Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Unnur Karen
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*
-�-"%
,�rKu!,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
E
flaust muna margir eftir kvikmyndinni Life of Brian frá 1979 þar sem
Monty Python-grínhópurinn fer á kostum. Í lok myndar hanga þeir fé-
lagar krossfestir á hæð einni þegar einn þeirra byrjar að syngja glað-
legt lag: Always look on the bright side of life, eða horfðu alltaf á björtu hlið-
arnar. Senan er vissulega absúrd, en fyndin og kemur manni alltaf í gott skap.
Á þessum hörmungartímum kórónuveirunnar þurfum við oft að reyna að
horfa á björtu hliðarnar, þótt allir hefðu viljað sleppa þessum blessaða heims-
faraldri. Eins og Þórólfur segir, þetta er leiðinlegt.
Já, Þórólfur, alveg hreint hund-
leiðinlegt!
En fyrst við ráðum engu í stóru
myndinni, er gott að finna eitthvað
jákvætt við þetta tímabil. Flest ætt-
um við að geta horft til baka yfir síð-
asta eina og hálfa árið og fundið eitt-
hvað jákvætt. Ég segi flest okkar,
því vissulega verður lífið hjá mörg-
um aldrei samt.
Á hverjum degi eru fréttir af
smittölum, gjörgæsluinnlögnum,
vandamálum spítalans, óeirðum,
stríðum, gróðureldum og dauða. Er
nema von að maður verði stundum
svolítið niðurdreginn og fái alveg
nóg af þessum hörmungartíðindum dag eftir dag?
Því ákvað ég að fara á stúfana og athuga hvort ég fyndi ekki fólk sem gæti
horft til baka og fundið eitthvað gott við þennan tíma síðan veiran skall á
heimsbyggðinni. Viti menn, jákvætt fólk fannst sem var til í að segja sínar sög-
ur. Sumir létu gamla drauma rætast, aðrir fengu nýja og betri vinnu, ein
skellti sér í draumanámið og annarri fannst gott að njóta samverunnar með
fjölskyldu og hægja á hröðum takti lífsins. Viðmælendur minntust á að þeir
fyndu til þakklætis. Fólk var þakklátt fyrir góða heilsu, að fólkið þeirra hafi
ekki veikst, að fá nýja vinnu eða halda þeirri gömlu og að vera meira með fjöl-
skyldunni.
Kannski er málið að slökkva á fréttum í nokkra daga, setjast út í sólina með
góðan kaffibolla, horfa yfir síðasta eina og hálfa árið og hugleiða. Mögulega
gætum við flest fundið eitthvað gott. Ég veit fyrir mitt leyti að ég kann miklu
betur að meta fallega landið mitt eftir að hafa ferðast víða innanlands. Sólin
skín í heiði, fuglarnir syngja, eldgosið gleður augað og lífið heldur áfram sama
hvað.
Viðhorfið skiptir öllu. Kannski eigum við að gera eins og gaurinn á kross-
inum, raula gott lag og horfa bara á björtu hliðarnar.
Björtu hliðarnar
á hörmungartíð
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’
Kannski er málið að
slökkva á fréttum í
nokkra daga, setjast út í
sólina með góðan kaffibolla,
horfa yfir síðasta eina og
hálfa árið og hugleiða.
Guðný Eiríksdóttir
Ég eyddi meiri tíma með fjölskyld-
unni. Það var jákvætt.
SPURNING
DAGSINS
Hvað er
jákvætt við
kórónu-
veiru-
tímabilið?
Ólafur Haukur Matthíasson
Ég útskrifaðist sem stúdent vegna
fjarkennslu.
Rita Afonso
Fjölskyldan hefur orðið nánari og
fólk sýnir meiri samkennd.
Magnús Steindórsson
Ég hef ferðast meira innanlands og
verið meira með fjölskyldunni. Svo
hafa Íslendingar loksins lært að
standa í röð.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndirnar tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Hvað ertu að sýsla í góða veðrinu?
Hljómsveitarliðsmenn úr Minua voru að koma til landsins í
gær. Við vorum að koma úr gönguferð á Klambratúni en erum
komnir inn úr sólinni til að æfa.
Segðu mér frá Minua?
Hún var stofnuð 2013 í Basel í Sviss þar sem ég bjó í nokkur
ár þegar ég var í námi. Við erum þrír í Minua, ég, Luca sem
spilar á gítar eins og ég og Fabian sem spilar á bassaklarin-
ett. Við semjum mikið saman en ég sem þó kannski mest.
Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni ykkar?
Hún er mjög róleg og myndræn, undir áhrifum frá djassi,
klassískri tónlist, kvikmyndatónlist og mínímalískri tilrauna-
tónlist.
Ertu búinn að túra mikið um Evrópu?
Já, ég hef spilað á fjögur hundruð tónleikum í ellefu löndum. Ég
bjó í Sviss í fimm ár og svo í Berlín í þrjú ár og var þar í alls konar
verkefnum og var að spila mikið víða.
Ertu þá nýfluttur heim?
Ég flutti heim fyrir tveimur árum. Ég hef verið sjálfstætt starfandi
síðan ég kláraði námið. Maður hefur verið að ströggla en það hefur
alltaf gengið upp einhvern veginn. Við erum að fara að gefa út nýja
plötu 20. ágúst sem heitir Simulackra. Hún kemur út á kassettu og
stafrænt.
Á einhver kassettutæki í dag?
Já, það hefur heilmikið selst í forsölu þannig að fólk virðist enn eiga
kassettutæki.
Hvað ætliði að spila á sunnudaginn?
Við erum að vinna í því; það verður í bland nýtt efni og eldra.
Rólegt og
ljóðrænt
KRISTINN SMÁRI KRISTINSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Tónlistamaðurinn Kristinn Smári Kristinsson er með tónleika ásamt hljómsveit sinni
Minua í Flóa í Hörpu sunnudaginn 15. ágúst klukkan 16. og er ókeypis inn. Einnig
verða dúett tónleikar í Mengi þann 20. ágúst kl. 20.30. Upplýsingar eru á mengi.is.