Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 27
liðið og þeir Símon Michael Guð- jónsson og Kristófer Máni Jónasson voru báðir með fimm. _ Þýski knattspyrnumaðurinn fyrrver- andi Gerd Müller er látinn 75 ára að aldri. Müller er ein af goðsögnum stór- liðs Bayern München og vestur-þýska landsliðsins. Müller var markaskorari af guðs náð. Hann skoraði 68 mörk í 62 leikjum með vesturþýska landslið- inu og meira en 650 mörk fyrir fé- lagsliðin sín. Lengst af spilaði hann með Bayern eða í um 15 ár þar sem hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum. Müller varð markakóngur á HM 1970 þegar hann skoraði 10 mörk og hann skoraði sigurmarkið þegar Vestur- Þjóðverjar lögðu Hollendinga í úrslita- leik á HM árið 1974 í München. Hann er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn í úrslitakeppni HM með 14 mörk. _ Real Madrid hóf keppni í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á þessu tímabili með 4:1-sigri á Alavés á útivelli á laug- ardagskvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu leikmenn Real þrjú mörk á 17 mínútna kafla í upphafi þess síðari. Karim Benzema gerði tvö mark- anna. _ Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur á von á gríðarlegum liðstyrk fyrir átökin á Íslandsmótinu í haust en argentínski bakvörðurinn Nicolas Richotti er á leiðinni til félagsins. Richotti er afar reynslumikill leikmaður sem lék í fjöl- mörg ár í einni sterkustu deild Evrópu, efstu deild á Spáni. Þar lék hann meðal annars í níu ár með liði Tenerife og vann Meistaradeild Evrópu þar árið 2017. Þá lék hann einnig um árabil með argentínska landsliðinu. _ Norski knatt- spyrnumaðurinn Erling Braut Haaland hóf keppni með látum er Dortmund vann 5:2-sigur á Frankfurt í fyrstu um- ferð þýsku efstu deildarinnar í knatt- spyrnu á laugardag. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk heimamanna, á Marco Reus og Thorgan Hazard, en þar á milli jöfnuðu gestirnir metin. Haaland kom svo sjálfur Dortmund í forystu, 3:1, á 34. mínútu og skoraði sitt annað mark á 70. mínútu eftir að Giovanni Reya kom Dortmund í 4:1. _ Fram og ÍBV eru afar líkleg til að enda í tveimur efstu sætum Lengjudeildar karla í fótbolta eftir sigra á laugardag. Þórir Guðjónsson skoraði sigurmark Fram í 1:0-sigri á Vestra á útivelli og José Sito skoraði sigurmark ÍBV í 1:0- útisigri á Kórdrengjum á Leiknisvelli í Breiðholti. Fram er í toppsætinu með 44 stig og ÍBV í öðru sæti með 35 stig. Kórdrengir eru í þriðja með 28 stig en tvö efstu liðin fara upp í úrvalsdeild- ina. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021 ENGLAND Kristján Jónsson kris@mbl.is Nýtt keppnistímabil hófst ekki vel hjá Englandsmeisturunum í Man- chester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. City heimsótti Tottenham Hotspur til London og mátti sætta sig við 1:0-tap. Kór- eumaðurinn frábæri Son Heung-min skoraði eina mark leiksins með hnit- miðuðu skoti og verður væntanlega jafn skeinuhættur í vetur eins og undanfarin tvö ár. Tottenham Hotspur fékk því óska- byrjun á nýju tímabili og hver hefði búist við því? Harry Kane virðist vera á förum frá félaginu og var ekki með auk þess sem Gareth Bale er aftur farinn til Real Madrid. Portúgalinn Nuno Espírito Santo tók við Totten- ham í sumar og skilaði stórkostlegum úrslitum í fyrsta leik. Árangur Wolv- es undir hans stjórn hafði áður vakið athygli. „Þetta var góður dagur. Leikurinn var erfiður, en mínir menn lögðu mjög hart að sér. Hlupu mikið og börðust. Ég er mjög stoltur,“ sagði Santo í sjónvarpsviðtali að leik lokn- um. Þrenna hjá Fernandes Fyrsta umferðin var mjög fjörug. Ekki síst fyrir þær sakir að áhorf- endur fylltu leikvangana með tilheyr- andi stuði. Til að mynda voru 60 þús- und manns á leiknum hjá Tottenham og City og 75 þúsund manns voru á Old Trafford þar sem Manchester United fór illa með gamla fjendur í Leeds United, 5:1. Helgin var góð fyrir marga Portúgala því Bruno Fernandes skoraði þrennu. Þótt hann hafi leikið vel fyrir Manchester Unit- ed frá því hann kom frá Sporting Lissabon þá hefur hann ekki tekið upp á því áður að skora þrennu. Ólíkindatólið Paul Pogba fór rétt- um megin fram úr rúminu á laug- ardaginn og átti fjórar stoðsendingar. Gárungarnir bentu á að stoðsend- ingar hans á síðasta tímabili hafi ver- ið færri en þann hluta þessa eina leiks sem hann spilaði á laugardaginn. Pogba fékk svokallaða heiðursskipt- ingu í leiknum og var ekki annað að heyra en að stuðningsmenn United haldi enn mikið upp á franska heims- meistarann. Van Dijk orðinn leikfær Þau tíðindi urðu um helgina að Hollendingurinn Virgil van Dijk sneri aftur í vörnina hjá Liverpool eftir krossbandsslit í október í fyrra. Fyrsti leikurinn lofaði góðu fyrir Liv- erpool sem vann Norwich City 3:0 á útivelli og Mohamed Salah var í ess- inu sínu. Skoraði eitt og lagði upp hin tvö mörkin. „Þetta var fín byrjun og við fáum tíma til að safna kröftum fyrir leikinn í næstu viku. Gott er að vera kominn aftur út á völl að hjálpa strákunum og ég vil halda því áfram. Ég þarf á leikj- um að halda. Stjórinn veit það og ég veit það,“ sagði van Dijk í samtali við BBC. Margir spá Chelsea velgengni und- ir stjórn Þjóðverjans Thomasar Tuc- hel. Liðið er með fínan meðbyr eftir 3:0-sigur á Crystal Palace í fyrstu umferð og félagaskipti Romelu Lu- kaku. Annað stórt nafn er á leiðinni í deildina en Man Utd tilkynnti á laug- ardag að franski miðvörðurinn Raphaël Varane væri kominn til United frá Real Madrid. Þvílík úrslit fyrir Santo - Meistararnir lagðir að velli - Fjörugir leikir í fyrstu umferðinni AFP Sigur Pierre-Emile Højbjerg tekur utan um Nuno Espirito Santo. um. Covid er búið að trufla smá en maður heldur bara hausnum uppi og gerir sitt besta.“ Heimaæfingar í faraldrinum Spurður hvernig kórónuveiru- faraldurinn hafi sett strik í reikning- inn sagði Róbert Ísak: „Við fengum ekki að synda í nokkrar vikur. Það var í öllum bylgjum þegar allt stopp- aði, öllum þessum þremur eða fjór- um bylgjum á síðasta ári. Þá voru bara gerðar heimaæfingar og passað upp á að heilsan væri í lagi. Líka andlega heilsan.“ Hann fer með skýr markmið á mótið í Tókýó. „Markmið mín eru alltaf að bæta tímana mína. Að kom- ast í úrslit yrði frábært og að ná á pall væri glæsilegt, það væri virki- lega mikill plús.“ Hvernig metur Ró- bert Ísak möguleikana á að ná þess- um markmiðum þegar komið verður á stóra sviðið? „Það finnst mér erfitt að segja. Að bæta tímana mína, ég er nokkuð viss um að ég get það, en að komast í úr- slit og að fá verðlaunasæti, það fer allt eftir hinum manneskjunum. Ég næ ekkert að stjórna því sem þær gera. Ég hugsa alltaf fyrst um mig áður en ég hugsa um aðra,“ sagði Róbert við Morgunblaðið. - Róbert Ísak keppir fyrstur Ís- lendinga á leikunum í Tókýó þegar hann stingur sér til sunds í und- anrásum 100 metra flugsundsins hinn 25. ágúst. „Væri glæsilegt að ná á pall“ Morgunblaðið/Unnur Karen Sund Róbert Ísak Jónsson keppir fyrstur Íslendinga í Tókýó. - Þrettán æfingar á viku hjá sund- manninum Róberti Ísak Jónssyni SUND Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Sundmaðurinn Róbert Ísak Jóns- son úr Firði/Sundfélagi Hafnar- fjarðar tekur þátt á sínu fyrsta Ól- ympíumóti fatlaðra, Paralympics, þegar hann keppir í þremur grein- um, 100 metra flugsundi, 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi í S14-flokki þroskahamlaðra á mótinu í Tókýó. Hann segist afar spenntur fyrir því að þreyta frumraun sína. „Mér líður bara virkilega vel. Bara voða spenntur og vona að mér gangi virkilega vel,“ sagði Róbert Ísak í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti því við að undirbún- ingur fyrir mótið hafi gengið vel. „Hann er búinn að vera voða góður. Ég æfi 13 sinnum í viku. Ég syndi 10 sinnum og fer í ræktina þrisvar sinn- KNATTSPYRNA Pepsi Max-deild karla: Kórinn: HK – KR ..................................19.15 Würth-völlur: Fylkir – Víkingur R. ....19.15 Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍA .........19.15 Í KVÖLD! Forkeppni HM karla Danmörk – Svartfjallaland.................. 68:79 >73G,&:=/D EM U17 kvenna B-deild: Spánn – Ísland ...................................... 31:32 Úrslitaleikur: Ísland – N-Makedónía ......................... 26:27 EM U19 karla Ísland – Serbía...................................... 31:30 E(;R&:=/D England Everton – Southampton.......................... 3:1 - Gylfi Þór Sigurðsson var sendur í leyfi hjá Everton. Burnley – Brighton ................................. 1:2 - Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með Burnley. Manchester United – Leeds United....... 5:1 Chelsea – Crystal Palace ......................... 3:0 Leicester City – Wolves........................... 1:0 Watford – Aston Villa .............................. 3:2 Norwich City – Liverpool ........................ 0:3 Newcastle – West Ham ........................... 2:4 Tottenham – Manchester City................ 1:0 Frakkland B-deild: Nimes – Pau.............................................. 0:0 - Elías Már Ómarsson lék fyrstu 90 mín- úturnar með Nimes. Skotland Celtic – Hearts ......................................... 2:0 - María Ólafsdóttir Gros lék fyrstu 61 mínútuna með Celtic. Danmörk AGF – Köbenhavn ................................... 1:3 - Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á eftir 72 mínútur. OB – Silkeborg......................................... 1:1 - Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 76 mín- úturnar með OB. - Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 74 mínúturnar með Silkeborg. AaB – Bröndby......................................... 1:2 - Barbára Sól Gísladóttir lék fyrstu 64 mínúturnar og lagði upp sigurmarkið. Svíþjóð Malmö – Gautaborg................................. 2:3 - Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 76 mín- úturnar með Gautaborg. Degerfors – Häcken ................................ 3:0 - Oskar Tor Sverrisson lék fyrstu 52 mín- úturnar með Häcken en Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópnum. Östersund – Norrköping ........................ 1:2 - Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn og skoraði en Ari Freyr Skúlason og Jóhannes Kristinn Bjarnason voru ekki í leikmanna- hópi Norrköping. Hammarby – Elfsborg ............................ 0:2 - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby. AIK – Kristianstad .................................. 1:1 - Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK. - Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdótt- ir léku allan leikinn með Kristianstad. El- ísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Noregur Lilleström – Bodö/Glimt ........................ 0:1 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Kristiansund – Stabæk............................ 5:1 - Brynjólfur Willumsson var ónotaður varamaður hjá Kristiansund. Mjöndalen – Rosenborg .......................... 1:2 - Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg. Brann – Sandefjord ................................. 3:2 - Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Brann og lagði upp mark. Sarpsborg – Strömsgodset..................... 1:0 - Emil Pálsson var ekki í leikmannahópi Sarpsborg. - Ari Leifsson var ónotaður varamaður hjá Strömsgodset en Valdimar Þór Ingi- mundarson var ekki í hópnum. Tromsö – Vålerenga ............................... 1:1 - Adam Örn Arnarson var ónotaður vara- maður hjá Tromsö. - Viðar Örn Kjartansson kom inn á hjá Vålerenga eftir 64 mínútur. Viking – Molde ......................................... 3:2 - Samúel Kári Friðjónsson kom inn á eftir 65 mínútur hjá Viking. - Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Molde. Avaldsnes – Vålerenga ........................... 1:1 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga og Amanda Andradóttir kom inn á eftir 56 mínútur. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.