Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
Netuppboð óskilamuna hjá Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
hófst síðasta föstudag og stendur til
5. september. Að sögn Þóris Ingv-
arssonar lögreglufulltrúa gengur
uppboðið vel en í fyrri uppboðum
hefur nærri allt selst.
Uppboðið er haldið á vefsvæði
Vöku en hægt verður að skoða
munina, sem aðallega eru reiðhjól, í
húsnæði Vöku í dag kl. 16–18 og á
sama tíma á miðvikudag og föstu-
dag. Að sögn Þóris er eðli málsins
samkvæmt erfitt að selja munina
því það komi fyrir að einhverjir
rekist á muni sem þeir eigi og þeim
sé því skilað ef viðkomandi getur
sýnt fram á eignarhald. „Af því að
við viljum náttúrlega alltaf koma
munum til eiganda,“ segir Þórir og
bendir á Pinterest-síðu lögregl-
unnar en þar eru óskilamunir aug-
lýstir. „Í raun og veru gerum við
allt sem við getum til að reyna að
skila þeim,“ segir Þórir og bætir
við að munirnir hafi allir verið aug-
lýstir í að minnsta kosti eitt ár og
einn dag áður en þeir eru boðnir
upp. gunnhildursif@mbl.is
Netuppboð óskilamuna hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hófst á föstudaginn var
Vilja koma
mununum
til eigenda
Morgunblaðið/Eggert
Netuppboð Aðallega má finna reiðhjól á uppboðinu en þó leynast þar einnig verkfæri. Ágóðinn rennur allur í lögreglusjóð samkvæmt kansellíbréfi frá 1811.
Freyr Bjarnason
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Guðni Bergsson sagði af sér í gær
sem formaður Knattspyrnusam-
bands Íslands. Afsögnin kemur í kjöl-
far þess að þolandi steig fram á föstu-
dagskvöldið og lýsti því að
landsliðsmaður hefði beitt hana of-
beldi á skemmtistað árið 2017. Guðni
hafði þá komið fram í Kastljósi deg-
inum áður og lýsti því yfir að engin
formleg kvörtun hefði komið á hans
borð, en hann hafði fengið tölvupóst
frá föður konunnar í kjölfar ofbeldis-
ins.
Bauðst þagnarskylda
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig
fram í viðtali í kvöldfréttum RÚV á
föstudag þar sem hún lýsti atvikinu.
„Hann grípur sem sagt í klofið á mér.
Síðan á sér stað líkamsárás aðeins
seinna þar sem hann tekur mig háls-
taki í stutta stund. Þar sem það skarst
annar einstaklingurinn inn í. Ég var
með áverka í tvær til þrjár vikur eftir
hann. Strax daginn eftir fæ ég
áverkavottorð og fer síðan niður á
lögreglustöð og legg fram kæru. Við
vorum tvær sem urðum fyrir því
sama af hans hálfu þetta umrædda
kvöld og við fórum saman að kæra,“
sagði Þórhildur í viðtalinu. Hálfu ári
eftir atvikið, í mars 2018, ætlaði faðir
Þórhildar að fara á vináttulandsleik
Íslands og Perú. Þegar hann áttaði
sig á að umræddur knattspyrnumað-
ur væri í landsliðshópnum sendi hann
stjórnarmeðlimum KSÍ tölvupóst og
greindi frá kærunni. Fékk faðirinn
svar frá Guðna sem sagðist taka málið
alvarlega. Þórhildur fékk síðan símtal
frá lögmanni sem bauð henni þagn-
arskyldusamning ásamt miskabótum.
Hún taldi í fyrstu að lögmaðurinn
hefði komið fram fyrir hönd KSÍ, en
dró það svo til baka um helgina.
Þórhildur neitaði að skrifa undir
samninginn en fékk símtal frá öðrum
lögmanni þar sem landsliðsmaðurinn
baðst afsökunar og greiddi henni
miskabætur. Guðni baðst síðan inni-
lega afsökunar á ummælum sínum í
Kastljósi.
Skipa faghóp
Stjórn KSÍ fundaði linnulaust
vegna málsins um helgina. Seinni-
partinn í gær tilkynnti stjórn sam-
bandsins síðan afsögn Guðna og sendi
frá sér yfirlýsingu. Þar kemur meðal
annars fram að að hún telji skynsam-
legt að sitja áfram fram að næsta árs-
þingi KSÍ sem haldið verður í febrúar
á næsta ári. Varaformenn stjórnar-
innar, Gísli Gíslason og Borghildur
Sigurðardóttir, munu nú sinna verk-
efnum formannsins.
Gísli sagði í samtali við mbl.is í
gærkvöldi að allir í stjórninni hafi
íhugað mjög vel stöðu sína. „Varðandi
það að halda starfsemi sambandsins
gangandi var niðurstaðan að halda
áfram til næsta þings,“ segir Gísli og
bætir við að augljóslega þurfi að
fjölga konum í stjórn. Borghildur tók
í sama streng og segir að stjórn KSÍ
geti ekki stungið af frá sökkvandi
skipi. „Við vorum að lokum sammála
um að þetta væri besta lausnin í bili,“
segir Borghildur.
Segist stjórnin í yfirlýsingu sinni
ætla lagfæra þá hluti sem farið hafa
aflaga og skoða frá grunni þá menn-
ingu sem hefur verið við lýði innan
knattspyrnuhreyfingarinnar undan-
farin ár. „Við lítum málið afar alvar-
legum augum. Nú þegar hefst vinna
með utanaðkomandi fagaðilum um
að endurskoða öll viðbrögð við kyn-
ferðisbrotum og ofbeldi innan
hreyfingarinnar og hvernig staðið
var og verður að stuðningi við þol-
endur. Faghópur verður settur á
laggirnar og heitir stjórn KSÍ því
að taka á þessum málum af alvöru og
festu og fylgja ráðleggingum fag-
hópsins.“
Guðni segir af sér formennsku
Morgunblaðið/Eggert
Afsögn Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2017.
- Stjórn KSÍ situr áfram að næsta ársþingi og varaformenn taka við störfum Guðna - Gátu ekki
stungið af frá sökkvandi skipi - Hyggjast endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Á föstudag opnaði Öryggismiðstöð-
in, í samstarfi við Sameind rann-
sóknarstofu, sína þriðju skimunar-
stöð í Kringlunni 7 en þar eru
framkvæmd Covid-19-skyndipróf .
Að sögn Ómars Brynjólfssonar,
framkvæmdastjóra AVIÖR, sviðs
innan Öryggismiðstöðvarinnar, hef-
ur þjónustan hingað til aðallega ver-
ið hugsuð fyrir ferðalanga á leið til
útlanda. Þjónustan gæti þó bráðum
nýst þeim sem sækja sitjandi við-
burði fyrir allt að fimm hundruð
manns. „Það fer í rauninni allt eftir
því hvað stjórnvöld ákveða, hverjir
eiga að framkvæma prófanir og
hvernig þau vilja leggja þetta upp,“
segir Ómar í samtali við Morgun-
blaðið og bætir við að þau séu opin
fyrir því að bjóða upp á slíka þjón-
ustu, en enn sé beðið eftir frekari út-
færslu frá ríkisstjórninni.
„Við höfum sent þeim tilkynningu
um að við gætum verið viljug til sam-
starfs við það,“ segir Ómar og bætir
við: „Allir þurfa að leggjast á eitt til
að opna þjóðfélagið sem mest og fólk
geti haldið áfram að lifa eðlilegu lífi.
Það skiptir okkur öllu máli.“
Aðspurður segist Ómar sjá fyrir
sér að prófin gætu þá verið fólki að
kostnaðarlausu enda stefnt að því að
prófin verði gjaldfrjáls þegar fram-
kvæmd þeirra verður komin á fullt
skrið. En prófin hjá Öryggismiðstöð-
inni kosta almennt 6.900 kr.
„Allir þurfa að leggjast á
eitt til að opna þjóðfélagið“
- Covid-19-skimunarstöð opnuð í Kringlunni 7 á föstudag
Ljósmynd/Öryggismiðstöðin
Hraðpróf Ómar Brynjólfsson í nýju
skimunarstöðinni í Kringlunni 7.