Morgunblaðið - 30.08.2021, Síða 1
M Á N U D A G U R 3 0. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 202. tölublað . 109. árgangur .
SKÓLASTARF
ENDURSPEGLI
SAMFÉLAGIÐ
UPPRUNI
VEIRUNNAR
Á HULDU
SETTI GLÆSILEGT
ÍSLANDSMET
Í KÚLUVARPI
NÝ SKÝRSLA 14 BERGRÚN ÓSK 27HVERAGERÐI 10
Freyr Bjarnason
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Guðni Bergsson, formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands, tilkynnti
um afsögn sína í gær eftir að við-
brögð sambandsins við kynferðis-
brotum og ofbeldismálum voru í
brennidepli alla helgina. Var það
niðurstaða langra fundarhalda í
stjórn KSÍ, sem efnt var til eftir
að þolandi steig fram og lýsti því
að landsliðsmaður hefði beitt hana
ofbeldi á skemmtistað árið 2017.
Sagði hún Guðna hafa vitað af mál-
inu, þvert á það sem hann hélt
fram í Kastljósi á fimmtudaginn.
Klara Bjartmarz, framkvæmda-
stjóri KSÍ, segir ljóst að sambandið
hafi ekki fylgt eftir þeirri þróun
sem orðið hefur í samfélaginu síð-
ustu ár. „Við erum miður okkar og
getum ekki annað gert en að biðj-
ast afsökunar og bæta okkur.“
Stjórn KSÍ ætlar þó að sitja
áfram fram að næsta ársþingi
KSÍ sem haldið verður í febrúar.
„Til að tryggja órofna starfsemi
sambandsins þá er niðurstaða
stjórnar að skynsamlegt sé að hún
sitji áfram,“ segir í yfirlýsingu
KSÍ.
Skipta út leikmönnum
Eftir að yfirlýsingin birtist
staðfesti Gísli Gíslason, varafor-
maður KSÍ, að tvær breytingar
yrðu gerðar á A-hópi landsliðs
karla fyrir næsta leik. Einn leik-
maður hefur dregið sig úr hópnum
og stjórn KSÍ óskaði eftir því að
hinn leikmaðurinn spilaði ekki í
leiknum. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins eru það þeir Kol-
beinn Sigþórsson og Rúnar Már
Sigurjónsson.
Stakkaskipti innan KSÍ
- Formaðurinn tilkynnti afsögn sína - Sambandið ekki í takt við þróun sam-
félagsins - Tvær breytingar gerðar á A-hópi landsliðs karla fyrir næsta leik
MGuðni segir af sér »4
Framtakssamir Skagamenn stóðu að kassabíla-
ralli í bænum um helgina og eins og sjá má kom-
ust þátttakendur á fljúgandi ferð í heimasmíð-
uðu ökutækjunum sínum.
Fjöldi fólks tók þátt og höfðu keppendur jafnt
sem áhorfendur gaman af tiltækinu.
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Brunað
um Akranes
_ Á undan-
förnum árum
hefur tækni-
menntuðu starfs-
fólki fjölgað
hratt hjá stofn-
unum hins opin-
bera en á sama
tíma hefur orðið
7% fækkun hjá
stóru verkfræði-
stofunum. Reynir Sævarsson, for-
maður Félags ráðgjafarverkfræð-
inga, hefur áhyggjur af þessari
þróun og segir að hún skaði ís-
lenska verkfræðigeirann með ýms-
um hætti.
Vandinn kann að skýrast af rang-
hugmyndum um kostnað eða sífellt
flóknari umgjörð útboðaverkefna
en leiða má líkum að því að inn-
vistun verkfræðiþjónustu hjá hinu
opinbera leiði til aukins kostnaðar
og minni sveigjanleika. »12
Hið opinbera rakar til
sín verkfræðingum
Reynir Sævarsson
Í gær lágu fjórtán sjúklingar á
Landspítalanum vegna
kórónuveirusmits. Sjúklingum á
sjúkrahúsi fækkaði því um nærri
helming á rúmri viku.
Tólf liggja á bráðalegudeildum
og eru sex þeirra óbólusettir. Tveir
sjúklingar liggja á gjörgæslu en
hvorugur er í öndunarvél.
Einn lést á Landspítalanum úr
Covid-19 um helgina. Þetta er 33.
andlátið frá upphafi faraldursins
og það þriðja í þessari fjórðu
bylgju.
84 smit greindust innanlands á
föstudaginn og voru 34 þeirra í
sóttkví við greiningu en talsvert
færri greindust á laugardaginn eða
51 og var 31 þeirra utan sóttkvíar.
Þó voru talsvert fleiri sýni tekin
á föstudag en laugardag. Á föstu-
dag voru tekin um 4.000 sýni en að-
eins 2.000 sýni á laugardaginn.
Fyrir helgi var opnuð ný Covid-
skimunarstöð í Kringlunni 7 en þar
eru framkvæmd Covid-19-skyndi-
próf sem skila niðurstöðu á aðeins
15 mínútum. Þá hóf Bónus sölu á
sjálfsprófum við kórónuveirunni í
gær. »4
118 smit greindust
samtals um helgina
_ Talíbanar hafa fullvissað 100 ríki
um að allir erlendir einstaklingar
og Afganar með ákveðin ferðaleyfi
frá ríkjunum hundrað geti enn
ferðast frá Afganistan á öruggan
hátt. Það muni einnig verða hægt
eftir að Bandaríkjaher yfirgefur
landið á morgun. Þetta segir í yfir-
lýsingu frá ríkjunum hundrað.
Í gær gerði Bandaríkjaher
drónaárás á bíl sem var hlaðinn
sprengjuefni í Kabúl, en varað
hafði verið við því fyrr um daginn
að annað hryðjuverk væri í uppsigl-
ingu við flugvöllinn í Kabúl. »13
AFP
Þjóðarsorg Þrettán bandarískir land-
gönguliðar féllu í árásinni á fimmtudag.
Enn verði hægt að
yfirgefa Afganistan
Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn
og Viðreisn kynntu öll kosninga-
stefnu sína á laugardaginn, en þá
hélt Sjálfstæðisflokkurinn flokks-
ráðsfund sinn, en hinir tveir fjar-
landsfundi.
Í kosningabaráttunni fram undan
munu bæði Viðreisn og Sjálfstæðis-
flokkurinn hamra á tækifærum
landsins og framtíð þess en slagorð
þeirra eru „Gefum framtíðinni tæki-
færi“ og „Land tækifæranna.“ VG
vilja hins vegar leiða næstu ríkis-
stjórn og leggja því upp með „Það
skiptir máli hver stjórnar.“
Flokkarnir deila nokkrum stefnu-
málum. Sjálfstæðisflokkurinn og
Viðreisn vilja bæði slaka á sóttvarn-
araðgerðum. Vinstri græn og Við-
reisn boða græna skatta en Sjálf-
stæðisflokkurinn vill passa að þeir
séu einungis tímabundnir og ekki
settir á til að efla tekjur ríkissjóðs.
Þá vilja Sjálfstæðisflokkurinn og
Vinstri græn báðir efla grænar fjár-
festingar en Vinstri græn ganga
skrefinu lengra og vilja skylda lífeyr-
issjóði og fjármálastofnanir til að
meta fjárfestingar sínar út frá lofts-
lagsáhrifum. »6 og 14
Landsfundir á laugardegi
- Umhverfismál fyrirferðarmikil hjá flokkunum þremur
Ljósmynd/Haraldur Thors
Kosningar í nánd Bjarni Benedikts-
son á flokksráðsfundinum.