Morgunblaðið - 08.09.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
Fyrir
líkama
og sál
L augarnar í Reykjaví k
w w wsýnumhvert öðru tillitssemi
„EF ÞÉR LÍKAR EKKI HVERNIG ÉG REK
BÚLLUNA GETUR ÞÚ FARIÐ OG UNNIÐ
FYRIR PABBA ÞINN.“
„RÉTTUR DAGSINS ER SPAGETTÍ OG
KJÖTBOLLUR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að elta tilfinningarnar
á hraðferð.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRAFI
GRAFI
GRAFI
GRAFI
GRAFI
SAGÐISTU HAFA LENT
Á RAFMAGNSLÍNU?
HVAÐ FINNST ÞÉR UM
ÞAÐ AÐ BAKTALA OG
KVARTA UNDAN YFIR-
MANNINUM ÞEGAR HANN
HEYRIR EKKI TIL?
MÉR FINNST
ÞAÐ AFLEIT
HUGMYND!
ÞAÐ ER VEGNA ÞESS AÐ HANN HEFUR ÁHYGGJUR AF
ÞVÍ AÐ ÉG HEYRI TIL!
síðustu árin og haft mjög gaman af
því.“
Fjölskylda
Eiginkona Vilhjálms Geirs er Krist-
ín Helga Guðmundsdóttir, M.Ed. í
menntunarfræðum og MPA, f. 16.10.
1953. Foreldrar hennar eru Guð-
mundur Kr. Jónsson, f. 1928, d. 2006,
rafvirkjameistari og Sesselja G. Sig-
urðardóttir, f. 1930, d. 2015, húsmóðir.
Börn Vilhjálms Geirs og Kristínar eru:
1) Siggeir, forstöðumaður, tölvunar-
fræðingur, MBA, f. 1975. Eiginkona
hans er Arna Guðrún Jónsdóttir
kennsluráðgjafi, BA í sálfræði, f. 1976
og börn þeirra eru Esja Kristín, f.
2004; Vilhjálmur Gunnar, f. 2008 og
Jón Víkingur, f. 2017. 2) Sesselja G.,
framkvæmdastjóri, hagfræðingur frá
HÍ, MM frá HR, f. 1985. 3) Melkorka
Þöll, lögfræðingur frá HÍ, f. 1990. Eig-
inmaður hennar er Árni Grétar Finns-
son lögfræðingur, f. 1990. Börn þeirra
eru: Sesselja Katrín, f. 2016 og Finnur,
f. 2019. Systkini Vilhjálms Geirs eru:
Hanna María apótekari, f. 1950, maki
Erlendur Jónsson; Jóna hjúkrunar-
fræðingur, f. 1953, maki Þórólfur Þór-
lindsson; Siggeir rafeindavirki, f. 1959,
maki Auður Þórhallsdóttir.
Foreldrar Vilhjálms Geirs voru
hjónin Siggeir Vilhjálmsson, stór-
kaupmaður í Reykjavík, f. 1912, d.
1998, og Sigríður Hansdóttir hús-
freyja, f. 1916, d. 2003.
Vilhjálmur Geir
Siggeirsson
Guðrún Ólafsdóttir
húsfreyja á Gelti
Guðmundur Ásgrímsson
útvegsbóndi á Gelti við
Súgandafjörð
María Helga Guðmundsdóttir
húsfreyja á Suðureyri og Reykjavík,
sinnti ljósmóðurstörfum á Suðureyri
Hans Kristjánsson
framkvæmdastjóri á
Suðureyri og í Rvík, stofnandi
Sjóklæðagerðarinnar og 66° norður
Sigríður Hansdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðrún Þórðardóttir
ljósmóðir á Suðureyri
Kristján Albertsson
bóndi og kaupmaður á Suðureyri
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
Vilhjálmur
Bergsson
myndlistar-
maður
Agnes Jónsdóttir
húsfreyja í Miðhúsum í
Þórkötlustaðahverfi í Grindavík
Jóhanna
Vilhjálmsdóttir
húsfreyja í Grindavík
Jón Steinar
Guðmundsson prófessor
í jarðeðlisfræði í
Þrándheimi
Guðmundur
Hansson
verslunarmaður
í Reykjavík
Valgerður Gamalíelsddóttir
húsfreyja á Þórkötlustöðum
Jón Þórðarson
útvegsbóndi á Þórkötlustöðum í Grindavík
Jónína Jónsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Vilhjálmur Geir Gestsson
sjómaður í Hafnarfirði
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Gafli og Skúfslæk
Gestur Gamalíelsson
bóndi á Gafli og Skúfslæk í Flóa
Úr frændgarði Vilhjálms Geirs Siggeirssonar
Siggeir Vilhjálmsson
stórkaupmaður í Reykjavík
Aðalsteinn Leifsson sendi mér
gott bréf, – „Úr karphúsinu“:
„Samningarnir sem hafa verið
undirritaðir hjá ríkissáttasemjara í
þessari samningalotu, sem hófst í
byrjun árs 2019, eru núna rúmlega
170 og fundirnir um 700, margir
nokkuð langir. Margar vísur hafa
orðið til á löngum samningafundum
og í kjölfar þeirra – og hér eru
örfáar þeirra:
Stundum falla tilboð í grýttan
jarðveg.
Aumlegt boð og ömurlegt
alveg mælinn fyllti.
Ég fer að sakna samningsins
sem að áður gilti.
Og hér er önnur þar sem samn-
ingamaður er ekki ánægðari:
Ef menn semja eins og bjánar út og
suður
án samráðs svona einn og einn
verður úr því aðeins fálm og fuður
og árangur minni en ekki neinn
Hér er svar við tilboði atvinnu-
rekenda í bundnu máli:
Alltof lítið, alltof lágt
og lúsarlega boðið.
Tilboðið er smærra en smátt
smánarlegt og loðið.
Vel þeir skenkja sjálfum sér
og sínum frændum gefa
en almenningi ætlað er
að eta skít úr hnefa.
Annar orti um hlutskipti vinn-
unnar:
Þeir eiga það til, sem ekkert geta
annað en éta
að líta með andúð og háðung til hinna,
sem hugsa og vinna.
Og einn fangar andrúmsloftið á
andvökunótt í Karphúsinu:
Ég sit hérna inni hjá Sátta
og jökullinn þakinn snjó.
Það er verið að þrasa og þrátta
þögul er von sem dó.
Ég sit hérna inni hjá Sátta
og jökullinn þakinn snjó.
Hér er tjaldað til tveggja nátta
og trúi að það sé nóg.
Stundum hafa kennarar setið á
löngum samningafundum:
Erfiðir samningar reynast í raun
ráfa menn vítt yfir sviðið.
örþreytta kennara langar í laun
því langþreytt er kennaraliðið.
Gömul vísa að lokum:
Farðu að sofa frændi góður,
fer að líða að nótt.
Sýsla þú um sálarfóður
svo þér verði rótt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kveðið í karphúsinu