Morgunblaðið - 16.08.2021, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
aðdáanda (þrátt fyrir stöku at-
hugasemdir frá gamla skólanum
af tattúum, hárgreiðslum og
klæðaburði) en amma dáðist allt-
af að okkur sama hvað og var
stolt af afrekum stórum og
smáum. Þó að hún hafi aftur á
móti aldrei kunnað að taka á móti
peppi og hrósi sjálf, lifum við í trú
um að amma hafi vitað hvað við
erum stolt af henni.
Blessuð sé minning ömmu
Katrínar.
Magnús, Sunna og Arnar.
Tíminn líður. Ástvinir kveðja.
Fólkið sem var órjúfanlegur hluti
tilverunnar kveður. Í dag kveð ég
með virðingu og þakklæti móð-
ursystur mína, Katrínu Sigurðar-
dóttur.
Innan fjölskyldunnar var hún
ætíð kölluð Dúa. Hún átti langt
og farsælt líf sem hún lifði á kær-
leiksríkan hátt. Líf sem ein-
kenndist af hjálpsemi, góðvild og
hlýhug í garð náungans. Systurn-
ar, Dúa og móðir mín, voru nánar
og þegar þær stofnuðu heimili
var mikill samgangur á milli
heimilanna. Synir Dúu, Helgi og
Sigurður Gylfi, urðu mínir uppá-
haldsfrændur. Mér lærðist fljótt,
sem lítilli stelpu, að trufla ekki
símtöl þeirra systra, sem stóðu
oft býsna lengi. Dúa var hæversk
og prúð í framkomu þó alltaf væri
stutt í glaðværan hlátur hennar.
Hún var glæsileg kona, hávaxin
og bar sig vel.
Eiginmaður Dúu var Magnús
Helgason, forstjóri Hörpu, ein-
stakur höfðingi og góðmenni. Þau
voru þungamiðjan í minni móð-
urfjölskyldu. Alltaf til staðar í
gleði sem sorg og hjá þeim hittist
fjölskyldan oft á þeirra fallega
heimili. Gestrisni og gleði var
ávallt í öndvegi. Það var mikið
tekið frá frænku þegar Magnús
lést árið 2000. Umhyggja Dúu
fyrir stórfjölskyldunni var aðdá-
unarverð. Dúa hafði tíma fyrir
alla. Eyríði, móður sinni, sinnti
hún af alúð og fjölmenn tengda-
fjölskylda hennar fór ekki var-
hluta af velvilja hennar.
Mín nánasta fjölskylda naut
einstaks stuðnings þeirra hjóna
þegar faðir minn féll frá á besta
aldri og Valdís systir mín naut
umhyggjusemi þeirra í langvar-
andi veikindum. Ég sjálf naut vel-
vildar þeirra hjóna m.a. þegar ég
byrjaði í Verslunarskólanum, þá
færðu þau mér ritvél að gjöf, og
ánægð fór ég á fyrsta ballið í
Versló í dátabuxum, sem þá voru
í tísku sem þau hjón færðu mér.
Stuðningur Dúu og Magnúsar
kom sér víða vel en það var ekki í
þeirra anda að slíkt færi í hámæli.
Ég kynntist frænku minni ekki
aðeins innan fjölskyldunnar. Við
vorum báðar í kvenfélaginu
Hringnum. Dúa gekk í Hringinn
árið 1958. Þegar ég svo sjálf gekk
í Hringinn var mér vel tekið enda
frænka mín rómuð í félaginu.
Handavinna hennar var annáluð
og það eru ófá verkefni sem
frænka vann fyrir félagið. Hún
var um tíma í varastjórn félags-
ins. Innan Hringsins áttum við
góðar samverustundir og þá var
oft glatt á hjalla hjá okkur stelp-
unum – á öllum aldri. Við Dúa
fórum ásamt öðrum Hringskon-
um í nokkrar utanlandsferðir.
Hún alltaf dugleg þótt komin
væri á eldri ár. Dúu verður sárt
saknað. Hringnum færði hún
handavinnu og bakstur alveg
fram á síðustu misseri. Hún var
heilsuhraust lengst af en hvíld-
inni fegin.
Dúa var stolt og þakklát fyrir
og dásamaði fólkið sitt. En þann-
ig var líka Dúa frænka – þakklát
fyrir allt sem fyrir hana var gert,
og við, sem hana þekktum, erum
óendanlega þakklát fyrir hana.
Kærleiksríku lífi frænku minn-
ar er lokið. Ég mun hlúa að minn-
ingum um hlýja, trygglynda og
fágæta mannkostakonu, sem mér
þótti undurvænt um. Ég mun
sakna Dúu frænku.
Sonum hennar, Helga og Sig-
urði Gylfa, og fjölskyldum þeirra,
færi ég samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning góðrar konu.
Áslaug Björg.
Föðursystir mín, Katrín Sig-
urðardóttir, er látin, 100 ára að
aldri. Hennar verður ekki minnst
nema að góðu einu. Ég man hana
fyrst sem unglingsstúlku í for-
eldrahúsum sínum að Skóla-
vörðustíg 16. Hún var þriðja í ald-
ursröð barna afa míns og ömmu.
Katrín var vönduð kona til orðs
og æðis, bjó yfir mikilli og góðri
þekkingu á ýmsum sviðum og
hafði fáu gleymt. Hún giftist
Magnúsi Helgasyni, hinum ágæt-
asta manni og áttu þau saman tvo
syni, Helga og Sigurð Gylfa. Þau
áttu fallegt heimili á Grenimel og
síðar Einimel, en eftir að Magnús
dó flutti Katrín í fallega íbúð við
Hagamel. Á heimili þeirra var
jafnan gott að koma, ég minnist
jólaboðanna og heimsókna til
þeirra þar sem þau hittust syst-
kinin með fjölskyldum sínum. Nú
á síðustu árum kom ég gjarnan til
hennar á Hagamelinn þar sem
hún fræddi mig um fólk sem var
skylt okkur. Þessar spjallstundir
eru mér margar ógleymanlegar,
því hún var hafsjór af fróðleik og
vel máli farin. Þegar ég talaði við
hana síðast í síma kvaðst hún
brátt skipta um heimilisfang, en
sagði mér ekkert hvert það heim-
ilisfang væri, „En þú kemst að
því“. Það reyndust vera Drop-
laugarstaðir, en þangað komst ég
aldrei.
Mér er efst í huga þakklæti
fyrir öll árin sem ég þekkti mína
kæru föðursystur, Katrínu eða
Dúu, eins og hún var kölluð, en
þau munu vera orðin áttatíu.
Ég votta sonum hennar og fjöl-
skyldum þeirra mína dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Kjartan Sigurjónsson.
Það er mér ljúft að skrifa
nokkur minningarorð um elsku
föðursystur mína og nöfnu Katr-
ínu Sigurðardóttur eða Dúu eins
flestir kölluðu hana. Hún stýrði
sínu fallega heimili að Einimel 4
með glæsileik eins og henni einni
var lagið. Alltaf var tilhlökkun að
fara í heimsókn til Dúu og sér-
staklega var gaman að skoða sig
um í fallega garðinum hennar
sem hún hugsaði um af einstakri
natni. Oft voru bræður mínir vist-
aðir hjá henni á meðan mamma
og pabbi þurftu að bæta enn einu
barninu við. Sú minning sem er
samt sterkust frá minni barn-
æsku er þegar Dúa og Magnús
birtust alltaf fyrir jólin með sitt
lítið af hverju til að gleða allan
barnahópinn og þar á meðal stór-
an kassa af rauðum eplum sem
ilmuðu svo vel og ég man að ég
laumaðist stundum til að finna
ilminn af eplunum en að sjálf-
sögðu mátti ekki borða þetta
strax, en þegar eplakassinn var
kominn var maður viss um að jól-
in yrðu góð. Eftir að ég fullorðn-
aðist fækkaði ferðum til Dúu en
þegar maður kom þá urðu alltaf
fagnaðarfundir og spurði hún
mann spjörunum úr um alla og
vildi fylgjast vel með öllum. Takk
elsku Dúa mín fyrir samveruna í
þessu lífi og ég vona og trúi að vel
verði tekið á móti þér. Hafðu
þökk fyrir allt.
Þín bróðurdóttir,
Katrín Hermannsdóttir.
100 ferðir um sólina er ótrúleg
afrek fyrir hvern sem er, en
Katrín Sigurðardóttir var einstök
kona.
Ég naut þeirra forréttinda að
þekkja Katrínu í um þriðjung ævi
hennar og þau kynni gerðu mig
að betri manni. Þrátt fyrir að fá
alltof fá tækifæri til að heim-
sækja mitt annað heimili, sem Ís-
land er, hafði Katrín mikil og var-
anleg áhrif á líf mitt.
Lifði ég sjálfur í hundrað ár
myndi sá tími ekki duga til að
lýsa hversu yndisleg Katrín var.
Hún bjó yfir náttúrufegurð og
þokka – glæsileika. Hún var feim-
in en hlý og góð – átti sér fáa líka.
Ást hennar á fjölskyldu sinni átti
sér engin takmörk. Öll nutu þau
góðs af visku hennar, kærleika og
umhyggju. Sonum hennar,
barnabörnum og stórfjölskyldu
var hún sú varða sem þau byggðu
líf sitt í kringum.
Hún helgaði sig góðgerðar-
málum og hjálp við aðra eins og
vel er þekkt. Auðvitað hef ég
aldrei heyrt eitt orð af því frá
Katrínu. Hún barði sér ekki á
brjóst né miklaðist af ævistarfi
sínu. Allt slíkt heyrði ég frá öðr-
um og ekkert af því kom mér á
óvart.
Katrín var upphaflega hikandi
við að tala ensku við mig. Það
skipti engu máli. Hún tjáði sig
með öðrum og fjölbreyttari hætti.
Þegar upp var staðið talaði hún
fína ensku, sérstaklega þegar
hún komst undan málgleði eigin-
manns síns og sona.
Kvöldverður í eldhúsi Katrín-
ar var upplifun sem opinberaði
margt um konuna. Maturinn var
óviðjafnanlegur. Ég hef þekkt
marga hæfileikaríka matreiðslu-
menn en enginn þeirra kemst
með tærnar þar sem Katrín hafði
hælana. En kvöldstundin snerist
um svo margt annað en eingöngu
að njóta matar. Sérhver stór og
lítill þáttur reynslunnar var listi-
lega hugsaður og framkvæmdur.
Ímyndaðu þér ef van Gogh beindi
hæfileikum sínum að matarboði.
Katrín gerði þetta með því að búa
til meistaralega rétti, blanda
saman bragði, litum og borðbún-
aði til að tjá listræna hæfileika
sína. Einhvern veginn bjó þessi
hógværa og hljóðláta kona ítrek-
að til listilegar innsetningar á
heimili sínu.
Kvöldverður hjá Katrínu fang-
aði kjarnann í lífi hennar. Greind
hennar, glitrandi sköpunargáfa,
vinnusemi og síðast en ekki síst
kom ástin á lífinu fram í allri upp-
lifuninni. Í síðustu heimsókn okk-
ar hjóna til Íslands sóttum við
Katrínu heim. Eldhús Katrínar
var enn opið og við fengum þrjár
gómsætar stríðstertur til að
gæða okkur á. Ekki nóg með það
heldur heklaði hún fyrir okkur
tvö falleg teppi þrátt fyrir liða-
gigt og hrakandi sjón. Aldurinn
hægði á Katrínu en stoppaði hana
ekki. Hún var 97 ára gömul þegar
við sáum hana síðast.
Ég mun áfram finna ást henn-
ar og hlýju og vona að ég megi
færa eitthvað af þeim tilfinning-
um áfram inn í framtíðina. Þegar
ég skrifa þessi minningarorð, eig-
um við hjónin von á okkar fyrsta
barni. Ef það reynist stúlka mun
hún heita Katrín! Barninu verður
gefið það nafn í von um að það
muni halda á lofti anda Katrínar,
hjartagæsku hennar og hinni tak-
markalausu ást sem hún bar jafn-
an í brjósti.
John Breniser Thomas,
Pittsburgh Pennsyl-
vania, USA.
Látin er í Reykjavík á hundr-
aðasta og fyrsta aldursári frú
Katrín Sigurðardóttir og langar
mig að minnast hennar með
nokkrum orðum, en ég hef þekkt
hana og fjölskyldu hennar í ára-
tugi. Eiginmaður Katrínar var
Magnús Helgason, forstjóri
Hörpu málningarverksmiðju, en
hann lést fyrir 20 árum. Kynni
mín af Katrínu og Magnúsi hóf-
ust fyrir rúmum 60 árum þegar
Magnús og faðir minn, Jakob V.
Hafstein, urðu veiðifélagar og
stunduðu laxveiði í Laxá í Aðaldal
í rúm 20 ár eða þar til faðir minn
lést árið 1982. En vinskapur
þeirra félaganna náði lengra en
að bökkum Laxár því mikil vin-
átta myndaðist á milli fjölskyldna
þeirra þannig að foreldrar mínir,
Birna og Jakob, og Katrín og
Magnús urðu nánir vinir og gott
samband milli heimila þeirra.
Þannig kynntist ég sonum Katr-
ínar og Magnúsar, þeim Helga og
Sigurði, en fyrstu kynnin urðu á
bökkum Laxár milli mín og
Helga, ég þá 14 ára en Helgi 12
ára og hefur sú vinátta haldið af
miklu trausti beggja í 60 ár. Sig-
urður var einnig með í veiði-
skapnum þó svo að sambandið
hefði ekki verið jafn náið enda
yngri. Foreldrar okkar tengdust
mjög nánum böndum, ekki aðeins
í veiðiskap heldur daglegum sam-
skiptum og heimsóknum þegar
það átti við. Katrín er síðust
þeirra vinanna að kveðja og halda
yfir móðuna miklu og er ég ekki í
vafa um að miklir fagnaðarfundir
eru þar.
Katrín fór ekki um með há-
vaða, var alltaf heimastarfandi
eins og flestar hennar jafnöldrur
og sinnti þeim mun betur bæði
fjölskyldu, heimili og vinum og
gerði það með miklum sóma.
Katrín og Magnús voru mynd-
arleg hjón, hvort tveggja sam-
rýmd og samhent. Heimili þeirra,
sem lengst af var við Einimel, var
glæsilegt og áhugavert fyrir okk-
ur unga fólkið að koma í heim-
sókn til þeirra enda voru móttök-
urnar alltaf hinar veglegustu og
fór Katrín þar fremst í flokki.
Þessi samskipti foreldra minna
og hjónanna á Einimelnum voru
þannig að við sóttumst eftir því
að fá að vera með. En nú er komið
að kveðjustund, lífið kemur og líf-
ið fer en minningarnar og sam-
ferðartíminn er ógleymanlegur
og fyrir það allt vil ég hér þakka
þeim hjónum, Katrínu og Magn-
úsi.
Dýpstu samúðarkveðjur sendi
ég sonum Katrínar, þeim Helga
og Sigurði, og fjölskyldum þeirra.
Guð blessi minningu Katrínar
Sigurðardóttur.
Júlíus Hafstein.
✝
Jóhanna Stein-
þórsdóttir var
fædd á Breiðabóls-
stað í Vatnsdal 23.
desember 1927.
Hún lést 6. ágúst
2021 á hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Foreldrar Jó-
hönnu voru Stein-
þór Björnsson,
f.,1900, d. 1986, og
Ingibjörg Jón-
asdóttir, f. 1899, d. 1978.
Systkini Jóhönnu eru Ingi-
björg, f.,1926, Jónas, f.,1928, og
Gunnar Þór, f. 1985. Barnsfaðir
Jóhönnu, faðir Svandísar, var
Karl Guðnason, f. 1934, d. 2021.
Sambýlismaður Jóhönnu var
Gunnlaugur Albertsson, f. 1924,
d. 1993.
Jóhanna bjó á yngri árum á
Breiðabólsstað með foreldrum
sínum og vann hin ýmsu sveit-
arstörf ásamt öðru. Árið 1972
fluttist hún til Reykjavíkur
ásamt börnum sínum. Hún
starfaði lengst af á sauma-
stofum í borginni ásamt annarri
vinnu þar til hún lauk starfs-
lokum. Hún var mikil sauma-
og prjónakona og féll sjaldan
verk úr hendi. Jóhanna fluttist
á hjúkrunarheimilið Eir 2017
þegar heilsunni fór að hraka.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju 16. ágúst 2021 kl.
15.
Sigurlaug, f.,1931.
Jónas lifir einn
systur sínar.
Börn Jóhönnu
eru 1. Þór Ingi Ár-
dal, f. 1957. Börn
hans eru Óskar, f.
1975, d. 2007,
Steinþór, f. 1977,
Hafdís, f. 1986, og
Jóhanna, f. 1988, 9
barnabörn. 2.
Svandís Bára
Karlsdóttir, f. 1961, maður
hennar er Einar Berg Gunnars-
son, f. 1958. Sonur þeirra er
Minningabrot um kæra móður
sem lokið hefur lífshlaupinu eftir
nærri 94 ár.
Fyrsta minningin er í sveitinni
í Vatnsdalnum hjá mömmu,
ömmu og afa. Við systkinin, ég
og Þór bróðir, lékum okkur frjáls
og mamma passaði að við færum
okkur ekki að voða í bæjarlækn-
um eða annars staðar í sveitinni.
Hún gætti okkar af kostgæfni en
gaf okkur líka alla sína hlýju og
kærleik en samt með vissri
ákveðni. Hún var staðföst og vildi
hafa reglu á hlutunum. Þetta
voru ómetanlegir tímar með góð-
um minningum.
Eftir að við systkinin vorum
flutt til Reykjavíkur með
mömmu og nýr kafli tók við hjá
okkur öllum, koma nýjar minn-
ingar upp. Mamma orðin sjálf-
stæðari og vann sleitulaust við að
koma sér upp heimili fyrir okkur
og til að við hefðum það sem allra
best. Þá kom í ljós seiglan og
dugnaðurinn sem einkenndi
hana. Hún gaf okkur samt alla
sína athygli sem hún gat með
sinni væntumþykju.
Eftir að ég flutti síðar að
heiman og hóf sambúð með Ein-
ari þá var mamma mín helsta fyr-
irmynd í svo mörgu. Hjálpsemin
var mikil og eftir að Gunnar Þór
fæddist bættist við nýtt hlutverk.
Tilbúin að aðstoða með uppeldið
og þar kom líka Gulli sambýlis-
maður hennar til sögunnar. Þau
voru óspör á hjálpina og ófáar
voru ferðirnar norður í sumarbú-
stað með drenginn sem hann
naut góðs af. Þetta voru góðar
minningar.
Þá kemur upp í hugann sam-
eiginlegt áhugamál okkar
mömmu; handavinna. Hún var
afkastamikil prjónakona og lagði
mikinn metnað í fallegan frá-
gang. Alltaf gat ég komið með
hverja lopapeysuna af annarri og
hún gekk frá af fagmennsku, þar
til fyrir nokkrum árum: „Dísa
mín, þú þarft nú að fara að læra
þetta, ég verð ekki alltaf hér.“ Þá
var tekið til við að deila viskunni.
Svona var mamma.
Skemmtilegar minningar
koma upp í hugann frá þeim tíma
þegar mamma var með mér
fyrstu sumrin til aðstoðar í veit-
ingasölunni á Hrafnseyri. Það
sem hún naut sín og hún minntist
oft á það síðar hvað þetta voru
skemmtilegir tímar. Þetta voru
ógleymanlegar gæðastundir.
Þegar aldurinn fór að færast
yfir var mér sönn ánægja að að-
stoða hana með ýmislegt sem
þurfti. Það var gefandi að hjálpa
henni og alltaf var þakklætið til
staðar, en samt hvatti hún mig
alltaf til að hugsa um mig, það
yrði allt í lagi með hana. Hún
vildi samt alltaf hafa áfram reglu
á hlutunum, ef þurfti að gera eitt-
hvað þá var ekki eftir neinu að
bíða.
Eftir að hún fluttist á Eir var
hún sátt og eignaðist marga vini,
hvort sem var heimilisfólk eða
starfsfólk sem hún þekkti allt
með nafni. Hún tók virkan þátt í
starfseminni og var hjálpsöm við
aðra sem minna máttu sín.
Það kom svo berlega í ljós á
dánarbeðinum hve persónuleiki
hennar var enn sterkur. Fyrst að
þetta ætti að fara svona núna þá
væri ekki eftir neinu að bíða.
Hún huggaði yndislega starfs-
fólkið á Eir þegar það var að
kveðja hana. Hún huggaði mig
líka: „Ef þú ert sátt Dísa mín, þá
er ég sátt.“
Elsku mamma, það sem ég á
eftir að sakna þín, minning þín
mun lifa áfram. Þú verður áfram
fyrirmyndin mín.
Svandís Bára Karlsdóttir.
Jóhanna
Steinþórsdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTMUNDUR ELÍ JÓNSSON
verslunarmaður,
sem lést 31. júlí, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. ágúst
klukkan 13.00.
Sigríður Dúna Kristmundsd. Friðrik Sophusson
Kristbjörg Elín Kristmundsd.
Guðrún Björk Kristmundsd. Jónas Björn Björnsson
Júlía Kristmundsd. Sanford Mahr
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
TRYGGVI SIGURBJÖRNSSON,
Jaðri,
lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju
fimmtudaginn 5. ágúst. Að ósk hins látna
mun jarðarförin fara fram í kyrrþey.
Klara Benediktsdóttir
Vilborg Sigríður Tryggvadóttir
og fjölskylda
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSVALDUR INGI GUÐMUNDSSON
frá Ástúni á Ingjaldssandi,
lést á Heibrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði
13. ágúst síðastliðinn.
Gerða Helga Pétursdóttir
Pétur Ásvaldsson Rebekka Pálsdóttir
Guðmundur Ásvaldsson Unnur Cornette Bjarnadóttir
Sigurður Ásvaldsson Árný Einarsdóttir
börn og barnabörn