Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Page 12
KÓRÓNUVEIRAN
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021
Ég gerðist flugþjónn hjá Icelandair árið
2014 og á svipuðum tíma fór ég að
brugga. Það byrjaði þannig að ég labb-
aði inn í bílskúr til pabba þar sem hann var að
brugga og ég varð strax alveg dolfallinn. Hann
var þá nýbyrjaður og hafði keypt byrjenda-
pakka. En svo tók ég við af honum og nú finnst
honum bara skemmtilegra að drekka bjórinn,“
segir Ragnar og hlær.
Atvinnulaus í tónlist
„Þetta varð stærsta áhugamálið og varð strax
hluti af lífinu. Mig dreymdi fljótlega um að
opna mitt eigið brugghús. En svo varð ekkert
úr því; ég var auðvitað í vinnu og svo eignaðist
ég barn,“ segir Ragnar en hann starfaði sem
flugþjónn alveg þar til í fyrra.
„Ég fór líka í flugnám og er kominn langt,
en hef sett það á pásu núna í Covid. En flug-
þjónsstarfið var mjög skemmtilegt. Ég er líka
mikið í tónlist og rek stúdíó og sem mína eigin
tónlist. Það fór vel með flugþjónsstarfinu því
það eru oft frídagar inn á milli. Svo var auðvit-
að gaman að sinna bjóráhugamálinu með því
að þræða brugghúsin í stoppum í Ameríku. Ég
nýtti vel öll stoppin og kom oft heim með
spennandi bjór,“ segir Ragnar.
„Við vorum um 96% af freyjum sem fengum
svo uppsagnarbréf í mars í fyrra, en ég missti
ekki endanlega vinnuna fyrr en í ágúst. Það var
mjög óraunverulegt að vera án vinnu. Þá sneri
ég mér að tónlistinni en ég er með hljómsveit-
ina Draumfarir og ég fór að einbeita mér að
tónlistinni, en við höfðum verið með lög í Euro-
vision. Ég er að vinna með tónlistarmanninum
Birgi Steini Stefánssyni, en hann var líka flug-
þjónn og missti líka vinnuna. En maður lifir
ekki hátt af þessari vinnu,“ segir Ragnar.
„Ég hafði eitthvað fyrir stafni en ekkert fast
og litlar tekjur.“
Að vinna við áhugamálið
Það var svo einn góðan veðurdag að Ragnar sá
auglýsingu sem vakti áhuga hans. Hann hafði
þá verið án vinnu allan veturinn.
„Það var auglýsing á heimabruggarasíðu á
Facebook þar sem óskað var eftir bruggmeist-
ara í brugghús. Ég sótti bara um enda farinn
að leita mér að vinnu og þetta hljómaði full-
komið. Mig hafði lengi dreymt um að vinna við
þetta, að vinna við áhugamálið. Ég sótti um og
fékk starfið og það myndaðist strax góður vin-
skapur á milli míns og samstarfsfélaganna
Liljars Más Þorbjörnssonar og Ragnheiðar
Eyjólfsdóttur, en þau reka brugghúsið Og nat-
ura, sem er undir fyrirtækinu Íslenskri holl-
ustu. Svo var svo mikil sigling í brugghúsinu
að það vantaði einhvern til að sjá alfarið um
bjórinn,“ segir Ragnar og segist hafa verið
hent beint í djúpu laugina.
„Það var svolítið stökk að fara úr tuttugu lítr-
um í bílskúrnum yfir í sex hundruð lítra á fyrsta
vinnudeginum. Ég hélt ég að ég væri bara að fara
að skoða tækin og læra á þetta þennan fyrsta
dag, en þá þurfti ég strax að brugga bjór sem átti
að fara í Vínbúðina, gerðan eftir uppskrift frá
mér,“ segir Ragnar sem lærði fljótt á tækin.
„Bjórinn heitir Dögg en ég kom inn í þeim
tilgangi að þróa uppskriftir, brugga bjórinn og
koma þeim á flöskur. Það geta allir lært að
brugga bjór en svo er málið að gera hann góð-
an. Þetta er heilmikil tækni og vísindi, og svo
þarf að hafa ástríðuna.“
Það þurfti faraldur til
Ertu ánægðari í starfi núna en þú varst sem
flugþjónn?
„Þetta er allt öðruvísi. Hjá Icelandair var
alltaf skemmtilegt í vinnunni en hér finnst
mér ég ekki vera í vinnunni því þetta er svo
mikið áhugamál. Ég fæ að vinna við áhuga-
málið og finnst ég vera á hárréttum stað. Ég
væri aldrei hér ef ekki hefði komið Covid,“
segir Ragnar.
„Næsti draumur er að opna bar samhliða
brugginu og er það á planinu,“ segir Ragnar og
segir þau hjá Og natura nú selja þrjár gerðir af
bjór í sumar og fleiri í bígerð með haustinu.
Hvaða lærdóm hefurðu dregið af þessu kór-
ónuveirutímabili?
„Ég myndi segja að ég hafi lært að maður
eigi ekki að bíða með hlutina. Ekki bíða með að
fara að vinna við það sem þú hefur áhuga á.
Það þurfti faraldur til að ég léti verða af því.
Maður á að stökkva á tækifærin og láta
draumana rætast.“
Ekki bíða með
hlutina
Bruggarinn Ragnar Már Jónsson er kominn á rétta hillu.
Hann fær nú að vinna alla daga að helsta
áhugamálinu og gæti ekki verið sáttari.
Ragnar Már missti vinnuna sem flugþjónn en vinnur nú sem bruggari hjá Og natura og er alsæll.
Morgunblaðið/Ásdís
Kórónuveiran hefur sannarlega haft mikil áhrif á kennslu
og hafa bæði kennarar og nemendur þurft að aðlagast
breyttum aðstæðum.
„Ég hef kennt við Háskólann í Reykjavík í tuttugu ár og finnst
það alltaf jafn gaman. Þetta er mín köllun, að miðla efni til nem-
anda. Ég vil að nemendur mínir hugsi um fólkið sem kemur til með
að taka við kerfunum sem við búum til og er svo viss um að mín að-
ferðarfræði sé sú rétta,“ segir tölvunarfræðingurinn Marta Kristín.
Kenndi sama efnið fjórum sinnum
„Frá því ég byrjaði að kenna árið 2000 höfum við alltaf verið
með fólk í fjarnámi. Þannig að fyrirlestrarnir mínir hafa alltaf
verið teknir upp og þeir settir á netið stuttu síðar. Það hefur
nýst bæði fólki í staðnámi og fjarnámi,“ segir Marta og segir að
þegar Covid skall á hafi lítið verið um staðnám og því hafi
reynsla síðustu áratugina af fjarnámi komið sér vel.
„Síðastliðið haust barðist ég fyrir því að nemendur fengju að
koma aðeins í skólann. Hinir kennararnir vildu margir hafa nám-
ið alveg í fjarnámi en ég vildi að nemendur myndu fá að sjá aðeins
framan í hvort annað. Ég lagði því á mig að kenna sama fyrirlest-
urinn fjórum sinnum vegna takmarkana sem voru við lýði,“ segir
hún og segir marga nemendur hafa verið þakkláta fyrir það.
„En mest var kennt í fjarnámi og það gekk vel því þetta var
ekki glænýtt fyrir okkur.“
Fjarfundir á jafnréttisgrundvelli
Marta segir það jákvætt við kórónuveirutímabilið að hafa til-
einkað sér ný vinnubrögð.
„Ég setti heimapróf fyrir nemendur sem var nýtt og var ég
frekar stressuð yfir því, en það gekk miklu betur en ég þorði að
vona. Ég lærði þá að framkvæma þannig próf og kannski hentar
þetta sumum nemendum betur. Við komum ábyggilega til með
að vera með meiri sveiganleika í framtíðinni í náminu hjá okkur,
því við höfum lært ýmislegt síðastliðið ár. Svo fannst mér já-
kvætt að vinna heima, en ég hafði auðvitað notað Teams og
Skype í tíu, fimmtán ár þannig að það var ekki alveg nýtt. En það
sem gerðist var að mér fannst ég vera á meiri jafnréttis-
grundvelli þegar ég fundaði með fólki til dæmis í Bretlandi, því
nú voru allir heima hjá sér á fjarfundi, en þau ekki öll saman á
fundi og ég ein á fjarfundi. Mér fannst ég ekki eins einangruð því
nú var þetta jafnara fyrir alla,“ segir hún og bætir við að starfinu
hafi fylgt ferðalög sem nú hafa dottið niður í eitt og hálft ár.
„Ég fór að jafnaði erlendis einu sinni í mánuði á fundi eða
ráðstefnur. Nú hef ég ekkert farið og finnst það mjög þægilegt.
Ég er orðin 58 ára og hef prófað þetta allt saman og finnst
ferðalögin stundum svolítið þreytandi. Þetta er rask og truflar
svefninn, þó oft sé gaman að hitta fólk. En ég var alveg til í
þessa pásu frá ferðalögum.“
Dýrindismatur á hverju kvöldi
Marta á þrjú börn og búa tvö þeirra yngri heima, Guðrún Ýr og
Valur, átján og 21 árs. Elsti sonurinn Lárus hefur búið í Lyon í
Frakklandi í nokkur ár þar sem hann útskrifaðist sem kokkur
vorið 2020. Þar kynntist hann kærustu sinni Marie, sem einnig
er kokkur og útskrifaðist frá sama skóla á sama tíma.
„Þau ákváðu um haustið 2019 að ráða sig tímabundið á skíða-
hótel í frönsku ölpunum. Svo lokaði auðvitað þetta skíðahótel
um miðjan mars 2020, aðeins fyrr en gert var ráð fyrir, og þá
var enga vinnu að fá. Þau voru spennt fyrir að fara að nota sína
menntun en það var allt lokað í Frakklandi. Þau fluttu þá í gam-
alt fjölskylduhús í fjölskyldu Marie um hríð en ákváðu svo að
koma til Íslands í júní í fyrra og sjá til hvað myndi gerast. Lár-
us fékk strax vinnu á Kaffi Vest og Marie um haustið á Matbar.
Þannig að þau bjuggu hér hjá okkur í kjallaranum og þegar lok-
anir voru á veitingastöðum var ekki mikil vinna hjá þeim, en
þau þurftu að fá útrás fyrir að elda. Þannig að þau eldaðu bara
hér! Það var dásamlegt að hafa tvo franskmenntaða kokka á
heimilinu,“ segir hún og brosir breitt. Í heilt ár bjó því unga
parið í kjallaranum en þau eru nú nýflutt út. Marta dásamar
þennan tíma og segir yndislegt að hafa fengið að kynnast
tengdadóttirinni svona vel. Ekki skemmdi fyrir að fá dýrind-
ismat nánast á hverju kvöldi.
Þakklæti efst í huga
Þegar þú horfir til baka, hvað er jákvæðast við kórónuveiru-
tímabilið?
„Ég horfi til þessa tímabils með þakklæti og jákvæðni. Ég er
þakklát fyrir að enginn náin mér veiktist, en ég hafði mestar
áhyggjur af aldraðri móður minni,“ segir Marta.
„Mér fannst ég hafa haft þörf fyrir að hægja aðeins á. Þetta
er í raun spennandi alheimstilraun, að láta okkur njóta aðeins
betur að vera heima hjá okkur. Það er fín hvíld að þurfa ekki
að ferðast. Stundum fannst mér líka aðeins of mikill hraði í líf-
inu og gott að takturinn er nú hægari en áður. Nú nýt ég betur
litlu hlutina og hversdagsleikans. Ég naut mikið áhugamál-
anna, bæði hestamennskunnar og að fara í fjallgöngur, og
þessi áhugamál gat ég stundað ótrauð, þrátt fyrir takmark-
anir. Ég fór líka að kunna betur að meta atvinnuöryggið. Ég
hef aldrei verið eins þakklát fyrir það eins og nú að vera í
starfi sem mér finnst ótrúlega spennandi og að það sé nokkuð
öruggt að ég fái að halda því. Þannig að eitt af því sem ég hef
fengið út úr þessu tímabili er þakklæti. Bæði vegna vinnunnar
en ekki síður vegna sambands míns við krakkana mína og
tengdadóttur. Við vorum oftast sex saman hér heima, tengslin
okkar efldust og mér fannst stundum eins og við værum öll
sex saman í heimsreisu.“
Eins og að vera í heimsreisu
Marta Kristín Lárusdóttir, dósent hjá
Háskólanum í Reykjavík, segist sjá margt
jákvætt við kórónuveirutímabilið. Aukin
samvera með fjölskyldu, minni ferðalög
og hægara líf hentar henni vel.
Marta Kristín segist hafa haft þörf fyrir að hægja aðeins á og kór-
ónuveirutímabilið hafi því að mörgu leyti verið pása frá hrað-
anum. Hún segist líka hafa eflt samband sitt við fjölskylduna.
Morgunblaðið/Ásdís