Morgunblaðið - 16.08.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 16.08.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma gjörgæsluna undir aukið álag. „Við erum venjulega með 38 gjör- gæslurými opin og það er alveg á mörkunum að það dugi. En við erum líka með svokallaða léttgjörgæslu þar sem enginn er í öndunarvél en það er fylgst með og fólk fær mikið súrefni og er í hálfgerðri gjörgæslu en fær ekki sömu lyfjaþyngd og slíkt. Við höfum þurft að auka það tölu- vert. En ef við horfum á gjörgæsluna þá fimmfölduðum við hana. Fórum upp í 180 rúm í staðinn fyrir 38.“ Hann segir að það hafi ekki verið gert eins og hendi væri veifað. Farald- urinn hafi farið á mikið flug í mars og að stækkun gjörgæslunnar hafi staðið yfir í u.þ.b. þrjár vikur. „Það var töluvert átak en við náðum sem betur fer að gera það á þremur vikum. Við vorum líka snemma farin að sjá að við þyrftum að gera það. Ég náði t.d. að læða inn pöntun á 50 önd- unarvélum klukkustund á undan ein- hverjum Ameríkönum og ein- hverjum öðrum sem ætluðu að tæma lagerinn hjá þeim. Það er fullt af ein- hverjum svona hlutum.“ Hann segir að síðustu tvær vikur marsmánaðar og fyrri hluti apríl hafi verið ógleymanlegur tími þar sem mjög hafi reynt á alla. „Það voru ótrúlega margir sem voru nærri því að gefast upp. En við héldum alveg sjó og tókum megin- partinn af högginu. [...] Við erum með 1.200 rúm opin og þegar mest var voru 600 Covid-sjúklingar og þar af 160 á gjörgæslu. Við þurftum að breyta öllum mönnunarmódelum, við sáum þetta þannig að við værum að bjarga mannslífum. Þetta er okkar hlutverk þegar erfitt er. Við erum háskólasjúkrahús og við settum líka af stað fjöldann allan af rannsóknum. [...] Fólkið stóð sig ótrúlega vel. Það er ekki tilviljun. Það komu til okkar sjúkrabílar í hrönnum. Við vorum stundum með 20 sjúkrabíla í biðröð hjá okkur.“ Nutu samstarfs við Scania Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til óvenjulegra að- gerða. Þannig hafi ekki verið byggð ein einasta geymsla við nýbyggingu þá sem hýsir Karólínska. Markmiðið hafi verið að flæði aðfanga væri full- komið og aðeins birgðir af t.d. hlífð- arfatnaði til eins dags í senn. „Eitt stærsta verkefnið var að finna vörur til að verja starfsfólkið, grímur og sloppa og alls konar hluti sem hurfu af markaðnum.“ Brá spít- alinn því á það ráð að setja upp eigin innkaupadeild sem mönnuð var starfsfólki spítalans en einnig utan- aðkomandi sérfræðingum. „[...] Við fengum aðstoð frá að- flutningadeild vörubílaframleiðand- ans Scania og þeir voru með fólk á svæðinu í Kína. Við keyptum inn fyr- ir allt Stokkhólmssvæðið og fleiri svæði í Svíþjóð.“ Þessi staða hefur orðið til að breyta verklagi og nú eru ætíð til hlífðarvörur til þriggja mánaða í senn. Sumir töldu að spítalinn myndi kikna undan álaginu En varstu aldrei hræddur um að þetta ástand yrði til þess að kafsigla spítalann á einhverjum tímapunkti? „Nei, en það voru margir aðrir sem voru það. Ég sá enn þá mögu- leika á því að gera enn meira. Við vorum farin að skoða hvar væri hægt Náðu fljótt tökum á ástandinu - Björn Zoëga stýrir Karólínska-háskólasjúkrahúsinu á umbrotatímum - Veltir 300 milljörðum á ári - Sagði upp nærri 1.000 manns, m.a. læknum og sjúkraliðum - Fjölgaði sjúkrarúmum um fjórðung Forstjóri Björn Zoëga segir að eitt stærsta verkefnið í kórónuveirufaldrinum hafi verið að finna vörur til að verja starfsfólkið, grímur, sloppa og fleira. Þótt flestir létu sér nægja að stýra sjúkrahúsi sem veltir 300 milljörðum á ári og hefur á að skipa 15.000 starfsmönnum er Björn ekki einhamur. Hann er bæklunarskurðlæknir í grunninn og sinnir læknisfræðinni enn. „Þetta starf er tiltölulega víð- feðmt og Covid hefur verið að trufla það rúmlega síðasta árið. Þá hef ég meira verið að leið- beina unga fólkinu og styðja við það um helgar á vöktum. Ég er hryggjarskurðlæknir og öll hryggjardæmin sem koma upp um helgar og á kvöldin fara á Karolinska. Það er eina sjúkra- húsið sem tekur við slíku á tveggja milljóna svæði á þeim tímum. Þar hef ég verið að að- stoða yngra fólkið og reyna að miðla af minni reynslu. Mér finnst það mjög gaman. Það er alltaf gaman að læðast þarna um húsið á kvöldin og um helgar þegar fólk á síst von á því.“ Nýtur þess að leiðbeina EKKI BARA MEÐ NIÐURSKURÐARHNÍFINN Á LOFTI DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hann er nýlentur eftir flug frá Stokk- hólmi með millilendingu í Kaup- mannahöfn. Kærkomið tækifæri til að heimsækja fjölskyldu og vini yfir langa helgi. Björn Zoëga hefur stýrt Karólínska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi frá miðju ári 2019 og sjaldan að tækifæri gefst til að koma heim til Íslands, ekki síst meðan kór- ónuveiran hefur haldið öllu í heljar- greipum. Það var snemma árs 2019 sem Björn fékk símtal og honum boð- ið að taka við spítalanum. Hann var þá á kafi í öðrum verkefnum sem teygðu sig allt frá Íslandi til Sádi- Arabíu. En hann lét til leiðast enda vissi hann að spítalinn væri í vanda. Þar sá hann spennandi verkefni. Björn er gestur í Dagmálum, streymisþætti sem aðgengilegur er áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is - glefsur úr því viðtali eru birtar hér á eftir, enda hefur Björn frá ýmsu að segja eftir viðburðarík misseri við stjórn sjúkrahússins. Brugðust við í janúar 2020 Það tóku að berast fréttir frá Wuh- an í Kína í upphafi árs 2020. Fóruð þið að undirbúa ykkur snemma vegna þeirra tíðinda? „Við vorum komin í stellingar um miðjan janúar. Svo vorum við tilbúin með alls konar lausnir, við vissum ekkert hvað var að gerast í sjálfu sér, vissum ekkert hvað myndi verða. Þegar fréttirnar berast frá Ítalíu þá skapaðist mikill órói. Það var ofboðs- legt mannfall meðal heilbrigðisstarfs- fólks þar. Það vissi enginn hvernig ætti að verja sig, í hverju værum við að lenda. Þyrftum við að velja milli fólks sem við gætum meðhöndlað og hverja ekki?“ Hann segir að veiran hafi borist á ógnarhraða inn í Svíþjóð og að í því ástandi hafi sennilega verið gerð mistök, m.a. hvað varðar til- raunir til að verja hjúkrunarheimili og heilbrigðisstofnanir. Ekki hafi leg- ið ljóst fyrir hver ætti að taka af skar- ið og loka á heimsóknir. Setti verði við dyr spítalans „Bara að banna heimsóknir inn á hjúkrunarheimili og sjúkrahús. Ég var fyrstur til þess í landinu. Ég lok- aði bara sjúkrahúsinu hjá mér um miðjan mars og var tveimur vikum á undan öðrum. Fékk skömm í hattinn fyrir að vera gera það. [...] Þeir töldu að þetta þyrfti allt að vera gert eftir lögum og reglum en í krísum er það bara ekki þannig. Ég setti bara verði við dyrnar.“ Nær allir renndu blint í sjóinn með hvernig faraldurinn myndi þróast en Björn segir að meðal stærstu verkefna hafi verið að búa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.