sér heiður- inn af hitaveitunni Morgunblaðið/Úr safni. Að Reykjum Churchill var hugfanginn af hinum heitu hverum. Þar tóku Sveinn Björnsson ríkisstjóri og ríkisstjórn Íslands á móti hinum tignu gestum, og ræddu þeir meðal annars saman um tilraunir Þjóðverja til þess að koma sér upp flugaðstöðu hér á landi á árunum fyrir stríð. Hafði Churchill orð á því að Íslendingar hefðu verið heppnir að þeim kröfum hefði verið neitað, ellegar hefðu Bretar þurft að hertaka landið. Kynngimögnuð ræða Meðan Churchill ræddi við ráða- menn kom mikill mannfjöldi saman við þinghúsið, og varð brátt ljóst að þeir vildu að forsætisráðherrann breski kæmi út á svalir hússins. Í frásögn Þórs kemur fram að þegar Churchill birtist þar hefðu kveðið við „glymjandi árnaðaróp mannfjöldans.“ Þór segir að ávarpið hafi heyrst illa, þar sem Churchill lá fremur lágt rómur. „Engu að síður orkaði kynngimögnuð rödd ræðuskörungsins sterkt á menn, þeg- ar lágur rómurinn barst út yfir Aust- urvöll. Ávarpið sýndi, hve ótrúlega vel þessi önnum kafni heimsveldisleiðtogi hafði kynnt sér afstöðu þorra Íslend- inga til hernámsins, vonir þeirra og ótta um framtíðina. Hvert orð var þrungið merkingu.“ Í ávarpinu fór Churchill yfir stöðuna í ófriðinum og þátt Breta og Banda- ríkjamanna í að bægja honum frá ströndum Íslands. Hét hann því að þjóðirnar tvær myndu sjá um að Ísland fengi fullt frelsi að styrjöldinni lokinni. „Það er takmark okkar, að menningar- fortíð ykkar megi tengjast framtíð- armenning ykkar sem frjálsrar þjóð- ar,“ sagði Churchill meðal annars í ræðu sinni. Mesta hersýning hér á landi Að loknu ávarpi hélt Churchill til Suðurlandsbrautar, og horfði þar á hersýningu, þar sem liðsmenn þeirra þjóða sem hér höfðu bækistöð á þeim tíma gengu framhjá sérstökum palli sem komið hafði verið upp. Segir Þór í grein sinni að þetta hafi verið mesta herganga sem fram hafi farið hér á landi. Meðal annarra viðkomustaða Churchills voru Höfði, þar sem vegleg veisla var haldin honum til heiðurs, og Reykjavíkurflugvöllur. Þá fór Churc- hill einnig að skoða hverina á Reykjum í Mosfellssveit, sem greint er nánar frá hér að neðan. Churchill lauk heimsókn sinni laust eftir kl. 5 og kvaddi Hermann Jónas- son forsætisráðherra hann við höfnina. Í Morgunblaðinu segir að lokaorð hans til Íslendinga hafi verið „Ham- ingjan fylgi ykkur, Guð blessi ykkur öll.“ Churchill var þó ekki alfarinn, því leið hans lá þá til Hvalfjarðar, þar sem hann ávarpaði áhafnir herskipanna sem þar voru. Það var því ekki fyrr en um hálfníuleytið að kvöldi til sem orr- ustuskipið Prince of Wales hélt með Churchill aftur heim til Lundúna. Þór segir að í heimsókn Churchills hafi sést, að þorri Íslendinga hafði frá upphafi stutt málstað lýðræðisríkj- anna í styrjöldinni. „Það var þessi af- staða hins þögla meirihluta, sem feng- ið hafði útrás við komu Churchills. Hann hafði haft vit og hæfileika til að taka í hina útréttu hönd Íslendinga á sinn létta og hæverska hátt, sem ein- kenndi alla Íslandsdvöl hans að mati helstu dagblaða,“ segir Þór. „Þeim kom líka saman um það að aldrei hefði valdameiri og merkari stjórnmálaleiðtogi sótt Ísland heim og aldrei hefði nokkrum slíkum manni verið tekið af öðrum eins fögnuði og vinfengi og Winston Spencer Churc- hill,“ segir Þór í grein sinni. Engum verið tekið af meiri fögnuði - Áttatíu ár liðin frá Íslandsheimsókn Winstons Churchills - Heimsóknin sýndi hug Íslendinga Churchill-klúbburinn á Íslandi og Alþjóða Churchill-félagið hyggjast blása til netviðburðar í tilefni af því að áttatíu ár eru lið- in frá heimsókn Churchills. Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, og David Reynolds, einn þekktasti sagnfræðingur Bretlandseyja, munu þar ræða um mikilvægi heimsóknarinnar, Atlantshafsyfirlýsinguna og þýðingu alls þessa á styrjaldar- reksturinn. Allen Packwood, for- stjóri Churchill-skjalasafnsins við Churchill College í Cam- bridge mun stýra umræðunum. Viðburðurinn hefst kl. 5 að ís- lenskum tíma, en hægt er að skrá sig til þátttöku á netinu, og má finna hlekkinn á Facebook- síðu Churchill-klúbbsins. Þátt- taka er öllum heimil og ókeypis. Forsetinn á veffundi HEIMSÓKN CHURCHILLS Ljósmynd/Aðsend Hlýjar móttökur Churchill sést hér á svölum Alþingishússins ásamt þeim Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra Ís- lands, og Sveini Björnssyni ríkisstjóra, sem síðar varð fyrsti forseti lýðveldisins. Ræðu Churchills var vel tekið. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að Win- ston Churchill, forsætisráðherra Breta í síðari heimsstyrjöld, heimsótti landið. Churchill var þá á leiðinni heim aftur með orrustuskipinu Prince of Wales til Bretlands frá Placentia-flóa á Ný- fundnalandi, en þar hafði hann átt merkan fund með Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseta. Leiðtogarnir ræddu þar stöðu mála í styrjöld Breta við Þjóðverja, sem staðið hafði yfir í tvö ár. Á fundinum sam- þykktu þeir Churchill og Roosevelt hinn 14. ágúst 1941 að senda frá sér hina svonefndu Atlantshafsyfirlýsingu, en hana mátti túlka sem svo að Banda- ríkin og Bretland hefðu sameinast um stríðsmarkmið, jafnvel þótt Bandaríkja- menn væru ekki orðnir formlegir aðilar að styrjöldinni. Þeir höfðu þá fyrr um sumarið stigið eitt stærsta skrefið í átt- ina að því, en þá bauð Bandaríkjastjórn Íslendingum hervernd sína, og steig bandarískt herlið hér á land hinn 7. júlí 1941, hálfu ári fyrir árás Japana á Perluhöfn. Leyndarmálið spurðist út Á laugardagsmorgni hinn 16. ágúst 1941 safnaðist talsverður fjöldi fólks saman við Reykjavíkurhöfn. Það hafði enda kvisast út, að von væri á sjálfum Churchill til bæjarins, þrátt fyrir að bandamenn reyndu með ýmsum ráðum að koma í veg fyrir að það spyrðist út. Í grein Þórs Whitehead, prófessors em- eritus í sagnfræði, um heimsókn Churc- hills, sem birtist á mbl.is í gær, kemur m.a. fram að þeir hafi lokað fyrir síma- samband við Reykjavík vegna heim- sóknarinnar. Churchill gekk í land í Reykjavík um ellefuleytið, ásamt fríðu föruneyti. Þar voru meðal annars Howard Smith, sendiherra Breta á Íslandi, og Franklin Roosevelt yngri, sonur forsetans og for- ingi í sjóher Bandaríkjanna, en vera hans þar var einnig hugsuð sem skila- boð um það hvern hug Bandaríkjamenn bæru til stríðsins og baráttu Breta. Eftir stutta móttökuathöfn hélt Churchill sem leið lá til Alþingishússins. Skannaðu kóðann til að lesa grein Þórs Whitehead

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.