Morgunblaðið - 16.08.2021, Page 12
12 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Hamid Karzai, sem var forseti
landsins frá 2001 til 2014, birti upp-
töku á Facebook þar sem hann sást
með þremur ungum dætrum sínum
og sagðist ætla að halda kyrru fyrir í
Kabúl. Biðlaði hann til talíbana að
verja líf og eigur íbúa landsins
Afgönskum starfsmönnum
sendiráða komið í skjól
Virðist sem að talíbanar muni
leyfa fulltrúum Bandaríkjanna og
bandalagsþjóða að yfirgefa Kabúl án
átaka en á laugardag varaði Joe Bi-
den Bandaríkjaforseti leiðtoga talíb-
ana við að Bandaríkjaher myndi
svara af fullri hörku hvers kyns að-
gerðum vígamanna sem stefndu lífi
og limum Bandaríkjamanna í hættu.
FT greinir frá að herlið Vestur-
landa standi vörð um flugvöllinn í
Kabúl en geti ekki varið aðflugsleiðir
og því sé talíbönum í lófa lagið að ým-
ist skjóta niður flugvélar á leið sinni
til og frá flugvellinum eða leyfa þeim
að fljúga óhindrað.
Þýsk stjórnvöld ákváðu að flytja
alla sendiráðsstarfsmenn sína á flug-
vallarsvæðið. Þá munu 300 þýskir
hermenn fara um Kabúl á mánudag
til að koma óbreyttum borgurum í
skjól sem og afgönskum starfsmönn-
um þýska sendiráðsins. Bresk
stjórnvöld hafa sent 600 hermenn til
Kabúl til að aðstoða við brottflutning
breskra diplómata og afganskra
sendiráðsstarfsmanna.
Engin röskun hefur orðið á störf-
um sendiráðs Rússlands í Kabúl og
greindi rússneska ríkisfréttastofan
TASS frá að ekki þætti ástæða til að
rýma sendiráðið að svo stöddu. „Það
er spenna í loftinu í Kabúl en það rík-
ir ekki stríðsástand í borginni,“ hefur
TASS eftir fulltrúa sendiráðsins en
leiðtogar talíbana hétu á sunnudag
að öryggi rússneska sendiráðsins í
Kabúl yrði tryggt.
Lofa engum hefndum
Suhail Shaheen, samningamaður
talíbana, hringdi inn í útsendingu
BBC á sunnudag og hét íbúum Kabúl
að líf þeirra væru ekki í hættu: „Við
viljum fullvissa íbúa Afganistan, og
sérstaklega þá sem búa í Kabúl, um
að líf þeirra og eigur eru ekki í hættu.
Enginn mun verða fórnarlamb
hefndaraðgerða,“ sagði hann í út-
sendingunni og bætti við að talíbanar
væru þjónar lands og þjóðar.
AFP
Flótti Herþyrla flýgur yfir sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl á sunnudag. Fall Kabúl kom mörgum í opna skjöldu.
Kabúl fallin í hendur talíbana
- Innreið vígamanna virðist hafa farið fram án mikilla átaka - Forseti landsins flúinn til Tadsjikistan
og sendiráð Vesturlanda rýmd - Talsmaður talíbana segir fólk ekki þurfa að óttast hefndir
AFP
Óstöðvandi Vígamenn fagna sigri með almenningi í Jalalabad, fimmtu
stærstu borg Afganistan, sem talíbanar sölsuðu undir sig á sunnudag.
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á sunnudag mátti sjá herþyrlur ferja
starfsfólk frá þaki sendiráðs Banda-
ríkjanna í Afganistan til alþjóðaflug-
vallarins í Kabúl. Þykja myndirnar af
flótta sendiráðsfólksins minna á þeg-
ar Bandaríkjaher yfirgaf Víetnam í
óðagoti árið 1975 og þyrlur sóttu fólk
í kapphlaupi við tímann af þaki
bandaríska sendiráðsins í Saígon.
BBC hefur eftir talsmanni NATO
að búið sé að stöðva allt farþegaflug
til og frá Kabúl og að aðeins herflug-
vélar megi núna nota flugvöllinn. Þá
hefur BBC eftir fólki á vettvangi að
upplausnarástand ríki á flugvellinum
þar sem almennir borgarar reyni í
örvæntingu að komast úr landi.
Ghani flúinn en Karzai
heldur kyrru fyrir
Komið hefur á óvart hve hratt
vígamenn talíbana hafa sölsað undir
sig hvert héraðið á fætur öðru eftir
að ljóst var að herlið Bandaríkja-
manna væri á förum frá Afganistan.
Í maí, júní og júlí sóttu talíbanar í sig
veðrið og höfðu náð völdum yfir
nærri öllu landinu í ágúst. Streymdu
vígamenn inn í höfuðborgina Kabúl á
sunnudag án teljandi mótstöðu en
Ashraf Ghani, forseti landsins, flúði
land sama dag og leitaði skjóls í
Tadsjikistan að því er innanríkis-
ráðuneyti Afganistan greindi frá.
Nokkrum klukkustundum eftir að
fréttist af flótta forsetans birti
fréttastofa Al Jazeera upptökur sem
virðast sýna talíbana í forsetahöll-
inni.
Öflugur jarðskjálfti olli miklu
mannfalli og eignatjóni á Haítí á
laugardag. Jarðskjálftinn varð kl.
8.29 að staðartíma og mældist með
vægisstærðina 7,2 MW. Upptök
skjálftans voru á Tiburon-
skaganum á 10 km dýpi, um 120
km vestur af höfuðborginni Port-
au-Prince. Um hádegi að stað-
artíma á sunnudag var staðfest að
a.m.k. 724 hefðu látist í jarð-
skjálftanum og er það mesta
manntjón sem orðið hefur í nokkr-
um jarðskjálfta á þessu ári.
Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst
á svæðinu og var sá sterkasti 5,8
MW. Til að bæta gráu ofan á
svart er von á að hitabeltisstorm-
urinn Grace skelli á Haítí í dag,
mánudag. Þá er þess skemmst að
minnast að pólitískt upplausnar-
ástand ríkir í landinu eftir að for-
seti landsins, Jovenel Moïse, var
ráðinn af dögum í byrjun júlí.
Jarðskjálftinn nú er sterkari en
sá sem varð árið 2010 um 25 km
frá Port-au-Prince en áætlað er að
í þeim skjálfta hafi á bilinu
100.000 til 316.000 manns látið líf-
ið.
Að sögn Reuters eru hundruð
heimila rústir einar eftir skjálft-
ann og er tjónið hvað mest í Les
Cayes, þriðju stærstu borg Haítí,
en þar búa nærri 90.000 manns.
Þá flækir það björgunaraðgerðir
að glæpagengi hafa sótt í sig veðr-
ið að undanförnu og m.a. náð
stjórn á mikilvægum samgöngu-
æðum í landinu.
Bandarísk stjórnvöld hafa þegar
sent á vettvang 65 manna leitar-
og björgunarteymi og birgðir af
helstu nauðþurftum.
BBC greinir frá að Ariel Henry,
forsætisráðherra Haítí, hafi lýst
yfir mánaðarlöngu neyðarástandi
og hvatt landsmenn til að sýna
samstöðu. Nágrannaríki Haíti hafa
boðið aðstoð sína og hafa t.d.
stjórnvöld í Dómíníkanska lýð-
veldinu boðist til að senda matvæli
og læknisvörur en stjórnvöld á
Kúbu hafa sent rösklega 250
lækna á vettvang jarðskjálftans.
ai@mbl.is
Mörg hundruð létu lífið í jarðskjálfta á Haítí
Áfall Fólk við rústir hótels í Les Ca-
yes. Jarðskjálftinn var 7,2 stig.
AFP
- Skemmdirnar mestar í nágrenni Les Cayes og von á hitabeltisstormi - Neyðarástandi lýst yfir
Skyndiflóð í Kastamonu-héraði í
Tyrklandi hafa orðið a.m.k. 52 að
bana að sögn tyrkneskra stjórn-
valda. Kastamonu er í norðurhluta
Tyrklands, um 200 km norður af
höfuðborginni Ankara og liggur að
Svartahafi. Að auki létust níu í Si-
nop-héraði og einn í Bartin-héraði
sem einnig liggja að Svartahafinu.
Reuters greinir frá að meira en
2.000 manns hafi neyðst til að yfir-
gefa heimili sín vegna flóðanna sem
skemmdu vegi og brýr og rufu raf-
magnssamband við hundruð þorpa.
ai@mbl.is
ÚRHELLI VIÐ SVARTAHAF
62 látnir í flóðum í
Norður-Tyrklandi
Skaði Mikið tjón varð í Kastamonu.