Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
Opið
streymi
Sérstakir formannaþættir í aðdraganda kosninga
eru farnir af stað og á morgun situr
Halldóra Mogensen
þingflokksformaður Pírata fyrir svörum
Leiftrandi umræða sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara
mbl.is/dagmal
9. sept.
50 ÁRA Arilíus Smári fæddist í
Vestmannaeyjum og ólst þar upp
og gekk í grunnskóla bæjarins.
Arilíus, sem er alltaf kallaður Alli,
segir að það hafi verið frábært að
alast upp í Eyjum og mikið hægt
að bralla. „Maður var að spranga,
príla upp fjöll og leika sér í fjör-
unum. Svo vorum við mikið í fót-
bolta og ég spilaði aðeins með Þór
á þessum tíma, alveg upp yngri
flokkana og eitthvað smávegis eft-
ir það.“
Sjómannsblóðið rennur um æð-
ar Alla og eftir skólann fór hann
að vinna í Ísfélagi Vestmannaeyja.
„Svo fór ég á sjóinn þegar ég var
25 ára og hef verið á sjó alla tíð
síðan. Alli segist aldrei hafa verið
sjóveikur, nema í gamla Herjólfi,
en þar var nú líka reykt rosalega
og lyktin eftir því.
Hann kynntist konu sinni þegar hann var nýbyrjaður á sjónum. „Hún er
frá Akranesi og fluttist til Eyja og við bjuggum þar í tíu ár, keyptum okkur
hús og eignuðumst strákana okkar þar. Síðan fluttumst við upp á land og fór-
um á Skagann og höfum búið þar síðan og eignuðumst dóttur okkar hér.“ Alli
hélt áfram á sjónum eftir flutninginn til Akraness og var á Faxa RE frá
Reykjavík. „Núna er ég á Víkingi AK og er kokkur þar.“
Alli spilar mikið golf og segir það helsta áhugamálið. „Konan er nýbyrjuð í
golfinu líka og krakkarnir eitthvað.“ Síðan hefur hann gaman af því að elda
og hægt er að finna fína kjúklingauppskrift eftir hann á vefnum.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Arilíusar Smára er Ólöf Una Ólafsdóttir hár-
snyrtimeistari, f. 26.3. 1972. Þau eiga börnin Ólaf Hauk, f. 2004; Theodór
Orra, f. 2009; og Dóru Valdísi, f. 2010. Foreldrar Arilíusar eru Haukur Guð-
mundsson, verkstjóri í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, f. 25.10. 1929, d.
3.9. 1991, og Theódóra Óskarsdóttir húsmóðir, f. 12.10. 1933, d. 29.6. 2014.
Arilíus Smári Hauksson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Sumar hugmyndir þínar sem hafa
fengið að dúsa í rykugu horni heilabúsins
eru enn góðar og gildar. Framfarir þínar í
ræktinni fara fram úr björtustu vonum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú færð tækifæri til að ferðast.
Trúðu því að þú getir fengið akkúrat það
sem þú óskar þér. Ekki er allt gull sem
glóir.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú átt enn langt í land með að
klára það verkefni sem þú beinir mestri
orku að. Einhver sýnir þér trúnað, ekki
bregðast honum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú hefur góða kímnigáfu og ert
snillingur í að snúa neyðarlegum atvikum
upp í andhverfu sína. Vertu sérstaklega á
verði gegn gylliboðum sem eru í raun og
veru of góð til þess að vera sönn.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Gerðu þér dagamun í dag því verður
er verkamaður launa sinna og þú hefur
lagt þig hart fram að undanförnu. Fjöl-
skyldan er það dýrmætasta að þínu mati.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Sköpunargáfa þín hreinlega
blómstrar þessa dagana. Hafðu hemil á
eyðslunni, þú sérð ekki eftir því.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Taktu þér smástund í að ákveða
hvernig þú vilt haga næstu vikum. Ekki
láta koma þér á óvart, vertu viðbúin/n.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Í dag er góður dagur til að
njóta nærveru fjölskyldunnar og einfald-
lega njóta notalegrar veru heima fyrir.
Vinnufélagi kemur skemmtilega á óvart.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Því sveigjanlegri sem þú ert
þeim mun betur mun þér ganga í sam-
starfinu sem þú ert að byrja í. Áhugamálin
hafa setið á hakanum.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þetta er góður dagur til að
gera breytingar á heimilinu. Hentu eða
losaðu þig við óþarfa. Kvöldið verður frá-
bært.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Sýndu samstarfsfólki þínu og
vandamálum á vinnustað þolinmæði í dag.
Treystu því að allt fari vel í einkalífinu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Gamlar tilfinningar eða vanabundin
hegðun í samskiptum við þína nánustu
lætur á sér kræla á næstunni. Skiptu þér
ekki af deilum annarra.
skiptastjóri fyrirtækjaþjónustu næsta
árið. „Þetta voru ekkert svo ólík verk-
efni því ég var aðallega á því sviði sem
sneri að sjávarútveginum.“
Eftir árið hjá FBA hf. ákvað Vil-
hjálmur að venda sínu kvæði í kross og
fór yfir til Ríkisendurskoðunar og var
þar deildarsérfræðingur í fjárhags-
endurskoðun í fimm ár og síðan varð
hann fjármálastjóri Iðnskólans í
Reykjavík í þrjú ár. „Ég var formaður
Útfararstofu kirkjugarðanna ehf. í 13
ár, frá 2000-2013, og áður sókn-
arnefndarformaður Háteigskirkju í
fimm ár.“ Með starfinu hafði Vil-
hjálmur bætt við sig diplómanámi í op-
inberri stjórnsýslu við Félagsvís-
indadeild Háskóla Íslands 2005.
„Svo hef ég unnið sjálfstætt að
rekstrarúttektum, ráðgjöf og tölvu-
bókhalds- og fjarkennslu hjá fyrirtæki
okkar hjóna, Samvil ehf., og tekið þátt
í margvíslegum Evrópuverkefnum og
höfum við hjónin ferðast víða í tengsl-
um við þau störf.“
Vilhjálmur hefur einnig verið virkur
í félagsstörfum og var í stjórn Starfs-
mannafélags Framkvæmdastofnunar
við úttektir á fyrirtækjum í sjávarút-
vegi og var ritari stjórnar Fiskveiða-
sjóðs Íslands 1994-1997, allt þar til
hann var lagður niður. Næst fór hann
til FBA hf. þar sem hann var við-
V
ilhjálmur Geir Siggeirsson
fæddist 8. september
1951 í Reykjavík og ólst
upp á Sólvallagötunni og
síðar í Austurbrún frá 7
ára aldri og gekk í Langholtsskóla.
„Laugarásinn var tiltölulega nýupp-
byggt hverfi og það voru mörg börn í
hverfinu og ég eignaðist góða vini í
skólanum, og var m.a. í KFUM á
Holtaveginum.“ Vilhjálmur tók síðan
landsprófið í Vogaskóla. Þá fór hann í
Menntaskólann við Hamrahlíð og var í
öðrum árgangi skólans og útskrifaðist
árið 1971. „Það var bekkjakerfi á þess-
um tíma í skólanum, en verið að fitja
upp á ýmsum nýjungum í skólastarf-
inu. Í ár voru 50 ár frá útskriftinni, en
vegna Covid var ekki hægt að hafa hóf
fyrir allan árganginn, en við hittumst
nokkur bekkjarsystkinin á veitinga-
stað sem var mjög gaman.“
Vilhjálmur var ekki viss hvert hann
ætti að stefna í framhaldinu. Hann var
listrænn og hafði áhuga á hönnun og
arkitektúr en hann endaði í viðskipta-
fræði í Háskóla Íslands. „Ég var líka
að hugsa um að læra eitthvað sem gæti
tryggt öruggt lífsviðurværi og taldi að
það að fara meira á listabrautina yrði
erfiðari starfsvettvangur.“
Hann kunni vel við sig í náminu og
útskrifaðist sem viðskiptafræðingur af
þjóðhagfræðikjarna og endurskoðun-
arsviði árið 1976. „Við Kristín, eigin-
kona mín, kynntumst þegar ég var í
viðskiptafræðinni og við höfum dansað
okkar lífsdans saman allar götur síð-
an.“ Vilhjálmur fór til Bandaríkjanna
með litlu fjölskylduna, konuna og son,
og bætti við sig námi í auðlindahag-
fræði við University of Rhode Island.
„Það var ágætur tími.“
Þegar heim var komið fór Vilhjálm-
ur að starfa hjá Framkvæmdastofnun
ríkisins í áætlanadeild þar sem hann
hafði unnið áður meðfram háskólan-
um. Samhliða því var hann prófdómari
við Tækniskóla Íslands í viðskipta-
greinum í útgerðartæknideild alveg
fram að 1990. Hann var einnig ritari og
starfsmaður úttektarnefndar um stöðu
fiskveiða og fiskvinnslu á vegum for-
sætisráðuneytisins árið 1981. Árið
1985 fór hann yfir til Fiskveiðasjóðs
þar sem hann var deildarstjóri hag-
deildar á árunum 1985-1998 og vann
ríkisins um tíma og einnig í stjórn
grænlensk-íslenska félagsins KALAK
frá 1995-98. „Ég hafði lesið heilmikið
um Grænland og fór í hópferð þang-
að.“ Þá er ótalið að hann hefur verið í
stjórn Félags áhugamanna um tré-
skurð frá 1996, stofnandi og formaður
félagsins á árunum 1998-2005. „Ég hef
alltaf haft mikinn áhuga á fallegu
handverki. Þar fer saman hugur og
hönd. Ég hef skorið út mikið af fal-
legum kistlum, klukkum og speglum
og gestabókum og svo hef ég tálgað
fugla. Ég hef nú ekkert verið að flagga
þessu áhugamáli nema innan fjölskyld-
unnar, en börnin segja stundum að ég
ætti að halda sýningu á öllum þessum
munum.“ Vilhjálmur er líka í silfur-
smíði og hefur farið á nokkur nám-
skeið. „Svo hef ég líka gefið mér tíma í
að mála og hef málað bæði í olíu og ak-
rýl og þetta eru orðnar allmargar
myndir í gegnum árin.“
Vilhjálmur er mikill fjölskyldumað-
ur og þau hjónin eiga sér afdrep bæði í
sumarbústað í Bláskógabyggð og einn-
ig á Spáni. „Við höfum verið dugleg að
ferðast bæði um landið og eins á Spáni
Vilhjálmur Geir Siggeirsson viðskiptafræðingur – 70 ára
Fjölskyldan F.v.: Arna Guðrún Jónsdóttir, Siggeir, Vilhjálmur Gunnar, Esja Kristín, Sesselja, Melkorka Þöll með
Finn í fanginu, Árni Grétar Finnsson með Sesselju Katrínu. Sitjandi eru Kristín og Vilhjálmur og Jón Víkingur.
Listræni viðskiptafræðingurinn
Hagleikssmiður Vilhjálmur skar út
þennan fallega spegil og gaf frúnni.
Til hamingju með daginn