Morgunblaðið - 16.08.2021, Síða 32
Í sumar skartar Laugardalur hinum ýmsu útilista-
verkum sem saman mynda sýningu sem ber titilinn
Teygja. Hún stendur til 5. september. Verkefnið ber yf-
irskriftina Hjólið enda má finna verkin við hjóla- og
göngustíga borgarinnar, í nýju hverfi á hverju sumri.
Þetta er fjórða árlega sýningin af fimm í tilefni af 50
ára afmælis Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.
Í ár eru sýnd verk eftir Ólöfu Bóadóttur, Sigrúnu
Gyðu Sveinsdóttur, Claudiu Hausfeld, Ólaf Svein Gísla-
son, Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson og Önnu Líndal.
Sýningin Teygja prýðir hjóla- og
göngustíga í Laugardalnum
MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Íslandsmeistarar Vals náðu sér aftur á strik eftir tap
gegn nýliðum Leiknis í síðustu umferð og unnu hina ný-
liðana, Keflavík, í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í
gær. Valur er nú með sex stiga forskot á KA og Víking
sem eiga þó leik til góða. Breiðablik er sjö stigum á eft-
ir Val og á tvo leiki til góða.
Árangur KA-manna er athyglisverður en liðið hefur
einu sinni orðið Íslandsmeistari og ekki oft barist um
sigur á Íslandsmótinu. KA vann Stjörnuna 2:1 á Akur-
eyri og fór rauða spjaldið tvívegis á loft. »26
Valur með sex stiga forskot í efsta
sæti en næstu lið eiga leiki til góða
ÍÞRÓTTIR MENNING
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
Þessa dagana fer fram alþjóðlegt
dansíþróttamót barna og unglinga í
Blackpool í Englandi. Mótið hefur
verið haldið árlega síðan árið 1947
og er það því haldið í 73. sinn þetta
árið. Það er talið vera eitt það sterk-
asta í þessum flokki á heims-
mælikvarða en keppnin er fyrir
dansara upp að fimmtán ára aldri
sem koma alls staðar að úr heim-
inum til þess að taka þátt. Mótið
hófst fimmtudaginn 12. ágúst og
stendur yfir til dagsins í dag en
nokkur íslensk pör og einstaklingar
keppa á því þetta árið. Mótið átti að
fara fram í aprílmánuði á þessu ári,
venju samkvæmt, en var frestað
vegna heimsfaraldursins.
„Það hefur gengið afar vel hjá
pörunum hingað til og hafa þau rað-
að inn verðlaunum,“ segir Bergrún
Stefánsdóttir, formaður og fram-
kvæmdastjóri Dansíþróttasambands
Íslands.
Sópa að sér verðlaunum
Þau Sverrir Þór Ragnarsson og
Ágústa Rut Andradóttir, keppendur
á mótinu, eru búin að komast í úrslit
og lönduðu fimmta sætinu í sömbu í
aldurshópi tólf til fimmtán ára. Eins
hafa þau náð undanúrslitum í öðrum
dönsum. Þau Guðjón Erik Ósk-
arsson og Eva Karen Ólafsdóttir
hafa þótt dansa vel og hafa náð að
komast í undanúrslit í sumum döns-
um. Helgi Daníel Hannesson og
Magdalena Andradóttir hafa náð að
dansa í undanúrslitum í jive og cha
cha í flokki barna yngri en ellefu ára.
Ísabella Birta Unnarsdóttir hefur
sópað að sér verðlaunum á mótinu
en hún er sú sem keppir í ein-
staklingsflokki barna. Hún hefur
sigrað í aldursflokki undir átta ára
aldri í vals, quickstep, cha cha, jive
og stóru ballroom-keppninni. Hún
náði að tryggja sér annað sætið í lat-
in dönsum í aldurshópi undir átta
ára.
Þá keppti hún einnig í aldurs-
flokki undir tíu ára í vals og quick-
step og lenti hún þar í fjórða sæti.
Eins hefur hún náð sjötta sæti í
sama aldursflokki í vals og quick-
step.
Erfitt að sjá mótin frestast
Mótinu lýkur formlega í dag og
segir Bergrún að ljóst sé að íslensk
danspör eigi framtíðina fyrir sér.
„Það er búið að ganga gríðarlega vel
hjá íslensku dönsurunum og hafa
þeir verið að raða inn verðlaunum á
þessu sterka móti,“ segir Bergrún.
„Það er mjög ljúft að fylgjast með
pörunum fá verðlaunin, þau eru búin
að æfa mjög vel í Covid-ástandinu og
það hefur verið erfitt fyrir þau að sjá
erlendum mótum aflýst og frestað,“
segir hún og bætir við að gleðin skíni
af íslensku keppendunum sem geta
loksins fengið að dansa á erlendri
grundu.
„Það sem stendur upp úr er að sjá
hversu tilbúnir dansararnir voru og
að þeir skuli ná þessum góða ár-
angri. Það hefur verið áhugavert að
fylgjast með keppni einstaklinga þar
sem íslenski keppandinn stóð sig
með afburðum vel. Þar keppir hún
ein en ekki með dansfélaga.“
Íslensk danspör eigi
framtíðina fyrir sér
- Alþjóðlegt dansíþróttamót barna og unglinga í Blackpool
5. sæti Sverrir Þór Ragnarsson og
Ágústa Rut Andradóttir.
Úrslit Deniel Níls Dmitrijsson og
Erika Ósk Hrannarsdóttir.
Undanúrslit Guðjón Erik Óskarsson
og Eva Karen Ólafsdóttir.
Undanúrslit Helgi Daníel Hann-
esson og Magdalena Andradóttir.