Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021 LESBÓK Vinsamlegast pantið tíma hjá ráðgjafa í síma 580 3900 Fastus ehf. | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I fastus.is fastus.is Agility Föhr 4 FUHR Super 8 Mini Comfort RAFSKUTLUR BÓLA Það kom fram í grein New York Times á dög- unum að einstaklingur sem boðin var bólusetning við Covid í vetur hefði áhyggjur af aukaverkunum vegna kvikmyndarinnar I Am Legend. Í myndinni, sem kom út árið 2007, leikur Will Smith mann sem er sá eini í New York-borg sem lifði af veirufaraldur og er þar enn. Veiran var búin til til að nota í lyf gegn krabba- meini en braust út meðal almennings, drap stærstan hluta þess en breytti mörgum í uppvakninga sem fara einungis á stjá að nóttu til og ráðast á þá sem verða á vegi þeirra. Handritshöfundur myndarinnar, Akiva Goldsman, fór á Twitter í vikunni í kjölfar fréttanna og sagði: „Guð minn góður. Þetta er kvikmynd. Ég skáldaði þetta. Þetta er ekki raunverulegt.“ „Ekki raunverulegt“ Golds- man var hneyksl- aður. AFP KVIKMYNDIR Svo virðist sem kvikmyndageirinn í Bandaríkjunum sé stiginn inn í nýjan veruleika vegna kórónuveirufaraldursins og aukinna vin- sælda streymisveitna. Kvikmyndinni Suicide Squad hefur ekki gengið vel í kvikmyndahúsum vestanhafs síðan hún kom út á dögunum en það skiptir kannski ekki máli þar sem stór hluti tekna bíóhúsanna kemur nú frá streymisveitum. Myndin fór einmitt á HBO Max, streymisveitu AT&T, um leið og hún kom út í bíóhúsum. Sem dæmi má nefna að Disney fær nú hærri tekjur frá streym- isveitu sinni Disney+ en það fékk á ári hverju frá miðasölu fyrir faraldurinn. Þá fær Netflix hærri tekjur af áskriftum en nokkurt stúdíó af miðasölu. Breytt landslag Leikarahópur Suicide Squad samankominn. AFP Appelgate bað fólk að virða einkalíf hennar í kjölfar tilkynningarinnar. Greindi frá greiningunni VEIKINDI Leikkonan Christina Appelgate tilkynnti á Twitter á dögunum að hún hefði greinst með MS-sjúkdóminn. Appelgate, sem gerði garðinn frægan í Anchorman árið 2004, leikur nú aðalhlutverkið í Netflix-þáttunum Dead to Me. Hún er einnig einn framleiðenda þátt- anna. Appelgate sagði á Twitter að hún hefði greinst fyrir nokkrum mánuðum. „En ég hef verið studd af fólki sem ég veit að hefur einnig þessa greiningu,“ sagði hún. Þetta er ekki fyrsta barátta Appelgate við alvarlegan sjúkdóm en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2008 sem hún vann bug á. E f gáfuðum lífverum frá ann- arri plánetu yrði leyft að horfa á nokkrar vinsælar kvikmyndir frá jörðu myndu þær líklega halda að konur séu mun færri en karlar, að minnsta kosti ómerkilegri. Staðreyndin er ein- faldlega sú að konur eru talsvert minna sýnilegar í kvikmyndum en karlar og séu þær sýnilegar þá er tilgangur þeirra oft einungis að styðja við sögu karlmannsins sem er í aðalhlutverki. Rannsókn sem gerð var árið 2014 sýndi að 31% titlaðra hlut- verka í Bandaríkjunum fóru til kvenna á árunum 2010-13 og 23% kvikmynda höfðu kvenkyns sögu- hetju í aðal- eða aukahlutverki. Þá leikstýrðu konur aðeins 7% kvik- mynda á þessum árum. Önnur rannsókn sýndi að meðal vinsælla kvikmynda í Bandaríkjunum frá árinu 1929 til 2015 talaði kona mest í aðeins 22% þeirra. Þá var aðeins ein mynd af 26 sem vann til Ósk- arsverðlauna fyrir bestu mynd á árunum 1991-2016 þar sem konur töluðu meira en karlar. Standast ekki prófið Allt er þetta nokkuð einkennilegt ef sú staðreynd er höfð að leið- arljósi að konur eru um það bil jafnmargar og karlar (raunar að- eins fleiri) í Bandaríkjunum. Sömu sögu má segja um fjölda kvenna samanborið við karla meðal þeirra sem gera sér leið í kvikmyndahús þar í landi. Þá benda rannsóknir til þess að konur og karlar tali að meðaltali jafnmikið svo ekki ætti það að hafa áhrif á kvikmyndagerð- ina. Í aðdraganda Óskarsverð- launanna árið 2018 gerði BBC rannsókn sem sýndi að aðeins 49% kvikmynda sem unnið höfðu til Óskarsverðlauna sem besta mynd frá því verðlaunin voru fyrst veitt stóðust svokallað Bechdel-próf. Bechdel-prófið hefur á síðustu árum orðið sú mælistika sem helst er horft til þegar skoðaður er sýni- leiki og framsetning kvenna í kvik- myndum. Það átti þó aldrei að fara svo enda var prófið, eða „reglan“ eins og það var kallað þá, fyrst sett fram í myndasögu Alison Bechdel, Dykes to Watch Out For, árið 1985. Hugmyndin af reglunni á að hafa komið frá Liz Wallace, vikonu Bechdel, og því er prófið oft kallað Bechdel-Wallace-prófið. Í myndasögunni segir frá tveim- ur konum sem ræða saman. Önnur þeirra segist aðeins fara á kvik- mynd í bíó ef myndin 1) hefur tvær eða fleiri konur, 2) sem tala saman, 3) um eitthvað annað en karlmenn. Er prófið í sömu mynd nú og það var fyrir 36 árum en gerðar hafa verið ýmsar tilraunir til að bæta við það. Dæmi um það er að gera kröfu um að konurnar í myndinni þurfi að hafa nöfn, setja lágmark á Konur skila meiri tekjum 36 ár eru liðin frá því að Bechdel-prófið, sem er mælikvarði á þátttöku kvenna í kvikmyndum, var fyrst sett fram. Konur njóta enn minna vægis en eðlilegt gæti talist í kvikmyndaiðnaðnum. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Sandra Bullock var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Gravity sem þó stenst ekki Bechdel-prófið enda fámennur leikarahópur þar á bæ. Ljósmynd/Warner Bros. Pictures

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.