Morgunblaðið - 16.08.2021, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
Anna í Stóruborg á sér öruggan sess
í sögu 16. aldar á Íslandi. Þjóðsagan
varðveitti minningu hennar svo að
eftir er munað og hún færði skáldinu
Jóni Trausta þau föng er urðu uppi-
staða í góðu, víðlesnu skáldverki er
nefnist Anna frá Stóruborg.
Anna var fædd upp úr aldamótum
1500, dóttir Vigfúsar Erlendssonar,
lögmanns og hirðstjóra á Hlíðar-
enda, og fyrri konu hans, Guðrúnar
Pálsdóttur frá Skarði á Skarðs-
strönd. Vigfús dó í Björgvin í Noregi
1521, frá stóreignum og stórskuld-
um. Seinni
kona hans var
Salgerður
Snjólfsdóttir
og taldi kirkjan
fjórmennings-
meinbugi á
hjónabandi.
Þau voru barn-
laus.
Varðveitt er
uppskrift á geysimiklu dánarbúi
Vigfúsar í skjalabók Jóns Halls-
sonar, sýslumanns í Næfurholti, síð-
ari manns Hólmfríðar Erlendsdótt-
ur hinnar ríku, systur Vigfúsar. Þau
höfðu umsjón með dánarbúi og erf-
ingjum. Skrár eru prentaðar í Ís-
lenzku fornbréfasafni, hinni mestu
námu að fróðleik um menningu og
búskaparhætti. Guðríður, dóttir Vig-
fúsar, var gift, er hér var komið
sögu, Sæmundi Eiríkssyni í Ási í
Holtum, ógefin voru Páll, síðar
sýslumaður og lögmaður, Kristín og
Anna. Virðing og skipti með Páli og
systrum hans gerðust á Hlíðarenda.
Sæmundur í Ási „tók þar vegna Páls
og Önnu 4 hundruð í virðingar góssi
og eigi fulla 6 aura betur og þar að
auk 3 hundruð betur í reiðskap og
það að auk sem hann tók í reflum og
tjöldum, bókum og amboðum. Item
tók hann svo mikið í Engey, 12 aura í
tölufé, búsgagni og amboðum og hér
til 3 hundruð í öðru góssi. Item þar 2
hundruð fríð og hér til 300 er guld-
ust á Hvoli í Hvolhrepp.“
Bækur sem hér eru tilgreindar
leiða hugann að því að Páll Vigfús-
son átti Konungsbók Grágásar,
handrit frá 13. öld, og Anna virðist
hafa átt miðaldahandrit með sögum
Noregskonunga, Ólafs Tryggvason-
ar og Ólafs helga. Sonur hennar,
Magnús Hjaltason í Teigi, eignaðist
það og léði Oddi Einarssyni, biskupi
í Skálholti. Það tættist þar í sundur
en Árni Magnússon bjargaði hluta
þess í safn sitt um 1700 (AM 62 fol.).
Tvenn bókarspennsli fundust í
Borg við rannsókn Mjallar Snæs-
dóttur og félaga, önnur áletruð, ég
fann tvenn, önnur úr silfri.
Anna hefur verið vel búfær eftir
skiptin. Vigfús Erlendsson átti undir
Austurfjöllum jarðirnar Miðbæli og
Borg, með hjáleigum, Minniborg og
Klömbru, sem báðar eru ranglega
taldar kirkjujarðir í skiptum. Þetta
verður hluti af arffé Önnu og hún
flytur að Borg, einstæð kona og
sjálfstæð. Dánarbú Vigfúsar átti út-
gerð í Miðbælisvörum: „Áttæringur
í Miðbæli, er gjörður var fyrir 3
hundruð, og annað sexæringur. Var
hann gjörður fyrir hálft annað
hundrað.“ Líklegt er að skipin tvö
hafi fallið í hlut Önnu. Ekkert getur
um kúgildi í Miðbæli og í Borg eða
hjáleigum en um Borg segir: „Með
kirkjunni tvævetur kvíga, mylk.“
Jón Sigurðsson í Steinum skráði
ævintýralega frásögn um smalapilt-
inn Hjalta Magnússon og hefðar-
húsfreyjuna í Borg sem birtist í
Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Hjalti
kemur ættlaus inn í söguna. Saman
taka þau Anna og Hjalti að hlaða
niður börnum og í sögum Eyfellinga
heitir hann Barna-Hjalti. Enginn efi
er á því að Páll Vigfússon reis önd-
verður við frjálsu sambandi Hjalta
og Önnu og vist Hjalta í Paradísar-
helli tel ég staðreynd. Sagnamenn
mínir undir Eyjafjöllum sögðu að
Hjalti hefði dvalið þar í tvö ár. Bær-
inn á Fit stóð þá þar sem nú heitir
Forna-Fit og Markarfljót féll nærri
bæ á 16. öld, fluttur á 17. öld austar í
land. Fornan farveg fljótsins má enn
sjá við Fornu-Fit. Húsfreyja á Fit
bjó Hjalta mat kvöld hvert og setti í
búrglugga. Hjalti vitjaði hans að
nóttu. Vert er að geta þess að bónd-
inn á Fit var leiguliði Páls Vigfús-
sonar svo þarna hefur orðið að gæta
mikillar leyndar. Sannindablær er á
sögunni um björgun lögmanns úr
fljótinu. Staðreynd er að Páll tekur
Önnu og Hjalta í sátt, þau fá upp-
gefnar sakir og efnt er til hjóna-
bands. Ákveðin heimild vísar til þess
að Anna hafi búið einhleyp og
óspjölluð í Borg á fjórða tugi 16. ald-
ar, byrjað barneignir eftir 1541, þá
komin vel um þrítugt. Gissur Ein-
arsson biskup kvittar þann 31. ágúst
það ár austur á Þykkvabæjar-
klaustri „erliga dandispíku“ Önnu
Vigfúsdóttur um niðurfall og reikn-
ingsskap kirkjunnar á Borg undir
Eyjafjöllum. Orðin ærleg og dánd-
ispíka benda á flekklaust líf og orðin
um niðurfall og reikningsskap Borg-
arkirkju benda til alllangrar búsetu.
Elsta barn Önnu, væntanlega Magn-
ús Hjaltason, ætti að vera fætt eftir
1541. Hann er enn á lífi 1612 sam-
kvæmt minnisgrein Odds Einars-
sonar biskups.
Það ætti að hafa verið nálægt 1560
sem Anna og Hjalti flytja búferlum
frá Borg á eignarjörð Páls Vigfús-
sonar, höfuðbólið Teig í Fljótshlíð,
sem Önnu féll síðar í arf. Börn
þeirra hafa þá verið vaxin á legg.
Tengsl fjölskyldunnar við Borg rofn-
uðu ekki.
Ættarhöfðinginn Páll Vigfússon á
Hlíðarenda deyr frá miklum eignum
árið 1569. Hann lét ekki eftir sig
börn. Erfingjar voru Guðríður Vig-
fúsdóttir frá Ási, Anna Vigfúsdóttir
og börn þeirra. Árni Gíslason, sýslu-
maður á Hlíðarenda, tengdasonur
Guðríðar, hélt uppi arfstilkalli, taldi
Önnu og börn hennar ekki arftæk.
Anna hefði með barneignum sínum í
óvígðri sambúð með Hjalta brotið af
sér allan arfsrétt. Magnús Hjaltason
varði rétt fjölskyldunnar fyrir dómi
á Alþingi, bar fram samþykki Páls
fyrir hjónabandi Önnu og Hjalta og
sannanir fyrir greiðslum sökum sak-
ferlis. Dómur féll honum í vil á Al-
þingi 1571. Líkur benda til að Anna
hafi dáið sama ár. Hjalti var á lífi
1570 en óþekkt er dánarár hans.
Þrír synir Önnu og Hjalta tengj-
ast Stóruborg eftir brottför þeirra,
Magnús, Erlendur og Eiríkur.
Heimild er fyrir því að Magnús af-
hendir Erlendi 9 kúgildi Borgar-
kirkju, gæti þó verið einu færra.
Eiríkur ílendist í Borg; Björn son-
ur hans eftir hann. Jón sonur Björns
er bóndi í Borg um miðja 17. öld. Er-
lendur flutti á eignarjörð, Barkar-
staði í Fljótshlíð. Ættin bjó í karl-
legg á Barkarstöðum til 1764 og
skiptust á nöfnin Erlendur og Eirík-
ur. Efni þurru og jörðin deildist við
arfskipti. Erlendur Eiríksson flutti
nauðugur á kotbýlið Murnavöll und-
ir Eyjafjöllum, hjáleigu frá
Eyvindarholti.
Hann kvað þá vísu þessa:
Murnavöll úr býtum bar
fyrir Barkarstaða partinn minn
og í millum ekki þar,
allir sjá þau viðskiptin.
Þjóðskáldið sr. Sigurður Einars-
son í Holti kunni skil á ætt sinni og
vissi sig afkomanda Péturs Erlends-
sonar frá Murnavelli. Hann lét þess
getið við sveitarhöfðingjann Sigurð
Tómasson á Barkarstöðum að gæfa
ættar sinnar hefði þorrið er hún
varð að hörfa frá Barkarstöðum.
Sigurður svaraði og var snöggur upp
á lagið: „Að þú skulir láta nokkurn
mann heyra þetta, að gæfa ættar sé
komin undir nokkrum jarðarhundr-
uðum!“
Guðlaug, dóttir Erlends, var móð-
ir Valgerðar Tómasdóttur, langa-
langömmu minnar, í Varmahlíð.
Jón Trausti hefur séð því borgið
að Anna og ástir hennar bregða enn
birtu á Borg. Hann skýrir örnefnið
Paradísarhellir á skynsamlegan
hátt: Hjalti hverfur sýnum í sam-
félagi, einhver hyggur hann dauðan
og kominn í Paradís.
Staður mannlífs og menningar
Bókarkafli Þegar brim
tók að brjóta niður hinn
forna bæjarhól Stóru-
borgar undir Eyjafjöll-
um fylgdist Þórður
Tómasson grannt með
eyðingunni og bjargaði
fjölda gripa sem sjór-
inn gróf úr hólnum uns
Þjóðminjasafn hóf forn-
leifarannsókn á svæð-
inu árið 1978. Í bókinni
Stóraborg stiklar Þórð-
ur á stóru um sögu
Stóruborgar, segir frá
fjölmörgum gripum
sem hann fann í Borg-
arhóli og dregur af
þeim ályktanir um
mannlíf, búskaparhætti
og menningarsögu.
Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson
Stóraborg Borgarhóll, bæjarstæðið mikla niðri á sjávarströndinni undir Austur-Eyjafjöllum.
Safnstjóri Þórður Tómasson ber á herðum sér kvarnarstokk frá eyðibýlinu Tungunesi í Svínavatnshreppi, A-Hún.
Hann er nú ásamt frambænum á byggðasafninu á Reykjum. Myndina tók Þór Magnússon árið 1984.