Morgunblaðið - 30.08.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.08.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021 ✝ Kristín Inga Benediktsdóttir fæddist 18. október 1927. Hún lést 18. ágúst 2021. Foreldrar henn- ar voru Anna Her- borg Guðmunds- dóttir (1896-1979) og Sigurður Sveinn Sveinsson (1900- 1941). Kjörfor- eldrar voru Helga Hinriksdóttir (1904-1967) og Benedikt Benediktsson (1889- 1966). Systkini: Sveinn Sverrir Sveinsson (1924-2004 ), Arthúr Sveinsson (1926), Guðbjörg Sveinsdóttir Mercede (1928- 2000), Guðmundur Björns Sveinsson (1930-2011), Már Sveinsson (1933), María Sveins- dóttir (1935-1935), Sveina María Sveinsdóttir (1938). Sammæðra: Kristjana Ragn- heiður Ágústsdóttir (1920-2006). Maki Garðar Sigurðsson (1922). Foreldrar Sigríður Ólafs- dóttir (1886-1986) og Sigurður Guðmundsson (1878-1976), bæði frá Eyrarbakka. Inga og Garðar giftu sig 19.11. 1948 á Norðfirði. Börn þeirra eru: Benedikt (1949) kvæntur El- steinsdóttir (1977). Börn þeirra eru Þorsteinn Orri (1998), Þór- unn Harpa (2002) og Arnaldur Kári (2011). 3) Helga (1978), maki Arnþór Björn Reynisson (1980). Sonur þeirra er Björn Ró- bert (2011). Fyrir átti Arnþór Bjarka Fannar (2003) og Marinó Frey (2007). Jóhanna, sambýlismaður Jak- ob Rúnar Guðmundsson. Þau eiga 5 börn 1 ) Inga Elsa (1978- 1978), 2) Stúlka (1978-1978) 3) Garðar Ingi (1979), 4) Guð- mundur Hrafn (1983), sambýlis- kona Björg Muri, börn þeirra eru Jakob og Elsa Jóhanna. 5) Stefán Atli (1985). Inga lauk námi frá gagn- fræðaskólanum í Neskaupstað og stundaði síðan nám við kvenna- skólann á Laugalandi í Eyjafirði og við Húsmæðraskólann á Ak- ureyri. Inga byrjaði ung að læra á píanó og hélt áfram námi eftir að hún fluttist til Reykjavíkur. Inga var heimavinnandi á meðan börnin voru að vaxa úr grasi en fór þá að vinna utan heimilisins, fyrst við þjón- ustustörf á Hótel Loftleiðum en síðar sem verslunarstjóri Bazar Thorvaldsenfélagsins. Um 1970 byrjaði hún að starfa með Jóhönnu Tryggvadóttur sem rak þá Heilsuræktina. Hún stofnaði síðan Yogastöðina Heilsubót ásamt samkennurum sínum og starfaði þar sem jóga- kennari um árabil. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 30. ágúst 2021, klukkan 14. ínu Helgadóttur (1952). Dætur þeirra 1) Hrafnhild- ur (1978), maki Drew Meakin, börn þeirra eru Vala Éo- wyn (2016) og Hjalti John (2018). 2) Inga Dröfn (1981), sam- býlismaður Páll Ernisson, sonur hans er Sigfús Ernir (2011). Helga (1950), maki Nis Al- brecthsen. Börn hennar eru: 1) Thor Ulf (1972), faðir Einar Páll Smith. Kjörfaðir Niculai Agger. Maki Eva Raabyemagle (1963), börn þeirra eru Jens (1999) og Ludvig (2003). 2) Louise (1974), faðir Niculaj Agger. Maki Scott B. Green (1970), börn þeirra eru Emma Sophia (1998) og Zacarias (2000) Ingibjörg (1952), maki Róbert Hlöðversson (1950). Börn þeirra eru: 1) Bárður Steinn (1973), maki Harpa Hallsdóttir (1973). Börn þeirra eru Hallur Breki (2009), Svanhildur Björg (2009) og Orri Steinn (2014). Fyrir átti Bárður Róbert Andra (1995) með Auði Hörpu Andrésdóttur og Elvar Aron (2002) með Ólöfu Guðbjartsdóttur. 2) Garðar Örn (1977), maki Steinunn Arna Þor- Þegar ég fór að venja komu mína á heimili Garðars og Ingu í Barðavogi 32 fyrir um 50 árum voru þau bæði í blóma lífsins. Garðar stóð á fimmtugu og Inga var 44 ára. Sjálfur var ég rúm- lega tvítugur og fannst þessir tilvonandi tengdaforeldrar mín- ir nokkuð rosknir eða hreint út aldraðir. Það fór þó ekki fram hjá mér hver glæsileg Inga var. Þessum glæsileika hélt hún út ævina. Seinna lærði ég að innri fegurð Ingu var síst minni en sú ytri. Í þessari fyrstu heimsókn lét- um við Ingibjörg okkur fljót- lega hverfa niður í kjallara þar sem heimasætan hafði herbergi við hlið þvottahúss. Þegar leið á kvöldið heyrðum við þrusk í þvottahúsinu og skömmu síðar var bankað létt á hurðina og sagt þýðri röddu „síðasti strætó fer eftir kortér“. Þessi orð þýddu að nú ætti pilturinn að pilla sig heim. Umhyggjan fyrir dótturinni var í forgrunni, en það var einmitt þessi umhyggja Ingu fyrir velferð fjölskyldunn- ar sem einkenndi hana hvað mest. Þegar dæturnar voru ungar og bjuggu enn heima fór Inga ekki að sofa fyrr en allar höfðu skilað sér heim af djamm- inu. Þessi umhyggjusemi féll þó skiljanlega ekki alltaf í góðan jarðveg hjá dætrunum á þeim árum. Þegar samband okkar Ingi- bjargar þróaðist var ég smátt og smátt tekinn inn í þessa góðu fjölskyldu. Garðar rak þá sandblástursfyrirtækið Saxa hf. og var auðsótt fyrir mig að fá sumarvinnu þar. Saxi var til húsa á Gelgjutanga og því stutt fyrir okkur Garðar að fara heim til Ingu í hádegismat. Þar beið okkar ávallt dúkað borð með kræsingum auk þess sem bæði vítamín og lýsi fylgdi með í for- rétt. Inga var húsmæðraskóla- gengin og frábær kokkur. Hún hafði auk þess mikinn áhuga fyrir hollu mataræði og heil- brigðum lífsstíl. Ég sem hélt að einungis væru til þrjár tegundir af brauði, þ.e. franskbrauð, normalbrauð og rúgbrauð, fékk að kynnast ótal öðrum tegund- um. Ýmislegt annað sem var nýtt fyrir mér var borið á borð svo sem ýmsar tegundir græn- metis, hirsigrautur, kúskús, baunaspírur og fleira. Aldrei var borðað nema við dúkað borð og oftar en ekki snerust um- ræður undir borðum um bragð og gæði þess matar sem í boði var. Inga hafði ekki einungis áhuga fyrir hollu mataræði. Hún ástundaði heilbrigðan lífs- stíl og var einn af þeim fyrstu sem notuðu jóga sér til heilsu- bóta hér á landi. Hún sótti ótal námskeið um jóga bæði utan og innan landsteinana. Í upphafi 9. áratugarins stofnaði hún Jóga- stöðina Heilsubót ásamt fleirum og kenndi þar og þjálfaði jóga í mörg ár. Hún var félagslynd og virk í Torvaldsenfélaginu, Fé- lagi austfiskra kvenna og Kven- félagasambandi Íslands. Tengdaforeldrar mínir voru gift í 73 ár og einkenndist sam- búð þeirra af ástúð og gagn- kvæmri virðingu. Aldrei heyrði ég þau segja styggðarorð til hvort annars og ávallt var talað saman lágum rómi. Inga bar óendanlega um- hyggju fyrir fjölskyldunni og ef henni fannst að henni vegið kom hún þegar til varnar og gat þá verið hörð í horn að taka. Hún var hreinskilin og kom ávallt fram á heiðarlegan hátt og gerði kröfur til annarra um slíkt hið sama. Mér var Inga ávallt sem önn- ur móðir og reiðubúin til að- stoðar hvort sem það varðaði barnagæslu, fjárhagsaðstoð eða að sinna ýmsum erindum á námsárum okkar Ingibjargar í Svíþjóð. Garðar og Inga voru dugleg að heimsækja okkur til Svíþjóðar og dvöldu þá gjarnan 2-3 vikur. Þegar Helga dóttir okkar fæddist kom Inga út til aðstoðar og dvaldi í mánuð. Hún var einstök amma og vegna ástar sinnar og um- hyggju átti amma í Barðavogi sérstakan stað í hjörtum allra barnabarnanna. Farðu í friði elsku tengda- mamma. Góðu genin þín munu lifa áfram í afkomendum þínum og minning þín í huga okkar allra sem vorum svo lánsöm að þekkja þig. Róbert Hlöðversson. Elsku amma mín. Það er sárt að kveðja þig í hinsta sinn. Ég er á sama tíma svo þakklát fyrir alla hlýjuna og fegurðina sem ég á í minningunum um þig. Það eru ýmsar venjur og hversdagslegir hlutir sem ég kann svo vel að meta á fullorð- insaldri sem ég tengi við að hafa upplifað á heimili ykkar afa, þar sem maður var alltaf velkominn. Hjá ykkur var manni ósjaldan boðið upp á eitt- hvað sætt og gott með Barða- vogsrjóma. Í Barðavoginum fékk ég bestu ostsneiðar í heimi að mínu mati, skornar með riffluostaskera. Hlutirnir þurfa ekki að vera stórir til að vera sérstakir í huga manns. Þrátt fyrir allt sætabrauðið er samt sem áður ein af sterk- ustu minningum mínum um þig frá æsku hvað þú barst mikla umhyggju fyrir okkur barna- börnunum þegar kom að heilsu og ég tala nú ekki um að okkur væri alltaf hlýtt. Ég get ekki horft á lesitín í vítamínhillum verslana án þess að hugsa til þín. Það státa heldur ekki margir á mínum aldri af ömmu sem stundaði jóga og sem fór utan í jógakennaranám fyrir mörgum áratugum. Þú hafðir einstakan persónu- leika og alltaf varstu elegant og flott. Ég er stolt af því að bera nafn þitt og ég er þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Minningin um þig lifir áfram með okkur. Nú segi ég við þig eins og þú sagðir alltaf við okkur fólkið þitt: Bless, elskan. Inga Dröfn Benediktsdóttir (Inga „lill“). Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar Ingu í nokkrum orðum, vinkonu og góðs félaga í Thorvaldsensfélaginu síðan 1975. Inga var falleg kona, allt- af brosandi og gaman að vinna með henni að hinum ýmsu verk- efnum, hún gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið, hún var í stjórn kortasjóðs og var líka verslunarstjóri á Baz- arnum okkar um nokkurra ára skeið. Við hjá Thorvaldsens- félaginu viljum þakka Ingu ómetanleg störf í þágu félagsins og samveru í gegnum árin. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingu Ben. F.h. Thorvaldsensfélagsins, Kristín Ruth Fjólmundsdóttir formaður. Inga Benediktsdóttir og Þórhildur leikstýrði. Fljótlega var leikrit Böðvars, Krummagull, tilbúið og æfingar hófust. Hinir í hjónaklúbbnum sinntu margvís- legum störfum. Leikferðir skipu- lagðar, umboðsmönnum safnað um allt land, áskriftarkort seld fyrir fram, smíðað, saumað, hand- rit vélrituð, leikskrár og miðar prentaðir. Allir lögðu hart að sér og drógu ekki af. En það þurfti líka að skemmta sér og þar sem Steinar var tannlæknir og þar af leiðandi sá „ríkasti“ í hópnum þótti sjálfsagt að þau hjónin sæju um partíin – auk þess sem Steinar gerði við tennur okkar. Alþýðuleikhúsið var starfrækt norðan heiða í tvö ár og afrakst- urinn var Krummagull og Skolla- leikur. Vinskapur og vinnusemi einkenndi þetta tímabil en allt tekur enda og við fluttum suður. Eðlilega dró þá úr samgangi en alltaf voru Steinar og Hildigunnur miðpunktur þegar leiðin lá norð- ur. Hildigunnur dó vorið 1984 og var okkur öllum mikill harmdauði. Og mikill var missir barna þeirra, Þórs, Guðrúnar Silju og Þórdísar. Steinar kvæntist Svanfríði Ingva- dóttur og eignuðust þau soninn Sindra. En það hjónaband entist ekki. Og enn stóð Steinar einn. Vængbrotinn og dapur. En lukkan hafði ekki snúið við honum baki. Hann hitti gamla skólasystur, Mari, og þau hófu sambúð. Við kynntumst Mari ekki mikið enda fluttu þau til Noregs og má segja að þá hafi leiðir skilið. Eftir að Mari dó flutti Steinar aft- ur til Íslands, en erfitt var að taka upp þráðinn. Of langur tími liðinn – of margt breyst. En minningar um góðan og skemmtilegan vin lifa með okkur. Ótal gleðistundir og ævintýri koma upp í hugann. Á einu skemmtilegasta tímabili ævi okkur skipar Steinar stóran sess og það gleymist ekki. Við hugsum til hans með þakklæti og gleði. Arnar og Þórhildur. Fallinn er frá gamall félagi og vinur, Steinar Þorsteinsson tann- læknir, sem lengst af starfaði við sitt fag á Akureyri en einnig um árabil í Noregi. Þegar ég hóf þátttöku í starfi Alþýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra 1978, sem eðli málsins samkvæmt hafði sína helstu miðstöð á Akureyri, var Steinar Þorsteinsson þar lykil- maður. Hann hafði ásamt hópi ungs róttæks hugsjónafólks haft forgöngu um útgáfu Norðurlands sem framan af var vikublað en kom síðar um árabil út hálfsmán- aðarlega eða nokkrum sinnum á ári, allt eftir því sem þröngur fjár- hagur leyfði. Steinar sat sennilega lengur í ritnefnd þess blaðs en nokkur annar og lagði í það ómælda sjálfboðavinnu. Eftir að ég hóf þingmennsku 1983 ungur og óreyndur var gott að geta leitað til Steinars. Ekki spillti það fyrir að kona hans var Hildigunnur Einarsdóttir ná- frænka mín og foreldrar hennar, bræður og sú stórfjölskylda öll var sjaldan langt undan þar sem vinstri menn og herstöðvaand- stæðingar stóðu í sinni baráttu. Heimili Steinars og Hildigunnar á Bjarkarstígnum stóð okkur félög- unum alltaf opið, þar var lagt á ráðin en líka sungið og hlegið. Mikill lífsharmur var það Steinari og börnum þeirra þremur ungum sem og öllum ættingjum og vinum þeirra hjóna þegar Hildigunnur, sú yndislega manneskja sem hún var, féll frá tæplega fertug að aldri árið 1987. Á fyrstu árum þingmennsku minnar var Steinar um skeið for- maður kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi eystra og höfðum við þá eðlilega mikið saman að sælda bæði vegna málefna kjördæmisins, blaðaút- gáfunnar og annars starfs. Minn- isstæð er mér sumarferð Alþýðu- bandalagsins á heimaslóðir Steinars í Hrísey á þessum árum. Flestir gistu í tjöldum og vornótt- in var fljót að líða í leik og söng. Steinar hafði veg og vanda af skipulagningunni á sinn rólega og yfirvegaða hátt og hefði maður ekki vitað betur þá var á yfirborð- inu eins og allt gerðist af sjálfu sér. Já, það var gott að eiga Steinar Þorsteinsson að félaga og vini og ég kveð hann með eftirsjá og þakklæti. Ég votta börnum hans og öðrum aðstandendum innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Steingrímur J. Sigfússon. Við andlát Steinars Þorsteins- sonar hvarflar hugurinn aftur í tímann er við vorum bekkjar- systkini í MA. Hann var flinkur í blaki, átti heima í Hrísey og var kallaður Hríseyjarprinsinn. Hann var góður málamaður og sumarið fyrir stúdentspróf var hann ásamt bekkjarbróður okkar í París, þeir komu forframaðir til baka, sögð- ust hafa sofið undir Signubrú og höfðu náð undraverðum árangri í frönskum framburði, sem fram- kallaði aðdáun og næstum öfund af hálfu bekkjarsystkinanna. Síðar varð Steinar mágur minn, er hann og Hildigunnur, systir mín, rugluðu saman reyt- um. Hann hafði þá lokið tann- læknanámi í Göttingen og starfaði á Akureyri. Á heimili þeirra ríkti gleði, rausn og höfðingsskapur, vel var tekið á móti straumi gesta. Minningarnar geyma silungs- veiðiferðir, sumarbústaðaferðir, sveppaleit, rjúpnaveiði, gistinæt- ur í Bjarkarstíg og veislur við borðstofuborðið, þar sem svo margir gátu setið, eða grillmat á kyrru kvöldi úti á stétt. Steinar var vel liðtækur í matseldinni. Hann töfraði fram ljúffenga rétti, bæði hefðbundna og nýstárlega – leyndarmálið var fólgið í að hvika hvergi frá uppskriftinni. Steinar og Hildigunnur áttu stóran vinahóp, sem þau ræktu vel, þau treystu fjölskylduböndin, voru félagslynd, störfuðu í Al- þýðubandalaginu, studdu listalífið í bænum dyggilega og voru meðal stofnenda Alþýðuleikhússins. Þar innanhúss var sagt að ekki hefði verið hægt að nota Steinar til neins nema skrifa upp á víxla, hann var eini maðurinn í hópnum með tekjur sem bankarnir tóku mark á. Fjölskyldan undi glöð við sitt, börnin komu eitt af öðru: Þór, Guðrún Silja og Þórdís. Framtíðin virtist björt og lofa góðu. Skyndi- lega dró ský fyrir sólu, hræðilegur vágestur greip í Hildigunni. Við tók áralöng barátta og eftir mikla þrautagöngu lést hún skömmu fyrir fertugsafmælið sitt. Hildi- gunnur var harmdauði öllum sem hana þekktu. Áfallið var gríðar- legt og Steinar saknaði hennar alla tíð. Steinar var í sambúð með Svanfríði Ingvadóttur um nokk- urra ára skeið: Litla hnátan henn- ar, Stefanía Tinna, bættist við barnahópinn og síðar eignuðust þau soninn Sindra. Steinari og Svanfríði auðnast ekki að halda saman í lífsbaráttunni. Hann hitti gamla vinkonu frá námsárunum, Mari Frydendal, vandaða og blíða konu, sem varð mikil vinkona fjölskyldunnar. Þau fluttu til Noregs og undu hag sín- um vel. En aftur birtist vágest- urinn og vitjaði Mari, sem lést eft- ir skammvin veikindi. Steinar var nákvæmur, greið- vikinn og vinur vina sinna. Hann var þægilegur í umgengni, hrein- skilinn og blátt áfram, jákvæður í garð annarra og raunsær á menn og málefni. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hann, en það var fjarri honum að bera sorgir sínar á torg. Hann tók hlutunum með jafnaðargeði og stillingu þótt stundum reyndi mjög á. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu ár- in og lést þrotinn að kröftum. Ég og fjölskylda mín vottum börnum Steinars og fjölskyldu hans innilega samúð og þökkum honum liðnar stundir. Blessuð sé minning Steinars Þorsteinssonar. Bergþóra Einarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BORGHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Lynghaga 26, lést mánudaginn 23. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. september klukkan 13. Arndís Jóna Gunnarsdóttir Erlingur Viðar Leifsson Hildigunnur Gunnarsdóttir Ásbjörn Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, KORNELÍUS JÓHANN SIGMUNDSSON sendiherra og fyrrverandi forsetaritari, lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi 19. ágúst. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur vilja koma á framfæri hjartans þökkum fyrir auðsýndan stuðning og hlýhug. Jóhanna Kornelíusdóttir Anna Margrét Kornelíusd. Kolbeinn Páll Erlingsson Sigmundur Kornelíusson Valgerður Kristín Eiríksdóttir Þórdís Eiríksdóttir Kevin Costello Loftur Atli Eiríksson Sigrún Hauksdóttir og fjölskyldur Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JACOB JACOBSEN lést á Landspítalanum 29. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til þeirra sem sýndu hlýhug og veittu aðstoð í veikindum hans. Ragna L. Jakobsdóttir Ívar Gunnarsson Jakob Þ. Jakobsson Sólveig D. Ómarsdóttir Sólveig E. Jacobsen Jón J. Þórisson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.