Morgunblaðið - 30.08.2021, Síða 27
Í TÓKÝÓ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þegar horft er til verðlaunabarátt-
unnar á Ólympíumóti fatlaðra í Tók-
ýó, Paralympics, stóðu vonir Íslands
og féllu með því hvort Má Gunnars-
syni tækist að komast á verðlauna-
pallinn í 100 metra baksundinu á
laugardaginn.
Má vantaði herslumuninn í hörku-
keppni þar sem sáralítið skildi að
hann og næstu menn á undan og
endaði hann í 5. sæti. Íslandsmetið
féll, hann synti á 1:10,36 mínútu og
bætti það um 7/100 úr sekúndu, en
Már hefði þurft að bæta það um 82/
100 úr sekúndu til að komast á pall-
inn. Það er ekki mikið á hundrað
metrum.
Biðin eftir verðlaunum verður því
lengri. Jón Margeir Sverrisson
komst síðastur Íslendinga í verð-
launasæti á Ólympíumóti þegar
hann synti til gullverðlauna árið
2012, í London, en leikarnir hér í
Tókýó verða aðrir leikarnir í röð án
íslenskra verðlauna. Það hefur ekki
gerst áður frá því að Ísland keppti
fyrst á þessum vettvangi árið 1980.
En með því er ekki endilega sagt
að framfarir skorti hjá fötluðu, ís-
lensku íþróttafólki. Ísland var ásamt
fleiri Norðurlandaþjóðum í farar-
broddi á þessum vettvangi á sínum
tíma. Á seinni árum hefur orðið bylt-
ing í íþróttum fatlaðra á heimsvísu,
þar sem leikarnir í London árið 2012
voru stór vendipunktur, eins og Kári
Jónsson frjálsíþróttaþjálfari sagði
frá í Morgunblaðinu í síðustu viku.
Nú eru það stórþjóðirnar sem
eiga bróðurpartinn af keppendunum
á Ólympíumótinu. Það segir hins-
vegar sitt um sterka stöðu Íslands
að í nánast öllum greinum íslensku
keppendanna eru þeir í félagsskap
með mótherjum frá stærstu þjóð-
unum, Bretlandi, Bandaríkjunum,
Brasilíu, Ástralíu, Kína, Japan,
Rússlandi, Úkraínu, Kanada og öðr-
um af svipaðri stærð. Það eru ris-
arnir og svo Ísland sem eiga fólkið í
5-10 efstu sætunum.
Már keppti í þriðja sinn á mótinu í
morgun, í 200 metra fjórsundi, (sjá
mbl.is) og á lokagreinina eftir, 100
metra flugsund, á föstudag. Már
sagði eftir baksundið að nú myndi
hann njóta þess sem eftir væri af
mótinu og mæta pressulaus í þessar
síðari greinar sínar.
Róbert Ísak Jónsson varð tíundi í
100 metra bringusundi, aukagrein
sinni, í gær og var 2/100 frá Íslands-
meti sínu þegar hann synti á 1:10,12.
Róbert keppir í 200 metra fjórsundi
á morgun og verður þar væntanlega
í hörðum slag um að komast í úrslit
en hann á fyrirfram níunda besta
tímann af átján keppendum. Róbert
virðist þurfa að stórbæta Íslands-
metið til að komast langt í greininni
en hann hefur sýnt á mótinu hve
gríðarlegur keppnismaður hann er.
Thelma Björg Björnsdóttir komst
í úrslit í 100 metra bringusundi og
hafnaði þar í áttunda sæti. Hún á
eftir að keppa í 400 metra skriðsundi
en á ekki mikla möguleika á úr-
slitasæti þar.
Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk
Aðalsteinsdóttir hóf sinn feril á Ól-
ympíumóti með miklum látum en
þessi tvítuga stúlka bætti Íslands-
met sitt í kúluvarpi um 47 sentí-
metra í fyrsta kasti og kastaði 9,57
metra. Hún varð sjöunda í keppni
átta af þeim bestu í heiminum og
varð þriðja í röð Evrópubúa. Bergr-
ún er nýbyrjuð að leggja áherslu á
kúluvarpið og var langyngsti kepp-
andinn en flestir mótherjanna voru
reyndar kempur á fertugsaldri.
Bergrún keppti síðan í langstökk-
inu í gær en náði sér ekki fyllilega á
strik og varð að sætta sig við átt-
unda sætið. Hún hefði náð fimmta
eða sjötta á góðum degi.
Patrekur Andrés Axelsson varð
sjöundi af jafnmörgum sem luku
keppni í 400 metra hlaupi blindra á
laugardaginn. Hann bætti Íslands-
metið sitt um 22/100 úr sekúndu,
hljóp á 56,73 sekúndum, og fékk dýr-
mæta reynslu í keppni við bestu
hlaupara heims í sínum flokki.
Frjálsíþróttafólkið íslenska hefur
því lokið keppni í Tókýó.
_ Ítarleg umfjöllun um viðburði
helgarinnar á Ólympíumóti fatlaðra
er á mbl.is/sport/olympiuleikar
Lengri bið eftir verðlaunum
- Már var 82/100 úr sekúndu frá bronsinu og setti Íslandsmet - Bergrún með
glæsilegt met í kúluvarpi - Frjálsíþróttafólkið hefur lokið keppni í Tókýó
Ljósmynd/ÍF
Tókýó Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir í langstökkinu á Ólympíuleikvanginum
í gær en hún keppti í báðum sínum greinum á mótinu um helgina.
_ Enska knattspyrnufélagið Arsenal
og brasilíski vængmaðurinn Willian
vinna nú að því að rifta samningi
hans við félagið svo honum verði
unnt að ganga til liðs við Corinthians
í heimalandinu á frjálsri sölu. Willian
á enn eftir tvö ár af samningi sínum
við Arsenal. Hann er sagður vera með
200.000 pund í vikulaun og stæði
Arsenal þannig frammi fyrir því að
spara gífurlegar fjárhæðir losni það
við hann af launaskrá sinni.
_ Stórliðin Barcelona og Real Ma-
drid fögnuðu bæði sigri í spænsku 1.
deildinni í fótbolta um helgina. Dani
Carvajal skoraði sigurmark Real í
1:0-útisigri á Real Betis á laugardag-
inn.
Hollendingurinn Memphis Depay sá
um að skora sigurmark Barcelona í
2:1-heimasigri á Getafe. Sergi Ro-
berto skoraði fyrra mark Barcelona
og Carles Alena gerði mark Getafe er
hann jafnaði í 1:1. Real og Barcelona
eru með sjö stig eftir þrjá leiki.
_ Suðurkóreski framherjinn Hwang
Hee-Chan er genginn til liðs við
enska knattspyrnufélagið Wolver-
hampton Wanderers. Hann kemur frá
þýska félaginu RB Leipzig og gerir
eins árs lánssamning. Hwang, sem er
25 ára gamall, gekk illa hjá Leipzig á
síðasta tímabili og náði ekki að skora
eitt einasta deildarmark eftir að hafa
slegið í gegn með venslafélagi Leip-
zig, Red Bull Salzburg í Austurríki.
_ Haraldur Franklín Magnús, at-
vinnukylfingur
úr GR, hafnaði í
öðru sæti í B-NL
Challenge-
mótinu í Spijk í
Hollandi, sem er
hluti af Áskor-
endamótaröð-
inni, eftir að
hafa keppt við
þrjá aðra kylf-
inga í bráðabana í gær. Haraldur lék
best þeirra fjögurra kylfinga sem end-
uðu jafnir í efsta sæti á lokahringnum
á samtals ellefu höggum undir pari.
Haraldur varð að sætta sig við að falla
úr leik á þriðju holu í bráðabana, en ár-
angurinn er sá besti hjá Haraldi á
mótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson
er eini íslenski kylfingurinn sem hefur
náð að vinna
mót í
Áskorenda-
mótaröðinni en
það gerði hann í
Frakklandi
haustið 2017.
_ Lionel Messi
lék sinn fyrsta
leik fyrir París
SG er hann kom inn á sem varamaður
á 66. mínútu í 2:0-útisigrinum á Reims
í frönsku 1. deildinni í fótbolta í gær-
kvöldi. Leikurinn er sá fyrsti sem
Messi leikur fyrir annað félagslið en
Barcelona, en þar hafði hann verið all-
an ferilinn þar til hann samdi við PSG í
sumar. Kylian Mbappé gerði bæði
mörk Parísarliðsins.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík....... 18
Hásteinsvöllur: ÍBV – Stjarnan ............... 18
Würth-völlur: Fylkir – Þróttur R ....... 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – HK ........................ 18
Í KVÖLD!
Evrópudeild karla
1. umferð, fyrri leikir:
Celje – GOG .......................................... 33:29
- Viktor Gísli Hallgrímsson var allan tím-
ann á bekknum hjá GOG.
RN Löwen – Spor Toto ....................... 38:22
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
Spor Toto – RN Löwen ....................... 22:42
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
Austurríki
Alpla Hard – Toulouse........................ 23:27
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, riðlakeppni:
Tumba – Skövde .................................. 29:35
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 2
mörk fyrir Skövde.
Boden – Guif......................................... 29:31
- Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr-
ir Guif en Daníel Freyr Ágústsson var ekki
í hópnum.
Anderstorp – Kristianstad ................. 24:34
- Teitur Örn Einarsson skoraði 8 mörk
fyrir Kristianstad.
Kristianstad – Skövde......................... 32:27
- Andrea Jacobsen skoraði 2 mörk fyrir
Kristianstad.
Lugi – Drott.......................................... 40:28
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með
Lugi vegna meiðsla.
.$0-!)49,
England
Brighton – Everton ................................. 0:2
- Gylfi Þór Sigurðsson var settur í leyfi
hjá Everton.
Manchester City – Arsenal..................... 5:0
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Burnley – Leeds....................................... 1:1
- Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 63
mínúturnar hjá Burnley.
Aston Villa – Brentford .......................... 1:1
- Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í
leikmannahópi Brentford.
West Ham – Crystal Palace .................... 2:2
Norwich – Leicester................................. 1:2
Newcastle – Southampton....................... 2:2
Tottenham – Watford .............................. 1:0
Wolves – Manchester United.................. 0:1
C-deild:
Morecambe – Sheffield Wed. ................. 1:0
- Jökull Andrésson lék allan leikinn með
Morecambe.
Þýskaland
Bayern München – Werder Bremen ..... 8:0
- Glódís Perla Viggósdóttir kom inn á sem
varamaður á 62. mínútu hjá Bayern. Karó-
lína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í hópnum.
Eintracht Frankfurt – Sand................... 2:1
- Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem
varamaður á 77. mínútu hjá Frankfurt.
B-deild:
Schalke – Düsseldorf .............................. 3:1
- Guðlaugur Victor Pálsson lék fyrstu 86
mínúturnar hjá Schalke og var fyrirliði.
Ítalía
B-deild:
Lecce – Como ........................................... 1:1
- Þórir Jóhann Helgason lék fyrstu 87
mínúturnar með Lecce en Brynjar Ingi
Bjarnason var allan tímann á bekknum.
SPAL – Pordenone.................................. 5:0
- Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem
varamaður á 65. mínútu hjá SPAL.
Rúmenía
CFR Cluj – FCSB ..................................... 4:1
- Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 78
mínúturnar með Cluj og skoraði.
Danmörk
AGF – OB.................................................. 2:2
- Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 70
mínúturnar með AGF.
- Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 78 mín-
úturnar með OB.
SönderjyskE – Viborg ............................ 2:2
- Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrstu 65
mínúturnar með SönderjyskE
Silkeborg – Randers................................ 2:1
- Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 54
mínúturnar hjá Silkeborg og lagði upp tvö
mörk.
Bröndby – AGF ........................................ 2:2
- Barbára Sól Gísladóttir lék allan leikinn
með Bröndby.
Bandaríkin
New York City – New England ............. 2:0
- Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 87
mínúturnar með New York.
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 58
mínúturnar með New England.
KNATTSPYRNA
Raphael Varane hafði í nógu að snú-
ast er hann þreytti frumraun sína
með Manchester United í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í gær.
United vann torsóttan 1:0-útisigur
gegn Wolves og var franski varnar-
maðurinn í lykilhlutverki. Varane,
sem gekk til liðs við United frá
spænska stórliðinu Real Madríd í
sumar, var yfirvegaður og öflugur í
varnarlínunni er heimamenn press-
uðu stíft og fengu urmul færa til að
komast í forystu. Frakkinn lagði svo
upp sigurmarkið, renndi boltanum á
Mason Greenwood sem skoraði um
tíu mínútum fyrir leikslok. Með sigr-
inum er United nú með sjö stig eftir
fyrstu þrjá leiki sína. Næst fær liðið
Newcastle í heimsókn á Old Traf-
ford eftir landsleikjahlé.
Fullt hús stiga
Tottenham hélt sigurgöngu sinni
áfram í gær með 1:0-sigri á heima-
velli gegn Watford. Harry Kane var
í byrjunarliði Tottenham í fyrsta
sinn eftir að hafa verið orðaður við
Manchester City í sumar en Suður-
Kóreumaðurinn Heung-Min Son
skoraði sigurmark heimamanna sem
hafa unnið alla þrjá deildarleiki sína.
Þá var Jóhann Berg Guðmunds-
son í byrjunarliði Burnley sem mátti
sætta sig við 1:1-jafntefli gegn
Leeds á heimavelli. Chris Wood kom
Burnley yfir á 61. mínútu en Jóhann
Berg var tekinn af velli tveimur mín-
útum síðar. Patrick Bamford skoraði
svo jöfnunarmark fyrir gestina um
fjórum mínútum fyrir leikslok.
AFP
Frumraun Raphael Varane fagnar sigurmarkinu með liðsfélögum sínum.
Varane öflugur
í fyrsta leik
- Tottenham eina liðið með fullt hús