Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021 ✝ Katrín Sigurð- ardóttir hús- móðir fæddist 4. febrúar 1921 í Reykjavík. Hún lést á Droplaug- arstöðum hinn 30. júlí 2021 en þar hafði hún dvalið í fimm vikur. Fram að þeim tíma hélt Kartín heimili á Hagmel 50. Foreldrar hennar voru hjónin Eyríður Árnadóttir húsmóðir, f. 30.6. 1896 í Starkaðshúsum í Hraungerðishreppi í Árnes- sýslu, d. 9.8. 1983, og Sigurður Guðbrandsson skipstjóri, f. 25.4. 1886 á Gafli í Villingaholts- hreppi í Árnessýslu, d. 22.6. 1943. Systkini Katrínar voru: Oddbjörg, f. 13.3. 1915, d. 24.2. 2005, Sigurjón, f. 1.8. 1916, d. 28.8. 1982, Hermann, f. 27.5. 1923, d. 13.10. 1997, og Sig- urður Guðmundur, f. 23.12. Hlín, f. 1987, d. 1988, Magnús Örn, f. 1989, íþróttafræðingur og knattspyrnuþjálfari. Sam- býliskona hans er Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir háskólanemi, Sunna María, f. 1991, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir, og Arnar Þór, f. 1996, viðskipta- fræðingur. 2) Sigurður Gylfi, f. 1957, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Eiginkona hans er Tinna Laufey Ásgeirs- dóttir, f. 1975, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands. Sonur hennar og stjúpsonur Sigurðar Gylfa er Pétur Bjarni Einars- son, f. 2002, stúdent. Katrín ólst upp í Reykjavík í foreldrahúsum. Hún lauk versl- unarprófi frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1939 og starfaði um tíma eftir nám í Laugavegsapó- teki. Eftir giftingu gerðist hún húsmóðir á heimili sínu, fyrst á Grenimel 20, síðar á Einimel 4 og loks á Hagamel 50. Árið 1958 gekk hún í Kvenfélagið Hring- inn og þar lét hún til sín taka með margvíslegum hætti í rúm sextíu ár. Katrín verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 16. ágúst 2021, og hefst athöfnin kl. 15. 1942, d. 9.5. 2003. Eiginmaður Katrínar var Magn- ús Helgason, f. 24.11. 1916, d. 5.10. 2000, oft kenndur við Málningarverk- smiðjuna Hörpu (síðar Hörpu Sjöfn). Hann var sonur hjónanna Helga Magnússonar, járn- smiðs og kaup- manns í Reykjavík, f. 8.5. 1872 í Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu, d. 13.3. 1956, og Oddrúnar Sigurðar- dóttur húsmóður, f. 19.9. 1878 að Esjubergi á Kjalarnesi, d. 6.5. 1969. Þau eignuðust tólf börn. Katrín og Magnús eignuðust tvo syni: 1) Helgi, f. 1949, við- skiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Hann er kvænt- ur Örnu Borg Einarsdóttur, f. 1960, hjúkrunarfræðingi og lýð- heilsufræðingi. Börn þeirra: Hvernig minnist maður móður sinnar? Hvernig minnist maður konu sem hugði vakin og sofin að velferð fólks alla sína tíð? Upp í hugann koma tvö orð; fórnfýsi og væntumþykja. Mamma var oft kölluð Dúa í sínum systkina- og vinahópi; eða jafnvel Dúa Katrín. Ég man að mér fannst eitthvað fallegt við þetta viðurnefni sem faðir hennar, Sigurður Guð- brandsson skipstjóri, gaf henni áður en hún var skírð. Það festist og veitti hlýja strauma inn í sálar- lífið, til mótvægis við festu henn- ar og ákveðni í uppeldinu. Við Helgi bróðir komumst lengst af ekki upp með neitt múður, reglum skyldi fylgt. Mamma var ein fimm systkina. Hún var miðdepill í þeirra hópi. Tengslin við ömmu Eyríði réð þar mestu. Amma var ekkja í fjörtíu ár. Mamma var hennar haldreipi í lífinu, talaði við hana í það minnsta einu sinni á dag og heimsótti hana oft í viku. Fyrir bragðið voru mörg erindin sótt til mömmu. En þessi systkinahópur týndi tölunni; Sigurjón dó 1982, Hermann 1997, Sigurður 2003 og Oddbjörg 2005. Sextán árum eft- ir að mamma sá á eftir systur sinni dó hún sjálf, rétt hundrað og hálfs árs. Foreldrar mínir gengu í hjóna- band árið 1947. Faðir minn, Magnús Helgason, var oft kennd- ur við málningarverksmiðjuna Hörpu. Við erum tveir bræðurnir og þessi litla fjölskylda hélt vel saman. Pabbi var hennar lífsföru- nautur en hann dó árið 2000. Við fráfall pabba tók við alveg nýr kafli í lífi mömmu. Þau höfðu komið sér upp heimili, fyrst á Grenimel 20 og svo síðar á Eini- mel 4 sem var mitt æskuheimili. Þegar pabbi dó flutti mamma í íbúð á Hagamel 50. Þegar þarna var komið sögu var nánast allur frændgarður pabba horfinn yfir móðuna miklu en hann var einn tólf systkina. En hvernig kona var móðir mín? Mér er óhætt að segja að sjálfsmynd hennar hafi orðið til í starfi hennar fyrir kvenfélagið Hringinn. Þar var hún ötull liðs- maður í rúm sextíu ár og það er stutt síðan hún sendi síðustu gripina inn á jólabasar Hringsins. Kvenfélagið var hennar ástríða og þegar Barnaspítalinn var opn- aður vorum við öll stolt og ekki skyggði á ánægjuna að systur- dóttir mömmu, Áslaug Björg Viggósdóttir, var þá formaður Hringsins. Samband okkar mömmu var alltaf náið þó á stundum hafi mér ekki fallið vel þær reglur sem hún taldi að ég ætti að fylgja. Þegar barnabörnin komu í heiminn hvert af öðru þá sá maður betur einkenni hennar; endalausa þol- inmæði og væntumþykju en um leið ákveðni og festu í öllu sem tengdist uppeldi og siðum. Hún var ávallt tilbúin að fórna sér fyr- ir ungviðið og þegar Pétur minn Bjarni gekk inn í líf mitt, þá ný- orðinn fjögurra ára gamall, með móður sinni, Tinnu Laufeyju, þá tók á móti þeim opinn faðmur mömmu. Þær Alvía og Kongordía – hundarnir okkar – urðu á svip- stundu augasteinarnir hennar og aufúsugestir á hverjum degi síð- ustu fjögur árin. Nú sjáum við á bak þessum sterka einstaklingi sem setti mark sitt á líf okkar með ólýs- anlegum hætti. Hennar verður sárt saknað og með mömmu end- ar tímabil í stórfjölskyldunum báðum sem teygir sig yfir nær alla 20. öldina og fram til dagsins í dag. Hvíl í friði, móðir sæl. Sigurður Gylfi Magnússon. Móðir mín, Katrín Sigurðar- dóttir, er sú síðasta af hennar kynslóð í okkar fjölskyldu sem kveður þennan heim en hún var orðin meira en hundrað ára þegar hún lést. Hún var ein af fimm systkinum en Magnús Helgason, eiginmaður hennar og faðir okk- ar bræðra, var einn af tólf systk- inum. Allt þetta fólk er löngu horfið af sjónarsviðinu en síðast kvöddu tvær frænkur mínar árið 2005. Þannig var móðir mín ein eftir úr þessum stóra hópi síðustu sextán árin sem var óneitanlega einkennilegt og um margt erfitt fyrir hana. Samviskusemi, dugnaður, metnaður og reglufesta ein- kenndu móður mína ásamt ríkum vilja til að láta gott af sér leiða. Hún var ávallt boðin og búin að hjálpa öðrum og hafði mikla sam- úð með þeim sem þurftu hjálpar við. Gilti þar einu hvort um var að ræða nána ættingja eða aðra. Hún sýndi samúð og samstöðu þar sem þess var þörf og því var við komið. Katrín fékk útrás fyrir þetta með virku starfi í Kven- félaginu Hringnum í sex áratugi. Móðir mín var einstaklega traust og góð manneskja. Hún hafði mikið baráttuþrek og sagði sjálf að þráin og þrjóskan hefðu einkennt hana alla tíð. Hver sem nær því að verða hundrað ára þarf að hafa þessa eiginleika til að bera til viðbótar við góða heilsu. Ég hygg að foreldrar hennar hafi markað persónuleikann mikið vegna aðstæðna þeirra. Faðir hennar var togaraskipstjóri hjá Kveldúlfi og sigldi skipi sínu um höfin í tveimur heimsstyrjöldum þar sem hættur leyndust víða. Hann lést því miður allt of snemma af slysförum. Móðir hennar glímdi við veikindi í ára- tugi. Þegar foreldrar mínir gengu í farsælt hjónaband sitt árið 1947, hvarf Katrín af vinnumarkaði og var eftir það húsmóðir á fallegu heimili sínu í 74 ár. Góður vilji foreldra okkar Sig- urðar Gylfa, bróður míns, til að ala okkur bræður upp með sóma- samlegum hætti var einlægur og væntumþykjan alger. Það má svo alveg deila um hvernig til tókst þótt ekki hafi vantað neitt upp á að þau hjónin hafi lagt sig öll fram. Ég tel einsýnt að einhver bestu ár foreldra minna hafi verið frá því í lok níunda áratugarins þegar barnabörnin komu til. Þá gengu þau bæði í endurnýjun líf- daga og nutu hverrar mínútu í návist barnanna sem öll bundust þeim tryggðarböndum. Oft hefur verið haft á orði að móðir mín hafi verið íhaldsmann- eskja í jákvæðum skilningi þess orðs. Hún var fastheldin á góða siði og reglusemi. Ég nefndi ein- hverju sinni að hún væri svo fast- heldin að hún hafi búið á sömu slóðum á Melunum í Reykjavík í meira en sjötíu ár – og ávallt í um það bil 200 metra fjarlægð frá horninu þar sem Melabúðin er með starfsemi sína! Foreldrar mínir bjuggu fyrst á Grenimel, síðan á Einimel og eftir að faðir minn féll frá um aldamótin flutti hún á Hagamel og hélt þar upp á hundrað ára afmæli sitt. Eftir að Katrín Sigurðardóttir hefur nú kvatt þetta tilverustig finnum við fyrir miklu tómarúmi í fjölskyldunni. En minningin um góða og merkilega konu lifir. Ég trúi því að í himnaríki hafi hún fengið góðar og verðskuldaðar móttökur. Blessuð sé minning móður minnar, Katrínar Sigurðardótt- ur. Helgi Magnússon. Ég kynntist Katrínu fyrst þeg- ar ég var fjögurra ára gamall og með henni á ég margar góðar minningar. Ég minnist hamborg- aranna sem hún gerði fyrir mig þegar ég kom til hennar að horfa á íþróttaleiki. Ég minnist þess hvernig hún var tilbúin með spilastokkinn á göngugrindinni þegar ég kom til hennar í pössun og hvernig hún sat með mér að spila veiðimann og klukkukapal. Ég minnist hangikjötsins í há- deginu á aðfangadag eftir ferð í gamla kirkjugarðinn – besta hangikjöt ársins. Ég minnist páskaeggjaleiksins sem ég, yngstur í hópnum, vann alltaf með einhverjum ótrúlegum hætti. Ég minnist laxabrauðsins sem ég fékk oft eftir skóla áður en ég fór á körfuboltaæfingu. Ég minnist konu sem gaf sér alltaf tíma til að sinna þörfum mínum, hverjar sem þær voru. Ég minn- ist konur sem var gull af manni. Ég minnst einstaklings sem vildi allt fyrir alla gera. Ég minnist konu sem tók mér alla tíð eins og ég hafi verið hluti af fjölskyldunni frá fæðingu. Takk fyrir allt, elsku Katrín. Þinn Pétur Bjarni. Í dag kveðjum við mikla mann- kostakonu, Katrínu Sigurðar- dóttur, tengdamóður mína. Hún var sterkur persónuleiki sem naut virðingar þeirra sem henni kynntust. Hógvær var hún og æðrulaus, mikil listakona og fag- urkeri og svo óendanlega þraut- seig. Umfram allt var hún þó traust og umhyggjusöm fjöl- skyldukona sem elskaði fólkið sitt, sannkölluð ættmóðir. Tengdaforeldrum mínum, Katrínu og Magnúsi, kynntist ég þegar við Helgi rugluðum saman reytum þegar ég var 24 ára göm- ul. Heimili þeirra var glæsilegt þar sem handavinna Katrínar bar smekkvísi og listfengi hennar fagurt vitni. Óörugg og fákunn- andi í heimilishaldi var ég fljót- lega sannfærð um að hvernig sem ég legði mig fram myndi ég falla á tengdadótturprófinu. Áherslur voru um margt ólíkar hjá okkur Katrínu en það var ekki síst fyrir hennar eðlislæga umburðarlyndi að ég lærði að bera virðingu fyrir húsmóðurstarfinu og þeim metn- aði sem hennar kynslóð lagði í það göfuga starf. Að sama skapi sýndi hún því skilning að tímarnir voru breyttir og að tengdadótt- irin unga myndi ekki merkja sængurfatnaðinn með útsaumi eða fægja silfur vikulega. Með tímanum lærðum við hvor á aðra og fundum okkar áreynslulausa takt sem einkenndist alla tíð af gagnkvæmri væntumþykju. Katrín var mikil sagnakona og hafði í sögum sínum einstakt lag á að glæða hversdagslega atburði lífi. Sögusviðið tengdist gjarnan bernskuárunum með ættingja og vini í aðalhlutverki. Þannig hélt hún lífi í minningum sem voru henni kærar og gaf okkur hlut- deild í. Mér eru sérstaklega minnisstæðar sögurnar frá þeim tíma þegar Katrín var ung Reykjavíkurmær, nýlega búin að ljúka verslunarprófi og farin að vinna í Laugavegsapóteki. Hún naut þess að vinna í apótekinu og með leiftrandi bliki í auga lýsti hún spenningnum við að kaupa sér nýja skó fyrir mánaðarkaupið og hanska í stíl. Innlifunin var slík að auðvelt var að hrífast með og hverfa í huganum með vinkon- unum Katrínu og Núru í dansinn á Borginni, elegant í silkisokkum og fallegum kjól. Katrín var meðvituð um að hamingjan felst í velferð fjöl- skyldunnar. Hún fylgdist vel með sínu fólki og vildi fá að vita um ferðir okkar fram á síðasta dag. Börnum okkar Helga var hún traust og góð amma og naut þess að umgangast þau. Amma Katrín fylgdist með námi þeirra og tóm- stundum, alltaf tilbúin með hvatningu og hrós. Með árunum hafa hlutverkin smám saman snúist við. Eftir því sem Katrín þurfti meiri aðstoð hefur unga fólkið mitt lagt sig fram um að passa upp á og sinna ömmu sinni af mikilli alúð. Væntumþykjan og vináttan á milli þeirra var ein- stök. Síðustu átta árin naut Katrín aðstoðar og félagsskapar Guð- rúnar Eggertsdóttur tvo dag- parta í viku. Með hæglátri nær- veru sinni og lagni Guðrúnar við að aðstoða Katrínu þróaðist á milli þeirra falleg vinátta sem þær báðar mátu mikils. Fyrir hönd fjölskyldunnar eru Guð- rúnu færðar hjartans þakkir fyrir elskulegheitin í garð Katrínar. Að leiðarlokum kveð ég Katr- ínu, tengdamóður mína, full þakklætis, minning hennar lifir með okkur um ókomna tíð. Arna Borg Einarsdóttir. Katrínu kynntist ég fyrst árið 2006. Áður enn ég hitti hana sjálfa furðaði ég mig stundum á ýmsum háttum sonar hennar og tilvonandi eiginmanns míns, Sig- urðar Gylfa, sem mér fannst ná- kvæmur úr hófi þegar kom að heimilishaldi. Sem dæmi má nefna þegar hann stirðnaði upp við að horfa á mig setja pylsur í pott fyrir ungviðið. Ég sá að eitt- hvað amaði greinilega að og spurði hverju sætti: „Ætlar þú ekki að þvo pylsurnar?“ var svar- ið. Mér þótti þetta undarlegt en held að ég hafi nú þvegið þær áð- ur en þeim var skellt í sjóðandi vatnið – svona til að honum liði betur. Þegar ég kom fyrst til Katr- ínar á Hagamelinn skýrðist ým- islegt. Þar var greinilega mikið lagt upp úr fegurð heimilisins, hver hlutur öðrum fallegri og allt á sínum stað. Ekki var minni áhersla á að allt það sem fyrir gesti var borið stæðist ýtrustu kröfur um bragð og framreiðslu. Eru þær margar minningarnar úr sunnudagskaffi hjá henni. Í einni af mínum fyrstu heimsókn- um á þetta fallega heimili var Katrín nýkomin úr Melabúðinni með vörur. Það fyrsta sem hún tók upp voru bananar og byrjaði hún að þvo þá vandlega í vask- inum. Ég held að mér hafi brugð- ið jafn mikið við þessa sjón og manni mínum, Sigurði Gylfa, þegar ég þvoði ekki pylsurnar fyrir suðu á sínum tíma. Katrín hefur líklega séð á mér svipinn því hún tjáði mér að maður ætti „alltaf að þvo banana“ og sérstak- lega ætti maður „aldrei að færa barni óþveginn banana“. Þetta er víst þekking sem maður fær úr dönsku blöðunum og ef ég man rétt var Hendes Verden nefnt sem heimild í þetta skiptið. Svona skýrðist smátt og smátt margt í fari eiginmannsins. Einhverjir gætu haldið að svona nákvæma húsmóður á svo fallegu heimili skorti léttleikann. Það var nú öðru nær og hafði Katrín mikinn húmor. Hún gat hlegið að mestu dellu og fim- maurabröndurum samferðafólks- ins allt fram á hið síðasta. Og ekki fannst henni þeir verri brandar- arnir sem voru á hennar kostnað. Þegar Katrín varð 100 ára og við fjölskyldan rifjuðum upp ýmsar minningar með henni, nefndi ég þetta með bananana. Hún kom með krók á móti bragði og svar- aði því til að bananaþvotti mætti trúlega þakka langlífið. Hver veit? Katrínu á ég margt að þakka. Þar ber þó helst að nefna þær móttökur sem ég, og ekki síður sonur minn, Pétur Bjarni, höfum fengið hjá henni og fjölskyldunni allri. Það verður seint fullþakkað. Hvíl í friði elsku Katrín. Með þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Tinna Laufey. Amma Katrín kvaddi okkur í lok júlí, hundrað og hálfs árs gömul. Við söknum ömmu en vit- um fyrir víst að hún var södd líf- daga og hvíldinni fegin. Okkur systkinunum er því þakklæti efst í huga því við vitum að fæstir fá að njóta samveru með ömmu sinni eins lengi og við. Amma Katrín var einstaklega góð kona sem hugsaði vel um sína nánustu. Hún hætti að vinna þegar hún og afi giftu sig (sem var reyndar ekki óalgengt árið 1947) en við hugsum oft um hve mikil synd það hafi verið, því amma hefði notið sín vel á hvaða vinnustað sem er. Hún fann reyndar dugn- aði sínum og góðmennsku farveg í kvenfélaginu Hringnum þar sem hún ásamt stöllum sínum vann handavinnu allt árið um kring til að safna peningum fyrir barnaspítalann. Amma hætti að mæta á vinnufundi um 95 ára ald- ur en hélt áfram að senda hekluð teppi til Hringsins þar til sjónin og mátturinn í höndunum leyfðu það ekki lengur. Já, amma var ekki bara dugleg heldur líka ótrú- lega þrjósk. Hún bjó á sínu eigin heimili þar til í júní síðastliðinn og má segja að hver dagur hafi verið hálfgert hindrunarhlaup fyrir ömmu. Þrátt fyrir að sjónin, heyrnin og jafnvægið mættu ekki minni vera þá hugnaðist okkar konu engan veginn að fara á elli- heimili þar sem hún yrði skikkuð í bað samkvæmt dagskrá og myndi ánetjast svefnlyfjum eins og einhver „dópisti“. Amma var mjög treg við að biðja um aðstoð og oftar en einu sinni féll hún í gólfið en reyndi af öllum mætti að standa upp sjálf, fremur en að nota neyðarhnappinn, til að trufla ekki mennina hjá Securitas sem höfðu eflaust í nægu að snúast. En amma fékk auðvitað mikla hjálp við ýmsa hluti og varð Hagamelurinn ósjálfrátt hálfgerð félagsmiðstöð fjölskyldunnar þar sem fólk hittist hjá ömmu og drakk kaffi og gæddi sér oftar en ekki á nýbakaðri eplaköku. Ætli amma hafi ekki bakað sína síð- ustu köku þegar hún var 98 ára, þá tiltölulega nýhætt að bjóða fjölskyldunni í pönnukökukaffi. Amma Katrín var miðpunktur fjölskyldunnar og það er mikið tómarúm sem fylgir því að heim- sækja hana ekki á Hagamel, sitja á svölunum, njóta sólarinnar og gæða sér jafnvel á heimaræktuðu jarðarberi, trekkja upp gömlu standklukkuna, skjótast í Mela- búðina, fylgjast með ömmu hafa áhyggjur af látunum í okkur yfir landsleikjaáhorfi og auðvitað hlusta á allar sögurnar. Sögurnar af því þegar amma dansaði á Borginni (reyndar bara við ís- lensku herrana), fór í berjamó í Breiðholti og fjallgöngur í pilsi Amma Katrín fylgdist alla tíð með því sem við vorum að bralla í lífinu og hafði áhyggjur af ferða- lögum, æfingum utan dyra og of mörgum næturvöktum. Á ung- lings- og uppvaxtarárunum var gott að vita af einum traustum Katrín Sigurðardóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.