Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 29
lengd samtalsins og að karlar séu
aldrei nefndir í samtalinu þar sem
talað er um eitthvað annað en þá.
Skila meira fjármagni
Árið 2014 gerði fréttasíðan Five-
ThirtyEight greiningu á kvikmynd-
um með það að leiðarljósi hvort
þær stæðust Bechdel-prófið eða
ekki. Kom í ljós að eftir því sem
leið á 20. öldina fóru fleiri og fleiri
myndir að standast prófið en eftir
aldamótin hafði hlutfallið haldist í
kringum 50%. Megináhersla grein-
ingarinnar var að skoða myndirnar
með tilliti til fjármagns sem veitt
var í þær og þeirra tekna sem þær
öfluðu.
Myndir frá árunum 1990 til 2013
sem stóðust prófið höfðu miðgildi
fjármagns sem var 16% lægra en
miðgildi allra myndanna sem skoð-
aðar voru. Áhugaverðast var þó að
myndir sem stóðust fyrsta skilyrði
prófsins fengu mest fjármagn,
myndir sem stóðust ekkert næst-
mest en myndir sem stóðust öll
skilyrðin minnst. Auðveldara var
því að fá fjármagn í kvikmyndir
með tveimur konum en færri en
aðeins ef þær töluðu ekki við hvor
aðra. Þetta eru myndir þar sem
konur leika til dæmis eiginkonu að-
alsöguhetjunnar eða „stúlku í
neyð“ (e. damsel in distress).
Hin hefðbundna útskýring á
þessu ójafnvægi hefur verið að
áhorfendum líki einfaldlega betur
við myndir þar sem karlar eru í
meginhlutverki. Þeim myndum
gangi betur í kvikmyndahúsum og
því fái þær mest fjármagn. Gögnin
renna þó ekki stoðum undir þessar
staðhæfingar.
FiveThirtyEight skoðaði hve
miklu fjárfesting í kvikmynd skilaði
þegar horft er til Bechdel-prófsins.
Sýndi greiningin að myndir sem
standast prófið skila meiri tekjum
á hvern dollara sem fjárfest er í
þær í Bandaríkjunum og Kanada.
Á því svæði skili fjárfestingin
meira eftir því sem fleiri skilyrði
prófsins eru uppfyllt. Utan Norður-
Ameríku sýndi rannsóknin ekki að
munur væri á því hverju hver doll-
ari skilaði í tekjum eftir því hvort
myndir stóðust prófið eður ei.
Ekki fullkomið próf
Eðli málsins samkvæmt hefur
Bechdel-prófið sætt gagnrýni enda
langt frá því að vera fullkomið tæki
til greiningar á því hvort mynd
varpi ljósi á raunverulegt líf
kvenna eður ei. Kvikmyndir þar
sem konur eru hlutgerðar geta
staðist prófið. (Tónlistarmynd-
bandið við lagið Baby Got Back
með Sir Mix-a-Lot verður seint lof-
að fyrir að hampa margbreytileika
kvenna en stenst prófið því tvær
konur tala um rassinn á annarri í
upphafi myndbandsins). Þá getur
verið að mynd þar sem kona er í
aðalhlutverki standist ekki prófið
einfaldlega því það eru svo fáir
karakterar í myndinni (til dæmis
myndin Gravity sem hefur aðeins
tvo karaktera sem birtast áhorf-
endum).
Raunar á Bechdel-prófið ekki að
vera mælikvarði á það hvort ein-
stök kvikmynd er góð eða ekki.
Það er ekkert að mynd einungis
vegna þess að hún fjallar aðeins
um karla eins og það er ekkert að
mynd því hún fjallar eingöngu um
konur. Prófinu er hins vegar ætlað
varpa ljósi á það misræmi sem er
til staðar í kvikmyndaiðnaðinum í
heild sinni og hvernig hann end-
urspeglar ekki raunveruleikann.
Hver og ein einasta mynd þarf
ekki að standast prófið þó að fleiri
myndir þurfi að gera það.
Þótt greiningin sem rædd var
hér að ofan sýndi að hlutfall þeirra
mynda sem standast prófið hafi
ekki aukist frá því um aldamót eru
teikn á lofti um að tímarnir séu
hægt og bítandi að breytast. Gögn
frá bechdeltest.com sýna að hlut-
fallið er að aukast og stóð í tæp-
lega 70% mynda árið 2019. Þá hafa
stór kvikmyndastúdíó í auknum
mæli stólað á konur í aðal-
hlutverkum, nú siðast Disney í of-
urhetjumyndinni Black Widow.
Betur má þó ef duga skal og
væri óskandi ef konum muni fjölga
í hátt settum stöðum innan kvik-
myndageirans og meðal handrits-
höfunda og leikstjóra á komandi
árum og við sjáum fleiri sögur með
konum í stórum hlutverkum í fram-
tíðinni.
Kvikmyndin Bridesmaids stenst
Bechdel-prófið með prýði og er
ein af fáum vinsælum myndum
sem standast ekki öfugt Bechdel-
próf, þ.e. engir karlar tala saman í
myndinni um annað en konur.
Ljósmynd/Universal Studios
15.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Njóttu þess að hvílast
í hreinum rúmfötum
Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Við þvoum og pressum rúmfötin
- þú finnur muninn!
FRAMHALD Nýsjálenski leikstjórinn
Taika Waititi vinnur að framhaldsmynd af
einni af hans vinsælustu myndum. Waititi
er einn sá heitasti í kvikmyndaiðnaðinum
um þessar mundir. Hann leikstýrði og
skrifaði handritið að myndinni Jojo Rabbit
sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta
handrit byggt á öðru efni í fyrra. Ein vin-
sælasta mynd Waititi er What We Do in
the Shadows sem fjallar um nokkrar
vampírur og erfiðleika þeirra við að að-
lagast daglegu lífi. Lengi hefur verið beðið
eftir framhaldi af myndinni og segist Wai-
titi ásamt öðru vera að vinna að því.
Önnur vampírumynd í bígerð
Taika Waititi er ávallt hress.
AFP
BÓKSALA 4.-10. ÁGÚST
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Bréfið
Kathryn Hughes
2
Fimmtudagsmorð-
klúbburinn
Richard Osman
3
Sagas Of The Icelanders
Ýmsir höfundar
4
Hún á afmæli í dag
Anders Roslund
5
Birth of a Volcano
Max Milligan
6
Independent People
Halldór Laxness
7
Sagnalandið
Halldór Guðmundsson
8
Litla bókabúðin við vatnið
Jenny Colgan
9
Pure Iceland
Kristján Ingi Einarsson
10 Risasyrpa – rokkstjörnur
1 Risasyrpa – rokkstjörnur
2
Palli Playstation
Gunnar Helgason
3
Múmínsnáðinn og
Jónsmessuráðgátan
Tove Jansson
4
Kettlingur kallaður Tígur
Holly Webb
5
Snuðra og Tuðra
fara í útilegu
Iðunn Steinsd. / Lóa Hlín
6
Ég elska mig (strákur)
Agnes Marinósd. / Hanna Sif
7
Hvað veistu um Ísland?
Gauti Eiríksson
8
Depill heimsækir
afa og ömmu
Eric Hill
9
Harry Potter og viskusteinninn
J.K. Rowling
10
Stelpan sem fauk
Halla Eysteinsdóttir
Allar bækur
Barnabækur
Leshringur er skemmtilegt fyr-
irbæri. Minn leshringur telur átta
manns. Hann hittist reglulega og
efni valinnar bókar krufið. Eftir
umræður og lok hvers fundar er
sammælst um næstu bók eða bæk-
ur sem lesa skal fyrir næsta hitting.
Stundum verða gamlar sígildar
bækur fyrir valinu og stundum ný-
útkomnar bækur, öll bókmennta-
flóran kemur til greina. Það er
gaman að lesa bækur og ekki síður
gaman að eyða kvöldi í að spjalla
um efni bókanna frá mörgum hlið-
um, heyra annarra
álit. Túlkun manna á
bókum er stundum
eins og stundum
ekki. Oftast kemur
einhver í hópnum
auga á eitthvað sem
enginn tengdi við
eða áttaði sig á og
það er það skemmtilega við að
vera í leshring því þá fær bókin
svona endanlega lokun eftir lestur,
krufin til mergjar.
Næstu bækur sem leshringurinn
minn tekur fyrir er bók úr síðasta
jólabókaflóði, Snerting eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson, og svo tökum við
einnig fyrir eina sem komin er til
ára sinna, frá árinu 1961. Bókin
geymir smásagnasafn og heitir
Sunnudagskvöld til mánudags-
morguns eftir Ástu Sigurð-
ardóttur. Ein sagan í smásagna-
safninu ber sama heiti og
bókartitillinn og er talin ein af
fyrstu módernísku íslensku smá-
sögunum. Bókina las ég fyrst í MH.
Við áttum að lesa tiltekna bók og
draga hvaða smásögu við myndum
skrifa um. Ég dró söguna Í hvaða
vagni. Íslenskukennarinn, Jóhanna
Sveinsdóttir, náði svo vel að fanga
athygli mína og hafði augljóslega
sjálf miklar mætur á Ástu Sigurð-
ardóttur og hennar skrifum. Jó-
hanna heitin var frábær kennari.
Hún var sjálf rithöfundur, þýðandi á
frönsku, blaðamaður, matgæð-
ingur og bókmenntagagnrýnandi.
Hún bjó um tíma í Frakklandi og
lést þar langt um aldur fram í svip-
legu slysi aðeins 43 ára gömul.
Aftur að sögunni. Sögupersónan
er móðir sem ber tilfinningar sínar,
systurnar örvæntingu og eymd, á
borð fyrir lesand-
ann. Ásta fangaði
tilfinningar móður í
leit að barni sínu
þannig, að 40 árum
síðar man ég þessa
sögu enn þann dag í
dag, hvernig móð-
irin leitar villuráf-
andi að barninu sínu í barnavögn-
um á götum borgarinnar og von
hennar um að sjá það á ný.
Ásta Sigurðardóttir var mynd-
listarmaður, rithöfundur, grafíker
og leirlistamaður. Hún var ætíð
umdeild og mætti fordómum því
hún fór sínar eigin leiðir og stork-
aði hefðbundnum gildum sam-
félagsins. Hún varð sex barna móð-
ir en dó ung að árum, eins og
íslenskukennari minn, aðeins 41
árs að aldri.
Í vikunni var farið í kvöldgöngu í
miðbæ Reykjavíkur, um slóðir Ástu
Sigurðardóttur. Ólafur Egill Ólafs-
son leiddi gönguna og tilefnið var
að nú stendur til að sýna nýtt leik-
verk í Þjóðleikhúsinu í haust um
Ástu Sigurðardóttur og lífshlaup
hennar sem hann mun leikstýra.
Leshringurinn mun að sjálfsögðu
fjölmenna í leikhúsið. Ég hlakka
mikið til.
HAFDÍS ER AÐ LESA
Bækurnar krufnar
Hafdís Ósk-
arsdóttir er
þjónustufulltrúi
hjá Mosfellsbæ
og höfuðbeina-
og spjald-
hryggsjafnari.