Morgunblaðið - 08.09.2021, Page 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
✝
Haukur Sig-
urðsson fædd-
ist í Reykjavík 23.
október 1947. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 28. ágúst
2021. Foreldrar
hans voru hjónin
Sigurður Tryggva-
son, f. í Keldunesi í
Kelduhverfi 18.
janúar 1916, d. 7.
júní 1997 og Inga Hanna Ólafs-
dóttir, f. í Reykjarfirði í N-Ísa-
fjarðarsýslu 22. júlí 1923, d. 3.
september 2005. Systkini Hauks
eru Hulda Björg, f. 21. sept-
ember 1945, Anna Margrét, f. 5.
september 1957 og Ólafur Atli,
f. 12. apríl 1963.
Eftirlifandi eiginkona Hauks
er Ásta Kjartansdóttir, fædd í
Vestmannaeyjum 19. febrúar
1950. Börn þeirra eru: 1) Guð-
rún Gyða, f. 16. október 1968,
gift Njáli Trausta Friðbertssyni,
f. 31. desember 1969. Synir
þeirra eru: a) Stefán Trausti,
hann á dótturina Elenu Hrönn
og b) Patrekur Atli. 2) Sigurður
Ingi, f. 30. apríl 1972, giftur Sig-
rúnu Eyþórsdóttur, f. 9. desem-
ber 1972. Börn þeirra eru: a)
Haukur Þór, í sambúð með
úr háskólanum vann Haukur við
fag sitt, hann var skrifstofu-
stjóri hjá Vélsmiðjunni Völundi
í Vestmannaeyjum, bæjarritari
á Akranesi, vann á bæjar-
skrifstofu Akureyrar, fjár-
málastjóri byggingaverktakans
Híbýli á Akureyri, bæjarstjóri
Blönduóss. Hann var for-
stöðumaður hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins, fjármálastjóri
Hólaskóla og framkvæmdastjóri
Sambands garðyrkjubænda.
Síðustu starfsárin vann Haukur
sem sérfræðingur hjá Rík-
isskattstjóra þar til hann lauk
störfum vegna aldurs vorið
2019.
Haukur var virkur í félags-
málum og tónlistarstarfi. Sem
ungur maður á Ísafirði var hann
öflugur í skátastarfi og hann
var einn af stofnfélögum St.
Georgsgildisins í Kópavogi.
Hann var í Kiwanis á Akranesi
og á Akureyri, var meðlimur í
lúðrasveitum í Vestmanna-
eyjum og á Akureyri. Eftir að
fjölskyldan fluttist aftur í Kópa-
voginn 1988 tók hann þátt í
kórastarfi, s.s. í Kór Átthaga-
félags Strandamanna og um
stund í Kirkjukór Árbæj-
arkirkju. Haukur söng um ára-
bil með Kirkjukór Kópavogs-
kirkju eða allt þar til veikindin
hömluðu frekari þátttöku í því
starfi.
Útför Hauks verður gerð frá
Digraneskirkju í dag, 8. sept-
ember 2021, og hefst athöfnin
kl. 13.
Helgu Hrund Frið-
riksdóttur og þau
eiga dótturina And-
reu Sigrúnu og b)
Kristín Rós. 3) Þór-
leif Kristín, f. 21.
apríl 1977, gift
Árna Geir Ómars-
syni, f. 8. sept-
ember 1977. Sonur
þeirra er: a) Almar
Ingvi. 4) Kjartan
Ingi, f. 22. mars
1984, giftur Evu Rún Boorman
Colmsdóttur, f. 16. maí 1983.
Synir þeirra eru: a) Logi Ger-
ald, b) Ólafur Aidan og c)
Tryggvi Seamus.
Haukur fluttist með for-
eldrum sínum vestur á Ísafjörð
árið 1948 og ólst þar upp þar til
hann fluttist með fjölskyldu
sinni í Kópavoginn 1962. Hann
tók landspróf árið 1963 og að
því loknu hóf hann nám við MA.
Haukur lauk stúdentsprófi frá
MR 1969 og viðskiptafræði frá
Háskóla Íslands 1975. Hann var
í sveit öll sín uppvaxtarár hjá
frændfólki á Stöng í Mývatns-
sveit. Sem unglingur vann hann
á sumrin við landmælingar og
við undirbúning framkvæmda á
hálendinu og seinna sem háseti
á sjó í Norðursjó. Eftir útskrift
Elsku pabbi.
Höggið er þungt og það mun
taka tíma að venjast því að þú
sért ekki til staðar. Minninga-
brot hafa verið að skjóta upp
kollinum undanfarna daga, við
vörðum miklum tíma saman og
stóðum ávallt saman þótt stund-
um gustaði, það er nú eins og
gengur þegar fólk er ekki skoð-
analaust. Ég á eftir að sakna sím-
talanna sem byrjuðu iðulega á
orðunum: Sæl Þóra mín, þetta er
pabbi þinn, ég á engin erindi,
hvað segir þú?
Það sem eftir stendur eru gild-
in sem þú kenndir: fjölskyldan er
allt, stundum er betra að þegja
en að segja (auðvitað erum við
misdugleg að fara eftir því en það
er önnur saga), hjálpsemi, að
standa trúr sínu og klára verk-
efnin sín, réttlætiskennd, sýna
hvert öðru áhuga og ekki klára
veitingar sem bornar eru fram ef
ske kynni að hinir myndu vilja
meira. Ég gæti talið upp mikið
fleiri hluti en það sem raunveru-
lega stendur eftir er kærleikur,
hlýja, húmor og stolt.
Ég kveð þig með miklum
söknuði, elsku pabbi, en ylja mér
við minningarnar, sem betur fer
eru þær margar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín dóttir,
Þórleif Kristín.
Þegar ég hitti pabba fyrst var
ég tæplega 3ja ára og kallaði hann
pabba við fyrstu sýn. Mamma seg-
ir reyndar að ég hafi gert það við
flesta karlmenn sem mér leist vel
á en pabbi tók þetta bókstaflega.
Mamma átti væntanlega einhvern
hlut að máli en okkur pabba kom
saman um að ég hefði valið hann
og hann mig og við það stóð.
Seinna þegar systkini mín bætt-
ust í hópinn fann ég engan mun,
pabbi var, er og verður alltaf
pabbi minn og fyrir það er ég
endalaust þakklát. Hann var
þannig strangheiðarlegur og stóð
við það sem hann sagði og tók sér
fyrir hendur.
Pabbi var líka ótrúlega fróður
og víðlesinn og þegar ég óx úr
grasi var alltaf hægt að leita til
hans með upplýsingar og góð ráð,
hann var eiginlega minn eigin „go-
ogle“, alveg sama hvort það sneri
að íslensku eða stærðfræði sem
kom sér ákaflega vel áður en tölv-
ur og leitarvélar komu til sögunn-
ar. Sama átti við ef þurfti að lag-
færa eitthvað, negla eða bora,
pabbi var sá fyrsti sem ég hringdi
í. Þegar við ferðuðumst um landið
var hann hafsjór fróðleiks um
landið okkar, jarðfræði og örnefni.
Það viðurkennist að unglingurinn
var ekki alltaf að hlusta og sá eftir
því á fullorðinsárunum.
Pabbi kenndi mér ótal margt
en það dýrmætasta er gildi fjöl-
skyldunnar og mikilvægi þess að
fjölskyldan standi saman. Ég ólst
upp með þá vitneskju að hjá
mömmu og pabba ætti ég alltaf
skjól sama á hverju gengi. Við
systkinin höfum tileinkað okkur
þessi gildi vel og þykir fjölskyldan
einstaklega samheldin. Við vitum
að við erum til staðar hvert fyrir
annað eins og okkur var kennt og
það er ómetanlegt.
Ég hef margs að minnast og
margt að þakka en fyrst og fremst
hef ég dýrmætt veganesti sem ég
mun gera mitt besta til þess að
koma áfram til minna afkomenda.
Elsku pabbi minn, takk fyrir að
vera pabbi minn, ég elska þig allt-
af.
Þín
Guðrún Gyða.
„Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi“ er málsháttur sem oft
hefur leitað á huga minn undan-
farið.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð bróður minn í dag,
heiðarlegasta mann sem ég hef
þekkt. Við bræður vorum mjög
nánir og töluðum reglulega saman
eftir að ég varð fullorðinn. Meðan
við bjuggum hvor í sínum lands-
hlutanum töluðum við oft saman í
síma og eftir að ég flutti aftur í
Kópavoginn árið 2016 urðu heim-
sóknir okkar á milli tíðar en sím-
tölunum fækkaði ekki.
Haukur er sextán árum eldri en
ég. Þegar ég var að alast upp í
Kópavogi man ég ekki eftir hon-
um búandi heima hjá mömmu og
pabba. Hann var í Menntaskólan-
um á Akureyri og svo í vinnu, hér
og þar, þess á milli.
Fyrsta minningin mín um hann
er þegar hann var sendur til að ná
í mig, fjögurra til sex ára gamlan,
til að koma að borða jólamáltíðina.
Ég hafði farið í fýlu og falið mig
undir rúmi, en hann talaði mig til
og ég fór með honum að borða og
vildi hvergi vera nema við hliðina
á honum.
Minningarnar eru margar og
ég er afskaplega þakklátur fyrir
að geta dvalið við þær þegar sökn-
uðurinn hefur hellst yfir mig.
Margar þeirra tengjast bílum og
ferðum milli landshluta. Hann átti
ansi marga bíla í gegnum ævina
og það var hann sem kenndi mér
að keyra á þjóðvegunum. Einnig
að láta alltaf einhvern vita af
ferðalögum mínum og eftir að
pabbi dó flutti ég þá reglu yfir á
hann, hringdi alltaf og lét vita.
Haukur hringdi alltaf í mig á
afmælinu mínu, held að það hafi
ekki einn afmælisdagur dottið út
svo lengi sem ég man og í þau
skipti sem ég var á sjó og ekki í
símasambandi kom símskeyti,
eins og t.d. norður í Smugu en þá
kom skeyti í gegnum Noreg.
Síðastliðin tvö ár voru Hauk og
allri fjölskyldunni mjög erfið.
Hann var, eftir á að hyggja, orð-
inn veikur nokkru áður en grein-
ingin kemur, og ekki bætti Covid-
ástandið úr skák.
Við sem eftir erum syrgjum
góðan dreng, fjölskyldumann, fyr-
irmynd og vin.
Elsku bróðir minn, ég trúi að
þú sért á góðum stað með fólkinu
okkar og þegar sá tími kemur að
við hittumst á ný þá takir þú á
móti mér í siginn fisk og svartfugl-
segg.
Ólafur Atli Sigurðsson.
„Ég bið kærlega að heilsa fólk-
inu ykkar.“ Þessi kveðja var lýs-
andi fyrir samskipti okkar við
Hauk mág í hálfa öld og svila til
fjörutíu ára. Það er óraunverulegt
að eiga ekki eftir að hitta Hauk
aftur. En frá þessum árum er
margs að minnast og margs að
sakna.
Haukur hafði ætíð brennandi
áhuga á fólkinu okkar, fylgdist
með af áhuga og umhyggju. Ásta
og Haukur eiga stóra og sam-
heldna fjölskyldu og var hann
mjög stoltur af sínu fólki og mátti
vera það.
Hann var með ákaflega sterka
réttlætiskennd og öll umræða um
þjóðmálin, sem hann hafði mikinn
áhuga á, einkenndust af því og tók
hann iðulega málstað þeirra sem
minna mega sín. Í gegnum tíðina
hafa Þóru/Kjartans börn og mak-
ar hist einu sinni á ári til að hafa
gaman saman og treysta fjöl-
skylduböndin. Oft var talað um að
fara saman til útlanda og loks
tókst það. Sannkölluð draumaferð
til Glasgow rétt fyrir Covid.
Haukur naut sín í þessari ferð og
sjáum við hann fyrir okkur með
vindil í munni og blik í augum.
Því miður fer ekki allt eins og
við ætlum, óboðinn gestur mætti
og krabbamein greindist hjá
Hauki. Þetta er enn erfiðara á Co-
vid-tímum. Einangrunin mikil og
því miður höfum við lítið getað hitt
Hauk. Þess vegna verður Glas-
gowferðin enn dýrmætari.
Við þökkum Hauki samfylgd-
ina öll þessi ár og sendum Ástu og
fólkinu hans Hauks innilegar sam-
úðarkveðjur frá okkur, strákun-
um og þeirra fjölskyldum.
Erla og Óskar.
Þá er Haukur vinur minn allur
eftir langa og erfiða glímu við ban-
vænan sjúkdóm.
Með honum er genginn mikill
sómamaður sem mátti ekki vamm
sitt vita í neinu.
Ég tel mig lánsmann að hafa
fengið að kynnast honum ungur
og að hafa fengið að eiga hann að
nánum vini upp frá því. Þó vík
væri löngum á milli okkar vinanna
átti hvor um sig sitt pláss í hjarta
hins, það fundum við glöggt í
hvert skipti sem við hittumst eða
áttum tal saman í síma. Haukur
var ætíð glaður á góðri stund og
ótölulegar eru minningarnar sem
verma hugann í því sambandi.
Haukur nam viðskiptafræði við
Háskóla Íslands. Sú ákvörðun
kom mér á óvart. Ég átti von á því
að hann helgaði sig bókmenntum.
Haukur var óseðjandi lestrarhest-
ur og dáðist ég oft að því hve vel
hann var lesinn því hann vitnaði
oft og einatt í fagurbókmenntir
þegar við ræddumst við. Hann
kaus þó að eiga bókina að vini
fremur en að vinnuveitanda.
Kannski var sú ákvörðun rétt.
Hinsvegar reyndust siðferðisgild-
in, sem hann tók með sér úr föð-
urgarði, honum oft og einatt fjötur
um fót á hálu svelli viðskipta og
stjórnunar. Á því sviði gat hann
ekki sæst á málamiðlanir. Sú ein-
dregna afstaða hans að farið
skyldi að reglum og sanngirnis-
kröfum samfélagsins var svo rík,
að hann lagði starfsframa sinn að
veði, – vildi fremur víkja en taka
þátt í að beygja reglur eða eiga að-
ild að ósæmilegum viðskiptahátt-
um. Þessi framganga hans kostaði
bæði árekstra og efnalegar fórnir.
Ávinningurinn var hinsvegar sá
að hann stóð eftir með óflekkaða
samvisku og hreinan skjöld.
Haukur var kirkjunnar maður
og ræktaði og rækti trú sína af
einlægni og án nokkurrar yfir-
borðsmennsku. Hann sat í sókn-
arnefnd á Akureyrarárunum og
söng í kirkjukórum, lengst í Kópa-
vogi. Söngur og tónlist voru yndi
hans og eftirlæti.
Haukur var gæfumaður í
einkalífi. Hann eignaðist góða
konu, Ástu Kjartansdóttur, sem
bjó honum gott heimili og reynd-
ist honum trú og trygg. Haukur
vinur minn gat verið stór í stykkj-
unum og því kannski ekki alltaf
auðveldur í sambúð, en hann mat
Ástu mikils og heimilið og fjöl-
skyldan voru honum dýrmæti. Í
langvinnum og erfiðum veikindum
Hauks reyndist Ásta honum
ómetanleg og aðdáunarverð stoð
og stytta. Alltaf var notalegt og
gott að koma á heimili þeirra
hjóna. Og barnaláni áttu þau að
fagna. Börnin og barnabörnin
voru Hauki ætíð efst í huga síð-
ustu árin, það fann ég glöggt þeg-
ar við tókum tal saman.
Nú, þegar leiðir skilur, þökkum
við Margrét af alhug allar góðar
minningar Hauki tengdar um leið
og við biðjum Ástu og fólkinu
hennar öllu blessunar Guðs.
Blessuð sé minning Hauks Sig-
urðssonar.
Jón Aðalsteinn Baldvinsson.
Haukur Sigurðsson er farinn
heim. Þannig komast skátar að
orði þegar einhver úr þeirra hóp
fellur frá.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
um 25 árum vegna undirbúnings
við stofnun St. Georgsgildisins
(Skátagildisins) í Kópavogi. Þar
vorum við síðan saman í stjórn um
árabil. Haukur var oft hrókur alls
fagnaðar og allt sem hann tók að
sér stóðst eins og stafur á bók.
Hann var söngmaður mikill og oft
var lagið tekið á góðum stundum.
Eins og gengur og gerist í
spjalli meðal fólks komumst við
fljótt að því að okkar kynni höfðu
hafist mun fyrr eða rétt eftir
miðja síðustu öld. Haukur var Ís-
firðingur og þangað á ég einnig
sterkar rætur. Foreldrar Hauks
og frændfólk mitt bjuggu í sama
húsi í Fjarðarstræti og þar lágu
leiðir saman.
Haukur gerðist ungur skáti á
Ísafirði og var m.a. í frægum
flokki sem vann til verðlauna sem
besti drengjaskátaflokkur lands-
ins á Landsmóti skáta á Þingvöll-
um 1962.
Síðustu árin voru honum erfið.
Ýmis veikindi létu á sér kræla og
sennilega er hann hvíldinni feg-
inn.
Elsku Ásta og fjölskylda, fé-
lagar í Skátagildinu í Kópavogi
senda ykkur innilegar samúðar-
kveðjur og minnast látins félaga
með þökk fyrir genginn veg.
Elín Richards.
Haukur
Sigurðsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÞÓRGUNNUR ÞÓRÓLFSDÓTTIR
lést á Hrafnistu, Boðaþingi,
fimmtudaginn 2. september.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 10. september klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir og þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Parkinsonsamtökin.
Sesselja Magnúsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir Guðmundur H. Jóhannsson
Árni Vigfús Magnússon Maria M. Lewandowska
Fannar Orri, Jóhann Örn, Kjartan Þór,
Gabriel Andri og Elísabet Łucja.
Ástkær eiginmaður minn,
GEIR GUÐLAUGSSON,
bóndi á Kjaransstöðum ll,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi miðvikudaginn 1. september.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
mánudaginn 13. september klukkan 13. Streymt verður frá
athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is.
Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins
látna er bent á styrktarreikning Innra-Hólmskirkju:
Banki 0326-22-1873, kennitala 660169-5129.
Jóhanna Þórdís Þórarinsdóttir
dætur og tengdasynir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEINAR GEIRDAL
byggingafræðingur,
Norðurbrú 2,
Garðabæ,
lést fimmtudaginn 2. september.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn
10. september klukkan 13.
Vigdís Erlingsdóttir
Sverrir Geirdal Lára Jóhannesdóttir
Snorri Geirdal Christina Byø
Dagný Geirdal Bergþór Haukdal Jónasson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HJÖRDÍS HENTZE MAGNÚSSON,
Suðurbraut 8,
Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn
2. september á hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
10. september klukkan 10.
Sigurður Birgir Magnússon
Ólafur Sigurðsson
Freyja Margrét Sigurðardóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn