Morgunblaðið - 08.09.2021, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur
tekið jákvætt í umsókn félagsins Ör-
yggisfjarskipta ehf. um leyfi til að
byggja nýtt flugskýli á Reykjavíkur-
flugvelli fyrir björgunarþyrlur Land-
helgisgæslunnar. Eins og fram hefur
komið hér í blaðinu rúmar núverandi
flugskýli ekki flugflota Gæslunnar,
þ.e. þrjár björgunarþyrlur og flug-
vél. Skýlið er að stofni til frá árinu
1943 og að mörgu leyti úrelt.
Hinn 16. júní sl. var gengið frá
samkomulagi milli Landhelgisgæsl-
unnar og félagsins Öryggisfjarskipta
ehf., sem er í eigu ríkisins og fjár-
magnað hefur búnað og séð um upp-
byggingu á húsnæði og mannvirkjum
Neyðarlínunnar.
Í samkomulaginu er kveðið á um
að Öryggisfjarskipti ehf. fjármagni
og byggi flugskýli í þágu LHG.
Enn fremur að byggingin verði
þannig úr garði gerð að hana megi
taka niður og flytja þegar flug-
starfsemi leggist af á Reykjavíkur-
flugvelli.
Félagið sótti í sumar um leyfi hjá
borginni til að byggja flugskýli fyrir
tvær þyrlur og gera tengibygginu á
tveimur hæðum, sem tengist núver-
andi flugskýli og á að hýsa skrif-
stofur, mötuneyti starfsmanna, bún-
ingsklefa og hvíldarrými fyrir
starfsfólk. Stærð flugskýlis og tengi-
byggingar verður 2.881,6 fermetrar.
Umsögn verkefnisstjóra skipu-
lagsfulltrúa var tekin til afgreiðslu á
síðsta fundi og samþykkt. Niður-
staða verkefnastjórans var sú að ekki
séu gerðar skipulagslegar athuga-
semdir við umsóknina sem sé í sam-
ræmi við gildandi deiliskipulag, þar
sem heimilt er að byggja mannvirki
er tengjast flugrekstri á svæðinu.
Verkefnastjórinn vekur athygli á
takmörkunum sem í gildi eru á flug-
vallarsvæðinu með vísan til skilmála
deiliskipulags Reykjavíkurflugvallar,
sem samþykkt var í borgarráði 28.
apríl 2016. Einungis sé heimilt að
reisa á svæðinu mannvirki sem
tengjast flugi eða rekstri flugvall-
arins með beinum hætti. Allar bygg-
ingar á deiliskipulagssvæðinu í kjöl-
far gildistöku þess eru háðar
ákvæðum um tímamörk flugvallar-
starfsemi í Vatnsmýrinni. Fram-
kvæmdaraðilar leggi því í fram-
kvæmdir með skilning á því að um
tímabundnar byggingar sé að ræða.
Öll mannvirki byggð á svæðinu eftir
2015 skulu hönnuð þannig að auðvelt
sé að fjarlægja þau.
Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-
2030 er gert ráð fyrir að flugvöllur-
inn í Vatnsmýri verði lagður niður,
sbr. stefnu svæðisskipulags höfuð-
borgarsvæðisins 2040, segir í um-
sögn verkefnastjórans. Í aðal-
skipulaginu er gert ráð fyrir að á
reitnum sem um ræðir verði opin
svæði fyrir útivist.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Reykjavíkurflugvöllur Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar er að stofni til frá árinu 1943. Það er of lítið fyrir starfsemina og að flestu leyti ófullnægjandi. Nýja skýlið mun rísa við hlið þess.
Borgin gefur grænt ljós á flugskýli
- Óskað eftir nýju flugskýli fyrir Gæsluna - Mannvirki verði fjarlægð þegar flugstarfsemi leggst af
Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Sláttutraktorar
40 ár
á Íslandi