Morgunblaðið - 08.09.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
Bætt
hreinlæti
í nýjum heimi
Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki
www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Urður Egilsdóttir
Jökulhlaupið í Skaftá hefur nú staðið
yfir í viku en það hófst 1. september
í Vestari-Skaftárkatli. 5. september
hófst síðan hlaup í Eystri-Skaft-
árkatli.
Elísabet Pálmadóttir, náttúruvár-
sérfræðingur á Veðurstofu Íslands,
segir að hlaupið hafi haldið áfram
óbreytt í gær en rennslið hækkaði
hægt og rólega við þjóðveginn. Það
var um 560 rúmmetrar á sekúndu
við Eldvatn í gær. Við Sveinstind
hafði rennslið hins vegar lækkað ör-
lítið og var um 1.500 rúmmetrar á
sekúndu. Fundað verður um stöðu
mála í dag en gert er ráð fyrir að há-
marksrennsli verði náð í dag við
þjóðveginn að sögn Elísabetar. Gera
má ráð fyrir því að útbreiðsla
hlaupsins vaxi í byggð í sólarhring
eða meira eftir að hámarksrennsli er
náð við Eldvatn.
Mun vara í einhverja daga
„Hlaupið er aðeins öðruvísi en við
höfum áður séð þar sem það hefur
lekið svo hratt úr katlinum en nú er
að leka hægt og rólega,“ segir El-
ísabet og bætir við að enn sé töluvert
vatnsmagn eftir í katlinum. Áætlað
er að um 75 gígalítrar af hlaupvatni
hafi komið fram við Sveinstind á
fyrsta sólarhring hlaupsins. Mæl-
ingar gefa til kynna að heildarrúm-
mál eystri ketilsins hafi verið um 260
gígalítrar áður en hljóp úr honum.
Því er áætlað að aðeins um þriðj-
ungur heildarrúmmáls hlaupvatns-
ins sé nú þegar kominn fram við
Sveinstind.
Líklegasta skýringin á hröðum
vexti er sú að hlaupið úr eystri katl-
inum kemur í kjölfar hlaups úr þeim
vestari. Vatnið á því greiðari leið
undir jöklinum. Við þetta bætist að
hlaupið ýtir vatni sem fyrir er í far-
veginum úr vestari katlinum á und-
an sér.
„Þetta mun því ábyggilega halda
svona áfram í einhverja daga,“ segir
Elísabet en hlaup sem varir lengur,
ásamt hárri vatnsstöðu í upphafi
hlaups, getur orsakað meiri út-
breiðslu hlaupvatns í byggð.
Brúin stendur af sér hlaupið
Ágúst Freyr Bjartmarsson, yf-
irverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík,
telur að brúin yfir Skaftá muni
örugglega standa af sér hlaupið. „Ég
veit ekki með þá gömlu en þetta
virðast ekki vera miklar breytingar,
þetta er bara að vaxa hægt og rótt
hérna,“ segir Ágúst. Hann segir það
eftir að koma í ljós hvort það muni
flæða yfir þjóðveginn og þá sé Vega-
gerðin tilbúin til þess að loka vegum.
Töluvert vatnsmagn eftir í katlinum
- Gert ráð fyrir að hámarksrennsli náist í dag við þjóðveginn - Hlaupið mun líklega vara áfram í
einhverja daga - Jökulhlaup sem varir lengur getur orsakað meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð
Sigurður Sig-
urbjörnsson,
varðstjóri hjá
lögreglunni á
Suðurlandi,
segir að lög-
reglan sé með
sólarhrings-
vakt á svæði
og geti leitað
til Vegagerð-
arinnar ef á þurfi að halda.
„Þetta virðist nú ætla að vera
eitthvað örlítið minna en menn
bjuggust við. Við erum bara ró-
legir og bara bíðum eftir því að
sjá hvað gerist,“ segir Sigurður.
Hann segir að lögreglan hafi
þurft að vísa nokkrum erlendum
ferðamönnum af svæðinu en
annars hafi eftirlit gengið vel.
Minna en
búist var við
SÓLARHRINGSVAKT
Sigurður
Sigurbjörnsson
Morgunblaðið/Eggert
Skaftárhlaup Reiknað er með því að jökulhlaupið komi til með að ná hámarki við þjóðveginn í dag.
Lokað Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík,
segir óvíst hvort gamla brúin yfir Eldvatn muni standa af sér hlaupið.
Vatnsrennsli Hlaupið virðist minna en á árunum 2015 og 2018.
„Það er eitthvað að gerast þarna því
gas streymir upp úr gígnum, en ég
þori ekki að fullyrða hvað er að ger-
ast,“ sagði Þorvaldur Þórðarson,
prófessor í eldfjallafræði við HÍ, um
gíginn í Geldingadölum. Hegðun
gossins breyttist á fimmtudaginn
var eins og sést vel á óróaritinu. Gos-
virknin hefur verið mjög róleg síðan
þá. Glóð sást í gígnum í fyrrinótt.
„Afgösunin segir okkur að það er
kvika þarna tiltölulega grunnt og
það hlýtur að vera að koma inn fersk
kvika,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði
að það væri líkt og eitthvað tefði
kvikuna frá því að ná til yfirborðsins.
Slík fyrirstaða gæti mögulega nægt
til að stöðva gosið. Hann taldi þó
ekki orðið tímabært að afskrifa gos-
ið, sem hófst 19. mars. gudni@mbl.is
Gosórói við gosstöðvarnar á Fagradalsfjalli
Mælingar með jarðskjálftamælinum FAF, um 3 km NV við gosgíginn
Mælirinn er rekinn af Tékknesku vísindaakademíunni
(Czech Academy of Science) og ÍSOR en Náttúruvárvakt
Veðurstofunnar fær aðgang að gögnunum til vöktunar
0,5 - 1,0 Hz
1,0 - 2,0 Hz
2,0 - 4,0 Hz
Heimild: Veðurstofa Íslands
ágúst september
29. 30. 31 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
Breyttur taktur í
Geldingadalagosinu
- Gasið streymir upp úr eldgígnum