Morgunblaðið - 08.09.2021, Page 13

Morgunblaðið - 08.09.2021, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021 Fegurð Skýin röðuðu sér skemmtilega upp yfir Skagafirði þegar ljósmyndari blaðsins átti nýverið leið um Sauðárkrók. Hér sést vel yfir gamla bæinn á Króknum og Eyrina, þaðan út á ysta haf þar sem eyjarnar Drangey og Málmey blasa við, ásamt Þórðarhöfða. Húsin í bænum og þökin eru mörg hver litrík og í góðu skjóli undir Nöfunum hafa trén fengið að vaxa óáreitt. Árni Sæberg Hafi einhver haft efasemdir um efna- hagslega skynsemi þess að styðja við og efla nýsköpun getur sá hinn sami pakkað þeim efasemdum ofan í skúffu og glaðst yfir hvernig íslenskur hug- verkaiðnaður er að springa út. Á síðasta ári námu útflutnings- tekjur hugverkaiðnaðar um 158 milljörðum króna – 103% meira en árið 2013. Hlutdeild hugverkaiðn- aðar í útflutningstekjum fór úr 7,4% í nær 16%. Fjórða stoðin í íslensku atvinnulífi – í verðmætasköpun landsmanna – hefur því sprungið út á erfiðum tímum. Virkjun hugvitsins – nýsköpunin – byggist á framtakssemi, sköpunargleði og færni einstak- linga. Hugvitið verður ekki virkjað inni á ríkiskontórum eða á skrif- borðum embættismanna. Frum- kvöðullinn – hugvitsmaðurinn – fær því aðeins notið sín að hann fái til þess frelsi og frjóan jarðveg. Hlut- verk embættismannsins er að þjóna hugvitsmanninum, liðka til innan kerfisins. Því miður eru dæmi um hvernig kerfislægar hindranir og allt að því þráhyggja koma í veg fyr- ir að ferskir vindar nýsköpunar fái að leika um samfélagið, með betri lausnum og hagkvæmari nýtingu fjármagns. Stjórnmálamaðurinn ber ábyrgð á því að ryðja úr vegi hindrunum, smíða hagkvæmt regluverk og tryggja umhverfi hvatningar og umbunar fyrir sköpunargleði og framtakssemi. Enginn stjórnmála- flokkur skilur þetta betur en Sjálf- stæðisflokkurinn sem hefur rutt braut inn í nýja tíma, þar sem hugvitið verður svo sannarlega í askana látið. Að standa þétt við bakið á nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum er samofið grunnstefi í hugmyndafræði okkar sjálfstæðismanna um athafnafrelsi ein- staklingsins. Land frumkvöðla og nýsköpunar Undir forystu og að frumkvæði Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur nýsköpunar- ráðherra hafa verið byggðar traust- ar undirstöður undir hugverka- iðnaðinn og alla nýsköpun með uppstokkun á skatta- og fjármögn- unarumhverfi nýsköpunar og þróun- ar. Nýsköpunarstefna stjórnvalda hefur og er að skila árangri. Hér verður gengið svo langt og fullyrt að við Íslendingar séum í dauðafæri til að byggja undir enn frekari vöxt hugverkaiðnaðar á komandi árum. Við getum gert Ísland að landi frum- kvöðla og nýsköpunar – landi tæki- færanna. Fátt hefur skipt nýsköpun meira máli en hækkun á endur- greiðslu á rannsóknar- og þróun- arkostnaði sem var hækkuð í 1.100 milljónir króna og hlutfall endur- greiðslu úr 20% í 35% hjá meðal- stórum og minni fyrirtækjum en í 25% hjá stærstu fyrirtækjunum. Það er forgangsverkefni Sjálfstæðis- flokksins, fái hann til þess þingstyrk, að tryggja að endurgreiðslan verði ótímabundin – verði til frambúðar og hækki. Skrefin inn í framtíðina hafa verið fleiri. Skattaafsláttur til einstaklinga vegna fjárfestinga í litlum félögum – ekki síst sprotafyrirtækjum í þróun- arstarfsemi – var hækkaður úr 50% í 75%. Um leið voru fjárhæðarmörk hækkuð úr 10 milljónum króna í 15 milljónir. Til að virkja enn frekar fjármagn einstaklinga í nýsköpun á að hækka hlutfallið í 100% strax á komandi ári og tvöfalda fjárhæðar- mörkin í það minnsta. Fjárfestingarheimildir lífeyris- sjóðanna voru auknar tímabundið þannig að nú geta sjóðirnir átt allt að 35% í stað 20% af hlutdeildar- skírteinum eða hlutum í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu sem ein- göngu fjárfesta í litlum eða meðal- stórum fyrirtækjum. Þessa heimild verða lífeyrissjóðirnir að fá varan- lega. Stofnun Kríu – sprota- og nýsköp- unarsjóðs markar tímamót í fjár- festingarumhverfi fyrirtækja, ekki síst á sviði hugverkaiðnaðar. Hlut- verk Kríu er að fjárfesta í sérhæfð- um fjárfestingarsjóðum, svoköll- uðum vísisjóðum (e. venture capital funds) sem fjárfesta beint í skap- andi sprotafyrirtækjum. Þá eru ónefnd stóraukin framlög til rann- sókna og þróunar, m.a. til tækniþró- unarsjóðs. Matvælasjóður, sem varð til með sameiningu framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rann- sóknasjóðs í sjávarútvegi, styður við nýsköpun, sjálfbærni og verðmæta- sköpun íslenskrar matvælafram- leiðslu. Sköpunargáfan njóti sín Með markvissum og skilvirkum hætti hefur verið unnið að því að móta og tryggja heilbrigt umhverfi fyrir áhættufjármagn til fjárfest- ingar í sprota- og nýsköpunar- fyrirtækjum samhliða því sem ýtt hefur verið undir rannsóknir og þró- un. Allar þessar breytingar miða að því að gera Ísland samkeppnishæft á sviði nýsköpunar – leggja grunn að því að Ísland sé og verði nýsköp- unarland. Markaðssetning Íslands snýst ekki lengur aðeins um ferða- mannalandið Ísland heldur ekki síður um nýsköpunarlandið í norð- urhöfum, sem er aðlaðandi fyrir er- lenda fjárfesta, frumkvöðla og sér- fræðinga frá öllum heimshornum. Þannig tökum við þátt í harðri al- þjóðlegri samkeppni um hugvit, þar sem við stöndum ágætlega en get- um styrkt stöðuna enn betur. Öllum má vera ljóst, þegar horft er á þróun hugverkaiðnaðarins síð- ustu ár, að nýsköpun er ekki illskilj- anlegt tískuorð einhverra sérvitr- inga í tæknifyrirtækjum heldur traust stoð undir íslensku efnahags- lífi. (Hugverkaiðnaðurinn er fjöl- breyttur; tölvuleikjafyrirtæki, gagnaver og hugbúnaðarfyrirtæki, lyfja- og líftæknifyrirtæki, heil- brigðistækni, framleiðsla stoðtækja og tækja fyrir matvælaiðnað og kvikmyndagerð.) Í einfaldleika sín- um er nýsköpun ekki annað en að leyfa sköpunargáfu einstaklingsins að njóta sín. Sjálfstæðisflokkurinn er nýsköp- unarflokkurinn sem með stefnu sinni og verkum hefur gjörbreytt umhverfi nýsköpunar og þróunar, skotið styrkum stoðum undir sprotafyrirtæki. Árangurinn er áþreifanlegur en við verðum að halda áfram – tækifærin eru svo sannarlega fyrir hendi. Eftir Óla Björn Kárason » Sjálfstæðisflokk- urinn er nýsköp- unarflokkurinn og hefur gjörbreytt umhverfi ný- sköpunar og þróunar, skotið styrkum stoðum undir sprotafyrirtæki. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Nýsköpunarlandið Ísland Fjórða stoðin – hugverkaiðnaður Ma.kr. % 180 150 120 90 60 30 0 18% 15% 12% 9% 6% 3% 0% Útflutningstekjur, ma.kr. Hlutfall af heildargjaldeyristekjum,% 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Heimild: Samtök iðnaðarins 78 93 112 112 94 98 135 158 7,4% 15,7% Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa aukist um 103% frá 2013 – það er að segja tvöfaldast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.