Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin,
Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes
Þ
órólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði í viðtali á Bylgj-
unni að tímabært væri að
reyna að ná fram hjarðónæmi í land-
inu með því að láta veiruna ganga
fram. Hann sagði síðar að fjölmiðlar
hefðu mistúlkað orð sín, þótt orð hans
hafi verið nokkuð afdráttarlaus og
ekki gefið neitt rúm til túlkunar.
Á Landspítalanum eru alls konar
læknar, en Stefán Hrafn Hagalín,
spunalæknir spítalans, játaði að
hann hefði verið óvarkár í orðum
þegar hann varaði starfsfólk við að
svara blaðamönnum, sem hann kall-
aði skrattakolla.
Breytt staða í þróun faraldursins
kallar á nýja nálgun, sagði Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra og
það virtist vera samhljómur um það í
ríkisstjórninni. Sem sagt að eðli far-
aldursins hefði breyst við bólusetn-
ingu þorra þjóðarinnar, þar sem fáir
veiktust alvarlega þrátt snaraukin
smit af völdum Delta-afbrigðis kór-
ónuveirunnar.
Sama staða virðist blasa við yfir-
stjórn Landspítalans, en Páll
Matthíasson forstjóri hans segir
spítalann vel hafa bolmagn til þess
að takast á við bylgjuna.
Aftur á móti reyndist örðugra að
halda uppi æ flóknari sóttvörnum á
landamærunum, þar sem tæknin
hefði ekki haft undan fjöldanum,
sem til landsins kom. Eins og sást á
því að aðvífandi ferðamönnum var
gert að forskrá sig til þess að fá út-
gefið strikamerki til þess að komast
inn í landið. Það var þó ekki skimað
inn í Leifsstöð, heldur létu dyraverð-
ir á vegum Isavia sér nægja að skoða
þau með eigin augum.
Hafist var handa við að rífa leg-
steinahús Páls á Húsafelli, en deilur
hafa staðið milli hans og nágranna
hans um það árum saman. Á síðustu
stundu náðist þó samkomulag um að
það fengi að standa.
. . .
Svo virðist sem fjórða bylgjan (eða
fimmta eftir því hvernig sóttvarna-
yfirvöld vilja telja þann daginn) sé í
rénun, þótt fullsnemmt þætti að slá
nokkru föstu um það.
Fram kom að fjórir af þeim sex Covid-
sjúklingum, sem hefðu verið í gjör-
gæslu í þessari bylgju, hefðu verið
óbólusettir. Í ljósi þess að ekki er
meira en 7% fólks sextán ára og eldra
óbólusett, er það nokkuð afdráttarlaus
vísbending um nytsemi bólusetninga.
Kári Stefánsson segir að hjarð-
ónæmi myndist ekki fyrr en um 75-
80% þjóðarinnar hafi smitast af kór-
ónuveirunni. Hann telur að það muni
gerast á 1-2 árum. Læknar á Land-
spítala taka í sama streng og telja að
það geti gerst án verulegra áfalla,
enda sé vörnin af bóluefninu mikil.
Fjögur banaslys hafa nú orðið hjá
útivistarfólki það sem af er sumri, en
18 ára gömul frönsk stúlka hrapaði
niður bratta hlíð á göngu um Súlur í
Stöðvarfirði á sunnudag.
Eigendur atvinnuhúsnæðis, sérstak-
lega verslunarhúsnæðis, eru ekki
ánægðir með hækkun á fasteigna-
mati, sem ekki taki neitt tillit til
teknanna af því, heldur aðeins ætl-
uðu söluverði. Tekjur af verslunar-
húsnæði hafa víða lækkað mjög
mikið í kórónukreppunni.
Íslendingar eru almennt ekki gefnir
fyrir pöddur og skorkvikindi, en hins
vegar telur Rúna Þrastardóttir
dýralæknir skordýrarækt vera álit-
lega búgrein, bæði til manneldis og
fóðurgerðar.
Latifa prinsessa af Dúbaí (sem ekki
er sú sama og Latifah drottning af
New Jersey) kom til Íslands til að
skoða eldgosið, en hún er laus úr
stofufangelsi fjölskyldu hennar,
sem sagt var frá í fréttum fyrr á
árinu.
Ríkisútvarpið (Rúv.) virðist hafa
áttað sig á umbreytingum í fjar-
skiptum undanfarna tvo áratugi, en
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tel-
ur til greina koma að annars konar
dreifikerfi verði reist og rekið af
öðrum.
Þóri Guðmundssyni, fréttastjóra
Stöðvar 2, var sagt upp störfum.
Jónas Þórir Þórisson, kristniboði og
fv. framkvæmdastjóri Hjálparstarfs
þjóðkrikjunnar, lést 77 ára að aldri.
. . .
Þrátt fyrir að hafa nokkrum dögum
fyrr kynnt breytta stöðu kórónu-
veirufaraldursins kynnti ríkis-
stjórnin óbreyttar sóttvarna-
ráðstafanir í vikunni. Þær voru
framlengdar um tvær vikur þótt ekki
sé vitað um fleiri útihátíðir í sumar,
sem sóttvarnalæknir er á móti.
Til þess að mæta því kynnti ríkis-
stjórnin áform um umfangsmiklar
aðgerðir til þess að efla skapandi
greinar.
Páll Matthíason, forstjóri Land-
spítalans, segir ástæðulaust að óttast
að spítalinn standist ekki álagið í
bylgjunni. Vandræði upp á síðkastið
hafi aðallega stafað af sumarleyfum
og hefðbundnum sjúkdómum, Co-
vid-19 hafi ekki leikið þar sérstakt
hlutverk.
Laugardalshöll kann að vera lokuð
íþróttastarfi fram á næsta ár, ekki þó
vegna faraldursins, heldur vegna
viðhalds hennar og endurtekinna
vandræða við útboð Reykjavíkur-
borgar á lýsingu.
Þrátt fyrir áhyggjur af ferðaþjónust-
unni í kórónukreppunni, nú eða
kannski einmitt vegna þeirra,
ákváðu flugumferðarstjórar að
boða til vinnustöðvana.
Nú er minnsta atvinnuleysi síðan í
febrúar 2020, en í júlí mældist það
6,1% á landinu öllu. Það var að vanda
mest á Suðurnesjum eða 10,9% en
þar hefur þó verulega dregið úr því
upp á síðkastið.
. . .
Framhaldsskólar verða flestir settir í
næstu viku, en við blasir að skóla-
starfið mun litast af ákvörðun stjórn-
valda að framlengja sóttvarnaráðstaf-
anir um tvær vikur. Að vonum er
þungt hljóð í nemendum vegna þessa,
sem hafa orðið fyrir mikilli truflun á
námsferlinum undanfarin tvö skólaár
og hið þriðja að hefjast.
Umboðsmaður Alþingis telur að
starfsmönnum Tryggingastofnunar
ríkisins beri að undirrita ákvarðanir
stofnunarinnar, svo ábyrgðin á þeim
sé ljós. Það hefur ekki tíðkast þar
sem fyrir hefur komið að starfsfólk
sé áreitt eða því hótað vegna ákvarð-
ana, sem skjólstæðingar stofnunar-
innar fella sig ekki við.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir telur að veikindi af völdum kór-
ónuveirunar réttlæti áframhaldandi
sóttvarnaaðgerðir, þótt þau séu
fátíð.
Icelandair er krafið um 829 milljóna
króna bætur vegna skemmda, sem
starfsmaður þess vann á breskri
flugvél, og tekjumissi af þeim sökum.
Starfsmaðurinn ók á vélina, sem
hann átti að ferma mat og drykk, en
hann reyndist réttindalaus.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
vegna alþingiskosninganna í haust
er hafin. Á höfuðborgarsvæðinu mun
hún fara fram í Smáralind og Kringl-
unni.
Fótboltaáhugamenn tóku gleði sína
á ný þegar enski boltinn hóf aftur
göngu sína. Hann verður með fjör-
legra yfirbragði en á síðustu leiktíð,
enda eru áhorfendur velkomnir á
pallana aftur.
Sósíalistaflokkurinn, sem aðhyllist
sameignarstefnu, fór þess á leit við
Ríkisútvarpið að fá ókeypis auglýs-
ingar í miðlinum fyrir kosningar.
Flokkurinn telur það sjálfsagt enda
nánast formsatriði að hann komist á
spenann hjá skattgreiðendum.
. . .
Virkum smitum fækkaði um 55 og
stærðfræðin virtist loks rifjast upp
fyrir læknum, sem hættu allt í einu
að tala um veldisvöxt faraldursins og
tóku að ræða línulegan vöxt. Allt
mjög traustvekjandi.
Landspítalinn ákvað að umbuna
starfsfólki sínu sérstaklega vegna
álags, en spítalinn hefur sveiflast af
varúðarstigi yfir á hættustig af
minnsta tilefni. Það verður gert með
aukatímagreiðslum í yfirvinnu.
Eyja- og Miklaholtshreppur hefur
ákveðið að taka upp sameiningar-
viðræður við Snæfellsbæ.
Tillögum um að Kolbrún Baldurs-
dóttir, borgarfulltrúi Flokks fólks-
ins, tæki sæti í neyðarstjórn Reykja-
víkur var vísað frá á fundi
borgarráðs.
Píratar ákváðu að fresta aðalfundi
sínum vegna smits, en hyggjast
funda á Vogi (á Fellsströnd) í næstu
viku í staðinn.
Allt breytt
og engu breytt
Mynd og hljóð fóru ekki alltaf saman hjá stjórnvöldum í vikunni þegar gerbreyttri stöðu í faraldrinum var svarað með
óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum. Sumir ráðherrarnir voru víst öskureiðir en sögðu ekkert.
Morgunblaðið/Eggert
8.8.-13.8.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is