Morgunblaðið - 16.08.2021, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
Bollywood-dansganga Margrét Erla Maack leiddi dansinn niður Laugaveginn en sífellt fleiri bættust í hópinn.
Unnur Karen
Nú eru tæpar sex
vikur til alþingiskosn-
inga og auðfundið
hvernig stjórnmálin
taka til sín meira rými
með hverjum degi sem
líður. Samt hafa sumir
fundið að því að fólk sé
á einhvern hátt áhuga-
lausara um stjórnmál
en áður, að almenn-
ingur sé sinnulausari
um þau en á árum áð-
ur og finnist þau fjarlæg sínu dag-
lega lífi, önn og amstri.
Þetta er ekki reynsla okkar í
Sjálfstæðisflokknum. Þvert á móti
finnum við fyrir miklum áhuga á því
hvernig landinu er stjórnað, af
hverjum og hvert beri að stefna á
næstu árum. Það er ekki byggt á
tilfinningu einni, heldur tala töl-
urnar sínu máli um það, að fólk hef-
ur áhuga á því sem við höfum fram
að færa og vill taka þátt í mótun
framtíðarinnar með okkur.
Sjálfstæðisflokkurinn boðaði til
almennra prófkjöra í öllum kjör-
dæmum landsins, þar sem fjöldi
manna gaf kost á sér til starfa fyrir
land og þjóð, kynnti sjónarmið sín
og af því spratt fjörleg og þörf um-
ræða um hina ýmsu málaflokka
stjórnmálanna. Hátt í þúsund sjálf-
boðaliða og stuðningsmanna ein-
stakra frambjóðenda unnu óeigin-
gjarna vinnu við framkvæmd
prófkjörsins.
Ekki munaði þó minna um hitt,
að alls kaus 20.771 í prófkjörum
Sjálfstæðisflokksins, sem er hátt í
10% kjósenda. Enginn annar flokk-
ur getur státað af slíkri lýðræðis-
veislu, enginn stillir framboðs-
listum sínum upp með aðkomu svo
stórs hluta kjósenda landsins.
Raunar er það svo að fæstir flokk-
anna treystu fólki til þess að koma
og kjósa um listana á jafn lýðræð-
islegan hátt og létu margir þeirra
duga að gera út um listana í bak-
herbergjum.
Þátttakan í prófkjörum flokksins
sýnir og sannar enn
einu sinni að Sjálf-
stæðisflokkurinn er
fjöldahreyfing. Þeir
sem leiða listana fengu
allir einkar glæsilega
kosningu og óyggjandi
umboð, ekki síst for-
maður flokksins sem í
sínu kjördæmi fékk yf-
irburðakosningu með
yfir 90% atkvæða að
baki sér. Prófkjörin
gerðu það að verkum
að Sjálfstæðisflokk-
urinn teflir fram fjölbreyttu og sig-
urstranglegu liði í kosningunum í
haust, þar sem þrjár konur og þrír
karlar leiða listana í kjördæmunum
sex.
Það olli okkur vonbrigðum að
þurfa enn að fresta landsfundi
vegna sóttvarnaráðstafana, en í
staðinn hefur verið boðað til flokks-
ráðs- og formannafundar um aðra
helgi, þar sem Sjálfstæðismenn
koma saman á 6-8 stöðum á landinu
og leggja lokahönd á kosn-
ingastefnu flokksins.
Enginn annar flokkur getur stát-
að af sams konar lýðræðisveislu.
Það er lykilatriði í erindi Sjálfstæð-
isflokksins sem burðarflokks ís-
lenskra stjórnmála. Við treystum
kjósendum og þess vegna treysta
kjósendur Sjálfstæðisflokknum.
Við erum á réttri leið og við ætl-
um lengra!
Eftir Þórð
Þórarinsson
» Þeir sem leiða lista
Sjálfstæðisflokksins
fengu allir glæsilega
kosningu, ekki síst for-
maður flokksins sem í
sínu kjördæmi fékk yf-
irburðakosningu með
yfir 90% atkvæða að
baki sér.
Þórður Þórarinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins.
Lýðræðisveislan
heldur áfram
Covid-19 er út-
breiddasti heimsfar-
aldur sem mannkynið
hefur orðið vitni að síð-
ustu 100 árin. Með
harm í hjarta höfum
við horft upp á farald-
urinn hafa gríðarleg
áhrif á bæði ríki og
íbúa þeirra, með yfir
200 milljónir stað-
festra tilfella á heims-
vísu og yfir fjórar
milljónir dauðsfalla. Þar sem við
stöndum frammi fyrir þessum ham-
förum verður alþjóðasamfélagið að
koma sér með hraði út úr því þoku-
kennda ástandi sem nú ríkir og taka
höndum saman um hagnýtar og
framkvæmanlegar lausnir.
Í fyrsta lagi ættum við að beina
öllum okkar kröftum í að ná tökum
á faraldrinum sem allra fyrst. Co-
vid-19-vírusinn er mjög smitandi og
er sífellt að ala af sér fjölbreyttar
stökkbreytingar. Augnabliks kæru-
leysi getur leitt af sér hrinu smita.
Allir aðilar ættu að fylgjast náið
með þessum vírus og beita öllum
ráðum til að koma í veg fyrir frekari
útbreiðslu hans. Kína var fyrst ríkja
til að greina og tilkynna um Co-
vid-19 til WHO. Síðan í ársbyrjun
2020, hefur kínverska ríkisstjórnin
sett líf og heilsu fólks í fyrsta sæti,
og hefur gripið til víðtækustu,
ströngustu og ítarlegustu for-
varnar- og eftirlitsaðgerða sem völ
er á, og hefur náð ágætis tökum á
faraldrinum á til-
tölulega stuttum tíma.
Þó að faraldurinn sé
núna að brjótast fram
hér og þar í Kína, þá
hefur á heildina litið
tekist að ná stjórn á
faraldrinum. Dagleg
ný tilfelli hafa haldist
fá. Kína hefur gripið til
áhrifaríkra aðgerða til
að hindra að Covid-19
nái fótfestu aftur, og
hefur náð að hraða
bólusetningum. Þann
9. ágúst höfðu yfir 1,78 milljarðar
skammtar af Covid-19-bóluefni ver-
ið nýttir í bólusetningar innan Kína
og er það mesti fjöldi bólusettra á
heimsvísu. Kínverska hagkerfið hef-
ur aftur náð sér á strik og er farið
að sýna vöxt á ný. Á fyrsta helmingi
ársins 2021 hefur landsframleiðsla
Kína aukist um 12,7% á árs-
grundvelli og hefur lagt sitt af
mörkum við að örva alþjóðlegan
efnahagsbata.
Þar sem við stöndum frammi fyr-
ir faraldrinum, ættu öll ríki jarðar
að sameinast við að vinna bug á erf-
iðleikunum. Covid-19 gerir ekki
greinarmun á kyni eða kynþætti.
Ekkert land er ónæmt fyrir vírusn-
um og baráttan gegn faraldrinum
verður einungis unnin með sam-
stöðu og samvinnu alls mannkyns.
Eftir að Covid-19-faraldurinn
braust út hefur Kína tekið virkan
þátt í alþjóðlegu samstarfi í barátt-
unni við faraldurinn og staðið við
það fyrirheit sitt að gera bóluefni
aðgengileg almenningi á heimsvísu.
Kína hefur staðið fyrir sinni stærstu
neyðarmannúðaraðgerð síðan Al-
þýðulýðveldið Kína var stofnað árið
1949. Kína hefur til dagsins í dag út-
vegað mikið af smitvarnarbúnaði til
yfir 160 landa og alþjóðlegra sam-
taka, auk þess að útvega meira en
750 milljónir skammta af bóluefni
og bóluefnisþykkni til yfir 100 landa
og alþjóðlegra stofnana, og sam-
svarar það um einum sjötta hluta al-
þjóðlegrar framleiðslu. Þar með hef-
ur Kína útvegað langflesta skammta
bóluefnis til þróunarríkja af ríkjum
jarðar. Skuldbinding Kína til að út-
vega 20 milljónir skammta í verk-
efni WHO í aðgengi að bóluefnum
gegn Covid-19 (COVAX) hefur
gengið hnökralaust.
Kína hefur verið með opið og
gagnsætt viðhorf til rannsókna á
uppruna veirunnar og hefur boðið
sérfræðingum frá WHO tvisvar til
Kína. Skýrsla WHO um rannsókn á
uppruna veirunnar „Convened Glo-
bal Study of Origins of SARS-
Cov-2: China Part“ var birt í júlí á
þessu ári og hefur hlotið samþykki
alþjóðasamfélagsins og vísinda-
samfélagsins, og hefur lagt grunn-
inn að næsta fasa rannsókna á upp-
runa veirunnar. Afstaða kínverskra
stjórnvalda er að rannsóknir á upp-
runa veirunnar séu mikilvægt og
flókið verkefni fyrir vísinda-
samfélagið, sem krefst samstarfs
vísindamanna úr öllum heims-
hornum, ásamt því að vera stutt af
ríkisstjórnum og íbúum allra landa.
Kína er andsnúið því að rannsóknir
á uppruna veirunnar séu gerðar að
pólitísku bitbeini. Stöðugar, lang-
tíma vísindarannsóknir á uppruna
veirunnar á heimsvísu ættu að vera
viðmiðið. Alþjóðleg samskipti og
samvinna í rannsóknum á uppruna
veirunnar ættu að vera sameiginlegt
verkefni, og með sameiginlegu átaki
ættum við að geta komið í veg fyrir
sambærilegan vírusfaraldur í dýr-
um og mönnum.
Kína og Ísland hafa staðið saman
gegn faraldrinum og hafa stutt
hvort annað, og með samvinnu á
þessu sviði hafa löndin tvö ritað nýj-
an kafla vináttu í tvíhliða sam-
skiptum. Kína metur mikils þann
góða hug og umhyggju sem Ísland
og Íslendingar úr öllum þjóðfélags-
stéttum hafa sýnt með mismunandi
hætti. Á sama tíma hefur Kína einn-
ig til hins ýtrasta reynt að útvega
Íslandi hjúkrunarvörur. Það gleður
okkur að sjá hvaða árangri Ísland
hefur náð með vísindalegum
faraldursvörnum og við vonumst til
að við getum styrkt samstarf okkar
frekar á þessu sviði, og þar með
styrkt samvinnuna enn frekar í bar-
áttunni gegn Covid-19 og lagt okkar
af mörkum til hinnar alþjóðlegu
baráttu gegn faraldrinum.
Nú um stundir stendur heims-
byggðin enn frammi fyrir yfirstand-
andi faraldri, og mismunandi ríki
bregðast við á mismunandi hátt.
Hinn „pólitíski vírus“ grefur þó
undan alþjóðlegu samstarfi í barátt-
unni við faraldurinn, og hið al-
þjóðlega ástand í faraldrinum held-
ur áfram að vera flókið og alvarlegt.
Það er sameiginlegur vilji alþjóða-
samfélagsins að taka höndum sam-
an og sigrast á Covid-19-faraldr-
inum og endurheimta efnahagskerfi
heimsins ásamt því að öðlast eðlilegt
líf aftur eins fljótt og auðið er. Co-
vid-19 er sameiginlegur óvinur
mannkyns. Covid-19-faraldurinn
hefur heldur betur minnt heims-
byggðina á að samfélög manna eru
nátengd, og að við búum í veröld
sem á sér sameiginlega framtíð. Þar
sem við stöndum nú frammi fyrir
faraldrinum verðum við að halda í
þá framtíðarsýn að ná að byggja
upp heilsusamlegt samfélag fyrir
alla. Við ættum að standa saman,
hafna kröftuglega öllum tilraunum
til að nýta sér faraldurinn í pólitísk-
um tilgangi og að kenna um og að
rægja vegna faraldursins, þannig að
við náum í sameiningu að standa
vörð um líf og heilsu fólks og náum
að kveða niður faraldurinn eins
fljótt og hægt er.
Eftir Jin Zhijian »Kína og Ísland hafa
staðið saman gegn
faraldrinum og hafa
stutt hvort annað, og
með samvinnu á þessu
sviði hafa löndin tvö rit-
að nýjan kafla vináttu í
tvíhliða samskiptum.
Jin Zhijian
Höfundur er sendiherra
Kína á Íslandi.
Covid-19 er sameiginlegur óvinur alls mannkyns