Morgunblaðið - 08.09.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 08.09.2021, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Valdarán hafa því miður ekki verið fátíð í sögu Afríku undanfarna ára- tugi, þó að nokkuð hafi horft til betri vegar í lýðræðisþróun álf- unnar. Um helgina bárust tíð- indi af valdaráni frá Vestur- Afríkuríkinu Gíneu, en þar ákvað hópur hermanna að steypa forseta landsins, Alpha Condé, af stóli. Vinsældir Condés höfðu látið nokkuð á sjá, en hann lét breyta stjórnarskrá landsins í fyrra svo hann gæti boðið sig fram til embættisins í þriðja sinn. Að hrófla við slíkum takmörkunum á valdasetu er varhugavert og blóðug mótmæli höfðu verið á götum helstu borga Gíneu. Auk hinna umdeildu stjórn- arskrárbreytinga hafði Condé verið sakaður um að leggja blessun sína yfir mannréttinda- brot og að hafa nýtt sér rík- isvaldið til leggja pólitíska and- stæðinga sína í einelti. Margir innan Gíneu hafa því fagnað valdaráninu, og sagt það illa nauðsyn til þess að losa landið undan yfirráðum Condés, sem annars hefði ríkt þar til æviloka. Valdarán er þó ekkert fagn- aðarefni, og hafa flest ríki heims brugðist við aðgerðum hersins með fordæmingu og hótunum um viðskiptaþvinga- nir. Ofurstinn Mamady Do- umbouya, leiðtogi valdaránsins, var því fljótur til í fyrradag að heita því að herfor- ingjastjórn hans myndi skila völd- unum aftur til borg- aralegra afla sem fyrst, og lagði einnig þunga áherslu á að herinn myndi virða erlenda fjárfestingu í landinu. Óvíst er hvaða áhrif yfirlýs- ing ofurstans mun hafa, en valdaránið hafði heilmikil áhrif á vissa markaði víða um heim. Gínea er rík að ýmsum auðlind- um, þar á meðal járngrýti, auk þess sem þar er að finna aðrar mestu báxít-auðlindir jarðar, en báxít er notað í álframleiðslu. Verð á áli hækkaði því mjög, og hefur það ekki verið hærra í um áratug. Þessi hækkun kom til, þrátt fyrir að Doumbouya reyndi sitt allra besta til að sannfæra um- heiminn um að herforingja- stjórnin myndi ekki reyna að semja um hærra verð á báxíti, eða trufla námavinnsluna á nokkurn hátt. Markaðir eru enda eðlilega varir um sig, þeg- ar valdaskipti verða með slíkum hætti, en nú þegar eru vanga- veltur hafnar um það hver birgðastaða helstu álfyrirtækja er. Það er því ástæða til að fylgj- ast vel með þróuninni í Gíneu, ekki bara til að tryggja að Do- umbouya standi við gefin loforð um að inngrip hersins séu tíma- bundin, heldur einnig þar sem þróunin þar gæti haft ófyr- irséðar afleiðingar á álmarkaði. Valdarán í Gíneu skekur álmarkaðinn} Ófyrirséðar afleiðingar Gert er ráð fyrir því að Nicola Sturgeon, forsætis- ráðherra skosku heimastjórn- arinnar, muni nýta sér flokks- þing Skoska þjóðarflokksins, SNP, síðar í vikunni til þess að hefja baráttu sína fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði Skotlands. Ekki eru þó nema sjö ár liðin frá þeirri síðustu, en sú at- kvæðagreiðsla átti að veita svar Skota um hvort þeir vildu vera hluti af sameinuðu Stóra- Bretlandi fyrir þessa „kynslóð“, sem í ensku tungutaki þýðir um það bil þrjátíu ár. Rök skoskra þjóðernissinna fyrir því að rjúfa þá sátt sem skapaðist þá, eru hins vegar sú að útganga Breta úr Evrópusambandinu hafi breytt öllum forsendum fyrir sjálfstæði Skota. Er þá jafnan bent á það að meirihluti Skota vildi tilheyra Evrópusamband- inu í Brexit-atkvæðagreiðslunni. Hvað sem þeim rökum líður, er hitt ljóst, að í atkvæðagreiðsl- unni 2014 kom berlega í ljós að efnahagsleg rök skorti fyrir því að Skotar ættu að slíta sig frá hinum bresku þjóðunum, þar sem óljóst var hvernig hagkerfi sjálfstæðs Skot- lands ætti að standa undir þeim lof- orðum sem skoskir þjóðernissinnar gáfu. Brexit hefur ekki breytt þeirri mynd, nema síður sé. Það segir sína sögu, að einn af efna- hagsráðgjöfum Sturgeon, hagfræðiprófessorinn Mark Blyth, varaði við því í sumar að „skilnaður“ Skotlands og Eng- lands myndi verða jafnvel enn erfiðari heldur en skilnaður Breta og Evrópusambandsins, sem andstæðingar Brexit hafa gert mikið úr. Blyth styður sjálf- stæði, en sagði brýnt að vera vakandi fyrir þeim stað- reyndum, að Skotar og Eng- lendingar hefðu samþætt efna- hag sinn í rúmlega 300 ár. Brottför Skota úr Bretlandi myndi því vera á við „tífalt Brex- it“. Eflaust er hægt að finna ýmis rök á móti, sem styðji við þá kenningu að Skotum muni farn- ast betur án Bretlands. Það er þó full ástæða fyrir þá til að staldra við og íhuga afleiðingar þess til hins ýtrasta, áður en 320 ára ríkjasambandi er varpað fyrir róða. Viðvörunarbjöllur hringja hjá Skotum}Tífalt Brexit í vændum? Þ ótt borðaklippingar vegna vega- framkvæmda á vegum Vegagerð- arinnar séu tíðar þessi dægrin, sérstaklega í Suðurkjördæmi, þar sem ráðherra kjördæmisins klipp- ir borða af mikilli áfergju undir kastljósi myndavélanna, verður að stoppa við og hugsa af hverju framkvæmdirnar hafi tafist jafn lengi og raun ber vitni. Auðvitað ber að fagna öllum samgöngu- úrbótum hvar á landi sem er en þegar kosn- ingar nálgast þurfa kjósendur að rýna málin betur og athuga hver sé best til þess fallinn að keyra í gegn raunverulega stórsókn í vega- málum. Það er Miðflokkurinn. Við ætlum að færa vegakerfið til nútímans og það strax. Við gerum það með því að nýta það vaxtaumhverfi sem ríkissjóður býr nú við til fjár- mögnunar innviðaframkvæmda. Við ætlum að fara í 150 milljarða króna skuldsettan framkvæmdapakka í vega- málum. Með því að flýta nýframkvæmdum í vegamálum með svo afgerandi hætti næst fram mikill sparnaður því slys- um á vegunum fækkar, tjón ökutækja dregst saman og umferðin flæðir betur ásamt því að bætt vegakerfi hefur jákvæð áhrif á þróun loftslagsmála. Fjármögnun yrði í gegnum samgönguáætlun sem sam- þykkt er á Alþingi – rétt eins og gert hefur verið í tilviki samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Stjórnvöld þurfa þá að útfæra endurgreiðslu með sem haganleg- ustum hætti, hvort sem um væri að ræða skuggagjöld sem miða út frá sparnaði annars staðar í opinbera kerfinu, beinum framlögum af samgönguáætlun eða með sérstakri fjármögnun með umbreytingu ríkiseigna í verðmæta eign í vegakerfinu. Við ætlum að ráðast í stórátak á malarvegum landsins og færa ástand helstu ferðamannavega til nútímans. Stofnvegir og tengingar við þétt- býliskjarna skulu vera með bundu slitlagi. Þá þarf einnig að huga sérstaklega að því að fækka verulega einbreiðum brúm á landinu til að draga þannig úr alvarlegum slysum. Við áætlum að búa til þrjá kílómetra af göng- um á ári í samræmi við nýja jarðgangaáætlun en til framtíðar mun það stækka atvinnusvæði og auka öryggi íbúa landsins, því þannig kom- umst við niður af heiðunum. Markmið okkar er líka frjálst flæði umferðar á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Öflugar tengingar höfuðborgarinnar við þau svæði sem í dag mynda heildstætt atvinnusvæði, alla leið frá Borg- arbyggð yfir til Árborgar og allt þar á milli, eru gríðarlega mikilvægar. Við ætlum líka að ráðast í framkvæmd Sundabrautar strax. Eina sem stendur í vegi þess að Sundabraut verði lögð hið snarasta eru tafaleikir sem borgastjórinn í Reykjavík platar sitjandi samgöngu- ráðherra til að samþykkja. Það þarf að vinda ofan af þeirri vitleysu og ráðast strax í eina arðsömustu vegafram- kvæmd landsins. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Veljum raunverulega og útfærða stórsókn í samgöngumálum – strax. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Raunveruleg og útfærð stórsókn í vegamálum – strax Höfundur er þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is S tarfsemi Blóðbankans hefur orðið fyrir talsverðum áhrif- um af faraldrinum eins og aðrir þættir heilbrigðis- þjónustunnar,“ segir Sveinn Guð- mundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Hann segir að notkun á rauðkornum hafi verið 5-10% minni en venjulega. Það samsvarar því sem hefur verið í nágrannalöndum okkar. Endurskipuleggja þurfti sumt í móttöku blóðgjafa og áhersla lögð á góðar sóttvarnir. Nú bóka blóðgjafar komu sína í blóðsöfnun. „Það er brag- arbót og við teljum að það muni nýtast bæði Blóðbankanum og blóðgjöfum til lengri tíma litið,“ sagði Sveinn. Stærsta breytingin fyrir Blóðbankann í faraldrinum var að ekki var hægt að halda úti starfsemi Blóðbankabílsins. „Þar af leiðandi höfum við ekki getað heimsótt fjölmennar nágranna- byggðir höfuðborgarsvæðisins og aðra þéttbýlisstaði úti á landi sem við höfum heimsótt. Við höfum ekki held- ur getað farið á stærri vinnustaði og í skóla. Það hefur oft reynst góð leið til að fá nýja blóðgjafa. Það á eftir að koma í ljós hvenær við getum byrjað aftur að nota bílinn,“ sagði Sveinn. Blóðbankinn tók í notkun aðstöðu til blóðsöfnunar á Glerártorgi á Ak- ureyri árið 2018. Sveinn segir að hún hafi fyrir löngu sannað gildi sitt og reynst vel í faraldrinum. Þar er safnað um 2.000 einingum af 10.000 sem Blóðbankinn safnar á ári. „Okkur hefur tekist að halda uppi þeim öryggisbirgðum af blóði sem þarf. Það hafa ekki orðið neinar rask- anir á þjónustu okkar við heilbrigð- isþjónustuna í þessum faraldri en það hefur verið krefjandi verkefni,“ sagði Sveinn. „Efst í huga okkar er þakk- læti til allra þeirra fjölmörgu blóð- gjafa sem hafa haldið tryggð við Blóð- bankann á þessum krefjandi tímum, og hafa með blóðgjöf sinni tryggt ör- yggi sjúklinga um land allt.“ Mikil áhersla á smitvarnir Á heimasíðu Blóðbankans (blod- bankinn.is) eru upplýsingar um blóð- gjöf á tímum Covid-19-faraldursins. Ekki má gefa blóð ef minna en sjö dagar eru liðnir frá bólusetningu. Ekki heldur ef stungustaður er bólg- inn og ekki fullkomlega gróinn. Komi upp veikindi eftir bólusetningu má ekki gefa blóð fyrr en minnst sjö dag- ar eru liðnir frá því að einkenni hurfu. Þeir sem greinast með Covid-19 mega ekki gefa blóð meðan á sýkingu stendur. Eftir veikindin þarf maður að vera einkennalaus í minnst 28 daga áður en gefið er blóð. Ekki má gefa blóð fyrr en minnst 14 dagar eru frá upphafi sóttkvíar, hvort sem hún er sjálfskipuð eða samkvæmt tilmælum heilbrigðisstarfsfólks, og viðkomandi hefur ekki veikst. Við hverja blóðgjöf eru gerðar blóðrannsóknir og m.a. mældur blóð- rauði og fjöldi blóðfrumna. Auk þess er farið ítarlega yfir hvort um veikindi hafi verið að ræða, læknisheimsóknir eða læknisfræðilegar rannsóknir frá síðustu bóðgjöf. Blóðsýni frá blóð- gjöfum eru ekki skimuð sérstaklega fyrir kórónuveiru. Blóðbankinn gerði ráðstafanir til að tryggja öryggi blóðgjafa með tilliti til faraldursins. Annar hver blóðsöfn- unarbekkur var notaður til að tryggja gott bil á milli blóðgjafa. Allir blóð- gjafar fá afhenta andlitsgrímu og starfsmenn bera einnig grímu. Allur búnaður sem kemst í snertingu við blóðgjafana er sprittaður á milli blóðgjafa. Þá eru allir bæklingar, pennar, lykla- borð, símar og afgreiðslu- borð sprittuð reglulega. Talsverð áhrif farald- urs á Blóðbankann Blóðbankinn tók formlega til starfa 14. nóvember 1953. Hugmyndum um stofnun blóð- banka var fyrst hreyft 1949 og hófst bygging blóðbankahúss- ins á horni Barónsstígs og Eiríksgötu þá um haustið. Þörfin fyrir blóðbanka var orðin afar brýn. Níels Dungal sagði við opnun blóðbankans að vöntun á blóði hefði að nokkru staðið í vegi fyrir því að læknar, einkum skurðlækn- ar, hefðu getað framkvæmt allar nauðsynlegar aðgerðir. Í byrjun voru fjórir starfsmenn hjá Blóð- bankanum auk yfir- læknis. Nú starfa þar um 60 manns; læknar, hjúkrunar- fræðingar, lífeinda- fræðingar, náttúru- fræðingar og aðrir starfs- menn. Mikilvæg starfsemi BLÓÐBANKINN Sveinn Guðmundsson Morgunblaðið/Eggert Blóðgjöf Blóðgjafar þurfa nú að bóka komur sínar til blóðgjafar og gætt er að smitvörnum. Blóðbankabíllinn hefur ekki verið notaður í faraldrinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.