Morgunblaðið - 08.09.2021, Side 17

Morgunblaðið - 08.09.2021, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021 ✝ Bjarni Magn- ússon, fyrrver- andi hreppstjóri í Grímsey, fæddist í Syðri-Grenivík í Grímsey 30. júní 1930 og ólst þar upp. Hann lést 29. ágúst 2021, 91 árs að aldri. Foreldrar hans voru Magnús Stef- án Símonarson hreppstjóri í Sigtúni í Grímsey og Siggerður Bjarnadóttir hús- freyja. Bjarni var við vélstjóranám á Akureyri 1948-1949. Hann starfaði sem vélgæslumaður fyrir Rafmagnsveitur ríkisins, vatnsveitustjóri, vitavörður og slökkviliðsstjóri í Grímsey. veðurathugunarmanni, sem lést 2. febrúar 2009. Börn Bjarna og Vilborgar eru: 1) Siggerður Hulda, f. 16. júní 1952, gift Ólafi Árnasyni. Hún á eina dóttur sem er látin, hann á fjögur börn, þar af tvö látin. 2) Sigurður Ingi, f. 6. apríl 1956, giftur Steinunni Stefánsdóttur, saman eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn, Sigurður á einn son fyrir. 3) Kristjana Bára, f. 4. október 1957, gift Grétari Erlendssyni, hún á þrjú börn og sjö barna- börn. 4) Magnús Þór, f. 29. nóv- ember 1963, giftur Önnu Maríu Sigvaldadóttur, eiga þau tvö börn saman og Magnús á son fyrir. 5) Bryndís Anna, f. 20. jan- úar 1969, gift Vigni Erni Stef- ánssyni. Hún á tvær dætur og tvö barnabörn, Vignir á þrjú börn. Jarðarför Bjarna fer fram frá Miðgarðakirkju 8. september 2021 klukkan 14. Bjarni sat í hrepps- nefnd í Grímsey frá 1962-1970. Hann tók við starfi hreppstjóra árið 1969 og gegndi starfinu í nákvæm- lega 40 ár, tvo mán- uði og tvo daga. Bjarni sá um kosningar í Gríms- ey í um fimmtíu ár. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Gríms í Grímsey og var forseti hans ásamt fleiri störfum innan Gríms. Bjarni stundaði það um áratugaskeið að síga í björg eft- ir eggjum og veiða lunda. Bjarni var kvæntur Vilborgu Sigurðardóttur, f. 1. maí 1929, ljósmóður, símstöðvarstjóra og Bjarni hreppstjóri Magnús- son hefur kvatt. 91 árs höfðingi sem aldrei lét deigan síga, held- ur hélt áfram heimili bæði í Grímsey og á Akureyri eftir að hann missti konuna sína hana Vilborgu Sigurðardóttur ljós- móður. Ung bundust þau bönd- um, bæði uppalin Grímseyjar- börn. Saman eignuðust þau þrjár stúlkur og tvo drengi, allt efnisfólk. Mörg störf tóku þau hjónin að sér fyrir Grímsey og Grímseyinga. Þau skiptu máli í sínu samfélagi. Þegar við Dó- nald fluttum til Grímseyjar fyr- ir tæpum þrjátíu árum var Bjarni Magnússon einn sá fyrsti sem kom til okkar í Mið- hús og bauð okkur velkomin til starfa við Grunnskólann. Bjarni var glæsimenni, hávaxinn með bjart bros. Þannig birtist hann mér þarna í dyrunum og þannig var hann árin öll. Léttur, kátur, mikið náttúrubarn, alltaf úti við eitthvað að brasa eins og það er kallað í Grímsey. Félagslyndur var hann og skínandi dansari. Grímseyjarbjörgin voru sér- stakir vinir hans. Eggjataka vorsins voru dýrðartímar hjá Bjarna. Síðasta myndin sem ég sá af honum var frá bjargsigi nú í vor. Bjargsigsmaðurinn mikli sat í þetta sinn inni í bíl en fylgdist fullur áhuga með sigi nafna síns og eggjatínsl- unni. Bjarni var staðfastur maður sem stóð sterkur með þeim og því er hann tók ást- fóstri við. Fjölskyldan, Gríms- ey, hreppstjórastarfið, Kiwanis, Sjálfstæðisflokkurinn og vel- gjörðarmaðurinn dr. Daniel Willard Fiske. Til marks um þetta bar báturinn hans Bjarna nafnið Fiske EA 33 og núm- eraplatan á bílnum hans var Fiske. Og nú er hann kvaddur hinstu kveðju frá Miðgarða- kirkju í eyjunni hans kæru. Veri Bjarni Reykjalín Magnús- son góðum Guði falinn með hjartans þökk frá okkur Dónald fyrir góð og elskuleg kynni. Helga Mattína og Dónald, Dalvík. Góður vinur minn Bjarni Magnússon er til moldar borinn í dag, 91 árs að aldri. Hann bar aldurinn vel til hinstu stundar. Ekki er langt síðan við spjöll- uðum saman í síma, hann var hress að vanda svo að það kom mér ekki á óvart að hann hafði búið sig undir að sækja Fær- eyjar heim nú í byrjun sept- ember með öðrum Grímseying- um. En örlögin höguðu því svo, að hann átti aðra og lengri ferð fyrir höndum. Þegar ég sótti Grímsey heim á löngum stjórnmálaferli gisti ég hjá þeim Bjarna og Vilborgu Sigurðardóttur konu hans og á þaðan góðar minningar. Þegar ég hugsa til þeirra hjóna blasir við mér, að heimili þeirra hefur verið miðstöð eyjarskeggja í margvíslegum skilningi. Vilborg var ljósmóðir, símstöðvarstjóri og hafði veðurathuganir með höndum. Bjarni var þúsund þjala smiður, lærður vélstjóri og var til hinstu stundar alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd í stóru og smáu, ef með þurfti. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir eyja- skeggja, sat í hreppsnefnd og var hreppstjóri í 40 ár og vita- skuld kallaður hreppstjórinn til dauðadags. Grímsey var og er matar- kista, ef menn kunna að nýta sér það. Og það kunni Bjarni. Um áratuga skeið seig hann í björg eftir eggjum og veiddi lunda. Þess nutum við Kristrún. Síðast núna í vor sendi Bjarni mér Grímseyjaregg, eins og við Kristján Karlsson kölluðum þau, svo að ég gat boðið heim vinum mínum, þeim sömu ár eftir ár, að gæða sér á þeim. Og það var alltaf tilhlökkunarefni. En eftir að Kristrún kona mín dó hefur verið minna um lund- ann af skiljanlegum ástæðum þar sem ég er klaufi við alla eldamennsku. Þegar ég hugsa til baka verður mér æ ljósara hversu þýðingarmikið það var mér sem stjórnmálamanni að eiga menn eins og Bjarna að trúnaðarvini, geta hringt og spjallað um menn og málefni. Það dýpkar skilning manns á þörfum byggðarlagsins og hvar skórinn kreppir. Og þegar svo bar und- ir fékk maður snarpa ádrepu fyrir að hafa látið eitthvað gert eða ógert. Þannig var vinátta okkar Bjarna. Mér leið alltaf vel þegar við kvöddumst eftir samtalið. Halldór Blöndal. Þegar ég heimsótti Bjarna Magnússon á heimili hans í Grímsey fyrir um tveimur árum leyndi sér ekki að þar fór mað- ur sem lét verkin tala. Hann var héraðshöfðingi sem hafði alla þræði í hendi sér. Einurð skein úr augum og fasið bar vott um festu en um leið þó- nokkurn gáska. Bjarni brosti við mér kankvís og rifjaði upp liðna daga. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þessi atorkumaður, sem þá var rétt um nírætt, var stál- minnugur á allt sem varðaði sögu Grímseyjar frá því um miðja síðustu öld. Hann var fyrirsvarsmaður eyjarinnar sem bar hag íbúanna sannar- lega fyrir brjósti. Hann vissi að hverju þyrfti að huga, hvar og hvenær þyrfti að láta hendur standa fram úr ermum og hvernig best væri að gera það. Hann var máttarstólpi sam- félagsins við heimskautsbaug- inn. Í rétt rúm 40 ár var Bjarni hreppstjóri í Grímsey. Í um hálfa öld sá hann um allar kosningar í eyjunni, hann var slökkviliðsstjóri, vatnsveitu- stjóri, vélagæslumaður, forseti Kiwanis-klúbbsins, vitavörður og svo ótal margt fleira. Bjarni Magnússon var allt í öllu. Við leiðarlok vil ég fyrir hönd Akureyrarbæjar þakka Grímseyingnum Bjarna Magn- ússyni allt sem hann hefur unn- ið heimahögum sínum til gagns af einstakri alúð, dugnaði og trúmennsku. Blessuð sé minn- ing þessa mæta manns. Upphefð, ætt með fleiru, er ekki mikils vert. Hitt skiptir miklu meiru, hve margt til þarfa‘ er gert. Uns dagur lífs réð dvína með dug og kjark þú vannst. Og alla ævi þína þér enginn trúrri fannst. (Einar Ásmundsson í Nesi) Ásthildur Sturludóttir. Bjarni Magnússon ✝ Magnús Ingi Ingvarsson fæddist í Reykjavík 29. júlí 1934. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. ágúst 2021. Foreldrar Magnúsar voru Ingvar Þórð- arson húsasmíða- meistari, f. 4. júlí 1909, d. 20. okt. 1973, og Sigríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 27. júní 1911, d. 21. janúar 2008. Systir Magnúsar er Anna, f. 11. júní 1937, maki hennar var Torfi Bjarni Tómasson, f. 20. maí 1935, d. 6. mars 2007. Hinn 10. nóvember 1956 giftist Magnús Aðalheiði G. Alexand- ersdóttur, f. 23. febrúar 1933. For- eldrar hennar voru Alexander Guðjónsson, f. 12. maí 1905, d. 27. des. 1996, og Sigrún Júlía Sig- urjónsdóttir, f. 4. júlí 1904, d. 7. okt. 1996. Magnús og Aðalheiður eign- uðust þrjú börn: 1) Guðjón, f. 25. apríl 1956, kona hans er Anna Björk Eðvarðsdóttir, f. 29. júlí 1959, og börn þeirra eru: Að- alheiður Anna, f. 7. júlí 1989, maki 1999, og Guðlaug Karen, f. 16. september 2003. Magnús sleit barnaskónum í Vesturbæ Reykjavíkur í húsi sem kallað var Efri-Brekka. Eftir barnaskóla og gagnfræðaskóla fór hann í gamla Iðnskólann við Tjörn- ina og fetaði í fótspor föður síns og lærði húsasmíði. Hann lærði síðan hjá föður sínum og byggðu þeir ásamt fleirum blokkina sem stend- ur við Drafnarstíg 2 í Rvk. Nýgift fluttu svo hjónin, Magnús Ingi og Aðalheiður, inn í íbúð í blokkinni sem var eins konar fjölskylduhús, þar sem bæði foreldrar Magnúsar og systir og mágur bjuggu líka ásamt fleiri skyldmennum. Magnús fór ásamt eiginkonu og sonunum tveimur til náms í Kaup- mannahöfn árið 1961. Tveimur ár- um síðar útskrifaðist hann sem byggingarfræðingur og hóf störf við nýstofnaða stofnun, Húsnæð- isstofnun ríkisins. Síðar rak hann teiknistofur og kenndi tækniteiknun við Iðnskól- ann í Reykjavík. Síðustu starfsár sín rak hann teiknistofuna Ark- form með Guðjóni syni sínum. Lengst af bjó fjölskyldan á Háaleit- isbraut 127 í Rvk., en það hús teiknaði Magnús ásamt öðrum fé- lögum hjá Húsnæðisstofnun. Á efri árum minnkuðu þau við sig og fluttu í Gullsmára í Kópavogi, þar hafa þau búið í tæp 20 ár. Útför Magnúsar Inga fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. september 2021, klukkan 13. hennar er Reynir Örn Pálmarsson og eiga þau tvö börn. Ingibjörg Sigríður, f. 20. júlí 1992, maki hennar er Guðbjörn Pálsson, eiga þau einn son, og Rut Mar- grét, f. 20. júlí 1992, maki hennar Ingvi Tryggvason. 2) Ingv- ar, f. 16. júlí 1959, kona hans er Bryndís Björk Karlsdóttir, f. 29. júlí 1968. Börn þeirra eru: Magnús Ingi, f. 29. ágúst 1993, maki hans er Thelma Rut Hermannsdóttir og eiga þau einn son. Karl Stefán, f. 30. mars 2000, maki hans er Ragn- heiður Kara Hólm. Fyrir átti Ingv- ar synina Garðar Inga, f. 19. júní 1982, maki hans er Rán Bachmann Einarsdóttir, eiga þau þrjá syni og misstu einn son við fæðingu. Arnór Inga, f. 15. feb. 1990, maki hans er Tanja Mantel. Fyrir átti Bryndís soninn Bjarka Þór Pálsson, f. 17. desember 1986, maki hans er Harpa Luisa Tinganelli. 3) Rut Guðríður, f. 28. apríl 1972, eig- inmaður hennar er Ingólfur Garð- arsson, f. 16. febrúar 1967, börn þeirra eru Alexander, f. 27. janúar Elsku hjartans pabbi minn er látinn. Kletturinn okkar. Margs er að minnast, margs er að sakna. Ég er örverpið ykkar mömmu, elsku pabbi. Ég naut þess að alast upp með ykkur á Háaleitisbraut- inni. Æska mín var góð, við mamma vorum og erum mjög samrýmdar og þú varst kletturinn okkar og öryggi. Þú sást um að afla tekna fyrir heimilið og fyrir vikið gat mamma verið heimavinn- andi alla mína æsku og áttum við dásamlegt líf með þér. Það var alltaf að hægt að leita til þín, þú hjálpaðir mér þegar ég þurfti hjálp við námið og aldrei kom maður að tómum kofunum þegar maður þurfti einhver ráð eða hjálp við hverju sem er. Þú varst handlaginn og byggðir okkur fallegt heimili og kenndir mér að bera virðingu fyrir falleg- um hlutum og fallegum viði. Þegar við Ingó keyptum okkur fyrstu íbúð saman var ekki annað inni í myndinni en að þú kæmir og skoðaðir íbúðina og teikningarnar af húsinu til að vera viss um að við værum að kaupa góða eign. Það sama má segja þegar við fluttum okkur til Mosfellsbæjar, þá keyptum við nýlegt raðhús og þú tókst það allt út og varst í sam- bandi við byggingarfulltrúa bæj- arins. Garðurinn okkar var alveg nýr og mikið var gott að eiga þig að þegar við byrjuðum að planta trjám og öðrum gróðri í garðinn. Mörg trén voru flutt frá Apavatni til Mosfellsbæjar þar sem þið mamma voruð að grisja sumarbú- staðalandið ykkar og við hjónin nutum góðs af og fengum falleg stálpuð birkitré sem veita okkur gott skjól enn í dag. Ég er þakklát að börnin okkar Ingó hafi fengið að kynnast þér og sakna þau afa síns mikið. Þau litu upp til þín og fundu alltaf hlýjuna og staðfestuna sem frá þér kom. Ég kveð þig, elsku pabbi, með miklum söknuði, ég er þakklát fyr- ir líf mitt og þakklát fyrir góðan pabba. Það var okkur mikils virði að ná að kveðja þig áður en þú lagðir augun aftur. Þú varst orðinn þreyttur og líkami þinn gat ekki meir. Með sorg í hjarta kveðjum við góðan pabba, tengdapabba og afa. Megir þú hvíla í friði í faðmi Guðs. Við hugsum og pössum upp á mömmu þar til hennar tími kemur. Þín Rut, Ingólfur, Alexander og Guðlaug Karen. Blessaður Magnús minn, við kynntumst í Iðnskólanum í Reykjavík og fórum að fara sam- an á dansleiki. Þá var til siðs að fara á dansleiki til að kynnast stúlkunum. Helstu staðirnir í Reykjavík voru Hótel Borg, Tjarnarkaffi, Sjálfstæðishúsið, Röðull, Listamannaskálinn, Iðnó og ekki má gleyma Mjólkurstöð- inni. Manstu eitt kvöldið hittum við stúlkur úr Hafnarfirði og var Að- alheiður eða Allý eins og hún er alltaf kölluð einn af þeim. Við Allý erum systkinabörn. Þú bauðst Allý upp í dans og má segja að þið hafið síðan dansað saman allt þitt líf. Ég segi stundum að ég hafi verið smá áhrifavaldur að þessum langa og góða dansi. Manstu þegar Allý fór á Hús- mæðraskólann á Laugarvatni og þá voruð þið farin að vera saman? Ég fór á lítilli flugvél og lenti á túni stutt frá Húsmæðraskólan- um. Þetta var á laugardegi og vakti þetta eftirtekt meðal nem- endanna og kennaranna. Ég fékk þá hugmynd að fá Allý með mér til Reykjavíkur og koma öllum að óvörum. Það gekk eftir, kennarinn sagði það sjálfsagt að veita helg- arleyfi þegar neminn var sóttur á einkaflugvél. Þú varst alveg stein- hissa þegar ég hringdi í þig eftir lendinguna í Reykjavík og sagði þér að Allý væri komin í bæinn. Mig minnir að við Dunna höfum farið með ykkur á ball um kvöldið. Manstu hjálpsemina við mig þegar ég hef staðið í húsakaupum og þurft að fá hjálp við breytingar á húsnæðinu. Þú sást alveg um það af mikilli ljúfmennsku og vild- ir aldrei taka krónu fyrir. En núna síðast fyrir nokkrum árum þurfti ég að fá ráð í sambandi við húsið. Þú sagðist eiginlega vera alveg hættur í bransanum en sagðir mér að tala við Guðjón son þinn. Það gekk eftir, Guðjón kom og gaf mér góð ráð og vildi ekki taka krónu fyrir frekar en þú. Manstu á þessum árum eftir tvítugt þegar við báðir vorum að koma okkur fyrir í lífinu. Ég var atvinnulaus og þú talaðir við Ingv- ar föður þinn og ég fékk bygging- arvinnu í heilt sumar hjá honum, sem kom sér vel. Þakka þér vináttu í tæp sjötíu ár, sjáumst. Kæra Allý, Guðjón, Ingvar og Rut, votta ykkur og fjölskyldum ykkar samúð mína. Rúnar Guðbjartsson. Magnús Ingi Ingvarsson Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber (1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5 ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu, langömmu og langalangömmu, RÖGNU AÐALSTEINSDÓTTUR, Hjallalundi 20, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Marý Hörgdal Þórðardóttir Helgi Friðjónsson Hrafnhildur F. Gunnarsdóttir Guðrún Rósa Friðjónsdóttir Óskar A. Óskarsson Pétur Viðar Friðjónsson Sigríður Dóra Friðjónsdóttir Sveinn Haraldsson og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNÚSÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, sem lést 12. ágúst. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða umönnun. Guðmundur Ólafsson Lára Erlingsdóttir Sjöfn Ólafsdóttir Erlingur Hjaltason Guðrún Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.