Morgunblaðið - 08.09.2021, Page 8

Morgunblaðið - 08.09.2021, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 NÝTT FRÁ Molly heimafatn úr dásamlega mjúku modal efn aður i Hlýrabolur 8.990,- Stuttbuxur 8.990,- Síðar buxur 12.950,- Síðermabolir 12.950,- Í sumar fór af stað atburðarás sem var hin sérkennilegasta að fylgj- ast með fyrir þá sem ekki þekkja dýpstu innviði og hugskot Viðreisnar. Fyrrverandi formaður flokksins var bersýnilega að velta fyrir sér CCér- framboði og sú skýr- ing virtist á því að honum hefði ekki verið boðið sæmandi sæti á lista flokksins, aðeins neðsta sætið og ekki einu sinni verið beðinn afsök- unar á uppátækinu á bak við luktar dyr. - - - Mikil þyngsli voru vegna málsins innan flokks- ins og þoldu ýmsir ekki við á flokks- skránni vegna þess. Svo gerðist það með hástemmdum yfirlýsingum að sátt náðist á milli núverandi formanns og fyrrverandi formanns. Sáttin sner- ist fyrst og fremst um það að hér eftir skyldu prófkjör verða meginregla innan flokksins, en formaðurinn fyrr- verandi hafði barist fyrir slíku. - - - Tillögu um þetta átti að bera upp á landsþingi, eins og formaðurinn fyrrverandi kynnti „með mikilli gleði“ á Facebook og núverandi for- maður lýsti líka ánægju með sam- komulagið. - - - Svo rann landsþing upp og þar var tillagan góða borin undir at- kvæði og þar var hún felld eins og ekkert væri sjálfsagðara, þvert á ósk- ir formanns, stjórnar og fyrrverandi formanns og stofnanda, sem hafði meira að segja lagt félag sitt, End- urreisn, inn í Viðreisn. - - - Getur verið að einhver hafi verið með krosslagða fingur fyrir aft- an bak þegar samkomulagið góða var gert? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Endurreisn heilindanna? STAKSTEINAR Benedikt Jóhannesson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu í fyrradag í árlegan haustleiðangur til rannsókna á loðnu. Um er að ræða samstarfsverkefni Íslands og Græn- lands, en Grænlendingar leigja Árna Friðriksson af Hafrannsóknastofn- un til þátttöku í verkefninu. Áætlað er að Bjarni verði 17 daga í leiðangr- inum en Árni í 19 daga og að sigldar verði samtals um 7.000 sjómílur. Meginmarkmið leiðangursins er mæling á stærð veiðistofns sem ætla má að komi til hrygningar í vetur og mæling á magni ungloðnu, sem verð- ur uppistaðan í veiðistofni 2023. Auk þess verða stundaðar umhverfis- og vistfræðirannsóknir. Strax að loknum leiðangri og úr- vinnslu gagna verður gefin út ný ráð- gjöf um veiðar á loðnu í vetur. Um mánaðamótin nóvember-desember verður gefin út ráðgjöf um upphafs- aflamark fyrir vertíðina 2023. Loðnuleiðangur Áætlaðar leiðarlínur rannsókna- skipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar við loðnu- rannsóknir næstu þrjár vikur H ei m ild :H af ra nn só kn as to fn un Bjarni Sæmundsson Árni Friðriksson Í S L A N D G R Æ N L A N D Sjö þúsund sjómílna loðnuleiðangur hafinn Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Stéttarfélög sjómanna slitu samn- ingaviðræðum við Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS) á mánu- dagskvöld og hafa stéttarfélögin ekki sparað stóru orðin og sakað samtökin um hroka, óbilgirni og græðgi. SFS hefur fyrir sitt leyti ekki talið hægt að undirrita samn- inga sem sagðir eru hafa í för með sér verulega íþyngjandi kostnað fyr- ir hóp útgerðarfyrirtækja. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði hvernig staðan er í þessu,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna. Stendur ekki á SFS Stéttarfélög sjómanna telja kröfur sínar ekki kosta meira en 1,5 millj- arða króna en SFS segir kostnaðinn hlaupa á milljörðum. Þá er ein meg- inkrafa sjómanna að mótframlag í lífeyrissjóð hækki um 3,5% til jafns við það sem gerðist á almenna mark- aðnum. Vandinn virðist þó fólginn í því að þessi kostnaður, jafnt og ann- ar launatengdur kostnaður, leggst ójafnt á mismunandi tegundir út- gerða að sögn SFS. Benda samtökin á að launahlutfallið sé þegar hátt í dragnóta- og frystiskipaútgerðum og telja þessar útgerðir ekki geta staðið undir útgjaldaaukningunni. „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn og ég bind vonir við það. [...] Það stendur ekki á SFS að setjast aftur að borðinu og reyna að finna lausn. Eins og ég sagði áður er þetta verkefni okkar sem sitjum í samn- inganefndinni og undan því getum við ekkert vikist,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmda- stjóri SFS, í samtali við 200 mílur á mbl.is í gær. Mikil óvissa í kjaradeilu sjómanna - Deila um kostnað sem fylgir kröfum sjómanna - Engin lausn í sjónmáli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.