Morgunblaðið - 30.08.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
Blautfóður.
Fullt af blautfóðri.
Fyrir hunda og ketti.
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
„AFGANGARNIR YKKAR VERÐA TILBÚNIR
EFTIR SMÁSTUND.“
„ÞEGAR ÉG VAR Á ÞÍNUM ALDRI GAT ÉG
HLAUPIÐ HUNDRAÐ METRANA Á 12 MÍNÚTUM
SLÉTTUM!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að láta
kirkjuklukkurnar
hringja.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÁTTU EINHVERNOST?
ÉG
SKAL GÁ
NEIBB KVUUURRR…
ÉG KEM RÉTT BRÁÐUM HRÓLFUR! ÉG
ER BARA AÐ SETJA PENINGANA MÍNA Í
SPARIGRÍSINN!
SPARIGRÍSINN! EN
HALLÆRISLEGT!
HVAÐ? ÉG HEYRÐI EKKI HVAÐ ÞÚ SAGÐIR!
EKKERT!
riddarakrossi af Haraldi 6. Noregs-
konungi fyrir ritstörf. Í fyrra þegar
hann gaf út bókina Maðurinn frá
miðöldum, hlaut hún verðlaun sem
besta fræðibók Noregs árið 2020.
Í haust kemur út skáldsagan Kol-
beinsey. „Kolbeinsey er djúpsál-
fræðileg stúdía um mannssálina og
þar nota ég gömul skáldskapartæki
eins og metamorfósuna sem er alltof
lítið notuð í þeim veruleikalitteratúr
sem hefur svolítið tekið yfir sviðið. Í
bókinni er ég að reyna að búa til
mynd af mannssálinni.“ Kolbeinsey
kemur einnig út í Noregi.
Bergsveinn er búinn að vera mest-
megnis á Íslandi síðan Covid-bylgjan
skall á þó enn sé hann búsettur í
Noregi. Fyrir afmælið var hann á
leiðinni norður á Strandir að gera
upp hlöðu afa síns. „Heimspeking-
arnir segja að maður eigi að hlúa að
eigin garði. Ég sagði vinum og kunn-
ingjum að ég vildi ekki halda veislu
eða fá gjafir en þeir mættu endilega
koma og hjálpa mér við smíðarnar í
smá tíma.“ Það er aldrei að vita nema
hægt verði að fara þar á hlöðuball,
hlusta á fyrirlestur eða sækja nám-
skeið þegar fram líða stundir.
Fjölskylda
Unnusta Bergsveins er Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, f. 2.7.
1969. Bergsveinn á dæturnar Sunn-
evu, f. 7.11. 2001 og Emblu, f. 25.11.
2005, með fyrrverandi eiginkonu
sinni, Helle Thune. Systkini Berg-
sveins eru Bergdís Aðalheiður Krist-
jánsdóttir, Ragnheiður Eva Birgis-
dóttir, Hekla Birgisdóttir, Guðjón
Steingrímur Birgisson og Þurý Bára
Birgisdóttir.
Foreldrar hans eru Birgir Guð-
jónsson, skipstjóri, f. 27.7. 1940, og
Ingibjörg Magnea Magnúsdóttir,
húsmóðir, f. 30.3. 1938. Þau búa í
Kópavogi.
Bergsveinn
Birgisson
Kristín Sigríður
Jónsdóttir
húsfreyja, Strandasýslu
Sigurgrímur
Sæmundur
Guðbrandsson
bóndi, StrandasýsluVilhelmína Pálína
Sæmundsdóttir
húsfreyja,
Strandasýslu
Guðjón
Guðmundsson
bóndi og
útgerðarmaður,
Strandasýslu
Birgir Guðjónsson
skipstjóri, Kópavogi
Ragnheiður
Halldórsdóttir
húsfreyja, Dalasýslu og
Ströndum
Guðmundur
Guðmundsson
skipsformaður og bóndi,
Strandasýslu
Gróa Einarsdóttir
húsfreyja, Strandasýslu
Loftur Bjarnason
bóndi, Strandasýslu
Aðalheiður Loftsdóttir
húsfreyja, Strandasýsu
Magnús Sigvaldi
Guðjónsson
bóndi, Strandasýslu
Ingibjörg Þórólfsdóttir
húsfreyja, Dalasýslu og
Ströndum
Guðjón Sigurðsson
bóndi, Dalasýslu og
Ströndum
Úr frændgarði Bergsveins Birgissonar
Ingibjörg Magnea
Magnúsdóttir
húsmóðir, Kópavogur
Ámiðvikudaginn skrifaði Indriði
á Skjaldfönn á fésbók:
LÁN Í ÓLÁNI.
BANKASTJÓRINN ER BJARTSÝNN UM
FLEST
OG BOÐAR AÐ HLAUPI Á SNÆRI,
ÞVÍ LOKSINS FENGUM VIÐ FRÁBÆRA
PEST
SEM FÆRIR OSS TÆKIFÆRI.
ÞESSUM FAGNAÐARBOÐSKAP
ER AUÐVITAÐ SKYLT AÐ
DEILA.
Helgi R. Einarsson lét þessar
limrur fylgja lausn sinni á laug-
ardagsgátunni með athugasemdinni
„hnútukast í aðdraganda kosninga“:
Illkvittni
Miðflokkur í meinum
minnir á gat í kleinum.
Á borðið fer
en bragðlaust er
því nýtist varla neinum.
Ein rómantísk
Að vakna og vera í standi
meðal vina í okkar landi
af öðru ber,
þó best virðist mér
vera hamingja’ í hjónabandi.
Gunnar Hólm Hjálmarsson skrif-
aði á Boðnarmjöð á fimmtudag:
„Stefna Miðflokksins fyrir kosning-
arnar í haust var kynnt í 10 liðum í
gær“:
Valt er þeirra vinarþel
sem vilja aðra pretta.
Auðvitað þau vita vel
að varla gengur þetta.
Ég legg alltaf við hlustir þegar
Sigurlín Hermannsdóttir lætur í sér
heyra. Á fimmtudag spurði hún: „Er
ekki eitthvað eftir af sumrinu
ennþá?“
Handan sumars haustið býr
húmið fyllir allar nætur
rigningin á rúður knýr
rokið heyra í sér lætur.
Til suðurlanda söngfugl snýr
sólin tregari á fætur.
Handan sumars haustið býr
við hornið vetur festir rætur.
Kristján H. Theodórsson skrifaði
á þriðjudag: „Gunnar Hólm Hjálm-
arsson var að guma af uppáferðum
á fjöll. Rifjaði það upp fyrir mér
framtaksleysi mitt við það fjallið
sem ég nánast fæddist undir og hef
haft sem nágranna allt mitt líf“:
Reyndist lífið löngum slór,
leitt er því að una.
Í Eyjafirði aldrei fór,
uppá Kerlinguna.
Gömul vísa í lokin:
Á svellum vindi sigla ber,
en sel ei hug þinn ungri frú.
Rasta löður einatt er
óhultara en kvenna trú.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Smávegis héðan og þaðan