Morgunblaðið - 08.09.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Um 500 manns mættu í hraðpróf við
Suðurlandsbraut í gær samkvæmt
Óskari Reykdalssyni, forstjóra
Heilsugæslunnar á höfuðborg-
arsvæðinu, en nú er boðið upp á að
fara í gjaldfrjálst hraðpróf hjá
heilsugæslunni. Óskar segir að bú-
ast megi við að það bæti í þegar
helgin nálgast. Prófin henta til dæm-
is þeim sem skulu sæta smitgát og
fólki sem hyggst sækja viðburði.
Spurður hversu mörgum þau geti
tekið á móti í það mesta, segir Óskar
þau viðbúin ansi miklu. „Við höfum
reiknað með að það gæti farið svo að
það komi tíu þúsund manns á einum
degi. Segum að það væri allt í einu
fótboltaleikur eða stórir tónleikar,
þá er þetta nú fljótt að fara upp í
þúsund, jafnvel mörg þúsund,“ segir
hann.
Önnur tegund hraðprófa, sjálfs-
próf, eru ekki tekin gild inn á stærri
viðburði og segir Óskar góða ástæðu
fyrir því. Munurinn á sjálfsprófum
og hraðprófum heilsugæslunnar er
sá að í prófum heilsugæslunnar fer
sýnatökupinninn lengra upp í nef-
holið þar sem veiran dvelur frekar.
Þannig séu því minni líkur á
fölsku neikvæðu prófi. „Þau eru ekki
alveg eins góð, en þau eru alveg
gagnleg. En þau duga ekki til þess
að útiloka veiruna jafn vel og hin
prófin,“ segir hann um sjálfsprófin.
„Best er PCR-próf, næstbest er
hraðpróf og síst er sjálfspróf.“
500 manns mættu og
tóku hraðpróf í gær
- Geta tekið við tíu þúsund manns - Betri en sjálfspróf
Morgunblaðið/Unnur Karen
Prófað Hraðpróf má nú fá gjaldfrjálst á Suðurlandsbraut fyrir viðburði.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Pawel Bartoszek, formaður skipu-
lagsráðs borgarinnar, segir uppbygg-
ingu bílakjallara á Héðinsreit skapa
tækifæri til að
fækka bílastæð-
um ofanjarðar í
hverfinu. „Það er
mín stefna að
fækka bílastæð-
um, en auðvitað er
þetta íbúðahverfi
og gera verður
ráð fyrir einhverj-
um stæðum,“ seg-
ir Pawel.
Þessi umbreyt-
ing hverfisins hafi komið til umræðu
hjá borginni.
„Við höfum rætt um það í skipu-
lagsráði að bæta göngutengingar á
þessu svæði. Það eru kannski þrjár
gönguleiðir; Mýrargata, Vesturgata
og Nýlendugata, og engin þeirra er
fullkomin fyrir gangandi og hjólandi
vegfarendur. Þannig að nú þegar
þessi íbúðabygging fer fram vil ég
fara að skoða fljótlega hvernig við
getum bætt þessar tengingar.
Ég vil hjólastíga. Ég vil skoða hvort
við getum gert upp Vesturgötuna
með því til dæmis að setja gangandi í
meiri forgang og með því að gera
hana að vistgötu eða breikka gang-
stéttir. Svo eiga hjólreiðamenn erfitt
með að fara um Mýrargötuna á sum-
um stöðum og við þurfum að skoða
leiðir til að bæta úr því.“
Bílakjallari undir reitnum
Pawel var í gær viðstaddur þegar
fyrsta skóflustungan var tekin að
rúmlega 200 íbúðum á Héðinsreit en
þar munu rísa á fjórða hundrað íbúðir
á næstu árum. Bílakjallari verður
undir reitnum sem verður aðgengi-
legur íbúum í hverfinu gegn gjaldi.
Sömuleiðis verður bílakjallari undir
fyrirhuguðu 170 íbúða hverfi í Vest-
urbugt, steinsnar frá Héðinsreit, en
nánar er fjallað um skóflustunguna í
ViðskiptaMogganum í dag.
„Þetta er svæði sem hefur verið í
skipulagi í svolítinn tíma og við erum
að gleðjast yfir þessum áfanga. Því
þetta er gott þéttingarverkefni sem
mun færa íbúa og enn meira líf í þetta
hverfi. Við stöndum hér hjá Center-
Hótel Granda og veitingastað sem
hefur hafið rekstur og svo verður
væntanlega enn meiri þjónusta hér
þegar fram líða stundir. Það er gert
ráð fyrir þjónusturýmum hér sem við
gleðjumst mjög yfir,“ segir Pawel.
Ásamt Héðinsreitnum er uppbygg-
ing hafin á svonefndum Byko-reit
(líka nefndur Steindórsreitur), gegnt
JL-húsinu, og fasteignaþróunarfélag-
ið Kaldalón hyggst hefja uppbygg-
ingu Vesturbugtar fyrir áramót.
Pawel segir fleiri þéttingarreiti til
skoðunar og nefnir sérstaklega svo-
nefndan Landhelgisgæslureit við
Vesturgötu. Rætt hefur verið um 75
íbúðir á þeim reit og að fjórða hver
íbúð verði hjá húsnæðisfélögum.
MViðskiptamogginn
Bílastæði víki fyrir grænni umferð
- Formaður skipulagsráðs boðar endurnýjun Vesturgötu, Mýrargötu og Nýlendugötu á næstu árum
- Greiða á fyrir umferð gangandi og hjólandi á kostnað bílaumferðar - Bílastæðahús rísa í hverfinu
Morgunblaðið/Baldur
Vesturgata Horft upp götuna frá gatnamótunum við Seljaveg.
Pawel
Bartoszek
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Okkur grunaði nú ekki að við vær-
um enn þá að ræða mál Fossvogs-
skóla þremur árum eftir að málið
kom upp en þetta er sagan enda-
lausa,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn,
en flokkurinn fór fram á umræðu
um mál skólans á fundi borgar-
stjórnar í gær.
Þá bárust einnig þær fréttir í gær
að tafir yrðu á vinnu við uppsetn-
ingu færanlegra kennslustofa á
skólalóð Fossvogsskóla og því mun
kennsla 2. til 4. bekkjar verða áfram
í húsnæði Hjálpræðishersins en
upphaflega stóð til að uppsetningu
yrði lokið 15. september.
Í pósti frá Reykjavíkurborg til
foreldra nemenda segir meðal ann-
ars að einingarnar séu hannaðar til
nota í heitari löndum en á Íslandi og
því sé verið að þykkja útveggi.
„Þetta er endalaus bútasaumur,“
segir Eyþór.
„Verst er hvernig hefur verið
staðið að samráði og upplýsinga-
gjöf,“ segir hann og nefnir tölvupóst
sem aðstoðarmaður borgarstjóra
sendi til stjórnenda borgarinnar og
heilbrigðiseftirlitsins þar sem fólk
var hvatt til þess að leyna málinu.
„Ég held að það hafi verið stærstu
mistökin í málinu, að viðurkenna
ekki þann vanda sem var í gangi. Ég
held að þessi yfirhylming hafi bæði
gert fólk reitt og orðið til þess að
aldrei var tekið á málinu af alvöru.“
Eyþór segir hafa verið lágt risið á
borgarstjóra á fundinum í gær og
fátt hafi verið um svör. „Við köllum
eftir að þetta mál verði skoðað til
botns.“
„Endalaus bútasaumur“
- Vinna við uppsetningu færanlegra kennslustofa við Foss-
vogsskóla tefst - Mistök að viðurkenna ekki vandann strax
Morgunblaðið/Eggert
Fossvogsskóli Uppsetning á fær-
anlegu kennslustofunum tefst.
Karítas Ríkharðsdóttir
Urður Egilsdóttir
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkis-
saksóknari gagnrýnir þá umfjöllun
um að hann hafi látið ummæli falla
um brotaþola ofbeldis en hann segist
aldrei hafa viðhaft nein ummæli.
Helgi hefur verið á milli tannanna á
fólki vegna umdeildra færslna á sam-
félagsmiðlum sem hann hefur líkað
við.
„Ég vil benda á að ég hef aldrei
haft nein ummæli uppi um nokkurn
skapaðan hlut í sambandi við þetta
mál, nema þá skýringu sem ég gaf
fjölmiðlum um helgina spurður um
viðbrögð einhverra við einhverju
„læki“ við frétt,“ segir Helgi. Málið
sem Helgi vísar til er sú umræða sem
hefur skapast eftir að Þórhildur Gyða
Arnarsdóttir steig fram í viðtali á
RÚV í lok ágúst og greindi frá kyn-
ferðisofbeldi sem hún hefði orðið fyrir
af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu
árið 2017. „Ég hef ekki haft eitt ein-
asta orð um þetta,“ segir Helgi en
Stígamót og Öfgar hafa skorað á Ás-
laugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dóms-
málaráðherra að setja Helga af vegna
færslnanna sem hann hefur líkað við.
Áslaug segir tjáningu Helga á sam-
félagsmiðlum vera vafasama. „Mér
finnst mjög vafasamt af vararíkissak-
sóknara að vera að tjá sig með þeim
hætti sem hann hefur gert á sam-
félagsmiðlum nú nýlega. Það má al-
veg gagnrýna hann fyrir það,“ segir
Áslaug.
Helgi segir að honum finnist svar
Áslaugar yfirvegað, en um misskiln-
ing sé að ræða í fréttinni, að viðbrögð
Stígamóta og annarra séu vegna um-
mæla um brotaþola. „Það er ekki rétt,
ég hef ekki sagt eitt orð um brotaþola
eða nokkurn tengdan hennar [Þór-
hildar] máli.“
Hef ekki sagt
eitt einasta orð
- Skora á ráðherra að setja Helga af
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Helgi Magnús
Gunnarsson