Morgunblaðið - 08.09.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 08.09.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021 Greið leið – til fram Við ráðum í 100 stöður a Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ýmsir veikleikar eru í íslenska skatt- kerfinu og skýrar vísbendingar um glufur sem nýttar eru til skatta- sniðgöngu í formi tekjutilflutnings, sem felst í því að launatekjur eru ranglega skráðar sem fjármagns- tekjur, sem bera lægri skatt en launatekjur. Til eru leiðir til að girða fyrir skattasniðgönguna og gera þarf úrbætur til að koma á réttlátara og skilvirkara skattkerfi, auka jöfnuð og styrkja tekjustofna hins opinbera. Einnig er brýnt að skapaður verði rammi um réttláta nýtingu auðlinda á Íslandi og gjaldheimta færð undir eitt ráðuneyti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Alþýðu- samband Íslands birti í gær og ber heitið Skattar og ójöfnuður – Réttlát- ara og skilvirkara skattkerfi. Þar beina hagfræðingar ASÍ, Róbert Farestveit og Arnaldur Sölvi Krist- jánsson, sjónum að skattlagningu fjármagns og auðlindagjöldum á Ís- landi og fjalla m.a. ítarlega um áhrif þess að skattlagning fjármagnstekna er lægri en skattlagning launatekna. Ekki brugðist við veikleikum Þessi munur er að mati höfunda hvati til þess að telja launatekjur fram sem fjármagnstekjur, sem sé einkum fært þeim sem stunda eigin atvinnurekstur. „Samkvæmt kenn- ingum um hagkvæmustu skatta ætti munur á skattlagningu launa og fjár- magns að vera minni til að tryggja að launatekjur séu ekki taldar fram sem fjármagnstekjur. Sé vilji til þess að fjármagnstekjuskattur sé lægri en launatekjuskattur þarf hins vegar að tryggja að ekki sé með einföldum hætti hægt að dulbúa launatekjur sem fjármagnstekjur,“ segir í skýrsl- unni. Er því haldið fram að ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum hafi Íslendingar ekki brugðist við þessum veikleikum í skattkerfinu og metur ASÍ það svo að ef gripið yrði til aðgerða og settar reglur sem takmörkuðu möguleika til tekjutilflutnings myndi það auka árlegar skatttekjur um á bilinu 3-8 milljarða króna og jafnframt styrkja tekjuöflun sveitarfélaga. Er ýmsum aðferðum lýst til að meta áhrif skattbreytinga og leiðum til að girða fyrir skattasniðgöngu. Jafnframt eru sýnd dæmi um hvern- ig veikleikar í skattkerfinu geri há- tekjufólki kleift að spara sér umtals- verðar fjárhæðir í skattgreiðslum með tekjutilflutningi þar sem við- komandi reikna lægra sér endur- gjald en raunveruleg laun af starf- semi og lækka skattgreiðslur (sjá meðfylgjandi línurit). Stóreignaskattur gæti aukið tekjur um 20 milljarða „Afnám auðlegðarskattsins jók ójöfnuð og olli því að skattbyrði tekjuhæsta 1% lækkaði um 7,4 pró- sentustig. Breytingin olli því að skattbyrði þeirra allra tekjuhæstu lækkar eftir því sem tekjur aukast. Þetta er andstætt markmiði fram- sækinna skattkerfa, sem byggist á því að skattbyrði hækkar eftir því sem tekjur aukast. Skynsamlega út- færður stóreignaskattur gæti aukið tekjur ríkisins um yfir 20 milljarða og leitt til jafnari tekjuskiptingar. Neikvæð áhrif af slíkum sköttum eru hverfandi,“ segir í skýrslu ASÍ. Bent er á að helsta áhyggjuefni sem nefnt er varðandi eignaskatt sé að hann leiði til minni sparnaðar hjá þeim eignamestu. Reynsla annarra landa gefi ekki til kynna að þetta sé mikið áhyggjuefni. Tölfræðilegar rannsóknir leiði í ljós að eignaskattar hafi óveruleg áhrif á sparnað. „Eignaskattar hafa í mörgum lönd- um þó leitt til skattasniðgöngu og skattsvika. Slík áhrif velta ávallt á hversu vel skattkerfið er hannað.“ Er því haldið fram í umfjöllun skýrslunnar um auðlindagjöld og veiðigjald að nokkrir augljósir gallar séu á núverandi kerfi. Horfið hafi verið frá upphaflega markmiðinu frá 2012 um að leggja gjald á auðlinda- rentu í sjávarútvegi og skattleggja þannig umframarð. Breytingarnar þá hafi leitt til umtalsverðrar hækk- unar á veiðigjaldinu en til að koma til móts við skuldsett fyrirtæki var ákveðinn sérstakur frádráttur. Gjaldið hafi því að megninu til verið greitt af stærri og fjárhagslega vel stæðum fyrirtækjum. Breytingar á undanförnum árum á fyrirkomulagi veiðigjalda hafi á hinn bóginn orðið til þess að lækka veiðigjaldið. Veiði- gjöld voru 4,9 milljarðar í fyrra en mat á auðlindarentu fiskveiða fyrir árin 2008-2019 sé 30-70 milljarðar á ári. Einnig sé það mikill galli á núver- andi fyrirkomulagi að sjávarútvegs- fyrirtæki komist hjá greiðslu eðlilegs gjalds með milliverðlagningu. „Veiði- gjaldið er lítill hluti af auðlindarent- unni í sjávarútveginum. Mikilvægt er að tekjur af veiðigjaldinu verði stærri hluti af auðlindarentunni. Í grófum dráttum eru tvær leiðir til þess að innheimta auðlindarentuna. Í fyrsta lagi með veiðigjaldinu og í öðru lagi með útboði. Báðum leiðum fylgja kostir og gallar. Ekki er mælt með annarri hvorri leiðinni hér,“ seg- ir í skýrslunni. Rentan renni til hins opinbera Ljóst sé að laga þurfi augljósa galla á núverandi kerfi óháð því hver leiðin er farin. „Mikilvægt er að við þær breytingar sé haft að leiðarljósi að auðlindarentan renni til hins opin- bera í stað eigenda útgerðarfyrir- tækja. Mælt er með því að færa veiði- gjaldið, og almennt tekjuöflun af allri auðlindarentu, yfir í fjármálaráðu- neytið, og að sjónarmið um tekjuöfl- un verði ráðandi. Öðrum sjónarmið- um á borð við byggða- og jafnréttissjónarmið eigi að mæta með öðrum aðgerðum. Einnig er mælt með því að auðlindagjald verði greitt af fiskeldi.“ Þarf gjaldheimtan að mati ASÍ að ná yfir nýtingu ólíkra auðlinda, t.d. fiskveiði, fiskeldi, framleiðslu raf- orku og nýtingu sem felst í þjónustu við ferðamenn. Vilja girða fyrir skattasniðgöngu - Auka mætti skatttekjur um 3 til 8 milljarða með hömlum á tekjutilflutning í skattkerfinu að mati ASÍ - Auðlindagjöld á fiskveiði, fiskeldi, framleiðslu raforku og nýtingu sem felst í þjónustu við ferðamenn 400 300 200 100 0 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 Skattasparnaður (þús. kr. á mánuði) Skattasparnaður við að stunda tekjutilflutning Dæmi um sparnað á mánuði – eftir því hver framtalin laun eru H ei m ild :S ký rs la AS Í, Sk at ta ro g ój öf nu ðu r Markaðslaun: 4 m.kr. á mánuði 3 m.kr. á mánuði 2 m.kr. á mánuði Framtalin laun (þús. kr. á mánuði)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.