Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021 » Jón Gnarr söng Völuspá við eigið lag í Þjóðminjasafninu á föstudag og laugardag. Sýningin var afrakstur samstarfs Jóns við þá Hilmar Örn Agnarsson og Hilmar Örn Hilmarsson sem sáu um músíkalska útsetningu og hljóðmynd verksins og notuðu hin ýmsu hljóðfæri við flutning þess. Urður, Verðandi og Skuld sungu bakraddir og sáu líka um hljóðfæraslátt en þær eru Berglind Björgúlfsdóttir, Hjördís Árnadóttir og Rannveig Þyri Guðmunds- dóttir. Við meðferð og túlkun texta naut Jón leiðsagnar Gísla Sigurðssonar, prófessors við Árnastofnun, og er sýningin útskriftarverkefni Jóns úr meist- aranámi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Jón Gnarr söng Völuspá í Þjóðminjasafninu við hljóðfæraleik og bakraddasöng Morgunblaðið/Unnur Karen Sviðsvanur Jón söng Völuspá af innlifun og naut þess greinilega. Jón er vanur því að koma fram á sviði. Grímur Flestir gesta báru grímur fyrir andliti og var þétt setið í Þjóðminjasafninu, eins og sjá má. Einbeittar Völuspá hélt athygli viðstaddra enda merkilegt kvæði. Skuld Jón með Skuld, Rannveigu Þyri Guðmundsdóttur. Útskriftarverkefni Jón ræddi við gesti í Þjóðminjasafninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.